Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 29

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 29 ✝ Ólafur Jónssonfæddist í Kata- nesi 10. júní 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 1. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólöf Jónsdóttir, f. 7. maí 1852, d. 20. apríl 1983, og Jón Ólafsson, f. 12. maí 1896, d. 22. desember 1971. Systir Ólafs er Jónína Bryndís, f. 29. maí 1923. Hálfsystk- in samfeðra eru: Val- garður L., f. 16.11. 1916, Guðrún, f. 12.2. 1918, d. 22.2. 1988, og Aðalbjörn, f. 25.11. 1919. Árið 1953 kvæntist Ólafur Sig- ríði Þ. Sigurjónsdóttur, f. 3.11. 1926. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóna Guðrún, f. 15.9. 1953, maki Jóhann Norðfjörð. Sonur þeirra er Þórður Norðfjörð, synir hans eru Jóhann Ingi og Sigurður Þór. Uppeldissonur Þórðar er Sindri Snær. 2) Jón Ólafur, f. 24.9. 1954, maki Guðrún S. Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru Ásta Jóna, sonur hennar er Alexander, og Ólafur Magnús. Börn Guðrúnar frá fyrra hjónabandi eru Guðmundur og Steinunn Sif. 3) Erla, f. 23.8. 1958, maki Gísli Eiríksson. Börn þeirra eru Eiríkur og Auður Anna. Dóttir Erlu af fyrra hjónabandi er Sigríður Þóra. 4) Sverrir Haraldsson, f. 10. apríl 1951, uppeldissonur. Ólafur var nokkur ár bóndi í Katanesi. Síðan flutti hann til Reykjavíkur og starfaði lengst af sem húsvörður í Tónabíói og Tón- listarskólanum í Reykjavík. Útför Ólafs fer fram frá Hall- grímskirkju í Saurbæ í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar náttúran skartaði sínu feg- ursta árla morguns 1. september lagði faðir minn aftur augun í hinsta sinn, rósemi og friður hvíldi yfir ásjónu hans, við systurnar gengum frá dánarbeðinum út í sumarið þar sem fuglasöngur og skordýrasuð hljómaði í morgunkyrrðinni. Ég man ennþá röddina í þér, hlát- urinn og brosið, hver minning sem ég á um þig vekur kátínu og hlýjar mér um hjartarætur. Elsku pabbi, þú fórst kannski snemma, en ekki of seint, guð kallaði á þig og þú svaraðir. Ég býst ennþá við að þú hringir kl. 21 eins og þú varst vanur að gera. Lífið verður ekki það sama án þín, elskulegur fað- ir minn sem alltaf vildi mér svo vel. Mikið á ég eftir að sakna samtalanna við þig, hvatningar þinnar og stuðn- ings og áhuga þíns á því sem ég hafði fyrir stafni hverju sinni, takk fyrir að hafa verið góður pabbi, afi og langafi. Sólin er hnigin, sest bakvið skýin og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúinn, boðinn og búinn, tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu, og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og ég þakka þér, alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. – Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum vizkubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða. Og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Elsku pabbi minn, ég kveð þig með þessum texta og far þú í guðs friði. Þín dóttir Jóna Guðrún. Elsku pabbi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Erla og Sverrir. Elsku pabbi. Þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Minning þín mun ávallt lifa hjá mér, hvíl þú í friði. Þinn sonur Sverrir. Láinn er nú Ólafur Jónsson tengdafaðir og vinur minn. Leiðir okkar Óla lágu fyrst saman þegar ég kynntist Erlu dóttur hans árið 1983. Margar minningar koma fram í hugann þegar vinur fellur frá. Eftir gönguferðirnar á Langa- sandi kom Óli í morgunkaffi til okkar hjóna og þá var margt spjallað og voru þessar heimsóknir öllum mik- ilvægar og þótti okkur gaman að hitta hann, enda hreinskiptinn, gam- ansamur og stríðinn karl. Ungur að aldri var Óli mikill hestamaður og átti hann marga góða hesta enda tengdi það okkur ætíð saman og hafði hann unun af því að segja frá reiðleiðum fyrri tíma sem hann hafði farið. Í sumarbústaðaferðum og á ferða- lögum hafði Óli gaman af að segja landnámssögur sem okkur þótti gaman að hlusta á og hafði Eiríkur oft á orði um afa sinn „svakalega er hann afi gamall“. Lengi vel starfaði Óli sem bóndi og var hann þar á heimavelli enda reyndist hann okkur hjónum vel þegar sauðburður stóð yfir og eitt- hvað bjátaði á því þá átti hann alltaf góð ráð. Þá hafði hann daglega sam- band við Erlu til að vita hvernig allt gengi. Þegar ég hitti Óla mikið veikan á sjúkrahúsinu og ljóst að ekki væri langt eftir þá var samt stutt í gam- ansemi hans og trygglyndi en sú vin- átta sem þar skein í gegn fylgir mér í minningum um Óla. Elsku vinur og tengdapabbi, þakka þér fyrir allt sem við höfum gert og brallað saman, megi góður guð geyma þig og styrkja börn þín og fjölskyldur í missi þeirra. Þinn vinur Gísli. Ferð þín er hafin fjarlægist heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Einlægur og góður maður er genginn frá garði, það er Ólafur Jónsson, afi minn og vinur. Já hann er fallinn frá og einlægur hlátur hans hefur þagnað, en eftir lif- ir minning um frábæran mann. Að hugsa sér að maður eigi ekki eftir að spjalla oftar við hann, segja honum fréttir af sjónum, fjölskyld- unni eða ræða um dægurmál líðandi stundar er mjög einkennileg og tregablandin tilfinning, en ég er þakklátur almættinu fyrir þær stundir og þær minningar sem ég á í hjarta mínu um þennan yndislega og góða mann. Á þessum tímamótum rifjast upp skemmtilegir tímar frá bernsku minni þegar ég fékk að fara með afa upp á Klafastaði, þar var hann í ess- inu sínu með hestum, beljum og öllu því sem sveitin hafði upp á að bjóða, það var alltaf mikið fjör hjá okkur í þessum ferðum og afi passaði alltaf upp á það að ég fengi hæfilega blöndu af fróðleik og skemmtun. Eft- ir að ég komst á fullorðinsárin naut ég þess að koma í heimsókn til afa og sitja með honum við eldhúsborðið og hlusta á frásagnir hans af ýmsu því sem hann hafði upplifað um ævina, hann hafði gaman af því að að segja frá en líka að hlusta á mann viðra hinar ýmsu skoðanir og hugmyndir, alltaf gladdist afi jafnmikið þegar maður kom í heimsókn. Undarlegt er að ímynda sér að ásjóna mín ein gæti vakið jafnmikla hamingju hjá ein- hverjum. En það gerðist undantekn- ingarlaust hjá afa. Hann var iðinn við að taka mann í faðm sinn og láta mann finna að maður væri sérstakur en hvergi var maður jafnsérstakur eins og í örmum hans. Einu sinni heyrði ég að auður manns væri ekki metinn af verald- legum auði, heldur því sem maður af- rekaði í lífinu, ræktarsemi manns við vini sína og ást og umhyggju við sína nánustu, út frá þeim mælikvarða ert þú, afi minn, ríkasti maður sem ég hef nokkurn tíma þekkt. Þú kenndir mér mikilvægi þess að axla ábyrgð og að styðja við bakið á þeim sem manni þykir vænst um, sama hvað á dyndi, þú komst mér í skilning um að til þess að ná sínum markmiðum þyrfti maður að vinna hörðum höndum. Hjartahlýja, reisn, gleði, kímni og væntumþykja fyrir umhverfi sínu, mönnum, dýrum og sérstök um- hyggja fyrir börnum voru ráðandi í fari þínu en allt eru þetta mannkostir sem draga má mikinn lærdóm af. Í dag fylgi ég afa mínum til hinstu hvílu eftir erfið veikindi en hann var saddur lífdaga og tilbúinn, og ég veit að nú líður honum vel, ég bið góðan guð að gefa okkur styrk og hugga alla þá sem eiga um sárt að binda. Að leiðarlokum vil ég þakka ást- kæra afa mínum og vini fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni, minningin um hann og líf hans mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð, minning um einstakan mann og ástvin. Ég kveð afa minn með þeim orðum sem hann kvaddi mig ávallt með sjálfur: „Ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig,“ elsku afi „Guð geymi þig“. Þinn Þórður. Elsku Óli afi. Þegar pabbi sagði okkur Siggu systur að þú værir mjög veikur fékk ég hnút í magann og næsta morgun hringdi pabbi til að segja mér að þú værir dáinn. Þegar ég hugsa aftur í tímann rifjast upp gamlar góðar minningar um okkur eins og þegar við fórum í göngur um Akranes og alla bíltúrana um sveitina þína. Ég hafði mjög gaman af sögunum þínum um gamla tímann í sveitinni. Ég man alltaf hvað þú varst glaður að sjá mig þegar ég kom óvænt í heimsókn, þá var mikið spjallað og hlegið yfir kaffi og kandís. Elsku afi ég mun sakna þín mjög mikið en þú munt ávallt lifa í minn- ingu minni. Þinn vinur Eiríkur. Elsku afi, ég á svo mikið af minn- ingum um þig, ég man þegar ég var lítil og við komum í heimsókn þá fékk ég alltaf að sitja á tröppustólnum þínum og við Eiríkur bróðir minn fengum heimatilbúið súkkulaði, okk- ur fannst það svo gott. Þú varst svo hress og oft gjafmild- ur og stríðinn. Hvað þú varðst stolt- ur þegar ég vann til verðlauna sem hestakona og þér fannst ég sitja hestinn rétt. Þér fannst svo gaman þegar pabbi kom á hestinum, já, þú varst svo sannarlega góður afi. Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! (3. Mósebók 6.24–26.) Ég mun geyma minningar um þig og aldrei gleyma þeim. Takk fyrir að vera afi minn. Þín dótturdóttir, Auður Anna. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Þín dótturdóttir Sigríður Þóra. Fyrsta minning mín um Ólaf Jóns- son, frænda minn á Akranesi, er frá fyrstu hrað-hringferð foreldra minna með okkur systkini mín um landið en við gistum nótt uppi á Skaga hjá Óla. Í augum sjö ára sveitabarns var Akranes stórborg og Óli frændi hinn forframaði íbúi á mölinni. Hann tók á móti okkur með nýsoðnu hangikjöti – í ágúst – og spilaði ákaft vinsælan slagara, „Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á …“ eftir Gylfa Ægisson. Aðdáunarglampinn í augum okkar systkinanna var blandinn smá- hræðslu við þennan heimsmann, dökkan á brún og brá með sína djúpu rödd. Hann var með „Snjallsteins- höfða-útlitið“, eins og ég vil kalla það, sem Óli sagði að væri af frönsk- um uppruna aftur í ættir. En stórborgin Akranes var nú ekki stærri en svo að Óli átti að gelda fola daginn eftir heimsókn okkar. Þar hafa leiðir okkar frænda míns helst legið saman; í óbilandi áhuga á hestum. Síðan urðu minningarnar fleiri. Óli var kærkominn gestur heima á Hömrum og ekki laust við að hann kæmi með sumarið með sér ár hvert. Var því tilhlökkunarefnið ærið. Ekki skemmdi heldur að ein eldhússkúff- an fylltist af brjóstsykri og öðru góð- gæti. Mér þótti einnig mikill fengur í því að fá leiðsögn frá honum varð- andi hugðarefni mín. Óli var sumsé slyngur tamningamaður og hann veitti mér innsýn í hvernig það eitt að rýna í auga hestsins – lesa það hreinlega – gefur fyrirheit um það sem koma skal. Ekki var ég alltaf sammála mati hans á þeim trippum sem ég leiddi fyrir hann, enda verður sannleikanum hver sárreiðastur varðandi „börnin sín“, en það kom yfirleitt á daginn að hann hafði rétt fyrir sér. Það speglast jú ýmislegt í augum hrossa rétt eins og mann- fólksins. Margar sögur frá Óla eigum við systkini mín í farteskinu og ein slík sýnir í hnotskurn að hann dó ekki ráðalaus. Ein grá ótemja vildi alls ekki láta af hrekkjunum og því brá Óli á það ráð að beina klárnum á haf út þar til stungurnar urðu sjálfkrafa að engu þegar sundtök var það eina sem gat haldið skepnunni á lífi. Og viti menn: sá baldni varð að gæðingi í fjöruborðinu. Mér er líka minnis- stæð frásögn Óla af því er hann fór aðeins 16 ára gamall, að verða 17, ríðandi með þrjá hesta frá Katanesi í Hvalfirðinum austur að Snjallsteins- höfða í Landsveit en við rifjuðum þetta upp í símanum í vetur sem leið. Erindið var að sækja þrjá fola sem Ólöf, móðir hans, erfði eftir foreldra sína, Jón Ólafsson og Jónínu Gunn- arsdóttur, langafa og -ömmu mína, en þau létust sama dag í febrúar 1939, með þriggja klukkustunda millibili. Unglingurinn fór sem leið lá um Leggjarbrjót, sem er forn leið og ill yfirferðar, yfir í Árnessýslu og þaðan austur í Rangárþing, þá til baka aftur með sex hesta, þar af trippi sem hafa varla verið fús til að hverfa úr heimahaganum. Og hvern- ig fór Óli að? Hann lét þau hlaupa laus! Ekki var þessi för á færi allra – á ég erfitt með að sjá ungling fyrir mér leika þetta eftir. Við á Hömrum erum þakklát fyrir að hafa verið samferða þessum góð- hjartaða manni sem lét sér ávallt annt um velferð okkar. Hann rækti frændsemina við okkur hvað hann gat og þau mamma töluðust við í hverri viku. Viljum við flytja ástvin- um Óla innilegar samúðarkveðjur við andlát hans. Ég sá Óla síðast í vor á spítalanum er við Sigríður systir heimsóttum hann og var mér nokkuð brugðið við að sjá hve dregið var af honum, þó að síðan hafi stytt upp á milli. En hlý- legt augnaráðið brást ekki, stoltur á stórsjó sem lygnum. Þuríður M. Björnsdóttir. Ég kveð þig, kæri vinur, svo klökk í hinsta sinn. Guð og gæfan greiði þér veginn í hinsta sinn. Þín vinkona Sigríður. ÓLAFUR JÓNSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, HEKLA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Furulundi 15c, Akureyri, lést á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri laugardaginn 4. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Baldvin Ásgeirsson, Ívar Baldvinsson, Eva Baldvinsson, Valur Baldvinsson, Sigrún Bernharðsdóttir, Óttar Baldvinsson, Ásrún Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Baldvinsson, Vigdís Skarphéðinsdóttir, Gunnhildur Baldvinsdóttir, Aðalbjörg Baldvinsdóttir, Björgvin Ingimar Friðriksson, Stefán J. Baldvinsson, Árný Gunnur Árnadóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.