Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 44
Svona lítur dagskráin út: 12 Tónar, föstudagur, 10. sept- ember, kl. 17.00. Ásamt Þóri. KlinK & BanK, föstudagur, 10. september, kl. 21.00. Ásamt Ki- mono og I Adapt. Aðgangseyrir er 800 krónur (Ekkert aldurs- takmark). Stúdentakjallarinn, laugardagur, 11. september, kl. 21.00. Ásamt Jan Mayen, Retron og Skátum. Aðgangseyrir er 800 krónur (20 ára aldurstakmark). Paddy’s (Keflavík), mánudagur, 13. september, kl. 21.00. Ásamt Ælu og Skátum. NÝBYLGJUÞYRSTIR Íslendingar geta nuddað eyrun um helgina við tóna bresku rokksveitarinnar I’m Being Good, sem kemur frá strand- bænum sólarsæla Brighton. Sveitin mun halda hér ferna tónleika ásamt ýmsum innlendum listamönnum. I’m Being Good hefur verið starf- andi í ýmsum útgáfum í um ellefu ár. Breiðskífurnar eru nú orðnar þrjár, allar gefnar út af þeirra eigin fyrirtæki, Infinite Chug. Í dag er sveitin skipuð þeim Andrew Clare (gítar og rödd), Tom Barnes (gítar), Dave Evan Campell (trommur) og Stuart O’ Hare (bassi). I’m Being Good hefur vakið athygli und- anfarið í Bretlandi en meðal aðdá- enda er útvarpsmaðurinn virti John Peel, sem hefur boðið sveitinni oft- ar en einu sinni að hljóðrita lög fyr- ir útvarpsþáttinn sinn (hinar frægu Peel Sessions). Fagurfræði I’m Being Good er að mörgu leyti kom- in frá bandarísku jaðarrokki og hafa meðlimir starfað með risum þaðan á borð við Thurston Moore og Jad Fair. Tónleikar | Bresk nýbylgjusveit á Íslandi Andrew úr I’m Being Good er góð- ur strákur eins og sjá má. I’m Being Good 44 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allsherjarpassinn gildir áfram á allar aukasýningar. FRAMLENGING! KEN PARK SLÆR Í GEGN! 3000 manns hafa séð Ken Park á einni viku og fimm sinnum hefur verið uppselt. ccc „Sterk og óvægin.“ - Ó.Ö.H., DV. ccc „Grípandi!“ – H.L., Mbl. Vegna gríðarlegrar aðsóknar og fjölda áskorana sýnum við vinsælustu myndirnar áfram í nokkra daga. COFFEE & CIGARETTES „Nálgast það besta sem komið hefur frá þessum mergjaða furðufugli, sem jafnan fer ótroðnar slóðir og kollegar hans reyna að feta út um allar jarðir.” – Sæbjörn Valdimarsson, MBL. cccc – Mbl. cccc – Mbl. Capturing the Friedmans cccc – Mbl. Super Size Me Aðsóknarhæsta myndin! „Kostuleg bleksvört gamanmynd... frábærlega vel gerð í alla staði...“ – Sæbjörn Valdimarsson, MBL. Allra síðastu sýningar á sunnudaginn! „Vægast sagt einstök heimildarmynd og því glæpur að láta hana framhjá sér fara.” – Einar Árnason, Fréttablaðið ÓRITSKOÐUÐ - STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Hamraborg 7, Hamrabrekkumegin • Sími 544 8030 • makeupforever.is Digranesvegur Hamraborg Hamrabrekka Nýbýlavegur Hafnarfjarðarvegur SPENNANDI LJÓSMYNDA- HEFST 13.SEPTEMBER. OG TÍSKUFÖRÐUN KOMIÐ OG SKOÐIÐ SKÓLANN. OPIÐ HÚS ALLA DAGA. SKRÁNING Á STAÐNUM OG Í SÍMA 544 8030 OG 551 1080. GÓÐ GREIÐSLUKJÖR. 13 VIKNA NÁM Í SÖNGKONAN Beyoncé Knowles hefur tilkynnt að hún ætli að stofna eigin tískulínu í samvinnu við Tinu, móður sína. Á hún að heita The House of Dereon eftir ömmu Beyoncé, Agnes Dereon, sem var fær sauma- kona og hefur veitt bæði Beyoncé og mömmu hennar innblástur. „Mér finnst þetta góð leið til að fara í tísku- heiminn. Innblásturinn kemur frá ömmu, ég vinn með mömmu minni í því að láta drauma okkar allra rætast, að stofna mikilvægt tískufyrirtæki,“ sagði Beyoncé í yfirlýsingu. Slagorð tískuhússins verður „Cout- ure. Kick. Soul.“ Tískulínan verður framleidd af fyrirtæki Beyoncé, Beyond Productions, og er búist við því að hún komi á markað haustið 2005. Beyoncé mætti ásamt stöllum sín- um í Destiny’s Child á Fashion Rocks í New York á miðvikudagskvöld en þetta er árlegur viðburður sem fagnar þeirri tengingu sem er á milli tísku og tónlistar. Beyoncé var ennfremur á meðal þeirra sem tróðu upp á uppá- komunni, sem fram fór í Radio City Music Hall. Tíska | Tónlist og tíska rokka saman Beyoncé stofnar eig- in tískulínu Það er ekki oft sem stelpurnar í Destiny’s Child eru myndaðar sam- an en Kelly Rowland, Michelle Will- iams og Beyoncé Knowles mættu allar á Fashion Rocks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.