Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 52

Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 52
                  )                                * $ + FORSETI sveitarstjórnar Skaga- fjarðar, Gísli Gunnarsson, vill að Skatastaðavirkjun úr Austari- Jökulsá verði sett inn á nýtt að- alskipulag sveitarfélagsins, sem nú er í vinnslu. Meirihluti Sjálfstæð- isflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, VG, í sveitarstjórn vildi fresta því að setja Vill- inganesvirkjun inn á skipulag. Gísli segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að um nokkurs konar stefnubreytingu meirihlutans sé að ræða. Fyrir liggi drög að að- alskipulagi, þar sem ákveðið hafi verið að fresta því að setja virkjanir á skipulagið. Þetta hafi verið gert m.a. vegna deilna um Villinganes- virkjun. Gísli segir Vinstri græna vera á sömu skoðun og hann, þ.e. að setja virkjanir inn á skipulagið. Einnig verði gerð tillaga um iðn- aðarlóðir á skipulaginu, m.a. við Brimnes og Kolkuós í austanverðum Skagafirði. „Við höfum alltaf sagt að við vilj- um virkja ef einhver iðnaðarkostur er fyrir hendi. Núna virðist vera mikil umræða um það á Norðurlandi og við viljum af fullum þunga taka þátt í þeirri umræðu. Við teljum það ekkert vera of seint. Þá værum við að tala um talsvert stærri virkjun en við Villinganes,“ segir Gísli. Meiri hagur fyrir héraðið Gísli telur að meiri sátt muni skapast um Skatastaðavirkjun. Varðandi Villinganesvirkjun hafi verið talað um „mikla fórn fyrir lítið“ en við Skatastaði sé virkjunin stærri, með frekar lítil umhverfis- áhrif og skapi stærri vinnustað. „RARIK ætlaði að virkja Vill- inganes og lýsti því beint yfir að það væri gert til að kaupa ekki eins mikla orku af Landsvirkjun. Þess vegna er það meiri hagur fyrir hér- aðið að fá stærri virkjun.“ Forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar vill Skatastaðavirkjun inn á aðalskipulag MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SKATASTAÐAVIRKJUN innst í Skagafirði, skammt norðan Hofsjök- uls, er einn þeirra kosta í vatnsaflsvirkjunum sem Orkustofnun hef- ur skoðað og unnið forathugun á. Að afli og orkugetu yrði þessi virkjun meira en fimmfalt stærri en Villinganesvirkjun, sem á sínum tíma fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum. Afl Skatastaðavirkjunar yrði 180 MW en 33 MW í Villinganesi. Til samanburðar þá er afl Kárahnjúkavirkjunar tæp 700 MW og 110 MW í Búðarhálsvirkjun. Skoðaðir hafa verið tveir valkostir við Skatastaði, annars vegar með veitu frá Fossá og Hölkná og þremur stíflum í Austari-Jökulsá og hins vegar með öllum þessum veitum að viðbættri Hraun- þúfuveitu, auk stíflu í Vestari-Jökulsá. Stofnkostnaður við fyrri val- kostinn yrði rúmir 25 milljarðar króna en rúmir 32 milljarðar af seinni valkostinum. Stofnkostnaður Villinganesvirkjunar var metinn tæpir fimm milljarðar. Miðlunarlón beggja kosta yrðu tæpir 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Viljum virkja ef iðnaðarkostur er fyrir hendi Fimmfalt stærri en Villinganesvirkjun ÍSFIRSKA rokksveitin Grafík hélt tónleika í Austurbæ í gærkvöldi í tilefni af endurútgáfu plötunnar Get ég tekið cjéns. Kom sú plata fyrst út fyrir tuttugu árum. Á plötunni má m.a. finna lögin Þúsund sinnum segðu já og Húsið og ég eða Mér finnst rigningin góð. Sveitin er nú skipuð þeim Haraldi Þorsteinssyni, Hirti Howser, Agli Erni Rafnssyni, Rúnari Þórissyni og Helga Björnssyni. Tveir þeir síðarnefndu eru í góðri sveiflu á þessari mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók á tónleikunum í gær. Morgunblaðið/Sverrir Grafík rokkar á ný STJÓRNARFORMAÐUR Sam- herja telur eðlilegra að heimila er- lendum aðilum að fjárfesta beint í ís- lenskum félögum í sjávarútvegi sem skráð eru á markaði í stað þess að kaupin verði að fara í gegnum eitt eða fleiri félög líkt og reglur segja til um í dag. Telur hann að til greina komi að miða reglurnar við að sam- anlögð fjárfesting erlendra aðila, og nefnir sérstaklega erlenda lífeyris- sjóði og fagfjárfesta sem oft kaupa aðeins 1–5% hlutafjárins, geti numið allt að 40% af heildarhlutafé viðkom- andi félags. „Þessir fjárfestar fara ekki að stofna sérstök félög hér á landi til að fjárfesta í sjávarútvegi, annaðhvort kaupa þeir beint í þessum félögum eða alls ekki,“ segir Finnbogi Jóns- son, stjórnarformaður Samherja. „Auðvitað væri mjög áhugavert að fá slíka fjárfesta að íslenskum sjáv- arútvegi. Í heild myndi það ein- göngu hafa mjög jákvæð áhrif á efnahagslífið og um leið efla hluta- fjármarkaðinn hér á landi.“ Hann segist hins vegar ekki sjá sérstaka ástæðu til að breyta reglum varðandi óskráð félög. Markmið erlendra félaga sem áhuga hafa á slíkum félögum gæti verið að tryggja sér aðgang að hráefni og af- urðum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagðist í ræðu sem hann hélt á alþjóðlegri ráðstefnu Íslandsbanka um sjávarútveg á miðvikudag vera sannfærður um að þær aðstæður eigi eftir að skapast að takmarkanir á erlendum fjárfestingum verði ekki lengur nauðsynlegar hér á landi. Gætu boðið hlutabréf sem greiðslu Finnbogi segir að breytingar á fjárfestingastefnu í íslenskum sjáv- arútvegi myndu ekki hafa mikil áhrif á útrás Samherja. „Við gætum vissulega boðið hlutabréf sem greiðslu sem ekki er hægt í dag og í einhverjum tilvikum gæti það ef til vill verið áhugavert fyrir hinn er- lenda aðila,“ segir Finnbogi. Stjórnarformaður Samherja um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi Bein fjárfesting í félögum á mark- aði verði heimil  Bein/8 KAJAKRÆÐARARNIR fjórir sem róa suður með austurströnd Grænlands fyrir Blindrafélagið hafa verið í sjálfheldu vegna veð- urs síðastliðna fjóra daga, skammt frá lokaáfangastað sínum við suðurodda Grænlands. Þeim tókst að þoka sér 11 km áleiðis í gær og tjölduðu við heldur bág- bornar aðstæður. Höfðust þeir við í tjaldi sínu í roki og rigningu í gærkvöldi þegar Morgunblaðið náði tali af þeim. Spáð er stormi í dag, föstudag, svo ólíklegt er að þeim takist að færa sig í dag. Óhapp varð í fyrradag þegar þeir voru að koma bátunum á flot, þegar brimskafl kastaði einum bátnum upp á klett þar sem einn leiðangursmanna varð fyrir hon- um. Báturinn laskaðist nokkuð en hægt var að gera við hann og ekki hlutust af meiðsli. Að sögn Bald- vins Kristjánssonar fararstjóra er hópurinn með sterkt tjald og eiga þeir félagar nóg af vistum, þótt púðursykurinn sé á þrotum. Hann segist velta því fyrir sér hvort vet- urinn sé skollinn á í ljósi þess að hver illviðrakaflinn rekur annan þessa dagana. Næsti áfangi frá Otterude-eyju krefst skaplegs veðurs í heilan dag þar sem róa þarf fyrir ísstál skriðjökuls sem gengur í sjó fram. Þar er ekki hægt að taka land ef veður versn- ar skyndilega og skiptir því höf- uðmáli að geta róið í friði fyrir stormum. Baldvin sagði þá fé- lagana leggja áherslu á að fara sér ekki að voða, heldur bíða færis þangað til gæfi á sjóinn á ný. Bíða færis í stormi HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröf- um lyfjafyrirtækisins Omega Farma ehf. um að héraðsdómur afli ráðgef- andi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilteknum ákvæðum til- skipunar ráðherraráðs ESB í tengslum við innlenda reglugerð um markaðsleyfi fyrir sérlyf, merkingar þeirra og fylgiseðla. Með dómi sínum hnekkti Hæstiréttur úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 21. júní sl. Málið höfðaði Omega Farma gegn Lyfjastofnun og ríkinu í kjölfar þess að Lyfjastofnun hafnaði umsókn Omega Farma um markaðsleyfi fyrir Arizil sem samkvæmt Omega Farma er sambærilegt alzheimerlyfinu Ari- cept, sem fékk markaðsleyfi hérlend- is 1998. Varðaði ágreiningurinn þá málsástæðu Omega Farma að skýra bæri reglugerðina þannig að hún heimilaði stjórnvaldi að falla frá því að hið sambærilega lyf þyrfti að hafa verið minnst sex ár á markaði á EES- svæðinu og vera á markaði hérlendis væri einkaleyfi ekki til staðar. Að mati Hæstiréttar fer sönnunar- færsla um staðreyndir máls, skýring innlends réttar og beiting gerða, sem getið sé í viðaukum við EES-samn- inginn, að íslenskum lögum og fari fram fyrir íslenskum dómstólum. Leit rétturinn ekki svo á að það hefði þýðingu fyrir úrslit málsins að bera upp spurningu við EFTA-dómstólinn um skýringu á ákvæðum tilskipunar- innar, sem efnislega væri samhljóða ákvæði reglugerðarinnar. Kröfum um ráðgefandi álit EFTA hafnað FULLTRÚAR R-listans í sam- göngunefnd samþykktu að láta loka einni akrein Miklubrautar og Hring- brautar fyrir allri umferð nema strætisvagna á bíllausa daginn. Á mánudaginn neitaði lögreglan að taka þátt í því. Gísli Marteinn Bald- ursson varaborgarfulltrúi sagði á fundi borgarstjórnar að R-listinn vildi draga úr afkastagetu mikilvæg- ustu samgönguæðar borgarinnar um helming á miðvikudegi þegar fólk væri að hraða sér í vinnu. Lögreglan vildi ekki fara að óskum R-listans ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.