Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 11 VIÐAMIKLAR rannsóknir standa nú yfir á hruni hörpuskeljarstofns- ins í Breiðafirði. Hafrannsókna- stofnun stendur fyrir margvísleg- um rannsóknum auk hefðbundins „skeljaralls“ og fisksjúkdómafræð- ingar á Keldum eru að rannsaka ástæður sýkingar í skelinni. Jafn- framt hafa stjórnendur Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi ákveðið að fá til liðs við sig erlenda aðila til að meta stöðuna og fram- tíðarhorfur. Fyrirtækið hefur alla tíð verið stærsta skelvinnsla á landinu og hefur því orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veiðibannsins. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, seg- ir að mjög vel sé fylgzt með þróun- inni í hörpudiskstofninum í Breiðafirði. Stofnmæling á hörpudiski síðan 1978 „Við höfum verið með stofnmæl- ingar, eins konar rall, sem hefur verið með sama hætti síðustu árin og svipuðum hætti allt frá árinu 1978. Það eru tekin á annað hundrað tog á föstum togstöðvum á firð- inum í október og fáum við þannig mjög góðar upplýsingar um stofn- stærð, nýliðun og vöxt yngri ár- ganga. Fyrir liggur að þrír yngstu árgangarnir eru nú í meðallagi og er sá elzti þeirra að koma inn í veiðina. Engu að síður er stofninn nú aðeins um 30% af því sem hann var árið 2000. Við könnum líka náttúruleg dauðsföll í skelinni og það er ljóst að þau eru minni í yngri skelinni, en segja má að öll elzta skelin sé dauð. Við vitum hins vegar ekki hver afdrif yngri skeljarinnar verða, þegar hún eldist, en með því verð- ur mjög vel fylgzt. Hitaþol og sýking Þá er verið að rannsaka áhrif hlýnandi sjávar á skelina. Það er ljóst að með vaxandi hita drepst meira af skelinni, en hvort það er vegna hitans eins eða annarra þátta sem honum fylgja er ekki vitað, en það getur verið að sýk- ingin aukizt með hækkandi hita. Vöktun stofnsins Við erum með vöktunarverkefni sem rekið er frá útibúi okkar í Ólafsvík. Í því eru tekin regluleg sýni og fylgzt með fisknýtingu í skelinni, þroska kynkirtla og nátt- úrulegum dauðsföllum. Við erum með síritandi hitamæla á ákveðnum stöðum í firðinum, sem við lesum af í október og fáum þannig upplýsingar um þróun hita- stigsins. Við höfum svo auðvitað haft upplýsingar úr afladagbókum bátanna, en þar kom mjög skýrt fram hvernig stofninn var að hrynja þegar afli í togi fór úr 1.600 kílóum niður í 700 kíló. Loks má nefna að við erum líka að fylgjast með áhrifum hörpudiskveiðanna á annað líf á svæðinu svo sem kross- fisk og beitukóng. Við erum því að mínu mati að gera það sem í okkar valdi stendur til að rannsaka hörpudiskinn og reyna að meta hver framvindan geti orðið,“ segir Hrafnkell Eiríksson. Styðjum slíkt frumkvæði Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir ofur eðlilegt að heimamenn leiti allra leiða til að bregðast við þeirri al- varlegu stöðu sem upp er komin og jákvætt að leitað sé til aðila með aðra reynslu en stofnunin hefur af rannsóknum á hörpuskel. „Við vilj- um gjarnan vinna með þessum að- ilum og styðja við slíkt frumkvæði og hefi ég rætt við heimamenn um það. En eins og er sjáum við enga einfalda lausn á þessum vanda og getum á þessu stigi lítið spáð um framvinduna með vissu. Hins veg- ar munu niðurstöður rannsókna- leiðangurs í október nk. varpa ljósi á lifun ungskeljar sem bundnar eru vonir við að skili sér brátt í veiðistofninn,“ segir Jóhann. Þrír yngstu árgangar hörpudisks í meðallagi Stofninn í Breiðafirði þó aðeins þriðjungur þess sem var árið 2000 LANDSSAMBAND íslenskra útvegs- manna afhenti Háskólanum á Ak- ureyri fullkomna neðansjáv- armyndavél við athöfn á miðvikudag. Um er að ræða tæki sem getur tekið sjónvarpsmyndir neðansjávar og er með stýribúnað, kapal og farartæki, sem auk mynda- véla getur borið margvísleg önnur mælitæki og þá gera fjarstýrðir griparmar mögulegt að taka sýni, en þeir munu hafa í för með sér byltingarkenndar umbætur á tækni- legri rannsóknargetu neðansjávar. „Það er ástæða til að gleðjast í dag,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, en hann gat þess að um væri að ræða stærstu einstöku gjöf sem háskólinn hefði fengið. Nefndi rektor að fram- lagið væri mikilvægt varðandi rann- sóknir, en hafið væri einn mikilvæg- asti hluti lífríkisins og á því byggðist okkar tilvera, en þó væri það sennilega minnst rannsakað. Nauðsynlegt væri að stórauka rannsóknir á fiskimiðum okkar Íslendinga og kæmi neðansjávarmyndavélin sér því einkar vel. Vélin verður í notkun um land allt, en rektor nefndi t.d. að nýlega hefði Einar Hreinsson, sjávarútvegs- fræðingur á Ísafirði, verið ráðinn lektor við Háskól- ann á Akureyri og myndi vélin efla starfsemi háskól- ans þar. Einar væri einn fremsti veiðarfærasérfræðingur landsins og myndi hann kenna og stunda rannsóknir í veiðitækni við háskól- ann. Eins kæmi myndavélin að góðum notum við kennslu nema í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóð- anna sem væntanlegir væru norður innan tíðar. „Við teljum að þessi neðansjávarmyndavél muni skapa Háskólanum á Akureyri margvíslega nýja möguleika á ýmsum rannsóknum í sjávarútvegs- fræðum, fiskeldi, líftækni og umhverfisfræðum og stuðla að því að rannsóknarstarfsemi við skólann muni eflast enn frekar og styrkja stöðu hans sem miðstöð rannsókna á sviði sjávarútvegsins og fiskeld- isins á háskólastigi,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, þegar hann afhenti myndavélina. Hann sagði LÍÚ vilja stuðla að auknu samstarfi at- vinnulífs og menntastofnana með það að markmiði að bæta þekkingu og skilning, líklegt væri að aukið sam- starf myndi skila báðum árangri þegar fram í sækti. Sambandið hefði einnig lengi haft áhuga fyrir aukn- um og bættum rannsóknum á lífríki hafsins og áhrif- um veiðarfæra á það, en að mati þess hefði nokkuð vantað upp á að rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á lífríkið væru fullnægjandi. „Ljós má vera að það skiptir miklu máli fyrir sjávarútveg í nútíð og ekki síður framtíð að vel sé staðið að þessum málum,“ sagði Björgólfur. Dr. Björn Gunnarsson, forseti auðlindadeildar Há- skólans á Akureyri, sagði tækið án vafa opnar marg- ar nýjar dyr að þeim fræðasviðum sem deildin legði áherslu á. Gat hann þess að næsta haust hæfist við deildina rannsóknartengt meistaranám og hefði vélin gífurlega þýðingu í tengslum við það. Helstu verkefni neðansjávarmyndavélarinnar væru m.a. á sviði veið- arfærarannsókna, rannsóknir á líf- og vistfræði nytja- fiska sem og annarra lífvera sjávar, við rannsóknir á eiginleikum hafsbotnsins og á seti og setflutningum og loks vegna framkvæmda ýmiss konar, s.s. við byggingu hafna, vegna mengunar og við umhverf- ismat framkvæmda. Nokkur verkefni eru þegar í burðarliðnum, m.a. við Berg-Hugin, Samherja, Ísor og Norðurorku. LÍÚ gefur Háskólanum á Akureyri neðansjávarmyndavél Skapar nýja möguleika á rannsóknum neðansjávar Morgunblaðið/Kristján Möguleikar Þorsteinn Gunnarson, rektor Háskólans á Akureyri, og Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna, við neðansjávarmyndavélina. ÚR VERINU Í TILEFNI af fréttaflutningi vegna úrskurðar úrskurðarnefndar fjar- skipta- og póstmála vill Póst- og fjar- skiptastofnun koma því á framfæri að fjölmargar leiðir eru til að dreifa staf- rænu sjónvarpsefni. „Í fréttum Ríkissjónvarpsins og Morgunblaðsins var því haldið fram að Norðurljós byggi nú yfir 16 af 21 rás til stafrænna sjónvarpsútsend- inga. Mikilvægt er að hafa í huga að fjölmargar aðrar leiðir eru færar við dreifingu stafræns sjónvarps. Þar má nefna UHF/VHF tíðnir, KU-bandið, MWS-bandið, gervihnetti, kapal og breiðband. M.a. af þessari ástæðu tel- ur Póst- og fjarskiptastofnun að ákvörðun stofnunarinnar á sínum tíma hafi ekki á nokkurn hátt tak- markað möguleika á samkeppni í dreifingu á stafrænu sjónvarpi,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að úrskurðurinn snúist um svokallaðar MMDS-tíðnir, en ekki um hefðbundnar sjónvarpstíðnir sem algengt er að nota til sjónvarpsút- sendinga hér á landi, þ.e. UHF/VHF- tíðnir. „Takmarkaður fjöldi UHF/ VHF-tíðna er sem stendur nothæfur til stafrænna sjónvarpsútsendinga og mun hluti þeirra verða auglýstur til umsóknar innan tíðar, en stofnunin taldi rétt að doka við með slíka aug- lýsingu á meðan viðræður hagsmuna- aðila áttu sér stað um mögulegt sam- starf í dreifingu stafræns sjónvarps.“ Stofnunin taldi, að því er fram kem- ur í tilkynningu, það heppilegt að úr- skurðarnefndin gæti tekið á efnisat- riðum málsins, enda hefði ekki verið talin ástæða til að bjóða út tíðnirnar. „Í fyrsta lagi áttu útboðsreglur fjar- skiptalaga á þeim tíma ekki við um sjónvarpstíðnir, í öðru lagi var nóg framboð af tíðnum og í þriðja lagi var ekki um nýja úthlutun að ræða.“ Hins vegar segir að nauðsynlegt sé að kærufrestir séu virtir svo að hand- hafar tíðnileyfa eigi ekki á hættu að leyfi þeirra séu véfengd löngu eftir út- gáfu. Því hafi orðið að gera ýtrustu kröfur varðandi formhlið kærunnar og úrskurðarnefndinni var rétt að hafna kröfunni þegar af þeirri ástæðu að hún var of seint fram komin. Kærufrestur er fjórar vikur, en í þessu tilfelli barst kæra ekki fyrr en u.þ.b. sex mánuðum eftir að kærend- um var kunnugt um ákvörðunina. Að sögn stofnunin er hægt að nota fjölmörg tíðnisvið til stafrænna sjón- varpsútsendinga, þar á meðal MMDS. Notkun þessara MMDS-rása segir stofnunin vera sértæka lausn sem aðeins sé notuð í tveimur Evr- ópuríkjum; Íslandi og Írlandi. Íslenska útvarpsfélagið hefur frá árinu 1993 haft heimild til að nota tíðnisviðið og heimilaði Póst- og fjar- skiptastofnun félaginu að nota 16 rás- ir (128 MHz) áfram um nokkurt skeið, en ekki var um nýja úthlutun að ræða. „Samkvæmt alþjóðlegum sam- þykktum er tíðnisvið þetta ætlað fyrir þriðju kynslóð farsíma í framtíðinni og því rennur notkunarréttur Ís- lenska útvarpsfélagsins út eftir tæp fimm ár hvað varðar helming rásanna en eftir sjö ár fyrir hinn helminginn. Tvær MMDS-rásir eru lausar í dag, en engar umsóknir liggja fyrir um heimild til að nýta þær til stafrænna útsendinga.“ Stofnunin bendir á ýmsar leiðir sem séu færar við dreifingu á staf- rænu sjónvarpi. „Þar ber fyrst að nefna gervihnattasendingar sem er algengasta dreifingarleiðin fyrir staf- rænt sjónvarp innan ESB. Næstal- gengust eru kapalkerfi. Síminn hefur rekið stafræna sjónvarpsþjónustu á Breiðbandinu í nokkur ár og hyggst nú ná til flestra landsmanna í gegnum ADSL. Af þessari upptalningu má vera ljóst að Póst- og fjarskiptastofn- un hefur ekki á nokkurn hátt tak- markað möguleika á samkeppni í dreifingu á stafrænu sjónvarpi.“ Póst- og fjarskiptastofnun gerir athugasemdir við fréttaflutning Fjölmargar leiðir færar við dreifingu stafræns sjónvarps HAFLIÐI Pétur Gíslason, formaður Rannsóknasjóðs, segir engar breyt- ingar hafa átt sér stað á grundvall- aratriðum í úthlutunarreglum Rann- sóknasjóðs. Því sé gagnrýni Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptahá- skólans á Bifröst, og Vilhjálms Eg- ilssonar, ráðuneytisstjóra sjávarút- vegsráðuneytisins, á misskilningi byggð. „Rannsóknasjóður hefur ávallt styrkt allt að helmingi heildarkostn- aðar verkefna sem felst í beinum kostnaði annars vegar og hins vegar samrekstri og aðstöðu. Þessir þættir eru metnir eins og áður hefur verið. Uppfylla ekki kröfur? Stjórn Rannsóknasjóðs áréttaði í leiðbeiningum sínum fyrir úthlutun ársins 2005 að hún teldi eðlilegt að styrkjunum væri beint til launalið- arins frekar en samreksturs og að- stöðu, einkum hjá opinberum stofn- unum því eðlilegra þótti að styrkja launaliðinn heldur en t.d. afskriftir, húsaleigu, orkukostnað o.fl. Það þýð- ir þó ekki að í tilfellum þar sem þessi kostnaður verður ekki greiddur á annan hátt, að ekki sé hægt að koma til móts við það. Ósk stjórnar Rann- sóknasjóðs um að beina styrkjunum í launaliðinn var borin fram í þeim til- gangi að fjölga fólki við rannsóknir.“ Hafliði minnir á að sjóðurinn hafi aldrei styrkt nema helming af heild- arkostnaði við verkefni og því þurfi afgangurinn að koma annars staðar frá. „Eigi umsækjendur ekki mót- framlag, þá er spurning hvort þeir uppfylli kröfur sjóðsins um færni umsækjenda, gæði rannsóknaverk- efna og aðstöðu til að framkvæma rannsóknirnar.“ Hafliði segir að í undantekningar- tilvikum megi styrkja samrekstur og aðstöðu, þó samkvæmt almennum reglum Rannsóknasjóðs. „Ekkert hefur því breyst,“ segir hann. Varðandi gagnrýni Vilhjálms Eg- ilssonar þess efnis að nýjar reglur sjóðsins um að ekki megi greiða kostnað vegna fastra starfsmanna eða yfirvinnu þeirra, sem Vilhjálmur segir ekki koma vel út fyrir Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, bendir Hafliði á að Vísindasjóður, Tækni- sjóður og nú Rannsóknasjóður hafi aldrei verið launasjóðir fyrir fólk í föstu starfi. Talað var um stjórn Rannís í frétt blaðsins á miðvikudag, en þar átti að standa stjórn Rannsóknasjóðs. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Hafliði Pétur Gíslason, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs Engar breytingar á grundvallaratrið- um úthlunarreglna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.