Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 43
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 43
Classic Rock
Ármúla 5
sími: 568-3590
spilar föstudagskvöldið 10/9 og
laugardagskvöldið 11/9
Svo náttúrlega
boltinn í beinni á risaskjám.
h l j ó m s v e i t i n
D ú r - X
Grímsbæ &
Ármúla 15
Haustvörurnar komnar
Stærðir
36 - 50
Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur
Þú færð skóna
hjá okkur
PARÍS mun hýsa marga af fremstu
listamönnum íslensku þjóðarinnar í
tvær vikur í kringum næstu mán-
aðamót. Fyrir dyrum stendur viða-
mikil íslensk menningarkynning, sem
fara mun fram í nokkrum af virtustu
listamiðstöðvum borgarinnar og víð-
ar um Frakkland.
Kynningin ber yfirskriftina Isl-
ande, de glace et de feu, sem útleggst
á íslensku sem Ísland, íss og elds, og
hefur undirbúningur fyrir
hana staðið yfir í nokkur ár.
Íslenska menntamálaráðu-
neytið er forsvarsaðili verk-
efnisins og voru tveir verk-
efnisstjórar útnefndir af
hálfu beggja landa, Sveinn
Einarsson úr mennta-
málaráðuneytinu fyrir Ís-
lands hönd og Chérif
Khaznadar, forstjóri heims-
menningarhússins í París,
fyrir hönd Frakklands. Þeir
hafa borið hitann og þung-
ann af undirbúningnum með
dyggum stuðningi Sigríðar
Snævarr, sendiherra Ís-
lands í Frakklandi, síðan
hún tók við embætti í apríl
1999.
Margir hafa komið að
fjármögnun og undirbúningi verkefn-
isins, þar á meðal menntamálaráðu-
neyti og utanríkisráðuneyti beggja
landa, auk forsætis- og samgöngu-
ráðuneytis hérlendis og íslenska
sendiráðsins í Frakklandi. Fjölda-
mörg íslensk einkafyrirtæki hafa
ennfremur styrkt verkefnið og vonast
aðstandendur menningarkynning-
arinnar til að það leiði til þess að þau
verði meira áberandi á franskri
grundu.
Byggist á gagnkvæmum
menningarsamningi
Eitt af helstu markmiðum íslensku
utanríkisþjónustunnar er að efla við-
skipta- og menningarsamskipti milli
Íslands og annarra þjóða, að sögn
Sigríðar Snævarr sendiherra. Um
þessar mundir eru liðin tuttugu ár frá
því að Frakkar og Íslendingar und-
irrituðu gagnkvæman menningar-
samning og byggist menningarkynn-
ingin, sem nú fer í hönd, að nokkru
leyti á þeim samningi. „En endanleg
ákvörðun má segja að hafi verið tekin
á fundi Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra og Jacques Chirac, forseta
Frakklands í apríl 2001. Samning-
urinn vísar til möguleika um að gera
sérstakt samkomulag um gagn-
kvæma menningar- og vísindakynn-
ingu. Það felur í sér að Ísland kynnir
sjálft sig, sína menningu og sín vísindi
í Frakklandi, á þeim forsendum að
Frakkar aðstoði það í einu og öllu og
velji atburðina. Síðar borgum við í
sömu mynt – þegar Frökkum hentar
gefum við Íslendingar þeim aðgang
að íslenskum menningarstofnunum,“
segir Sigríður.
Hún leggur á það áherslu að það
hafi verið forstöðumenn þeirra stofn-
ana sem fengust til að taka
þátt í íslensku menning-
arkynningunni í París sem
völdu þau íslensku viðfangs-
efni og listamenn sem þeim
leist vel á, úr þeim sem verk-
efnisstjórar kynningarinnar
stungu upp á. „Það fer að
sjálfsögðu eftir því hvað við-
komandi stofnun fæst við,
hvað valið er inn. Þannig
þýðir til dæmis lítið að hyggj-
ast koma með myndlist-
arsýningu inn í vísindasafn,
eða nútímalist inn í Louvre.
Og ekki nóg með það, heldur
þarf viðkomandi stofnun líka
að hafa laust pláss á þeim
tíma sem kynningin fer fram
á.“
Í ljósi þessa fyrirkomulags
vekur það athygli hve mikill fjöldi
þeirra stofnana sem taka þátt í kynn-
ingunni eru hátt skrifaðar í frönsku
menningarlífi. Íslenskir fræði- og
listamenn koma fram í Pompidou-
listamiðstöðinni, Chatelet-tónleika-
höllinni og Lúxemborgarhöll svo
dæmi séu tekin. Aðalsýning hátíð-
arinnar fer síðan fram í vísindasafn-
inu Palais de la Découverte, undir
heitinu Islande, terre vivante eða Ís-
land, lifandi jörð. Sýningunni er ætlað
að varpa ljósi á grunnatriði í íslenskri
menningu, og því er náttúran í fyr-
irrúmi á sýningunni; við innganginn í
safninu verður ísjaka af Jökulsárlóni
komið fyrir, teppi sem virðist úr mosa
verður sett á gólfið innandyra og þar
er jafnframt að finna goshveri og
hraun, svo dæmi séu tekin. „Þessi leið
er mjög í anda Frakka,“ segir Sigríð-
ur. „Þeir hafa ætíð slíka heildstæða
nálgun á viðfangsefnin. Grunnsýn-
ingin í Palais de la Découverte mun
standa til 4. janúar og halda þannig
áfram lifandi þessari viðamiklu kynn-
ingu á Íslandi í París, eftir að viðburð-
irnir sem fara fram í kringum mán-
aðamótin eru yfirstaðnir.“
Úr öllum menningargeirum
Íslenskur verkefnisstjóri menning-
arkynningarinnar, Sveinn Einarsson,
segir hugmyndina að henni fyrst hafa
komið upp í hópi íslenskra listamanna
í París. „Síðan er til þessi gagnkvæmi
menningarsamningur milli Íslands og
Frakklands og hann hefur gengið að
mörgu leyti vel, en á síðasta fundi lét-
um við í ljósi ánægju okkar með sam-
starfið sem þegar er til staðar á vís-
indasviðinu og sömuleiðis í
kennslumálum, en einnig að við hefð-
um meiri metnað fyrir hönd listanna
heldur en tekist hefur að efna til
þessa. Þá var þessari hugmynd varp-
að fram,“ segir Sveinn.
Hann segist telja að menning-
arkynningin í París sé sú umfangs-
mesta sem ráðist hefur verið í af Ís-
lands hálfu. „Það sem er fyrst og
fremst athyglisvert er hvernig er
staðið að vinnuferlinu, þar sem stofn-
anirnar velja sjálfar inn listamenn,“
segir Sveinn. „Hingað til hefur sú leið
oftast verið farin, að við höfum valið
hluti hérna heima og leigt okkur inn á
staði erlendis, eins og gengur. Þetta
er mikil breyting frá því fyr-
irkomulagi.“
Hann bætir við að þetta hafi haft
það í för með sér að íslensk list hafi
fengið inni á eftirsóknarverðustu
stöðunum í París. „Því fylgir líka að
þeir bera ábyrgð á því að kynna við-
burðina fyrir gestum sínum, sem
gæti orðið til þess að þeir vektu mikla
athygli.“
Að sögn Sveins taka íslenskir lista-
menn úr öllum geirum þátt í hátíðinni
með fjölbreytilegum hætti. Sem
dæmi má nefna íslenska kvik-
myndahátíð, útgáfu bókar sem inni-
heldur sýnishorn af íslenskum nú-
tímabókmenntum, fyrirlestraröð um
fornbókmenntir, myndlistarsýningu í
bænum Sérignan sem er vaxandi
suðupottur myndlistar í Frakklandi,
þrjár ljósmyndasýningar, ógrynni
tónleika, meðal annars með Kamm-
ersveit Reykjavíkur og Schola Cant-
orum, auk einleikara, einsöngvara og
margra popphljómsveita, svo dæmi
séu nefnd. „Auk þess mun ein þekkt-
asta hljómsveit Evrópu, Ensemble
Intercontemporain, flytja dagskrá
með verkum íslenskra tónskálda. Síð-
an erum við auðvitað með Hrafna-
galdurinn, sem er gríðarmikið fyr-
irtæki. Þannig að þarna er stór akur,“
segir Sveinn.
Hann segir marga Frakka þekkja
lítið til íslenskrar menningar, utan
víkinga og Bjarkar. „En við erum
ekkert að kynna sérstaklega það sem
þeir þekkja þegar – við viljum þvert á
móti benda á að hér sé af mörgu að
taka.“
Sveinn segist ekki vera stoltur af
einum viðburði umfram annan, enda
geri maður ekki upp á milli barnanna
sinna eins og hann segir sjálfur. „Ég
er stoltastur af því hvað þetta er fjöl-
breytilegt og þarna verður áreið-
anlega brugðið upp myndarlegri
mynd af okkar menningarlífi. En það
er líka gott til þess að vita að við erum
ekkert að tæma okkar sjóði – við eig-
um hér heima mikið af jafngóðum
listamönnum sem ekki taka þátt í
þetta sinn, sem gætu tekið þátt næst
ef af slíku verður,“ segir Sveinn Ein-
arsson að lokum.
Viðamikil kynning á íslenskri menningu í París dagana 27. september–10. október
Frá Pompidou
til Chatelet
Ragnar Axelsson tekur þátt í ljósmynda- og myndbandasýningu í Maison Européenne de la Photographie.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson koma fram í Chatelet-
tónlistarhöllinni í París hinn 28. september næstkomandi.
www.islande-glacefeu.com
Sveinn Einarsson
Sigríður Snævarr
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson