Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 19 Til leigu eru 278,1 fm á 2. hæð. Húsnæðið er nýlega endurnýjað á smekklegan hátt og getur verið laust til afhendingar fljót- lega. Upplýsingar gefur Þorlákur Ómar í síma 533 4800 eða 820 2399. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 AUSTURSTRÆTI Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ nemendum í Skólahljómsveit Kópavogs. Valgerður segir að um 500 krakkar hafi tekið þátt í göng- unni, og segir að hún hafi verið á að giska 400 metra löng þar sem hún hlykkjaðist um Kópavoginn. Grillað í rigningunni Þrátt fyrir rigningu gekk vel að grilla pylsur fyrir göngumenn. „Við vorum með grill á þremur stöðum, enda er húsið byggt þann- ig að við getum verið þar sem við viljum eftir veðri. Þetta gekk mjög vel, við fengum lánuð stór grill hjá áhaldahúsi Kópavogs. Svo var Kópavogur | Krakkarnir í Smára- skóla í Kópavogi fögnuðu 10 ára afmæli skólans með því að fara í skrúðgöngu um hverfið í gær- morgun. Þrátt fyrir óhagstæða veðurspá var sólskin á meðan á göngunni sjálfri stóð, þó nokkuð rigndi bæði fyrir hana og eftir. Valgerður Snæland Jónsdóttir, skólastjóri í Smáraskóla, segir að allt hafi gengið eins og í sögu á af- mælinu. Það var sannkölluð karni- valstemming í skrúðgöngunni, krakkarnir höfðu búið til litrík höfuðföt og gengu um hverfið und- ir glymjandi trommuslætti frá bara fólk í þessu og allt gekk vel. Þetta er svo samhent lið hérna að það er enginn vandi að gera svona,“ segir Valgerður. Um kvöldið voru svo haldnir tónleikar, þar sem hljómsveitir nú- verandi og fyrrverandi nemenda skólans voru í aðalhlutverki, auk þess sem Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vigfússon í Írafári voru bókuð til að skemmta krökk- unum. Gefinn var út geisladiskur í tilefni af afmælinu, en Valgerður segir að hver einasti nemandi í skólanum syngi eitthvað í ein- hverju lagi á diskinum. Morgunblaðið/Kristinn Karnivalstemning í skrúðgöngu AKUREYRI Grafarvogur | Grafarvogsdag- urinn verður haldinn hátíðleg- ur á laugardag, og er þema dagsins að þessu sinni vinátta. Dagskráin er vegleg, og hefst með morgunkaffi í pottunum í Grafarvogslaug, og vatnsleik- fimi með sr. Lenu Rós Matth- íasdóttur, nýjasta presti Graf- arvogssóknar, sem ætlar að hressa upp á líkama og sál Grafarvogsbúa. Í tilefni af þema dagsins verður unnið vináttulistaverk, sem gæti jafnvel verið stærsta verk sinnar tegundar hér á landi. Grafarvogsbúar eru hvattir til að koma vináttuboðs- kap sínum á framfæri á stóran stranga í Húsaskóla, og getur það verið í formi orða, mynda eða ljóða. Flugeldasýning í lokin Dagskráin stendur svo fram á kvöld, meðal þess sem boðið verður upp á er söguganga um Keldnaholt og Húsahverfi, Grafarvogshlaupið verður hlaupið, helgistund verður haldin við Hjúkrunarheimilið Eir, glímukeppni haldin milli stofnana og fyrirtækja, tón- leikar haldnir, og svo mætti lengi telja. Dagskráin endar svo með veglegri flugeldasýn- ingu um kl. 22 á laugardags- kvöldið. Vináttu- listaverk á Grafar- vogsdegi Mótmæla frestun | Höfuðborgar- samtökin mótmæla harðlega frestun á endurbótum við gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar, sem þau segja löngu tímabærar. Í yf- irlýsingu samtakanna kemur fram að um leið og ríkið haldi að sér höndum við fjármögnun nauðsynlegustu sam- göngubóta í höfuðborginni færi borg- arstjórn Reykjavíkur ríkinu að gjöf lóðir að verðmæti á bilinu 4–5 millj- arða króna. Á sama tíma standi ríki og borg saman að „alfráleitustu gatnaframkvæmd í sögu borgarinn- ar“ með færslu Hringbrautar. „Höfuðborgarsamtökin krefjast þess að borgarstjórn Reykjavíkur rifti nú þegar samningi Þórólfs Árna- sonar borgarstjóra og Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra frá 27. apríl sl. um ofangreinda gjöf og noti verð- mætin þess í stað til að fjármagna framkvæmdir við þessi mikilvægu gatnamót. Reykjavíkurborg hefur áð- ur lánað ríkinu fé til framkvæmda við stofnbrautir í borginni,“ segir í yfir- lýsingunni. Einnig er lagt til að sveit- arfélög á höfuðborgarsvæðinu yfir- taki stofnbrautir, svipað og þegar rekstur grunnskólana var yfirtekinn. Hausthátíð í Vesturbæ | Um helgina fer fram hausthátíð í Vest- urbænum. Hátíðin fer fram á KR- svæðinu á laugardag, en á sunnudag er dagskrá í Vesturbæjarlaug, Nes- kirkju, skátaheimilinu og í íþrótta- húsi Hagaskóla. Á laugardag verður nýr gervigrasvöllur vígður og vetr- arstarf KR kynnt. Á sunnudag er m.a. keppt í þríþraut; sundi, hjólreið- um og hlaupum; og nýtt safnaðar- heimili Neskirkju blessað. Skemmti- dagskrá og leiktæki verða í boði, og vetrarstarf frístundamiðstöðvarinn- ar Frostaskjóls, skátafélagsins Æg- isbúa, KFUM og K, félagsmiðstöðv- arinnar Aflagranda, KR, Hagaskóla o.fl. verður kynnt. ♦♦♦ ÞEIM féll ekki lyktin, sænsku nem- endunum sem fóru í skoðunarferð um borð í ísfisktogarann Björgúlf EA í Dalvíkurhöfn. En að öðru leyti virtist þeim þykja nokkuð varið í að skoða sig um um borð í togaranum og fá upplýsingar um hvernig veið- ar færu fram á Íslandsmiðum. Um fjörutíu manns, 25 nem- endur, fimm kennarar og tíu for- eldrar, hafa dvalið á Dalvík í vik- unni og kynnt sér líf og störf bæjarbúa. Dalvíkurskóli er þátttak- andi í þriggja ára Comeniusarverk- efni sem heitir „Þegar sólin rís“ en níu skólar víðs vegar um Evrópu taka þátt í verkefninu. Skólinn fékk svo boð frá Sveaskolan í Örebro um að vera með í verkefni sem styrkt er af Nord Plus Junior en sá sjóður styrkir m.a. nem- endaheimsóknir milli Norður- landanna. Nemendur í 5. bekk Dal- víkurskóla munu svo næsta vor endurgjalda heimsókn sænsku nemendanna. Þeir hafa fylgt krökkunum í skólann en að auki hefur ýmislegt skemmtilegt verið gert, m.a. farið í gönguferðir upp í Lokugarnir, sem eru ofan við Hámundarstaðaháls- inn, í sund og slökun. Þá fengu krakkarnir að kynnast því sem lífið snýst um á Dalvík öðru fremur, sjávarútvegi. Þau fóru í land- vinnslu Samherja og fylgdust með fiskvinnslunni. Einnig fóru þau um borð í Björgúlf og fengu fræðslu um fiskveiðar. Að sjálfsögðu þótti einnig við hæfi að kynna þeim líf og störf í sveit og því fór hópurinn heim að Sökku í Svarfaðardal og fékk að skoða sig um á íslenskum bóndabæ. Heimsókn í Byggðasafn- ið var á dagskrá og hvalaskoðun, en heimsókninni lýkur með mikill- imeð pítsuveislu og diskóteki. Sænskir krakkar kynna sér líf í sjávar- útvegsbæ Morgunblaðið/Kristján Nemendur úr Sveaskolen í Örebro brugðu sér m.a. um borð í Björgúlf EA við bryggju á Dalvík. Morgunblaðið/Kristján Allt fullt af fiski: Krakkarnir skoða þorsk í landvinnslu Samherja á Dalvík. ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítón syngur á fyrstu tónleikum tónleikadagskrár Laugarborgar í vetur, en þeir verða á morgun, sunnudag kl. 15. Um er að ræða svo- kallaða kaffitónleika, að loknum tón- leikum býður Kvenfélagið Iðunn gestum upp á kaffihlaðborð í eyfirsk- um anda. Ólafur Kjartan mun syngja þekkt íslensk einsöngslög en einnig nokkr- ar útsetningar á breskum þjóðlögum eftir Benjamin Britten. Undirleikari Ólafs verður Þórar- inn Stefánsson. Kaffitónleikar í Laugarborg Vetrarstarf | Kór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið. Inntökupróf verða í kapellu kirkjunnar mánudag- inn 13. september kl. 17–19. Í vetur er ýmislegt á döfinni hjá Kór Akureyrarkirkju, t.d. jólasöngv- ar í desember, föstuvaka í mars, kaffi- tónleikar og þátttaka í Kirkjulista- viku 2005. Kórinn hefur fastar æfingar á þriðjudagskvöldum kl. 20 auk æfinga- daga, æfingahelga og sérstakra æf- inga fyrir guðsþjónustur á sunnudög- um. Kórnum er skipt í 4 messuhópa er skiptast á að syngja við messur en auk þess syngur kórinn allur að jafn- aði einu sinni í mánuði. Kórfélagar syngja einnig við guðsþjónustur á Hlíð og á hátíðum á FSA og í Minja- safnskirkjunni. Stjórnandi Kórs Ak- ureyrarkirkju er Björn Steinar Sól- bergsson organisti og formaður kórsins er Lúðvík Áskelsson. Málþing | Málþing um hugmynda- hefti fyrir Staðardagskrá 21 verður haldið í í Ketilhúsinu í dag, föstudag. Það er á vegum starfshóps um dreifðar byggðir sem hefur starfað á vegum nefndar undir Norrænu ráð- herranefndinni. Á málþinginu verð- ur hugmyndaheftið kynnt og fjallað um nokkur verkefni sem þar eru til umfjöllunar, s.s. vinabæjarsamband Grästorp í Svíðþjóð og Marrupa í Mósambík og gönguferðir með þema. Einnig verður kynnt um- hverfisvika í Grästorp og farið verð- ur í heimsókn á Punktinn. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.