Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Karl Valur Karls-son fæddist í
Reykjavík 27. sept-
ember 1939. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 1. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Júlíana Jens-
dóttir húsmóðir, f. á
Haukabrekku á Snæ-
fellsnesi 26. desem-
ber 1913, d. 17. jan-
úar 1959, og Karl
Björnsson gullsmið-
ur, f. á Vakursstöðum
í Vopnafirði 20. febr-
úar 1908, d. 16. ágúst 1980. Bræð-
ur Karls eru Björn, f. 1936, kona
hans er Hilma Magnúsdóttir, Jens,
f. 1938, kona hans er Jónína Magn-
úsdóttir, og Garðar, f. 1942, kona
hans er Þuríður Guðjónsdóttir.
Karl kvæntist 31. desember
1960 Önnu Elísabetu Oliversdótt-
ur, f. í Ólafsvík 28. október 1941.
Foreldrar hennar eru Oliver
Kristjánsson, f. 10. júní 1913, og
Helga Rósa Ingvarsdóttir, f. 2.
júní 1915, d. 3. febrúar 1996. Börn
Karls og Önnu eru 1) Júlíana, f. 17.
mars 1960, maki Sigurður R. Lúð-
víksson, skildu. Börn þeirra eru
Halldór (látinn), Anna Sigríður,
Lísa, Ólöf og Örlygur. 2) Oliver, f.
21. janúar 1962, kona hans er
Anna Guðný Egilsdóttir. Börn
þeirra eru Davíð Geir og Anna El-
ísabet, stjúpdóttir Agla Rún og
kjörsonur Jón Albert. 3) Vífill, f.
22. desember 1965, kona hans er
Jónína Erna Arnar-
dóttir. Börn þeirra
eru Valur Örn og
Unnur Helga. 4)
Helga, f. 3. febrúar
1968, maki hennar
er Jón Bek. Börn
þeirra eru Guð-
mundur Sigurður,
Karl Valur og Guð-
jón Hilmar. Langafa-
barn er Alexandra
Björk.
Karl Valur ólst
upp í Reykjavík en
var öll sumur frá
tveggja til sextán
ára aldurs á Brimilsvöllum í Fróð-
árhreppi hjá hjónunum Kristólínu
Kristjánsdóttur og Ólafi Bjarna-
syni. Eftir það fór hann til Ólafs-
víkur í almenna fiskvinnu og síðan
til sjós. Árið 1959 fór hann á vél-
stjóranámskeið og var vélstjóri
meira og minna til ársins 1970. Á
því tímabili gerði hann út tvo báta
og tók þátt í útgerð þess þriðja.
Eftir það fór hann í land og vann
ýmis störf, m.a. netavinnu og
vörubílaakstur. Árið 1980 fór Karl
Valur á saltfisks- og skreiðarmats-
námskeið og vann sem matsmaður
til 1983, þá réðst hann til Ríkis-
mats sjávarafurða og starfaði þar
til ársins 1992, er stofnuninn var
lögð niður. Eftir það réðst hann til
Fiskistofu og vann þar til dánar-
dags.
Útför Karls Vals fer fram frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 16.
Glettni, einurð og stóísk ró ein-
kenndu lundarfar föður míns. Hann
gat þusað en varð sjaldan reiður.
Gamansemi og glettni voru ávallt
skammt undan og hann lét fátt koma
sér úr jafnvægi.
Sem barni þóttu mér brellur hans
og leikir mikil skemmtun. Umburð-
arlyndi hans var mikið þegar hann
tók mig með sér til vinnu og vinnan
hans varð minn leikur og skóli. Agi
hans og hvatning var til staðar þegar
ég tók mín fyrstu skref á vinnumark-
aði og það kenndi mér hvernig vinn-
an göfgar manninn. Samverustundir
okkar urðu færri eftir að ég fór frá
Ólafsvík til náms, 16 ára gamall. En
hollráð, félagsskap og annan stuðn-
ing mátti alltaf til hans sækja, þótt í
fjarska væri.
Eftir því sem árin liðu þóttist hann
hafa færri hollráð uppi í erminni þeg-
ar ég leitaði til hans. Reyndin var
hins vegar sú að þar fundust alltaf
gullkorn sem komu að góðum notum,
lítil og stór. Vinskapur okkar tók
breytingum og við eignuðumst ýmis
ný sameiginleg áhugamál sem gam-
an var að karpa um á góðri stundu.
Við gátum alltaf spjallað, gantast,
hlegið, heilsast, kvatt og faðmast.
Hann var mér góður faðir, félagi
og vinur. Ég kveð hann með trega.
Hans verður sárt saknað.
Vífill.
Ég sit hér í sófanum heima og
reyni að finna einhver orð sem lýsa
þeim hugsunum sem þjóta í gegnum
hugann á svona stundu. Hann
tengdapabbi minn er dáinn. Maður
getur ekki annað en hugsað til þess
þegar þau hjónin komu hérna við
snemma í vor á leið til læknis sem átti
að vera ferðin sem mundi laga það
sem hafði hrjáð hann Kalla svo lengi.
En annað kom á daginn, ekkert fór
eins og ætlað var.
Okkar fyrstu kynni urðu fyrir um
18 árum þegar ég fór í heimsókn með
kærustunni til Ólafsvíkur og ári
seinna útvegaði Kalli mér pláss á bát
frá Ólafsvík á vetrarvertíð. Þessir
mánuðir reyndust mér afar dýrmæt-
ir þegar fram liðu stundir enda var
ég einungis óharðnaður unglingur
sem tók út mikinn þroska á þessum
tíma.
Hann tengdapabbi minn reyndist
mér alltaf einstaklega vel og það var
ekkert sem hann var ekki tilbúinn að
aðstoða mig með. Á síðustu dögum
ævi sinnar hringdi hann til að hjálpa
mér við að koma fellihýsinu í lag, sem
hann hafði lánað mér, þrátt fyrir að
heilsan væri alls ekki í lagi og nokkr-
um dögum seinna þegar við vorum að
leggja af stað hringdi hann margoft
til að tryggja að allt væri eins og það
átti að vera, þetta finnst mér lýsa
honum vel.
Við vorum svo heppin að hann kom
oft við hjá okkur, bæði fyrir vestan
og hér í Borgarnesi, eftir að við flutt-
um, á ferðum sínum um landið í
tengslum við starf sitt hjá Fiskistofu.
Það var alltaf gaman að fá hann í
heimsókn og fá fréttir af fjölskyld-
unni og eina eða tvær gamansögur
sem hann hafði svo gaman af að
segja.
Kæri tengdapabbi, þín verður sárt
saknað á þessu heimili. Guð geymi
þig.
Jón Bek.
Okkur strákana á Þórðargötu í
Borgarnesi langar að minnast afa
okkar.
Afi sem kom svo oft við hjá okkur
ýmist á leið vestur eða suður. Alltaf
var hann glaðlyndur og sagði
skemmtilegar sögur. Hann sýndi
okkur peningana sem hann geymdi í
brjóstvasanum og sagðist vera ríkur.
Honum fannst fiskur voðalega góður
og líka var hann hrifinn af afgöngum
sem pabbi kallaði ónýtan mat, það
var meira að segja einu sinni dolla í
frystinum sem á stóð Karl Valur
ónýtur matur.
Einu sinni þegar við vorum í heim-
sókn í Ólafsvík og afi kom fram um
morguninn spurði hann okkur hvort
við værum búnir að fá okkur að
borða. Við sögðumst ekki vera búnir
að fá baun í bala. Þá sótti hann baun
og henti henni í bala og sagði byrjiði
á þessu. Svona var hann afi okkar
alltaf hress og skemmtilegur.
Elsku afi við gleymum þér aldrei.
Guð blessi þig.
Karl og Guðjón.
Það haustar að, Kalli Valli farinn.
Ekki suður eins og oft áður heldur
yfir móðuna miklu og kemur ekki aft-
ur. Hann kom fyrst að Völlum með
móður sinni sumarið 1942, þá tveggja
ára snáði. Móðir hans gekk þá með
fjórða strákinn. Þau dvöldu ásamt
fleirum um sumarið í Lækjarbug
sem var síðasti hjáleigubærinn er
uppi stóð á Brimilsvöllum. Síðari
heimsstyrjöldin geisaði, hermenn við
hvert fótmál í Reykjavík og allt gat
gerst. Því lögðu margir kapp á að
koma börnum sínum úr borginni út á
land í meira öryggi. Stutt var á milli
Lækjarbugs og bæjarins á Völlum
enda átti Kalli Valli mörg sporin
heim til okkar þetta sumar og var
ætíð aufúsugestur.
Eftir þetta kom hann á hverju vori
fram yfir fermingu um leið og far-
fuglarnir og fór suður um réttir. Það
vildi svo til að á milli okkar Kalla
Valla myndaðist taug sem aldrei
slitnaði.
Hann kúrði hjá mér um nætur
fyrstu sumrin og leitaði til mín ef eitt-
hvað bjátaði á. Kalli Valli var
skemmtilegur strákur, viljugur og
áreiðanlegur. Hann reyndist foreldr-
um mínum góður drengur og ber að
þakka það.
Seinna var það ég sem fór suður en
Kalli Valli fann lífsförunaut sinn,
hana Önnu, í Ólafsvík og var hún
honum stoð og stytta til æviloka. Þau
eignuðust fallegt heimili og fjögur
mannvænleg börn ásamt fjölda
barnabarna. Hann bar svo sannar-
lega hag þeirra fyrir brjósti eins og
góðum föður sæmir.
Eins og oft vill verða hefðu sam-
verustundirnar mátt vera fleiri. Kalli
Valli var alltaf að flýta sér – kem
næst sagði þessi heimfúsi frændi
minn og brunaði vestur. Það sýnir
tryggð hans við æskuheimili mitt á
Brimilsvöllum að hann óskaði eftir að
vera jarðsettur í kirkjugarðinum þar.
Að lokum vil ég fyrir hönd allra í
fjölskyldu minni þakka Kalla Valla
fyrir árin öll. Önnu og fjölskyldu
sendum við samúðarkveðjur og biðj-
um þann sem öllu ræður að gæta
þeirra í framtíðinni.
Björg Ólafsdóttir.
Hvað er ljós
ef ekki er myrkur?
Hvað er mótlæti
ef enginn er styrkur?
Hvað er sorg
ef ekki er gleði?
Hvað er söknuður
ef engin er minning?
(Höf. ók.)
Í dag kveð ég minn gamla vin og
æskufélaga með söknuði, þó svo sátt-
ur við að hann fékk hvíld frá erfiðum
veikindum.
Samleið okka Valla var orðin
býsna löng, kynntumst smápjakkar á
Leifsgötunni, Skólavörðuholtið para-
dís til leikja, sundhöllin okkar annað
heimili.
Oft var hjólað upp að Rauðavatni
og Elliðavatni og þóttumst við þá
miklir garpar.
Valli fór snemma til sumardvalar
vestur á Brimilsvelli eins og títt var
með stráka á þessum árum. Svo fór
að Valli ílengdist fyrir vestan og
kynntist hann henni Önnu sinni,
heimasætu úr Ólafsvík og settust þau
þar að. Ekki rofnaði vinskapurinn
þótt Valli væri fluttur vestur, enda
við félagarnir samstiga með að festa
ráð okkar ungir að árum. Konurnar
okkar urðu vinkonur og börnin bætt-
ust í hópinn á svipuðum tíma hjá okk-
ur.
Var þá oft glatt á hjalla þegar setið
var í eldhúsinu í Sandholti og síðar í
Vallholtinu. Ógleymanlegar berja-
ferðir voru árvissar okkur stóra fólk-
inu til ánægju en við misjafna gleði
yngra fólksins, sem fannst tíma-
eyðsla að rápa um allar koppagrund-
ir við berjatínslu. Einnig var gaman
að hlusta á Valla segja skondnar sög-
ur t.d. af gullinu sem geymt er á
leynistað inni í sveit, því ef einhver
kunni að segja frá þá var það Valli.
Það er sárt að sjá á eftir góðu sam-
ferðafólki, var Valli sannur og traust-
ur félagi alla tíð.
Elsku Anna, þú ert búin að standa
eins og hetja við hlið Valla í hans
veikindum.
Við Stenna og strákarnir sendum
þér og allri þinni fjölskyldu innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
Guð gefa ykkur styrk í sorginni.
Kæri vinur þakka samfylgdina.
Hvíl í friði. Þinn gamli vinur
Birgir.
Góður vinur og vinnufélagi er
genginn.
Karl Valur Karlsson lést á Sjúkra-
húsinu á Akranesi fyrsta september
sl., eftir langa og erfiða baráttu við
óvæginn sjúkdóm.
Við sem hittum hann á göngu í
byrjun maí hefðum varla trúað því að
hann yrði allur áður en árið væri lið-
ið. Þegar hann var spurður um líð-
anina svaraði hann því oftast til „að
þetta færi allt að koma“. Við sem á
hlýddum töldum því að nú væri hon-
um að batna, en hefðum auðvitað átt
að vita betur, því Valli gerði aldrei
mikið úr veikindum sínum, hann sló
frekar á létta strengi og fór að tala
um annað.
Fyrstu kynni mín af Kalla Valla
voru þegar ég heimsótti frænku
mína, Önnu Oliversdóttur, sem þá
var nýbúin að eignast elsta barn
þeirra, Júlíönu. Unga parið leigði þá
hjá frænku Önnu í næsta húsi við
okkur á Ólafsbrautinni, það var stutt
að skreppa og sjá þá litlu, þá voru fá
börn í fjölskylduni. Valli var
skemmtilegur og stríðinn, en hann
beitti stríðninni aldrei þannig að sviði
undan. Þannig var hann líka löngu
síðar þegar við unnum á sama vinnu-
stað. Í kaffitímanum var verið að
spila bridds og oft voru líka háværar
umræður um það sem efst var á
baugi. Þegar allt var komið á suðu-
punkt og karlarnir orðnir verulega
æstir sló Valli iðulega á létta strengi
og allir fóru sáttir að vinna aftur.
Eftir að Valli skipti um vinnustað
og fór að vinna við eftirlitsstörf
minnkuðu samskiptin, hann var oft
að heiman vegna vinnunnar, en þeg-
ar við hittumst var alltaf sama góða
viðmótið.
Elsku Anna, þú hefur sýnt ótrúleg-
an styrk og staðfestu við þessar erf-
iðu aðstæður, þú og fjölskyldan öll
hafið staðið þétt saman til að gera
Valla þennan erfiða tíma sem bæri-
legastan, hann hefur örugglega met-
ið það. Okkur hérna í Brautarholtinu
finnst mjög erfitt að geta ekki verið
með ykkur við útförina. Við biðjum
góðan Guð að vera með ykkur öllum
þessar erfiðu stundir og í framtíðinni.
Guð blessi minningu góðs manns.
Jenný og Jónas.
Með nokkrum orðum langar mig
að kveðja góðan vin, Karl Val Karls-
son, sem lést langt um aldur fram.
Það er sárt til þess að hugsa að Valla,
eins og hann var ávallt kallaður í fjöl-
skyldunni, skuli ekki hafa enst aldur
til að eiga gott ævikvöld eins og flest
okkar horfa til. Valli var góður mað-
ur, aldrei heyrði ég hann hallmæla
neinum né öfundast út í aðra. Hann
var mikill húmoristi og brosi ég í
gegnum tárin þegar ég hugsa til
orðaskipta okkar í gegnum árin.
Valli var búinn að vera sárþjáður í
langan tíma, en aldrei kvartaði hann.
Hans létta lund hefur eflaust hjálpað
honum framan af í hans veikindum.
Valli var elskaður af fjölskyldu sinni
sem vék ekki frá sjúkrabeði hans síð-
ustu vikur og mánuði.
Ég bið honum Guðs blessunar og
fjölskyldu hans allri.
Í lífsins hretum fýkur flest í skjólin,
og frænda’ og vina myrkvast
kærleikssólin.
Þú, Drottinn Jesús, hrelldum huga mínum
átt hlífð og skjól í náðarfaðmi þínum.
Þú vegur eins hinn vesala og smáa
og virðir jafnt þeim auðuga og háa,
þú telur ei í tugum sljórra manna,
þín tala’ er eitt á hjörtum þúsundanna.
Ef einhver þig ei ennþá fundið hefur,
sem öllum ljós í dauðans myrkrum gefur,
ó, veit þá áheyrn veikum bænum mínum,
og vísa þeim að náðarfaðmi þínum.
(Ólína Andrésdóttir.)
Minning mín um öðlinginn Valla
lifir.
Lára Kristjánsdóttir
og fjölskylda.
KARL VALUR
KARLSSON
Fleiri minningargreinar um Karl
Val Karlsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Kolbrún Þóra, Jón
Þorbergur og dætur.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR,
Strandgötu 3,
Patreksfirði.
Valdís Viktoría Pálsdóttir,
Aron Magnússon, Kristbjörg Kristmundsdóttir,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Björn Bragi Sigmundsson,
Anna Magnúsdóttir, Bob Tomolillo,
Flosi Magnússon,
afabörn og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HANSÍNU MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR
(Haddýjar),
Suður-Reykjum 3,
Mosfellssveit.
Sérstakar þakkir til Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins.
Ásta Jónsdóttir, Ragnar Björnsson,
Bjarni Ásgeir Jónsson, Margrét Atladóttir,
Kristján Ingi Jónsson, Einar Bogi Sigurðsson,
Baldur Jónsson, Hugrún Svavarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningar-
greinar