Morgunblaðið - 10.09.2004, Blaðsíða 45
ERLENDAR UMSAGNIR:
BBC Empire Guardian metacritic.com 41/100
The New York Times: 30/
100
Roger Ebert ½
Rolling Stone Variety 60/100 (skv.
metacritic)
GAMANMYNDIN Nágrannastelpan
er gerð af sama náunga, Luke Green-
field, og gerði myndina The Animal
með Rob Schneider.
Aðalleikarinn Emile Hirsch, sem
leikur Matthew í myndinni, þykir
með efnilegri leikurum Hollywood í
dag. Hann er 19 ára gamall og hlaut
mikið lof fyrir frammistöðu sína í
Danger Lives of Altar Boys. El-
isha Cuthbert, sem leikur ná-
grannastelpuna Danielle, er 22
ára og muna margir eflast eftir
henni sem amerísku gyðunni í
Love Actually og í Old School.
Í læri hjá „leikkonu“
Prúður og samviskusamur menntaskólastrákur
fellur fyrir nágrannastelpu sinni sem hann síðan
kemst að sér til mikillar skelfingar að er fyrrver-
andi leikkona í djörfum myndum.
Frumsýning | Nágrannastelpan (Girl Next Door)
Stúlka
með
fortíð.
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 45
SKÓLADAGAR
Sjáðu betur í vetur
Gleraugnasalan Laugavegi 65
s. 551 8780 www.gleraugnasalan.com
FRÍHÖFNIN (The
Terminal) er gerð eftir
sögu Andrew Niccol hins
sama og átti hina frá-
bæru sögu sem varð að
myndinni The Truman
Show. Valinn maður er
líka í hverju rúmi. Steven
sjálfur Spielberg leikstýrir og
uppáhaldsleikarinn hans og perlu-
vinur, Tom Hanks, leikur aðal-
hlutverkið „Forrest Gump með
rússneskan hreim“ eins og einhver
gagnrýnandi orðaði það á svo við-
eigandi máta.
Hann er staddur á JFK-
flugvellinum í New York þegar
tollgæsluyfirvöld stöðva för hans
og meina honum aðgang inn í
landið á þeim forsendum að vega-
bréfsáritun hans sé ógild. Borg-
arastryrjöld hafi brotist út í
heimalandinu Krakoziu og uns úr
deilunni leysist þurfi hann að dúsa
í fríhöfninni, án ríkisfangs,
strandaglópur.
Myndin er að hluta byggð á
sannri sögu Íranans Merhan Kar-
imi Nasseri sem líkt og skáldsagn-
arpersónan Navorski varð
strandaglópur í fríhöfn Charles de
Gaulle-flugvallar. Nasseri hefur
búið þar í heil 16 ár og gengur þar
undir nafninu Sir Alfred. Fjar-
stæðukennd saga þessa lánlitla Ír-
ana verður rakin nánar í Lesbók-
inni sem fylgir Morgunblaðinu á
morgun.
Frumsýning | Fríhöfnin (The Terminal)
Fastur í fríhöfninni
Viktor Navorski lendir í miklum
tilfinningarússíbana í fríhöfninni
á JFK-flugvellinum.
Tom Hanks leikur Viktor Nav-
orski, ferðalang frá austur-
evrópska smáríkinu Krakoziu,
sem verður innlyksa í banda-
rískri fríhöfn þegar borg-
arastríð brýst út í heimalandi
hans og vegabréfið verður
ógilt.
ERLENDIR DÓMAR
BBC Empire Guardian Metacritic.com 53/100
The New York Times 70/100 (skv.
metacritic.com)
Roger Ebert Rolling Stone Variety 80/100 (skv. metacrit-
ic.com)