Morgunblaðið - 10.09.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.09.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KENNARAR og starfsfólk Ölduselsskóla slepptu fundarhöldunum á miðvikudag og nýttu starfs- mannafundartíma sinn þess í stað til að kíkja í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Tilefnið er að nú er hafið þrítugasta starfsár skólans og að sögn Reyn- is Daníels Gunnarssonar skólastjóra verður ým- islegt gert í vetur til að fagna áfanganum, jafnt fyrir starfsmenn, nemendur og íbúa hverfisins. Þetta var fyrsti kennarahópurinn sem heimsækir safnið eftir að það var opnað á nýjan leik. Að sögn Sigríðar Maríu Tómasdóttur, fræðslu- fulltrúa Þjóðminjasafnsins, munu skipulagðar heimsóknir nemenda hefjast 1. október nk. Í næstu viku verður haldinn fundur fyrir grunn- skólakennara þar sem kynnt verður fyrir þeim skipulag og starfsemi Þjóðminjasafnsins og verða kynningarfundir fyrir leikskóla- og framhalds- skólakennara haldnir í kjölfarið. Sigríður María segir að sjö árgöngum verði boðið að heimsækja safnið í vetur; fjögurra ára leikskólabörnum, 1., 3., 5., 7., og 9. bekk grunn- skóla auk menntaskólanemenda. Mjög erfitt sé að áætla fjöldann en ljóst sé að hann skipti mörgum þúsundum. Fræðslan og verkefni sem nemendurnir fái séu miðuð við hvað þeir séu að fást við í skólanum og við aðalnámskrá. Fyrsti kennarahópurinn í Þjóðminjasafnið Morgunblaðið/Sverrir Í stað þess að sitja á kennarafundi kíkti starfsfólk Ölduselsskóla í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Reiknað er með að fjöldi nemenda skoði safnið í vetur. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir ummæli sín á alþjóð- legri ráðstefnu Íslandsbanka þess efnis að Evrópusambandið geti vel tekið tillit til aðstæðna fiskveiði- þjóðanna við Norður-Atlantshaf ef fyrir því sé pólitískur vilji og að hægt sé að semja um leiðir sem báðir málsaðilar geti sætt sig við vera rökrétt framhald af ræðu sem hann flutti í Berlín vorið 2002. Í þeirri ræðu sagði Halldór m.a. aðlausnin fælist að hluta til í því hvernig menn túlkuðu hugtakið „sameiginlegt“ þegar rætt væri um sjávarútvegsstefnu sambandsins. Halldór sagði þá að ekki þyrfti að koma á óvart að í sjávarútvegs- stefnu ESB væri gengið að því sem vísu að allir fiskistofnar væru sam- eign, sameiginleg auðlind. Þetta væri afleiðing þess hvaða lönd til- heyrðu sambandinu fyrstu áratug- ina; þeir sem hefðu mótað hina sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnu hefðu aldrei leitt hugann að þeim mögu- leika að tilteknir fiskistofnar gætu tilheyrt einni þjóð og einni þjóð að- eins. Halldór sagði að til að leysa vanda sem þennan yrðu menn að sýna hugvitssemi. Slíka hugvitssemi hefðu menn t.a.m. sýnt við mótun landbúnaðarstefnu ESB við síðustu stækkun sambandsins, en í kjölfar hennar náði sambandið einnig til landa á norðurheimskautsbaug. „Til að taka mið af þessari nýju stöðu voru settar sérstakar reglur um landbúnað norður af sextugustu og annarri norðlægri breiddargráðu. Ég get séð fyrir mér að slík stefnu- mörkun myndi einnig svara mörg- um áhyggjuefnum okkar. [–] Mér sýnist ljóst af þeim reglum sem um framkvæmd stefnunnar gilda að líta mætti á íslenska efnahagssvæðið sem sérstakt fiskveiðistjórnunar- svæði og að fiskveiðikvótar yrðu ákveðnir á grundvelli fyrri veiði- reynslu og þar með verða áfram í höndum Íslendinga,“ sagði Halldór. Þá vék hann og að nálægðarregl- unni og sagði að yrði henni beitt um sjávarútvegsstefnuna myndi verða viðurkennt hversu mjög fiskveiðar við strendur Íslands væru einkamál Íslendinga. Halldór sagði að sömu rök giltu fyrir Færeyinga, Græn- lendinga og Norðmenn. Utanríkisráðherra segir ræðu sína rökrétt framhald af Berlínarræðunni Íslandsmið gætu verið sér- stakt fiskveiðistjórnunarsvæði KJARTAN Valgarðsson, markaðs- stjóri Gámaþjónustunnar, segir ekki rétt að fákeppni ríki í gáma- flutningum á höfuðborgarsvæðinu eins og Þórólfur Árnason borgar- stjóri hélt fram á borgarstjórnar- fundi á þriðjudag. Tugir fyrirtækja á landinu keppi á þessum markaði, sem sé mjög hreyfanlegur. Fyrir- tæki í Keflavík og á Selfossi taki að sér verkefni á höfuðborgarsvæðinu og Gámaþjónustan hafi t.d. unnið verk á Selfossi. Ummæli Þórólfs féllu þegar hann færði rök fyrir því að Reykjavíkur- borg þyrfti að fara sér hægt í sölu á Vélamiðstöðinni ehf. Gæta þyrfti að hagsmunum borgarinnar, því fá- keppni ríkti í gámaþjónustu og Vélamiðstöðin efldi þar af leiðandi samkeppni á þessu sviði. Var m.a. verið að takast á um þátttöku fyr- irtækisins, sem er í eigu Reykjavík- urborgar og Orkuveitu Reykjavík- ur, í útboði Sorpu á gámaflutningum fyrir þrjár endur- vinnslustöðvar. Gámaþjónustan var eitt þeirra fyrirtækja sem bauð lítið hærra í verkið en Vélamiðstöðin. Gámaþjónustan hefur kvartað til stjórnar Sorpu yfir þátttöku Véla- miðstöðvarinnar í útboðinu. „Við erum fyrst og fremst ósáttir við að fyrirtæki, sem borið er uppi af skattgreiðendum, með tæpar 400 milljónir króna í hlutafé frá útsvars- greiðendum í Reykjavík, skuli not- að til að fara út á almennan markað og keppa við almenn fyrirtæki,“ segir Kjartan. Skattfé borgaranna sé notað til að keppa við einkafyr- irtæki. Borgarfyrirtæki eigi að sinna almannaþjónustu og leiga á traktorsgröfum hafi ekkert með al- mannaþjónustu að gera. Vélamið- stöðin eigi ekki einu sinni þau tæki sem þurfi til að leysa verkefni Sorpu af hendi og þurfi því að fjár- festa í nýjum tækjum fái hún verk- ið. Hann segir þetta sambærilegt við það ef Fasteignastofa, sem var búin til til að halda utan um allar fasteignir borgarinnar og greiða af þeim gjöld, fari út á almennan markað og keppi við almenn fyrir- tæki sem séu í eignaumsýslu. Ólík samkeppnisstaða Vélamiðstöðin fær umtalsverðar greiðslur frá Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þjón- ustu sem veitt er án útboðs, segir Kjartan. Fari þetta fyrirtæki í harða samkeppni og lendi í erfið- leikum geti borgin hreinlega hækk- að þessar greiðslur. Staða þess og fyrirtækja í eigu einstaklinga sé því ekki sambærileg og í því felist gagnrýni á útþenslu Vélamiðstöðv- arinnar. Gámaþjónustan hafi starf- að í 20 ár í Reykjavík og verið byggð upp fyrir fjármagn eigenda. Skatt- ar hafi verið borgaðir öll þessi ár og nú séu þeir notaðir til að fjármagna fyrirtæki sem keppi við Gámaþjón- ustuna á almennum markaði. Kjartan segir það mjög ámælis- vert og jafnvel siðlaust í þessum viðskiptum, verði tilboði Vélamið- stöðvarinnar tekið, að Alfreð Þor- steinsson sitji beggja vegna borðs- ins. Hann sé stjórnarformaður Sorpu, sem taki ákvarðanir um til- boðin, ásamt því að vera formaður borgarráðs og OR, sem eigi Véla- miðstöðina. Þetta snúist ekki um persónuna Alfreð Þorsteinsson heldur þau embætti sem hann gegni í þessu tiltekna máli. Borgarfyrirtæki keppir við einkafyrirtæki í gámaþjónustu Segir rangt hjá borgarstjóra að fákeppni ríki  Þriðjudagsfundir | Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarleyfi var á þriðjudaginn. Verða fundirnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar en ekki á fimmtudögum eins og áður. Umræða um almenn- ingssamgöngur, bíla og gatnagerð tók drjúgan tíma. Áfellisdómur | Gísli Marteinn Baldursson, D-lista, rifjaði upp Gallup-könnun þar sem fram kom að 14% borgarbúa töldu almenn- ingssamgöngur helsta galla borg- arinnar. „Það er ansi vondur dómur eftir tíu ár af R-lista, sem hafði það einmitt að meginmarkmiðunum, að bæta og efla almenningssamgöngur í borginni,“ sagði Gísli. Farþegafjölgun | Sagði Gísli að eyða ætti 900 milljónum króna til viðbótar á fimm árum til að fá 2% fleiri íbúa í Reykjavík og nágrenni til að nota strætó – úr 4% í 6%. Það væru um 3.600 manns. „Eigum við að fara að eyða 900 milljónum til að 3.600 manns fleiri komi í strætó?“ Tekjuaukning | Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar, sagði aukinn kostnað felast í aukinni tíðni ferða strætisvagna. Tíðni vagna á stofnleiðum yrði 10 mínútur á álagstímum í stað 20–30 mínútna tíðni í dag. Fjölgi farþegum úr 4% í 5% náist þessi kostnaðarauki aftur með auknum tekjum. Ferðatími | Stefán Jón Hafstein, R-lista, sagði auðvelt að komast á milli staða í Reykjavík. Þegar hann ók á álagstíma frá ystu mörkum borgarinnar, við syðri hluta Elliða- vatns, niður í miðbæ hefði það tekið hann innan við 30 mínútur. Það hefði tekið hann 16 mínútur að aka úr Grafarvogi í Ráðhúsið. „Er þetta vond þjónusta við einkabílinn?“ Tímasprengja | Stefán Jón sagði heilbrigðisvanda samgöngukerfis- ins tifandi tímasprengju. „Hvað má það kosta mörg krabbameinstilfelli, eins og bent hefur verið á, að nagladekk eru undir bílum í Reykjavík og losa hér eiturefni sem fara beint í öndunarfæri borgar- búa?“ Hamrahlíðin | Gísli Helgason, varaborgarfulltrúi F-listans, sagði nýja leiðakerfið ekki gera ráð fyrir strætóferðum um Hamrahlíð. Þar væri einn stærsti menntaskóli landsins og þjónustumiðstöð blindra fyrir allt landið. Taka ætti tillit til þeirra sem ekki væru full- færir um að bjarga sér sjálfir á göt- um úti. Vefstrætó | Stefán Jón sagði að fólk gæti nýtt tímann í strætó til að lesa blöð eða bækur. Þetta þyrfti að kynna í markaðssetningu vagn- anna. „Ég get vísað í eina hug- mynd, sem komið hefur upp, að strætisvagnar verði með þráðlaust net,“ og fólk gæti vafrað um vefinn í fartölvum sínum á leiðinni. Söluvara | Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, D-lista, gaf lítið fyrir það umbreytingaferli sem boðað var áður en Vélamiðstöðin yrði seld. Fyrirtækið væri ágætis sölu- vara í dag með gott starfsfólk. Það ætti ekki að belgja sig út og kaupa tæki fyrir milljóna tugi. Spurði hann hvort það yrði þá gert til að „kála“ öðrum fyrirtækjum, sem hefðu verið byggð upp af framsýni og dugnaði. Stjórnkerfisnefnd | Dagur B. Eggertsson greindi frá því að stjórnkerfisnefnd hefði nú starfað í tvö ár að umbótum á ýmsum svið- um borgarinnar og grisjun reglu- gerðafrumskógarins. Hefur hann skilgreint þrjár kröfur sem snúa að stjórnmálum; „Ekki í mínu nafni“, „Liðið fyrir sunnan“ og „Báknið burt“. Útskýrði hann svo í hverju kröfurnar fólust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.