Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 6
Það blés hressilega á konungsfjölskylduna og aðra gesti á hverasvæðinu við Námaskarð.
Það viðraði heldur betur á sænsku kon-ungsfjölskylduna í heimsókn hennarnorðan heiða í gær en gert hafðisyðra. Það var skaplegt og þurrt veð-
ur þegar Karl VXI Gústaf Svíakonungur, Silvía
drottning og Viktoría krónprinsessa ásamt
fylgdarliði komu til Akureyrar í gærmorgun.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, eiginkona
hans Guðbjörg Ringsted og Þóra Ákadóttir, for-
seti bæjarstjórnar, tóku á móti hinum tignu
gestum ásamt hópi barna úr 2. bekk Síðuskóla.
Leiðin lá fyrst í Háskólann á Akureyri en þar
kynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor háskól-
ans, fjölbreytta starfsemi, kennslu, rannsóknir
og fjarnám. „Þau sýndu afskaplega jákvæð við-
brögð, spurðu margs og höfðu hug á að kynna
sér okkar starf enn frekar,“ sagði Þorsteinn.
Meðal þess sem konungsfjölskyldunni lék for-
vitni á að kynna sér var umfangsmikið fjarnám
sem nemendum skólans býðst að stunda, hátt
hlutfall kvenna í hópi nemenda skólans og
hvernig menntakerfið væri fjármagnað. „Þau
voru greinilega búin að kynna sér starfsemi
stofnunarinnar áður,“ sagði Þorsteinn. „Það var
ánægjulegt að fá þau í heimsókn enda voru þau
mjög áhugasöm.“
Þá var haldið í Stofnun Vilhjálms Stef-
ánssonar þar sem Níels Einarsson for-
stöðumaður tók á móti hópnum og fræddi um
verkefni stofnunarinnar. Níels sagði konung
Svía vel að sér í málefnum norðurslóða og
áhugasaman, enda væri einn helsti vís-
indaráðgjafi hans forstjóri sænsku heim-
skautastofnunarinnar. „Við ræddum um verk-
efni stofnunarinnar og einnig um Vilhjálm
Stefánsson og hvernig hans hugmyndir tengjast
nútímanum,“ sagði Níels, sem færði konungi
bókina Veiðimenn á hjara heimsins eftir Vil-
hjálm, en hún kom út í Svíþjóð árið 1934. Níels
sagði krónprinsessuna hafa nefnt að stórkost-
legt væri að svo öflug heimskautastofnun væri
starfandi á Akureyri, „þannig að ég vona bara
að hún komi aftur í heimsókn til okkar“. Níels
sagði það mikla viðurkenningu fyrir Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar að fá heimsókn af þessu
tagi, „það bendir til þess að hvað alþjóðlega
samvinnu varðar séum við á réttri braut“.
Stofnunin færði konungi ullarteppi, drottningu
handprjónað sjal og krónprinsessan fékk ker-
amikskál að gjöf, þá fékk utanríkisráðherra Sví-
þjóðar, Laila Freivald, ljósmyndabók að gjöf.
Næst var haldið á minningarfyrirlestur Vil-
hjálms Stefánssonar, sem nú var efnt til í
fimmta sinn. Hann var í tveimur hlutum. Fyrst
fjallaði Laila Freivalds utanríkisráðherra um
stefnu Svía varðandi heimskautasvæðin og
gerði ítarlega grein fyrir stefnu þeirra varðandi
alþjóðlega samvinnu í þeim efnum, samstarf á
vettvangi vísindarannsókna en fram kom að
Svíar ætluðu sér að vera fullir þátttakendur
bæði innan alþjóðasamfélagins og eins innan
Norðurlandasamstarfsins í þeim efnum. Þá
flutti Sverker Sörling, prófessor í umhverf-
issögu við háskólann í Umeå, fyrirlestur þar
sem hann tengdi saman líf, störf og skoðanir
Vilhjálms Stefánssonar og hins sænska prófess-
ors Ahlman, sem var landfræðingur og jökla-
fræðingur og stundaði rannsóknir á Vatnajökli
árið 1936.
Konungsfjölskyldan snæddi hádegisverð á
veitingahúsinu Friðriki V. Að því búnu var hald-
ið sem leið lá að byggðasafninu á Grenjaðarstað
en við komuna léku börn á slagverkshljóðfæri
á túninu við gamla bæinn. Guðni Halldórsson,
forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þing-
eyinga, fór með gestum um safnið og sýndi þeim
gamla torfbæinn og það sem þar er að finna.
Í Mývatnssveit var ágætis veður þegar kon-
ungsfjölskyldan kom þangað um miðjan daginn
en nokkuð hvasst. Ari Trausti Guðmundsson
var leiðsögumaður í gönguferð um Dimmuborg-
ir og Námaskarð og fræddi gestina um staðina.
Í lokin var staldrað við í Hótel Reynihlíð, þar
sem boðið var upp á veitingar. Hinir tignu gest-
ir héldu svo aftur suður til Reykjavíkur frá Ak-
ureyrarflugvelli í gærkvöldi.
Fengu betra veður á Norðurlandi
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, heilsar
nemendum í 2. bekk í Síðuskóla á Ak-
ureyri í gærmorgun. Hjá henni standa
Guðbjörg Ringsted bæjarstjórafrú, Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þóra
Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar.
Gestirnir hlýða á börn úr Hafralækjarskóla leika á hljóðfæri við gamla bæinn á Grenjaðarstað.
Morgunblaðið/Kristján
Sænska konungsfjölskyldan í heimsókn á Akureyri.
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
flutt
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
25
63
9
0
9/
20
04
Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans hefur flutt
í aðalútibú Landsbankans í Austurstræti.
Velkomin til okkar í Austurstræti.
Nýtt símanúmer: 410 4000
Við erum
HAGDEILD Alþýðusambands Ís-
lands segir að það uppgreiðslugjald
sem bankarnir áskilja sér ef húsnæð-
islán er greitt upp á lánstímanum
virðist ekki í samræmi við lög. Þá
segir hagsdeildin að einnig orki tví-
mælis ströng skilyrði bankanna um
að lántakandi sé með önnur viðskipti
í viðkomandi banka. Slík skilyrði
dragi úr möguleikum lántakanda til
þess að bregðast við breyttum að-
stæðum t.d. ef gjaldskrá fyrir aðra
þjónustu hækkar, segir í minnisblaði
hagdeildar sem lagt var frá mið-
stjórnarfundi ASÍ.
„Breytingarnar á húsnæðislána-
markaðinum með virkri samkeppni
hafa því orðið til þess að við höfum
færst nær þeim kjörum sem þekkj-
ast í nágrannalöndunum. Vonandi
heldur sú þróun áfram. Hér er þó
rétt að staldra við og hafa í huga að
þessi þróun getur gengið hratt til
baka. Íslenskur bankamarkaður er
fákeppnismarkaður og alltaf er
hætta á að kjör bankanna færist í
fyrra horf. Tilvist Íbúðalánasjóðs við
þessar aðstæður skiptir því sköpum
til að veita bönkunum aðhald,“ segir
ennfremur.
Vextir geta hækkað í 5,1%
Hagdeildin segir að hver og einn
lántakandi verði að vega það og meta
hvort það borgi sig að taka húsnæð-
islán bankanna. Meðal annars þurfi
að hafa í huga hvort fólk sé tilbúið að
skuldbinda sig til að vera í viðskipt-
um við bankann, en það að hætt sé
viðskiptum við viðkomandi banka
þýði að vextir lánanna hækki í 5,1%.
Þá verði að hafa í huga kostnað við
endurfjármögnun eldri lána vegna
lántökugjalds og stimpilgjalds upp á
2,5% samanlagt. Þá verði að taka til-
lit til þess ef lánstíminn lengist og
meta kostnaðinn af lengingunni á
móti hagræðinu af lækkaðri
greiðslubyrði.
Loks segir: „Ef greitt er upp eldra
húsbréfalán eða annað jafngreiðslu-
lán, þá þarf að hafa það í huga að í
upphafi greiðir lántakandi aðallega
vexti en lítið af höfuðstól. Eigna-
myndunin á sér því aðallega stað
þegar líður á lánstímann..“
Uppgreiðslugjald
virðist ekki í
samræmi við lög