Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKIPULAGSSTOFNUN hefur með úrskurði sínum um mat á um- hverfisáhrifum fallist á 340 þúsund tonna rafskautaverksmiðju á Kata- nesi við Hvalfjörð en með nokkrum skilyrðum þó, m.a. með mælingum og vöktun á umhverfisáhrifum, stækkun þynningarsvæðis og end- urheimt votlendis. Fyrirtækið Kapla hf. ráðgerir að reisa rafskautaverksmiðjuna um tveimur kílómetrum norður af Grundartanga, en rafskaut eru notuð við framleiðslu áls. Sér fyr- irtækið fram á mikinn vöxt í áliðn- aði hér á landi með stækkun Norð- uráls á Grundartanga, álveri Alcoa í Reyðarfirði og fyrirhugaðri stækkun Alcan í Straumsvík. Áætl- að er að um 400 manns muni starfa við byggingu verksmiðjunnar þeg- ar mest verður og við sjálfan rekst- ur hennar muni starfa um 140 manns. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist sem fyrst á árinu 2005 og áætlaður byggingartími er tvö ár. Helstu mannvirki eru 17.500 fermetra skáli, ásamt við- byggingum og 50 metra háum skorsteini. Ekki umtalsverð umhverfisáhrif Skipulagsstofnun segir m.a. í úr- skurði sínum að rafskautaverk- smiðan muni ekki hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Setur stofnunin þau skilyrði að Kapla hf. standi fyrir reglubundn- um mælingum á styrk PAH-efna (fjölhringa kolvatnsefna) í Grunna- firði, Urriðaá og Eiðisvatni áður en rafskautaverksmiðjan tekur til starfa og eftir að starfsemi hennar hefst. Einnig er fyrirtækinu gert að framkvæma reglubundnar mæl- ingar á þekju og tegundasamsetn- ingu mosa og fléttna á Katanesi. Í úrskurðinum kemur m.a. fram að heildarlosun koltvísýrings frá verksmiðjunni verður um 125 þús- und tonn á ári. Miðað við útstreym- isspá íslenskra stjórnvalda fyrir viðmiðunartímabil Kyoto-bókunar- innar mun losunarheimildum Ís- lands á tímabilinu vera nærri náð, þegar losun rafskautaverksmiðj- unnar er tekin með í reikninginn. Mótvægisaðgerðir þurfa að liggja fyrir Skipulagsstofnun telur því að áð- ur en kemur til leyfisveitinga þurfi að liggja fyrir hvort og hvaða mót- vægisaðgerðir stjórnvöld telja nauðsynlegar til að vega upp á móti útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá rafskautaverksmiðju á Katanesi. Skipulagsstofnun bárust um- sagnir frá tíu aðilum og á kynning- artíma komu fjórar athugasemdir. Eftir að kynningartíma lauk barst yfirlýsing um verksmiðjuna frá stjórn Landverndar. Úrskurðinn má kæra til um- hverfisráðherra og rennur kæru- frestur út 13. október. Fallist á rafskautaverk- smiðju með skilyrðum Eru bara engin lög á þessu skeri…? Hann þykist líka vera orðinn sjónvarpsstjarna. StjórnarformaðurSamherja telur eðli-legt að opna fyrir fjárfestingu erlendra aðila beint í íslenskum félögum í sjávarútvegi sem skráð eru á markaði en slíkt er ekki mögulegt í dag. Telur hann að til greina komi að miða reglurnar við að saman- lögð fjárfesting erlendra aðila, og nefnir sérstaklega erlenda lífeyrissjóði og fag- fjárfesta sem oft eru aðeins að kaupa 1–5% hlutafjár- ins, geti numið allt að 40% af heildarhlutafé viðkom- andi félags. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra ræddi um fjárfestingarstefnu Íslendinga í sjávarútvegi á alþjóðlegri ráð- stefnu Íslandsbanka um sjávarút- veg sem haldin var á Akureyri á miðvikudag. Sagði Halldór að í stefnunni fælist ákveðin þversögn: „Það má deila um það hvort íslensk útgerðarfyrirtæki þurfi meira oln- bogarými til að vinna með og renna saman við erlend fyrirtæki og leyfð verði erlend fjárfesting í þeim. Þó svo verði ekki í fyrirsjáanlegri framtíð, er ég sannfærður um að þær aðstæður eigi eftir að skapast að takmarkanir á erlendum fjár- festingum verði ekki lengur nauð- synlegar,“ sagði Halldór í ræðu sinni á ráðstefnunni. Um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi gilda lög nr. 34/1991 um fjárfestingar erlendra aðila í at- vinnurekstri. Þau eru að grunni til hvað sjávarútveg varðar, frá árinu 1993 og hafa verið óbreytt að mestu frá árinu 1996. Samkvæmt þeim getur erlendur aðili átt allt að 25% í félagi sem er 100% eigandi að félagi sem rekur útgerð og/eða frumvinnslu á fiski og allt að 33% ef eignarhluti er lítill þ.e. minni en 5% og allt að 49,9% á 3. stigi, þ.e. í gegnum tvö félög. Opnað verði fyrir beina fjár- festingu í skráðum félögum Finnbogi Jónsson, formaður stjórnar Samherja, telur eðlilegra að opna fyrir fjárfestingu erlendra aðila beint í félögum skráðum á markaði upp að ákveðnu marki. Hann segist hins vegar ekki sjá sérstaka ástæðu til að breyta reglum varðandi óskráð félög. „Að- ili sem hefði áhuga á að fjárfesta í slíkum félögum mundi væntanlega vera að gera það af einhverjum „strategískum“ ástæðum, til dæm- is til að tryggja sér aðgang að hrá- efni eða afurðum.“ Fyrir slíkan að- ila sé auðvelt að stofna félög hér á landi sem síðan gætu átt allt að 49% í íslensku sjávarútvegsfyrir- tæki og þannig tryggt sér afger- andi áhrif í stjórn viðkomandi fé- lags. Allt öðru máli gegni um skráð félög og hugsanlega aðkomu er- lendra lífeyrissjóða eða fagfjár- festa að þeim því slíkir fjárfestar séu fyrst og fremst að hugsa um ávöxtun og arðsemi af sjálfri hluta- bréfaeigninni. Oftar en ekki sé um að ræða hlutfallslega litla fjárfest- ingu, eða 1–5% hjá hverjum fyrir sig. „Auðvitað væri áhugavert að fá slíka fjárfesta að íslenskum sjávar- útvegi. Í heild myndi það eingöngu hafa mjög jákvæð áhrif á efnahags- líf og um leið efla hlutafjármark- aðinn hér á landi.“ Finnbogi telur að til greina kæmi að miða regl- urnar við að samanlögð fjárfesting erlendra aðila með þessum hætti gæti numið allt að 40% af heildar- hlutafé viðkomandi félags. Hann segir breytingar á fjár- festingastefnunni í þessa veru myndi ekki hafa áhrif á útrás Sam- herja en félagið á aðild að útgerð- arfyrirtækjum í fjórum löndum; Færeyjum, Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi. Takmarkanir séu á fjárfestingu félagsins í öðrum lönd- um, t.d. í Færeyjum og Noregi en engar takmarkanir séu á fjárfest- ingum erlendra aðila innan Evr- ópusambandsins. „Hvort opnað verði fyrir fjárfestingar hér hefur engin áhrif á það hvort við getum fjárfest erlendis,“ ítrekar Finn- bogi. „Við gætum vissulega boðið hlutabréf sem greiðslu sem ekki er hægt í dag og í einhverjum tilvik- um gæti það ef til vill verið áhuga- vert fyrir hinn erlenda aðila.“ Belgar eiga 25% í Bylgjunni En hugsanlega líta minni fyrir- tæki sem ekki eru á markaði tak- markanir í fjárfestingum öðrum augum. Fiskiðjan Bylgjan í Ólafs- vík er í 25% eigu belgíska fyrirtæk- isins Fjord seafood Pieters, í gegn- um íslenska félagið Belisco. Þrátt fyrir að hafa mjög góða reynslu af samstarfi við Belgana segist Leifur Ívarsson, aðaleigandi Bylgjunnar, ekki telja að heimila eigi frekari fjárfestingar erlendra aðila í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að svo stöddu. Hann telur þó koma til greina að einfalda reglurnar, þannig að erlendir aðilar geti upp að vissu marki, fjárfest beint hér- lendis. „Ég held að það gæti verið mjög tvíeggjað að breyta [reglun- um]“, segir Leifur og bendir á að hagkerfi okkar sé lítið og við- kvæmt. „Ýmiskonar yfirgangur gæti komið inn í þetta,“ segir hann og segist sjá fyrir sér að þegar út- lendingar væru komnir með ráð- andi eignarhlut myndu þeir flytja hráefnið úr landi að miklu leyti í stað þess að vinna það hér. Fréttaskýring | Fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum Bein fjárfest- ing verði leyfð Samanlögð fjárfesting erlendra aðila nemi 40% í félagi skráðu á markaði Erlendir aðilar geta ekki fjárfest beint í ís- lenskum sjávarútvegi. Áhugi útlendinga lítill á íslenskum sjávarútvegi  Sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki fundið fyrir miklum áhuga erlendra fjárfesta á auknu frelsi hvað varðar fjárfestingar í ís- lenskum sjávarútvegi. Í sama streng taka aðaleigandi Fiskiðj- unnar Bylgjunnar og stjórn- arformaður Samherja sem tekur þó fram að hugsanlega kynnu er- lendir lífeyrissjóðir eða fagfjár- festar að fá áhuga ef rekstr- arumhverfi greinarinnar batnar og heimildir verða rýmkaðar. sunna@mbl.is Náttúruverndarsamtök Íslands fagna framkominni tillögu umhverf- isráðherra þess efnis að fyrsti áfangi í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skafta- felli. Þjóðgarðurinn mun, auk núver- andi þjóðgarðs, ná yfir syðsta hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðið í Lakagígum. Samtökin telja hins veg- ar að ekki nægi að vernda Lakagíga eins og gert sé ráð fyrir heldur beri jafnframt að vernda Langasjó sem rómaður sé fyrir fegurð sína. Ennfremur beri ríkisstjórninni að fylgja eftir vinnu þingmannanefndar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatna- jökuls og friðlýsa allt vatnasvið Jök- ulsár á Fjöllum innan þjóðgarðsins. Hafa þurfi í huga að loftslags- breytingar geti breytt stærð Vatna- jökuls. „Því er mikilvægt að mörk Vatnajökulsþjóðgarðs verði föst en fylgi ekki hopi jökulsins.“ NÍ fagna stækk- un Skaftafells- þjóðgarðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.