Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 12

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR ERIK Ader, sendiherra Hollands á Íslandi, sér aukin tækifæri fyrir hol- lensk fjármála- og ylræktarfyrirtæki að fjárfesta hér á landi. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hvað Hollendingar eru atkvæðalitlir í beinni fjárfestingu á Íslandi þar sem Hollendingar eru að hans sögn um- svifamestir allra þjóða í fjárfesting- um á alþjóðavettvangi, miðað við höfðatölu. Holland er 10. stærsti fjárfestir á Íslandi en heildar fjár- festing hollenskra aðila hér á landi er 3 milljónir evra, 264 milljónir króna, eða sem nemur 0,4% af heild- ar erlendri fjárfestingu í landinu, samkvæmt tölum frá árinu 2002. „Efnahagur okkar hefur alltaf verið mjög opinn og við höfum fjár- fest mikið erlendis og á móti hefur mikið verið um beina erlenda fjár- festingu í Hollandi. En fjárfesting Hollendinga á Íslandi er mjög tak- mörkuð. Kannski er það vegna þess að þau svið sem Hollendingar eru sterkastir í hafa hingað til ekki hent- að Íslandi,“ segir Ader. Hann segir að Hollendingar séu sterkir í hvers kyns fjármálaþjón- ustu. „Þar sé ég tækifæri fyrir beina fjárfestingu á Íslandi, og ég hef meira að segja minnst á það við hol- lenska banka- samfélagið.“ Ader segir að í dag, föstudag, verði fundur aðila úr hollensku og íslensku við- skiptalífi, ásamt fulltrúa viðskipta- þjónustu utanrík- isráðuneytisins. Hann segir að einkum sé þar um að ræða aðila í ylrækt, svo sem í ræktun blóma og berja. „Þar erum við sterk- ir og framarlega í heiminum.“ Holland er þriðji stærsti útflytj- andi landbúnaðarafurða í heimi og er landbúnaðarframleiðsla þeirra tæp 9% af heildarlandsframleiðslu. 12,5% af útflutningi þeirra til Íslands er landbúnaðarafurðir. Árið 2002 voru fluttar inn til lands- ins hollenskar vörur fyrir 139 millj- ónir evra eða rúma 12 milljarða króna. Mest var þó flutt inn frá Hol- landi af tækjum og vélum. Holland er í sjöunda sæti yfir þau lönd sem Íslendingar flytja mest inn frá. Hol- land var árið 2002 hins vegar í þriðja sæti á lista yfir þær þjóðir sem Ís- lendingar fluttu mest út til, en út- flutningur Íslendinga til landsins nam þá 245 milljónum evra á ári, eða 21,5 milljörðum króna. Langmest var flutt út af áli en þar næst fiski. Stórir í landbúnaði Hollenskir dagar hófust á Íslandi í gær og munu standa í 10 daga. Ader segir að þar verði áhersla einkum lögð á viðskipti annars vegar og menningu hins vegar. Ader segir að vaxandi meðvitund sé í Hollandi um Ísland og Hollend- ingar komi hingað í auknum mæli sem ferðamenn. „En þangað til nú hafa Íslendingar líklega vitað meira um Holland en Hollendingar um Ís- land.“ Ader vill aukinn ferðamanna- straum á milli landanna og vísar til dæmis í sterk tengsl milli landanna á menningarsviðinu og býður Íslend- inga velkomna í auknum mæli á hol- lensk listasöfn. Spurður hvað sé helst líkt með löndunum segir Ader að birtan á Ís- landi og í Hollandi sé svipuð og eins og á Íslandi þá sé í Hollandi mikið af opnum svæðum. Þessar svipuðu að- stæður segir hann að geti verið ástæðan fyrir því hve vel Hollend- ingar og Íslendingar skilja hvorir aðra. Tækifæri hér á landi fyrir hol- lenska fjárfestingu Erik Ader                         !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0      '  !  "# 1'#2  . & '"% '#'!   3. " 3'( 4 5"($ 3 6  $ 74 / " 8("  )'%( )#" *9 :" 4 "" ;</! -& -9'% "" '" -' 1'# -'"% -:'  -'.   / 6  /$ ="# =6## "#.   " > "" '  " 7.$ .. 2-:(!#   !  "#  (  !'% ?6  *"% 9. & '"% =: : >6## "# 1'# & '"% -9    $!    2 2             2 2  2 2      2 2  2  2 2 2  2 2 !6 "#  6   $!   2 2 2 2 2  2    2  2    2 2 2  2 2 2 2   2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 @  AB @  AB 2 2 2 2 2 @ AB 2 @  AB @ AB @ 2AB @ 2 AB @ AB @ AB 2 2 @ 2AB 2 2 2 @ 2  AB @ AB 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3! '%    %# " = '( 9 ' %# C ) -'  $ $  $ 2 2 $  $  $  $  $ $    $$  2 2  2  2  $ $    2 2 $ 2 $ 2  2 2 $  2 2                     2         2  2 2 2                          2     2            >    9 D5 $ $ =3$ E /#"'  '%     2 2      2 2  2  2       2 2 2  2  2 2 2 2 ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,22% í við- skiptum gærdagsins og endaði í 3.428,69 stigum. Af félögum í úrvals- vísitölunni voru mest viðskipti með bréf Össurar, eða fyrir um 1,3 millj- arða króna. Þau hækkuðu einnig mest af félögunum í úrvalsvísitölunni, um 1,8%, en mest lækkun varð hins vegar á bréfum Opinna kerfa, sem lækkuðu um 2,3%. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu um 6,8 milljörðum króna. Viðskipti með hlutabréf námu um 2,2 milljörðum en skuldabréfa- viðskipti námu um 4,6 milljörðum. Hlutabréfavísitölur lækkuðu víðast hvar í Evrópu í gær, en þó ekki á Ís- landi, í Danmörku og Noregi. Mest viðskipti með bréf Össurar HVERGI er auðveldara að stofna nýtt fyrirtæki en á Nýja-Sjálandi samkvæmt nýrri skýrslu alþjóða- bankans, Doing Business 2005. Í öðru sæti eru Bandaríkin og í því þriðja Singapore. Athygli vekur að Ísland er ekki á þessum lista en Ís- land hefur ítrekað lent ofarlega á svipuðum listum. 145 ríki eru á lista Alþjóðabankans. Hermann Ingólfsson hjá utanrík- isráðuneytinu segir ástæðuna fyrir fjarveru Íslands af listanum vera þá að bankinn hafi í úttekt sinni miðað við lönd með 1,5 milljónum íbúa eða meira. Ísland hafi hins vegar farið fram á það við bankann að vera tekið með á listann en ekki liggi fyrir hvort að af því verði. „Við teljum mikil- vægt að vera á þessum lista því okk- ur skilst að fjárfestum þyki þetta hjálplegt tæki, og noti það mikið. Þar af leiðandi er slæmt að vera ekki með á listanum,“ segir Hermann. Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Alþjóðabankans er að það tekur tvo daga að stofna nýtt fyr- irtæki í Kanada en 153 daga í Mós- ambík og 203 daga á Haítí. #$  %    %   &'  (! 3! . '%C F "# ( "!  $  $ G *"%     $       $ ;< -'"% "%9 " - "#! 3"# )"# H '9 ;!# !'"% )"% -9D4 8" - F". 3''"%  ""'"% &'"% !'#9 * /!" -'49  I" =9'"% G *"% Nýja-Sjá- land í efsta sæti Ísland ekki á lista VÖXTUR KB banka á liðnu ári var mestur, allra banka í heiminum, samkvæmt breska tímaritinu Banker Magazine, sem Financial Times gefur út. Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri KB banka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tímaritið birti árlega lista yfir eitt þúsund stærstu banka heims. Á listanum í fyrra hafi bankinn verið í 911. sæti, en hafi nú færst upp í 459. sæti, eða upp um 45 sæti. „Við hjá KB banka áætlum að við verðum í árslok í um 260. sæti hvað bankastærð varðar, þ.e. eftir að við höfum gengið frá kaupunum á danska bankanum FIH,“ sagði Hreiðar Már. Hann sagði að tilkynnt hefði ver- ið í London fyrr í vikunni, við há- tíðlega athöfn, að KB banki hefði verið útnefndur besti banki Íslands fyrir árið 2003. „Við erum mjög ánægð hér í KB banka, bæði með vöxt bankans og útnefninguna, enda höfum við stefnt að slíkum vexti. En það er ekki síður mik- ilvægt, að á sama tíma og þetta markmið hefur náðst, þá höfum við verið að bæta lánshæfismat bankans, sem sannar, að hraður vöxtur hefur ekki komið niður á gæðum starfseminnar hjá okkur,“ sagði Hreiðar Már jafnframt. Á listanum sem að framan grein- ir er Íslandsbanki í 635. sæti og Landsbankinn í 724. sæti. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hraður vöxtur KB banki hefur farið úr því að vera í 911. sæti yfir stærstu banka í heiminum í fyrra upp í 459. sæti nú og stefnir enn hærra. KB banki óx mest allra banka í fyrra HAGVÖXTURINN hér á landi á árinu 2003 varð 4,3%, sem er meiri hagvöxtur en áður var gert ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu Íslands frá því í mars síðast- liðnum var áætlað að hagvöxturinn hefði verið 4%. Landsframleiðslan á árinu varð 811 milljarðar, sem er 4,4 milljörðum hærri fjárhæð en áætlað var í mars. Mest munar um tekjur af útfluttri þjónustu, sem reyndust 3,4 milljörðum meiri en áður var talið. Samkvæmt Hagtíðindum Hag- stofunnar var hagvöxturinn hér á landi í fyrra borinn uppi af einka- neyslu sem jókst um 6,6% að raun- gildi, og fjárfestingu sem jókst um 17,6%. Hins vegar jókst útflutningur einungis um 0,3%, sem er mun minna en verið hefur undanfarin ár að meðaltali og minna en útflutning- ur almennt í nágrannalöndunum. Halli á vöru- og þjónustuviðskipt- um við útlönd og nam hann tæpum 24 milljörðum króna, eða 2,9% af landsframleiðslunni. Einkaneyslan sem hlutfall af landsframleiðslu varð 55,5% á liðnu ári, nokkru hærri en undanfarin tvö ár. Hagstofan segir að í sögulegu samhengi hafi þetta hlutfall ekki ver- ið í hámarki. Öðru máli gegnir hins vegar um samneysluna. Hún varð 26,3% af landsframleiðslu og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra í ann- an tíma. Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær segir að svo virðist sem að við upphaf núverandi hag- sveiflu hafi verið mikið um vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækj- anna. Þar hafi verið dulið atvinnu- leysi sem gengið hafi verið á áður en að hinu mælda atvinnuleysi hafi komið. Hagvöxtur á árinu 2003 var meiri en áður var talið ; %J -KL   A A =-? F M     A A N N ,+M      A A )M ; !   A A ON?M FI 8"!    A A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.