Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 17
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Rauðsmára-
Phytoestrogen
Fyrir konur á
breytingarskeiðinu
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum
Árnesaptóteki Selfossi og
Yggdrasil Kárastíg 1.
Vandaðar og öflugar dælur
fyrir alla verktakastarfsemi
Sími 594 6000
Brunndælur
RÉTTARHÖLD hófust í München í
gær yfir 86 ára meintum stríðsglæpa-
manni, Ladislav Niznansky, sem sak-
aður er um að hafa fyrirskipað dráp á
164 manns í Tékkóslóvakíu í síðari
heimsstyrjöldinni.
Niznansky neitaði sök. Hann fædd-
ist í Þýskalandi, var foringi í SS-sveit-
um nasista og sagður hafa farið fyrir
sveit, sem myrti 146 manns í tveimur
þorpum í janúar og febrúar 1945, og
fyrirskipað dráp á átján gyðingum.
Saksóttur
fyrir
stríðsglæpi
Reuters
Ladislav Niznansky ræðir við verjanda sinn, Steffen Uffer (t.h.), í réttarsal.
München. AFP.
Konur og börn
drepin í Írak
KONUR og börn voru á meðal tólf
Íraka, sem voru drepnir í loft-
árásum bandarískra herþotna á
borgina Fallujah í gærmorgun.
Bandaríkjamenn telja að uppreisn-
armenn hafi leynst á svæðinu.
Ein bandarísku eldflauganna
lenti á íbúðarhúsi og fjarlægði fólk
úr nágrenninu líkamsleifar úr rúst-
um þess í gærmorgun. Íbúarnir
voru í fasta svefni þegar eldflaugin
hæfði bygginguna.
Að sögn Mushtak Taleb, læknis á
sjúkrahúsinu í Fallujah, var komið
með tólf lík þangað, þar af fimm
barna og tveggja kvenna, þá hefðu
a.m.k. níu manns særst í árásunum.
Að sögn vitna var fólkið í fasta
svefni á þaki húss síns þegar eld-
flaugin kom eins og þruma úr heið-
skíru loft beint á húsið. Nokkur
önnur hús skemmdust.
Bandarísk hernaðaryfirvöld
segja að árásin hafi verið gerð á
felustaði meintra liðsmanna Jórd-
anans Abu Musab al-Zarqawi, sem
er talinn vitorðsmaður Al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna. Árásin
hafi verið gerð á hús, sem iðulega
sé notað af hryðjuverkamönnum,
þrír liðsmenn Zarqawis hafi verið í
húsinu og engir aðrir þegar til
skarar hafi verið látið skríða.
Þá hermdu fréttir að 26 menn hið
minnsta hefðu fallið í gær í loft- og
landárásum Bandaríkjamanna á
stöðvar skæruliða við bæinn Tall
Afar sem er nærri Fallujah. Bar-
dagar landsveita og skæruliða
stóðu yfir linnulítið í 12 klukku-
stundir. Bandaríkjamenn segja að
erlendir vígamenn haldi til í Tall
Afar og komist þeir þangað frá Sýr-
landi. Lík lágu á götum bæjarins og
óstaðfestar fregnir hermdu að
mannfallið hefði verið enn meira.
Hryðjuverka-
menn felldir
í Pakistan
HÁTTSETTIR menn í her og leyni-
þjónustu Pakistans sögðu í gær, að
fimmtíu manns hefðu verið felldir
þegar pakistanskar herflugvélar
gerðu loftárás á meintar þjálf-
unarbúðir fyrir hryðjuverkamenn
hvaðanæva úr heiminum.
Árásin var sögð hafa verið gerð
snemma í gærmorgun.
Sögðu þeir Al-Qaeda-hryðju-
verkanetið hafa rekið þjálfunar-
búðirnar skammt frá afgönsku
landamærunum. Langflestir þeirra
sem voru felldir munu hafa verið
útlendingar, þ.á m. Úsbekar, Téts-
enar og arabar.
Talsmaður pakistanska hersins
sagði að búðunum hefði verið ger-
eytt og allir sem í þeim voru verið
drepnir. Pakistanskir hermenn
hefðu rannsakað rústir búðanna og
fundið 50 lík. Pakistönsk stjórnvöld
hefðu komist á snoðir um búðirnar í
tengslum við rannsókn á hryðju-
verkum í Pakistan.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111