Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Reykjanesbær | Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest fyrir sitt leyti samkomu- lag sem sveitarstjórnarmenn og heil- brigðisstofnanir á Suðurnesjum gerðu með sér í júlí um uppbyggingu þjónustu við aldraða. Í samkomulaginu felst að byggt verði nýtt 30 rúma hjúkrunar- heimili í Reykjanesbæ og gerðar end- urbætur á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði. Í bréfi ráðuneytisins er fallist á að unnið skuli eftir þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið um þjónustukjarna fyrir aldraða á Suðurnesjum en sam- kvæmt skipulagsdrögum er gert ráð fyr- ir að hann verði á núverandi knatt- spyrnuvelli Njarðvíkinga. Ráðuneytið telur eðlilegt að þrjátíu vistrýma hjúkr- unarheimili verði í hinum nýja kjarna með stækkunarmöguleikum í framtíð- inni. Jafnframt er viðurkennd þörfin á endurbótum á Garðvangi sem hafa munu í för með sér fækkun vistrýma þar og sagt að einhver hjúkrunarrými færist frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Er því lýst yfir að ráðuneytið muni afla heim- ilda fyrir þeim rýmum sem á vantar. Þá kemur fram að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið muni nú þegar hefja vinnu við að ljúka frumathugun vegna verkefnisins, í samvinnu við heimamenn, en hún er grundvöllur óska um fjárveitingu. Legið þungt á íbúunum „Þessi staðfesting ráðherra er mikið fagnaðarefni fyrir okkur. Hér er að koma lausn á máli sem hefur legið þungt á íbúum um langan tíma. Málefni hjúkr- unarsjúklinga í Reykjanesbæ hafa verið í ólestri um árabil vegna tafa á byggingu D-álmu og síðan breyttra forsendna á rekstri hennar. Við unnum saman að framtíðarlausn og nú hefur hún verið staðfest af heilbrigðisráðherra,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Í samkomulagi sveitarfélaganna í sum- ar fólst að ráðist verði í endurbætur á Garðvangi á næstu tveimur árum og nýtt dvalarheimili verði tekið í notkun árið 2007. Jafnframt er miðað við að til að leysa brýnasta vandann, þangað til búið verður að byggja, verði tíu dvalarrýmum í Hlévangi í Keflavík breytt í hjúkr- unarrými. Miðað er við að Dvalarheimili Suðurnesjum sem reka Garðvang og Hlévang muni annast uppbyggingu hjúkrunarheimilisins í Reykjanesbæ. Samkomulag staðfest af ráðherra Hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ Miðbær | Íslendingar hafa verið duglegir að skoða ljósmyndasýninguna sem verið hefur á Aust- urvelli í sumar og enn er uppi og ber þeirra nafn. Myndirnar hefur einnig vakið athygli fleiri er- lendra ferðamanna en Bills Clintons sem skoðaði þær í Íslandsferð á dögunum. Á sýningunni er fjöldi stækkaðra ljósmynda Sigurgeirs Sigurjóns- sonar við texta Unnar Jökulsdóttur. Morgunblaðið/Ómar Úti á ljósmyndasýningu Þjóðlegt Kvennareið í Þistilfirði | Það er orðið al- kunna í Þistilfirði og nærliggjandi byggð- arlögum að þegar uppákomur eru hjá Kven- félagi Þistilfjarðar „þá brestur hann á með byl“ og vonskuveður verður. Í sumar urðu þó kærkomin veðrabrigði þegar kvenfélags- konur stóðu fyrir mikilli kvennareið en þá fjölmenntu þær og fleiri kynsystur þeirra í útreiðartúr. Einmuna veðurblíða og þurrkar höfðu ríkt vikum saman svo bændur voru orðnir ugg- andi um vatnsbúskap á heiðum og jörðin skrælþurr síðari hluta júlí þegar kvenfélags- konur lögðu upp í kvennareiðina. Veður skip- uðust þá skjótt í lofti og úrhellisrigning skall á og var bændum næsta kærkomin. Ragnari Sigfússyni bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði varð þá þetta að orði: Út þær riðu ærlega, áttu daginn sætan, kom á jörðu kærlega kvennareiðarvætan. Ekki fór sögum af því hvort reiðkonur voru jafnánægðar með veðrabrigðin og bændur þeirra.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Vanefndir á samningi | Sveitarstjóri Skagafjarðar fór yfir og kynnti á fundi byggðaráðs í vikunni vanefndir Elements ehf. á samningi við sveitarfélagið um nýtt upplýsingakerfi, að því er fram kemur í fundargerð. Samþykkt var að boða for- svarsmenn fyrirtækisins á fund byggð- aráðs. Við umfjöllun málsins lét Bjarni Jónsson byggðaráðsfulltrúi bóka að tilgangur þess að gerður var samningur við Element ehf. um nýtt bókhaldskerfi hefði verið að hjálpa fyrirtæki í heimabyggð að hasla sér völl á nýju sviði. Samningurinn hefði gert fyr- irtækinu kleift að sækja inn á nýjan mark- að, í þjónustu sveitarfélaga. „Ætla má að þessi samningur hafi aukið verðgildi fyrirtækisins og gefið því ný sókn- arfæri. Skömmu eftir að þessi tímamóta- samningur var gerður seldi hins vegar Kaupfélag Skagfirðinga fyrirtækið Elem- ent ehf. úr héraði. Sú sala var áfall fyrir at- vinnulíf í Skagafirði. Þær vanefndir sem síðan hafa orðið af hálfu Element ehf. á samningi við sveitarfélagið eru vonbrigði og óásættanlegar,“ segir í bókun Bjarna.    Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Opinn fundur verðurhaldinn í þjónustu-miðstöðinni í Skaftafelli næstkomandi sunnudag um stækkun Skaftafellsþjóðgarðs sem fyrsta skref í Vatnajök- ulsþjóðgarði. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra kynnir ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að fara í verkefnið í nánu sam- starfi við heimamenn og kynnt verða ný mörk garðsins. Að því er fram kemur á Samfélagsvef Hornafjarðar verður einn- ig sagt frá hugmyndum um starfsmannahald í framtíðinni. Haft er eftir Magnúsi Jóhannessyni ráðuneytisstjóra á vefnum að formlegum undirbún- ingi að stofnun þjóðgarðs- ins ætti að ljúka í haust. Þjóðgarður Grundarfjörður | „Það er eins og skrúfað hafi verið frá holuhöggunum,“ sagði einn golfarinn á Bárarvelli þegar Svandís Þorsteinsdóttir úr Stykk- ishólmi fór þar holu í höggi. Svanhvít byrjaði í golfi í sumar og var að vonum kát eftir höggið á áttundu braut sem er par þrjú hola. Á þrettán dög- um hafa þrír kylfingar farið holu í höggi Á Bár- arvelli. Svanhvít er fyrsta konan sem það gerir. Ljósmynd/Sverrir Karlsson Eins og skrúfað frá Jón Ingvar Jónssonlá í makindum áströndinni við Adríahafið og skrifaði póstkort til föður síns heima á Íslandi. Þangað rataði þessi vísa hans: Strýk ég sveittri hönd um haus, horfi á kroppa bera, því að alveg iðjulaus enginn skyldi vera. Sigrún Haraldsdóttir sendir Jóni Ingvari kveðju frá Fróni og segir það dæmigert fyrir karl- menn að geta ekki einu sinni slakað á í sólar- landaferðum. Eftirfarandi vísa fylgdi kveðjunni: Þið eruð voðaleg vandræða tól og vonlítið ykkur að passa. Í stað þess að liggja og steikjastí sól þá starið á ókunna rassa. Við Adríahafið pebl@mbl.is Fagridalur | Til að eignast góðan smalahund þarf oft að leggja á sig mikla vinnu og þolinmæði við þjálf- un. Gunnar Einarsson, fjárbóndi og hundaþjálfari frá Daðastöðum í Norður-Þingeyjarsýslu, hélt nám- skeið fyrir hunda og eigendur þeirra á Suður-Hvoli í Mýrdal á dögunum. Síðastliðin tíu ár hefur Gunnar haldið fjárhundanámskeið á vegum Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Níu hundar og eigendur þeirra mættu á námskeiðið og voru flestir af Border Collie-kyni. Flestir hundar af þessu kyni hafa meðfædda hæfileika til að smala fé og geta því orðið til mikils gagns fyrir bændur ef þeir eru þjálfaðir á réttan hátt. Gunnar kenndi undirstöðuatriðin við þjálfun smalahunda því oft er ekki síður nauðsynlegt fyrir eigend- urna að læra að umgangast hundinn heldur en fyrir hundana að umgang- ast sauðfé. Að sögn Gunnars tekur álíka langan tíma að þjálfa upp góð- an smalahund og að temja hest. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Smalahundur: Magnús Þór Snorrason, bóndi í Sólheimahjáleigu, og Gunn- ar Einarsson frá Daðastöðum kenna hundi Magnúsar að gæta fjárhóps. Eigendurnir læra að umgangast hundana Styrkja bátakaup | Hreppsnefnd Höfða- hrepps á Skagaströnd hefur samþykkt beiðni Björgunarbátasjóðs Húnaflóa um styrk til kaupa á björgunarskipi. Skipið verð- ur á Skagaströnd og þjónar Húnaflóa. Höfðahreppur mun greiða liðlega 230 þús- und krónur í ár og sömu fjárhæð á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.