Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 25

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 25 STOFNUNUM fyrir geðsjúka var fækkað víðsvegar um heim, þegar sýnt var að þjónustan sem þar var veitt, stóðst ekki væntingar. Geð- sjúkir misstu einfald- lega hæfnina til að lifa utan sjúkrahúsveggj- anna. Það er því ekki tilviljun að þeir sem náð hafa bata eftir langa sjúkrahúsdvöl segist hafa lifað af stofnanavist. Nú er sjúkrahúsdvölin höfð eins stutt og hægt er en þjónustuna þarf að færa frá stofnunum yf- ir í samfélagið. Staðan er hins vegar sú að sjúkrahústengd þjón- usta tekur til sín stærstan hluta þess fjármagns sem til ráðstöfunar er þannig að þjónusta við geðsjúka og þátttaka þeirra í samfélaginu verður afar takmörkuð. Þegar að innlögn á geðdeild er komið hafa einstaklingar oftast misst tökin á eigin lífi. Færni er skert, sjálfstraust og sjálfsvirðing í molum og langan tíma tekur að byggja allt upp á nýjan leik. Styrkja ber þjónustu í samfélaginu sem tek- ur á þessum þáttum jafnframt því að fyrirbyggja áhrifaleysi, vonleysi, einangrun og missi sjálfstrausts. Víða erlendis hafa geðsjúkir sem náð hafa bata tekið þátt í að byggja upp slíka þjónustu og náð meiri árangri en hefðbundin þjónustuform. Þjón- ustan í samfélaginu þarf starfskrafta sem nýta sér þekkingu úr mismun- andi geirum; þekkingu sem byggist á reynslu og viðhorfum geðsjúkra. Svokölluð notendaþekking byggist á þáttum eins og hugmyndum um þýð- ingu þess að vera þátttakandi í sam- félaginu, hvernig maður geti eftir geðveiki aftur orðið hluti af því sam- félagi og hvernig halda megi tengslum og komast yf- ir hindranir. Þá þarf að velta upp hugmyndum um hvað þurfi að vera til staðar í umhverfinu svo einstaklingurinn geti valdið ábyrgð, öðl- ast virðingu og náð tök- um á eigin lífi. Þetta jafngildir ekki því að þekking fagfólks minnki að verðleikum, heldur verður að hleypa notendaþekk- ingunni að, því hún er nauðsynleg til að lifa í samfélaginu. Sá sem veitir þjónustuna og sá sem tekur á móti henni verða í sameiningu að skilgreina vandamálið og taka þátt í aðgerðaplani og síðast en ekki síst að hafa val um nálgun að settu marki. Ef við vinnum út frá heilsueflingu og bata og viðurkennum not- endaþekkingu þýðir það m.a. að við eflum færni í þáttum sem hafa þýð- ingu og gildi fyrir geðsjúka, á þeirra forsendum. Þetta er mikil ögrun fyr- ir hefðbundin kerfi því þau byggjast oft á eigin forsendum. Geðsjúkir vilja að fagfólk mæti þeim og aðstoði á sviðum sem þeir eru uppteknir af, eins og að viðhalda mannréttindum. Þeir vilja ekki láta afgreiða sig sem samansafn einkenna; takmarkana sem uppræta þurfi eða eyða. Geð- sjúkir ná betri tökum á lífinu með hjálp lyfja og alls kyns meðferð- artilboða, en ekki eingöngu vegna þeirra. Aðstandendur eru oft í lyk- ilhlutverki. Fjölskyldumeðlimir, vin- ir, vinnufélagar og samferðamenn hafa oft gengið fram fyrir skjöldu og gert það sem skipt hefur sköpum fyrir einstaklinginn, en það er sjaldnast dregið fram í rannsóknum. Notendarannsóknir hafa gert hlut aðstandenda og annarra sýnilegan. Flytja þarf áherslur frá þörfum fag- fólks og leggja áherslu á þarfir not- enda eins og þeir sjá þær, en ekki eins og fagmenn túlka þær. Þetta hefur áhrif á nálgun, ekki bara í störfum heilbrigðisstétta heldur einnig í rannsóknarstörfum og þjón- ustuformi. Hugarafl er samstarfshópur geð- sjúkra í bata og iðjuþjálfa sem býður sig fram til að taka þátt í uppbygg- ingu þjónustu við geðsjúka í sam- vinnu við ráðamenn, fagmenn, að- standendur, atvinnumarkað, skóla og almenning. Hópurinn er stað- settur í Heilsugæslunni og hægt að nálgst hann á hugarafl@hugarafl.is. Hópurinn hefur m.a. safnað að sér notendaþekkingu, þýtt notendaefni, tekið þátt í kennslu fyrir heilbrigð- isstarfsmenn, flutt fyrirlestra og verið virkur þátttakandi í nýsköp- unarhugmyndum varðandi þjónustu og atvinnusköpun fyrir geðsjúka. Brúa þarf bilið milli geðsjúkra og almennings Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um geðheilbrigðismál ’Notendarannsóknirhafa gert hlut aðstand- enda og annarra sýni- legan.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LHS og lektor við HA. KENNARAMENNTUN er styttri hér á landi en í flestum nálæg- um löndum. Samkvæmt yfirlýstri stefnu KÍ ber að auka námið þannig að grunn- nám verði að lágmarki fjögurra ára nám í há- skóla. Í nágrannalönd- unum er kenn- aramenntun fjögur til sex ár á háskólastigi. Hvaða rök mæla með því að kennaramenntun sé styttri hér á landi en hjá öðrum þjóðum sem við þurfum að standast snúning í harðri sam- keppni nútímans? Milliþinganefnd sem sett var á stofn á síðasta þingi KÍ hef- ur m.a. það verkefni að gera úttekt á kennaramenntun hér á landi. Hún felst m.a. í öflun margs konar upplýs- inga um núverandi stöðu hennar í samanburði við kennaramenntun í nágrannalöndunum. Niðurstöður nefndarinnar verða lagðar fyrir næsta þing Kennarasambandsins í mars 2005. Á grundvelli þeirra mun sambandið móta stefnu sína í mennt- unarmálum kennara og gera tillögur um framtíðarskipan hennar. Íslensk stjórnvöld eru þátttak- endur í ýmsu samstarfi og verk- efnaáætlunum um menntamál á veg- um Evrópusambandsins. Á vettvangi þess hafa verið sett fram sameiginleg framtíðarmarkmið í menntamálum fram til ársins 2010. Þar er meg- ináherslan lögð á það markmið að auka gæði og skilvirkni í menntun en því verði ekki náð nema með því að bæta menntun kennara. Í ljósi þessa er erfitt að skilja hvers vegna íslensk stjórnvöld hafa sett sig upp á móti til- lögum um að grunnmenntun kennara verði fjögurra ára nám í háskóla í stað þriggja. Að mati framkvæmdastjórnar ESB eru kennarar lykilpersónur í þekkingarþjóðfélaginu. Því er það talið for- gangsmál í flestum ríkj- um Evrópu að laða að og halda í vel menntað fólk til kennslu enda hvíla bætt gæði mennt- unar alfarið á því að skólar hafi á að skipa vel menntuðum kenn- urum. Innan OECD stendur nú yfir sam- starfsverkefni 25 ríkja um leiðir til að ná þessu markmiði. Tilgangur þess er að aðstoða rík- isstjórnir við að móta og framkvæma stefnu í málefnum kennara til að bæta kennslu og nám í skólum, gæði menntunar. Af framansögðu er ljóst að umræð- ur á Íslandi um eflingu kenn- aramenntunar fara ekki fram í neinu tómarúmi. Að undanförnu hefur auk- inn þungi færst í umræðu um eflingu kennaramenntunar, m.a. í tengslum við áætlun menntamálaráðuneytisins um styttingu námstíma til stúdents- prófs. Á fundum vinnuhóps um nám- skrármál með fulltrúum ýmissa fag- greinafélaga á grunn- og framhaldsskólstigi hefur ítrekað komið fram sú skoðun að efla beri gæði menntunar á báðum þessum skólastigum. Nauðsynlegt sé að auka menntun kennara bæði í faggreinum, kennslufræði og kennsluháttum til að skólar geti hagað starfi sínu sam- kvæmt námskrá, lögum og reglu- gerðum í samræmi við markmið stjórnvalda um menntun fyrir alla. Ýmsir, þeirra á meðal rektor Kennaraháskóla Íslands og Kenn- arasamband Íslands, hafa vakið at- hygli á því að núverandi kenn- aramenntun á Íslandi sé ekki í takti við þær breytingar sem orðið hafa á verkefnum skóla, kennara og stjórn- enda á undanförnum árum og mælt með því að námið yrði tekið til ræki- legrar endurskoðunar og lengt. Góð kennaramenntun hlýtur að vera forsenda fyrir góðri kennslu og farsælu skólastarfi og auka virðingu fyrir stéttinni. Því er hér um afar mikilvægt mál að ræða. Nauðsynlegt er að kennarar hafi sjálfir frum- kvæðið og séu í fararbroddi í um- ræðum um kennaramenntunina og getur sú gagnasöfnun sem nú fer fram á vegum milliþinganefndar KÍ orðið dýrmætur efniviður í framtíð- arstefnumörkun um menntunarmál kennarastéttarinnar. Ekki er hægt að treysta því að frumkvæðið komi frá stjórnvöldum. Á sama tíma og rök eru færð að því að auka beri kennaramenntunina sýna rannsóknir hagfræðinga að há- skólamenntun grunnskólakennara skili engum arði. Vonandi verða þess- ar niðurstöður ekki til þess að fæla ungt fólk frá því að afla sér kenn- aramenntunar. Hitt er svo annað mál að launin þurfa að hækka verulega ef námið á að standast samkeppni við annað háskólanám. Hvers vegna er kennara- menntun styttri á Íslandi en í öðrum löndum? Helgi E. Helgason fjallar um kennaramenntun ’Að mati framkvæmda-stjórnar ESB eru kenn- arar lykilpersónur í þekkingarþjóðfélaginu.‘ Helgi E. Helgason Höfundur er upplýsinga- og kynning- arfulltrúi Kennarasambands Íslands. SÍÐUSTU vikurnar hafa tveir þekktir einstaklingar blandað sér í umræðu um skipan nýs ráðuneyt- isstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta eru Ragnar Hall hrl. og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri. Í grein sem Ragnar skrifaði í síðustu viku tók hann að sér að kveða upp úr um það að Helga Jónsdóttir væri „langhæfasti um- sækjandinn“ og hélt því fram að Árni Magnússon hefði með því að ganga fram hjá Helgu, skipað sér í ört vaxandi flokk stjórn- arherra sem „skeyti hvorki um skömm né heiður“ þegar kemur að veitingu opinberra embætta. Hafði Ragn- ar uppi stóryrði og sleggjudóma um þetta mál. Óþægilegt er til þess að vita að maður sem sótti um embætti Hæstarétt- ardómara – og var talinn hæfur og jafnvel heppilegastur að mati sitjandi hæstaréttardómara – skuli sýna svo mikla vanstillingu og dómgreind- arleysi út af máli sem þessu. Engin rök eða rannsóknir liggja að baki slíkri yfirlýsingu eins og þarna var gert enda varla hægt þegar litið er til þess hve valinn hópur karla og kvenna sótti um starfið. Rétt þykir að benda á að um 12 ára skeið starfaði Ragnar hjá föður Helgu, Jóni Skafta- syni borgarfógeta, og þar á eftir á lögmannsstofu með bræðrum henn- ar. Í sömu grein hefur Ragnar frammi stór orð í garð dómsmálaráðherra og talar um „fíflaleg meðferð ráð- herrans á valdi sínu til skipunar hæstaréttardómara“. Hér er skrifað í reiði þar sem Ragnar hlaut ekki starfið enda fullyrðingar sem eru út fyrir allt velsæmi og þar að auki al- gjörlega umræddu máli óviðkomandi. Rifjast nú upp að fyrri tæpum 20 árum voru nokkrir ágæt- ismenn að ósekju, látnir dúsa í „stofufangelsi“ með sérstakri hjálp Ragnars og nokkurra vina og samstarfsmanna hans. Að framansögðu má öllum landsmönnum vera ljóst að í Hæsta- rétti er ekki rúm fyrir sleggjudóma hvað þá dómgreindarleysi. Ingibjörg Sólrún tók svipað stórt upp í sig varðandi Helgu Jóns- dóttur og sagði m.a. „að ráðherra hafi skort kjark til að skipa lang- hæfasta umsækjand- ann“ og bætir við að menn misbeiti valdi sínu. Rétt þykir að benda á að fyrir áratug réð borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún, Helgu Jónsdóttur sem borgarritara en það embætti gengur næst borg- arstjóra í borgarkerfinu. Sjálfsagt hefur samstarf þeirra verið ágætt eins og ýmislegt bendir til, m.a. með því að þær stöllur fóru saman til náms í London á síðasta ári, enda bestu vinkonur. Eðlilegt er að gera þær kröfur til þeirra einstaklinga sem sækjast eftir æðstu embættum þjóðarinnar, Ragn- ar hæstarétti og Ingibjörg forsæt- isráðuneytinu, að dómgreindin hverfi ekki algjörlega þó svo að einstakir vinir þeirra nái ekki settu marki. Deilur um nýjan ráðuneytisstjóra Júlíus Hafstein fjallar um skipan ráðuneytisstjóra Júlíus Hafstein ’…í Hæstaréttier ekki rúm fyr- ir sleggjudóma hvað þá dóm- greindarleysi.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri. MARGT gerir Seltjarnarnes að eftirsóttum stað til að búa á. Ná- lægð við sjóinn og náttúruna vegur þungt hjá mörgum, aðrir sækjast eftir því að ala upp börn sín á Nesinu m.a. vegna þess að þar eru góðir skólar og öflugt íþróttalíf. Það hefur verið ánægjulegt að kynn- ast íþróttastarfi með- al barna og unglinga á Seltjarnarnesi á undanförnum árum. Á annað þúsund iðk- endur æfa fimleika, handbolta og fótbolta hjá Gróttu. Eins og þeir vita sem kynnst hafa íþróttastarfi barna og unglinga er markmið þess ekki eingöngu að ala upp afreksfólk framtíð- arinnar enda fara fæstir þá leið. Það vegur þyngra að öll fá börnin góða lík- amlega þjálfun sem eykur þeim styrk og sjálfstraust, þau læra að vinna saman í hóp, fylgja leiðbeiningum, gefa eftir þegar það á við og sækja þegar færin gefast. Þau njóta þess að fagna sigri og þurfa að vinna úr mótlætinu þegar illa gengur. Sam- staða Gróttuforeldra er einstök, stuðningur bæjarfélagsins hefur verið góður og aðstaða með ágæt- um. Helst hefur skort á knatt- spyrnuaðstöðu þar sem enginn grasvöllur sem stendur undir lág- markskröfum hefur verið til stað- ar. Ungir knattspyrnumenn í Gróttu hafa undanfarin ár æft stóran hluta ársins innanhúss á meðan jafnaldrar þeirra í ná- grannasveitarfélög- unum hafa aðgang að góðum gervigrasvöll- um. Undirritaður hef- ur farið með knatt- spyrnudeild Gróttu í keppnisferðir á a.m.k. 15 staði víða um land á sl. 4 árum og það verður að segjast eins og er, að alstaðar hef- ur aðstaða barna sem æfa knattspyrnu verið betri en við höfum bú- ið við á Seltjarnarnesi. Það er því mikið fagnaðarefni að loks- ins hillir undir að fullbúinn knatt- spyrnuvöllur verði byggður í bænum. Staðsetning vallarins er góð og valin með hagsmuni barna og unglinga í huga, ná- lægt skólum og ann- arri íþróttaaðstöðu í bænum. Fyrirhugaður völlur er í keppnisstærð og mun verða aðal- æfingasvæði knattspyrnudeild- arinnar. Er það von mín að á næsta ári verði völlurinn tekinn í notkun og að íþróttalíf barna og unglinga muni blómstra áfram á Seltjarnarnesi. Knattspyrnuvöllur á Seltjarnarnesi Páll Þorsteinsson fjallar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi Páll Þorsteinsson ’Það er því mik-ið fagnaðarefni að loksins hillir undir að fullbú- inn knatt- spyrnuvöllur verði byggður í bænum.‘ Höfundur er í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.