Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 28

Morgunblaðið - 10.09.2004, Page 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í hverju felst starf blaða- manna? Eru þeir varð- hundar samfélagsins, fulltrúar fjórða valdsins, skemmtikraftar, eða get- ur blaðamennska verið eins og hvert annað 9 til 5 starf? Þessar spurningar og fleiri kviknuðu hjá mér um liðna helgi, eftir að ég heyrði fróðlegan þátt í rík- isútvarpinu um breska blaða- manninn Robert Fisk, sem er gamalreyndur stríðsfréttamaður. Hefur Fisk dvalist langtímum saman í Mið-Austurlöndum og flutt fréttir af átökum þaðan, meðal annars frá Palestínu og Írak. Fisk hefur, svo ekki sé kveðið fastar að orði, ýmislegt að athuga við fréttaflutning vest- rænna fjölmiðla af átökum á þess- um svæðum. Í mjög stuttu máli má segja að Fisk telji að blaðamenn eigi að segja sannleikann, stunda gagnrýna hugsun og þá álítur hann blaðamennsku vera starf sem fólk sinnir af köllun. En hver er sannleikurinn þeg- ar kemur að því að segja fréttir af stríði? Skoðum fréttir af stríðinu í Írak. Fréttaflutningur þaðan hef- ur einkennst af því að þuldar eru upp tölulegar staðreyndir um mannfall, einkum meðal liðs- manna Bandaríkjahers. Þá er gjarnan greint frá því hvar átökin hafi hafi átt sér stað og hvort skotið hafi verið úr byssum eða hvort sprengjum hafi verið varp- að. Allt eru þetta nauðsynlegar upplýsingar, en alls ekki full- nægjandi ef markmiðið á að vera að auka skilning viðtakanda frétt- arinnar á því sem á sér stað. Seg- ist Fisk dauðleiður á að lesa frétt- ir þar sem einblínt er á spurningarnar „hvað gerðist“ og „hvar gerðist það“ en ekkert er vikið að því „hvers vegna“ það hafi gerst. En það er fleira athugavert við fréttamennsku af þessu tagi. Þeg- ar þeir fjalla um dauða almennra borgara með því einungis að nefna tölur um hversu margir hafi farist eru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni. Okkur eru í fersku minni hrikalegar frá- sagnir og myndir frá barnaskóla í Beslan í suðurhluta Rússlands í síðustu viku, þar sem mörg hundruð börn og fullorðnir létu lífið í átökum við hóp sem hafði tekið fólkið í gíslingu í skólanum. Að sjálfsögðu vöktu atburðirnir í Beslan bæði reiði og hryggð víða um heim og þar skiptu myndir og lýsingar fréttamanna af atburð- um sköpum. En hvað skyldu mörg börn hafa fallið eða særst af völdum byssukúlna Bandaríkjahers í Írak? Og hvernig bar dauðdaga þeirra að? Hefðu þau ekki viljað að við vissum hvernig þau dóu? Sú er skoðun Fisk, sem hefur verið ötull við að lýsa voðaverkum í Írak og annars staðar fyrir les- endum breska blaðsins Independ- ent, þar sem hann starfar. Er jafnvel hugsanlegt að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fengju aðra sýn á Íraksmálið ef þeir sæju fleiri myndir af sund- urtættum líkum íraskra barna, sem Bandaríkin og bandalags- þjóðir þeirra í Írak hafa drepið? Það er sjaldan haft fyrir því í vestrænum fjölmiðlum að telja þá Íraka sem fallið hafa frá því stríð- ið þar hófst. Í fyrradag voru flutt- ar fréttir af því að 1.000 banda- rískir hermenn hefðu fallið í Írak frá stríðsbyrjun. Ekki fylgdi sög- unni í þeim fréttum sem ég sá hér heima, hversu margir Írakar hefðu fallið á sama tíma. Þó sá ég þess getið í frétt RÚV um málið að varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna hefði greint frá því að undanfarinn mánuð hefði banda- ríski herinn fellt 1.500 til 2.500 uppreisnarmenn í Írak. Ekki höfðu fréttamenn RÚV þó fyrir því að kanna tölur um mannfall meðal Íraka í tengslum við frétt um dauða bandarískra hermanna. Ég ákvað að prófa hversu langan tíma það tæki að verða mér úti um þessar upplýsingar. Það tók um það bil eina mínútu með að- stoð Netsins, að finna sjálfboða- vinnusamtök breskra og banda- rískra fræðimanna og sérfræðinga, sem nefna sig Iraq Bodycount, en þau reyna að halda yfirlit yfir þá írösku borgara sem fallið hafa í átökunum þar. Nýj- ustu tölur samtakanna benda til þess að á bilinu 11.700 til 13.800 almennir borgarar hafi látist í Írak frá því innrásin hófst í mars í fyrra. Á tímum upplýs- ingastreymis er að mörgu leyti orðið auðveldara fyrir blaða- og fréttamenn að afla upplýsinga á borð við þessar og því vekur furðu að þeir nýti sér tæknina ekki meira en raun ber vitni. Sé sú staðhæfing Robert Fisk rétt, að blaðamennska sé starf sem fólk vinnur af köllun, er þá hægt að læra til blaðamanns líkt og hverrar annarrar iðngreinar? Sú virðist skoðun þeirra sem halda úti svonefndu meist- aranámi í blaðamennsku við Há- skóla Íslands, sem nú hefur kom- ið í stað náms í hagnýtri fjölmiðlun. Áfangarnir eru flestir tæknilegs eðlis ef svo má að orði komast. Námskeið í málfari og stíl, gerð fyrirsagna og millifyr- irsagna og svokölluð viðtalstækni er meðal helsta kennsluefnis í greininni. Minna fer fyrir nám- skeiðum sem gætu hvatt blaða- mannaefnin til þess að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið. Þó mætti halda að slíkt væri mikilvægasta fararnesti þeirra sem hyggjast leggja blaða- og fréttamennsku fyrir sig. Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til nemenda á meistarastigi, sem þar að auki hyggjast leggja starf á fjöl- miðlum fyrir sig, að þeir tali sæmilegt mál og geti sett upp skammlausa frétt? Sennilega væri farsælla fyrir Íslendinga sem hyggja á fjöl- miðlastörf að fara fremur í meist- aranám í öðru en blaðamennsku við HÍ, í það minnsta eins og kennslu virðist þar háttað nú um stundir. Þá væri óskandi að fleiri blaðamenn störfuðu í anda Ro- bert Fisk en raun ber vitni. Ég er ekki að segja að blaðamenn eigi að streyma á vígvellina í hrönn- um, en þeir eiga að hafa gagn- rýna hugsun, sanngirni og sann- leika að leiðarljósi í hverri frétt sem þeir skrifa. Alvöru- blaðamenn? Þegar þeir fjalla um dauða almennra borgara með því einungis að nefna töl- ur um hversu margir hafi farist eru fjöl- miðlar að bregðast skyldu sinni. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is LANDSÁTAKINU Veljum ís- lenskt – og allir vinna var hleypt af stokkunum í ágúst- lok. Með þessu átaki vilja Samtök iðnaðar- ins og samstarfsaðilar þeirra, Bændasamtök Íslands og Alþýðu- samband Íslands, vekja landsmenn til vitundar um mik- ilvægi þess sem felst í íslenskri framleiðslu, hugviti, hönnun og þjónustu. Þegar talið berst að átaki eins og þessu halda ýmsir bókstafs- trúarmenn að í því felist áskorun um að velja íslenska vöru og þjón- ustu hvað sem raular og tautar, jafnvel þó að hún sé bæði dýrari og verri. Svo er ekki. Enda myndi slík áskorun engum árangri skila. Við biðjum almenning, fyrirtæki og stofnanir einfaldlega að hafa í huga að það skiptir máli hvort við veljum innlenda framleiðslu fram yfir innflutta, bæði fyrir atvinnu- stig í landinu og tekjur þjóðarbús- ins. Sé varan eða þjónustan jafn- góð og á samkeppnishæfu verði biðjum við fólk um að velja ís- lenskt fremur en innflutt. Verð- mætasköpun í landinu er forsenda fyrir því að við getum haft tekjur. Þetta veit fólk í nágrannalöndum okkar en við gleymum þessu gjarnan, ekki síst þar sem við höf- um ekki búið við mikið atvinnu- leysi. Erfiðara í uppsveiflu Síðast þegar efnt var til landsátaks á sömu nótum árið 1992 var frekar erfið staða í þjóðfélaginu, sam- dráttur og atvinnuleysi að aukast. Þá var fólk frekar móttækilegt fyr- ir boðskapnum að velja íslenskt. Nú er hins vegar mikil uppsveifla, einkum vegna virkjana- og álvers- framkvæmda. Umræða um þjóð- arbúskapinn er öll á góðærisnót- um. Staðreyndin er hins vegar sú að íslensk samkeppnisfyrirtæki tapa yfirleitt markaðs- hlutdeild í uppsveiflu. Þá eru vextirnir háir, gengi krónunnar hátt og mikill innflutningur á neysluvörum. Sam- keppnisstaða íslenskr- ar framleiðslu er erf- iðust í uppsveiflu eins og sjá má á miklum viðskiptahalla. Með því að velja íslenskt drögum við úr skulda- söfnun erlendis. Það er því rík ástæða til að vekja athygli á mikilvægi innlendrar framleiðslu einmitt nú. Gætum eigin hagsmuna Félagsmenn okkar í Samtökum iðnaðarins eru sannfærðir um að átak eins og þetta sé til hagsbóta fyrir þá en af viðbrögðum ýmissa annarra má ráða að ekki eru allir á sama máli. Það er hnýtt í svona átak, sagt að þetta sé úrelt þjóð- ernisrómantík og jafnvel hálf- gerður dónaskapur. Engum dettur í hug að amast við dönskum eða amerískum dögum í verslunum, né heldur auglýsingaflóði í fjöl- miðlum, kostuðu af heildsölum og erlendum framleiðendum. Er þá ekki í góðu lagi að innlendir fram- leiðendur veki athygli á eigin framleiðslu og gildi hennar fyrir þjóðarhag? Það er einkennilega innrætt fólk sem rýkur upp með andfælum í hvert sinn sem heyrist slagorð á borð við: Veljum íslenskt og allir vinna. Þó að íslenskir iðnrekendur séu upp til hópa hlynntir alþjóðavæð- ingu og frelsi til verslunar og fjár- magnsflutninga á milli landa, þá felst engin þversögn í því að gæta jafnframt eigin hagsmuna. Það gera allir, hversu alþjóðlega sinn- aðir sem þeir eru. Danir eru til dæmis mjög meðvitaðir um að beina viðskiptum almennings, fyr- irtækja og opinberra aðila til heimafyrirtækja en um leið eru þeir mjög miklir Evrópusinnar og hlynntir alþjóðavæðingu og skammast sín ekkert fyrir það. Mikilvægi iðnaðarins Með átakinu er einnig vakin at- hygli á mikilvægi iðnaðarins í þjóð- arbúskapnum. Rúmlega fimmti hver vinnandi maður á Íslandi starfar í iðnaði. Rúmlega 20% út- flutningstekna koma úr iðnaði og þar verða til rúmlega 20% af landsframleiðslunni eða verðmæta- sköpuninni í landinu. Það skiptir máli að íslensk iðnfyrirtæki hafi nóg að gera og starfi eðlilega. Öfl- ug íslensk framleiðsla er forsenda fyrir eðlilegri samkeppni við inn- flutta vöru. Hún tryggir fjöl- breytni á markaðnum og ýtir undir kröfur um gæði og hagstætt verð. Er það ekki allra hagur? Veljum íslenskt ef varan er sam- keppnishæf við innflutta vöru Sveinn Hannesson svarar Andrési Magnússyni ’Ef varan eða þjón-ustan er jafngóð og á samkeppnishæfu verði biðjum við fólk um að velja íslenskt fremur en innflutt.‘ Sveinn Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í TÍMARITINU ,,electric & hybrid vehicle technology international, 2002“, er grein um rafgeymaknúna strætisvagna, eftir Mattias Wechl- in, og sem fer hér á eftir í lauslegri og styttri þýðingu. Flutningar eru nú í dag eitt af nauðsynlegustu atriðum í nútíma samfélagi. Fyrirtækinu Wampfler AG hefur tekist það að gera rafgeymaknúna vagna vel samkeppnishæfa við dís- ilknúna. Með því að nota hleðslu- stöðvar á ákveðnum stöðum, geta vagnarnir gengið allan daginn án tafa. Ítalía hefur tekið forustu í því að koma fjöldaflutningum á vegum Evrópu í umhverfisvænt form, með því að setja lög og hjálpa flutninga- fyrirtækjum að taka í rekstur nýja umhverfisvæna rafknúna vagna og tækni. Tvö flutningafyrirtæki hafa tekið frumkvæði í þessu ferli, með því að reka nýju rafvagna sína ein- göngu með dreifðum hleðslustöðum og að nota span hleðslukerfi Wampflers, sem ekki þarf að stinga í samband. Spanhleðslustöðvarnar eru algjörlega veðurþolnar og þurfa mjög lítið viðhald og eru inn- felldar í götuna. Vagnarnir aka yfir slaufuna og um leið hefst hleðslan. Þetta virkar eins og rafspennir með mjög litlum töpum, og engin eyðsla nema við hleðslu. Það eru mikil þægindi sem fylgja þessari hleðslu- tilhögun, svo sem færri rafgeymar og ódýrari með minni þunga. Vagn- stjórinn þarf ekki að handleika tengibúnað, en ekur vagninum á sinn stað. Allt er sjálfvirkt. Genúa er fyrsta borgin, þar sem spanhleðslubúnaður Wampflers (Wampfler’s Inductive Power Transfer, IPT) var pantaður til þess að hlaða 3 rafvagna, sem eru í reglulegri notkun. Fyrirtækið Az- ienda Mobilità e Transporti í Ge- núa rekur 3 vagna á 2,8 km langri leið með 14 biðstöðum, en span- hleðslan fer fram á aðalstöðinni, án tafa á rekstrinum, sem er 10 tímar. Flutningafyrirtækið Azienda Tor- inese Mobilità í Torino rekur 20 rafvagna á 2 aðalleiðum, sem tengja úthverfin við borgina og að- aljárnbrautarstöðina. Hleðslu- stöðvarnar eru á 2 stöðum og hvor með 2 hleðsluaðstæðum, þar sem hvor leið notar venjulega 7 vagna og 3 í viðbót á álagstímum. Aðrir staðir hafa tekið Wampfler span- hleðslustöðvar í notkun, svo sem HTA í Luzern í Sviss, Rotorua í Nýja Sjálandi og Farmer’s Market í Los Angeles. Mattias Wechlin er framleiðslu- stjóri hjá Wampfler AG í Þýska- landi. GÍSLI JÚLÍUSSON, Akraseli 17, 109 Reykjavík. Strætisvagnar sem ganga fyrir rafgeymum Frá Gísla Júlíussyni rafmagnsverkfræðingi: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum ...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.