Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 31

Morgunblaðið - 10.09.2004, Side 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 31 Elsku Njalli, mikill er missir okk- ar allra þegar þú ert nú horfinn á braut. Þú varst einstakur maður, góðmennskan uppmáluð, bæði heið- arlegur og hreinskilinn. Þín verður lengi minnst, bæði fyrir allar stund- irnar okkar saman og einnig fyrir afrekssögurnar sem aðrir hafa sagt okkur af þér. Þú hefur alla tíð verið sérlega vin- sæll á meðal ungmenna, hlotið virð- ingu þeirra og reynst góð fyrir- mynd. Þú varst sérstakur reglumaður og hreystin geislaði af þér. Einhvern veginn var alltaf hægt að ræða við þig um alla hluti. Það gátu verið nýjustu afrek manns í barnaskólanum, furðufréttir úr út- löndum þar sem ekkert virtist ómögulegt, skrafræður um fótbolta eða hrossarækt, alltaf hlustaðir þú af áhuga og hafðir eitthvað athygl- isvert til málanna að leggja. Alltaf var líka stutt í gamansemina. Á Böðmóðsstöðum hefur löngum reynst árangursríkt að byrja leit að týndum börnum hjá þér því þangað laumuðust þau oft á öllum aldri. Öll munum við eftir gestrisni þinni gegnum tíðina, alltaf bauðstu okkur fagnandi í bæinn. Á yngri árum bauðstu okkur oft rausnarlega af óþrjótandi gos- og sælgætisbirgðum þínum og það breyttist svo sem ekk- ert eftir því sem við urðum eldri, nema hvað í seinni tíð bauðstu okk- ur kannski að auki eitthvað sterkara en gos. Öll eigum við kærar minningar um þig. Hulda man til dæmis eftir því þegar hún var að heimsækja þig á sínum yngri árum og hún sýndi því Vilborgu skilning þegar hún var að hlaupa í heimsókn til þín án þess að láta vita af ferðum sínum. Elfar minnist þess hvernig hon- um fannst það vera þú sem komst með jólin. Þegar þú komst með jóla- trén frá Dísu og Villa á bæina á Böð- móðsstöðum og settir upp útijóla- seríuna hjá ömmu, þá var hátíðin í nánd. Einhverju sinni var Guðmundur að undra sig á því hvers vegna þú hefðir enga konu og hvort ekki væri hægt að bæta úr því. Ungur að árum vissi litli guttinn ekki um margar einhleypar konur og því færri sem hentuðu þér. En það var þó ein kona sem honum fannst vera þér sam- boðin og það var Vigdís Finnboga- dóttir. Ekkert varð honum þó úr verki að koma slíku sambandi í kring. Öll munum við hve hlýtt var á milli þín og Palla bróður, þau voru víst ófá skiptin sem orðin „Nei! Komdu nú SÆLL og blessaður Palli minn“ hljómuðu glaðlega og var fylgt eftir með hraustlegu klappi á kollinn. Eitt er víst að minningin um þig mun lifa með okkur alla tíð og sögur af þér munu hljóma í eyrum afkom- enda okkar um ókomin ár. Minning- arnar um þig hjálpa okkur öllum í sorginni. Elfar, Hulda Karólína, Guðmundur og fjölskyldur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Við systkinin eigum margar ljúfar minningar um Njál frænda okkar, eða Njalla frænda eins og við köll- uðum hann. Ekki er nokkur leið að festa á blað allar þær minningar sem fljúga um hugann við fráfall Njalla, í stað þess skipa þær var- anlegan sess í hjarta okkar. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir öll hans margvíslegu vinahót og að hafa notið þeirra forréttinda að kynnast og umgangast Njalla öll þessi ár. Af Njalla mátti læra margt, ekki síst tryggð, trúmennsku og nákvæmni í öllum þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur. Njáll var góð fyr- irmynd. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja Njál, blessuð sé minning hans. Garðar, Karólína og Auðunn frá Böðmóðsstöðum. ✝ Lilja Þórarins-dóttir fæddist í Stígprýði á Eyrar- bakka 17. október 1921. Hún lést á Hjúkunarheimilinu Eir 5. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórar- inn Einarsson, f. 7. október 1885, d. 16. maí 1930 og Oddný Magnúsdóttir, f. 11. maí 1889, d. 6. mars 1982. Lilja var sjötta barn af átta börnum þeirra Þórarins og Oddnýjar. Systkini Lilju voru: 1) Jón, f. 12. ágúst 1913, d. 15. ágúst 1914. 2) Þorbergur Jón, f. 10. júlí 1915, d. 1. febrúar 1998, maki Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1913. 3) Geirlaug, f. 13. ágúst 1916, d. 4. maí 2000, maki Eggert Guðjóns- son, f. 1918, d. 1996, börn þeirra A) Guðjón Ingi, f. 12. september 1946, fv. maki Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir, dóttir þeirra Dóra Björg, f. 1985, B) Oddur Jónas, f. 25. mars 1949, maki Jóhanna Katrín Björnsdóttir, f. 1955, börn þeirra a) Geirlaug Dröfn, f. 18. október 1975, maki Helgi Magn- ússon, f. 1972, börn Anna Dögg, f. 14. maí 1997, Helena Ýr, f. 4. nóv- ember 2001. b) Jónas Þór, f. 3. október 1977, maki Lilja Guðríð- ur Karlsdóttir, f. 1975, sonur þeirra Magni Snær, f. 9. mars 2003. c) Atli Már, f. 7. mars 1985. d) Ari Freyr, f. 18. janúar 1990. 4) Ingvar, f. 13. júlí 1919, d. 1930. 5) Magnea, f. 25. september 1920, d. 26. október 1996, dóttir Erna Marline. Maki Magneu Guðmund- ur Friðriksson, f. 1922, d. 1998, sonur þeirra Friðrik, f. 22. mars 1954, maki Gitte Jakopsen, börn þeirra Íris, f. 13. október 1981, Kristín, f. 5. júní 1989 og Guð- mundur, f. 6. febrúar 1994. 6) Magnús, f. 23. júní 1923, maki Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 1925, synir þeirra a) Guðmundur, f. 10. október 1958, sambýliskona María Erla Bjarnadóttir, f. 1965, dóttir þeirra Sigurbjörg, f. 21. ágúst 2002 og b) Ingvar, f. 13. apríl 1962. 7) Einar Þórarinsson, f. 2. ágúst 1928. Lilja giftist 30. maí 1942 Ólafi H. Guðlaugssyni, f. 8. ágúst 1917, d. 23. desember 1995. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn Ingi, f. 17. október 1942, maki Guðný Björnsdóttir, f. 1943. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg Lilja, f. 27. apríl 1968, maki Valdi- mar Gestur Haf- steinsson, f. 1968, börn þeirra Þórarinn Ingi, f. 1990, Birgitta Ósk, f. 1992, Hafsteinn Gísli, f. 1996. b) Drífa, f. 16. apríl 1973, sambýlismaður Ómar Árnason, f. 1973, dóttir þeirra Eygló, f. 1. ágúst 1999. Dóttir hennar frá fyrra sambandi er Guðný Jóns- dóttir, f. 11. júlí 1991. 2) Erling, f. 3. mars 1947, maki Bergþóra Gísladóttir, f. 1942. Dóttir þeirra er Auður Lilja, f. 23. ágúst 1979, maki Freyr Rögnvaldsson, f. 1978. 3) Óli Sævar, f. 25. desem- ber 1950, maki Gréta Kjartans- dóttir, f. 1952. Börn þeirra El- ísabet, f. 4. mars 1974, Ásdís, f. 24. ágúst 1976 og Erna, f. 15. október 1979. 4) Oddný, f. 18. nóvember 1955, maki Ingvar Unnsteinn Skúlason, f. 1956. Börn þeirra eru Elfar Aðalsteinn, f. 13. mars 1979 og Kristín María, f. 13. desember 1985. Börn Odd- nýjar frá fyrra hjónabandi eru Ólafur Brynjar Þórsson, f. 23. júlí 1972 og Guðrún Unnur Þórsdótt- ir, f. 26. mars 1974. Lilja fluttist á unglingsárum til Reykjavíkur þar sem hún starfaði sem vinnukona, þar til hún kynntist Ólafi manni sínum og hóf með honum búskap. Eftir að börn þeirra komust á legg starf- aði hún við ýmis þjónustustörf, m.a. hjá Byggingarfélaginu Breiðholti hf. og sem starfsstúlka í þvottahúsi. Útför Lilju verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa þú horfðir framhjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Tove Findal Bengtsson – þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Kveðja, þín dóttir. Lilja fæddist í Stígprýði á Eyr- arbakka þar sem hún ólst upp hjá móður sinni Oddnýju en faðir hennar Þórarinn lést þegar hún var aðeins níu ára gömul. Á þess- um árum hafði fráfall fyrirvinnu oft alvarlegar afleiðingar en Oddnýju móður Lilju tókst að halda saman heimilinu og ala upp sín börn, kenna þeim vinnusemi og mann- kærleik ásamt virðingu fyrir sam- ferðamönnum sínum. Þessum upp- eldisgildum var Lilja óþreytandi að koma áfram til barna sinna og barnabarna. Lilja giftist Ólafi H. Guðlaugs- syni 1942 og var samband þeirra ástríkt og varði í meira en hálfa öld. Það veitti okkur hjónunum mikla gleði að halda fyrir þau litla veislu á gullbrúðkaupsdegi þeirra 1992, en það var í þannig sam- kvæmum sem Lilja naut sín best. Lilja var glaðvær og kát og hafði gaman af söng og dansi og þess sáust líka merki á heimili þeirra hjóna í Hólmgarði 49, þar var glað- værðin í fyrirrúmi og tónlistin hljómaði þar stöðugt öllu heimilis- fólki til mikillar ánægju. Það er því með hlýhug og þakk- læti sem ég kveð Lilju tengdamóð- ur mína en hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir eftir langvarandi baráttu við Alzheimer-sjúkdóminn. Lilja var glæsileg kona sem bar sig vel þó svo að veikindi hennar hafi varað lengi og verið henni erfið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ingvar Unnsteinn Skúlason. LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.isS. 555 4477 • 555 4424 Erfisdrykkjur Verð frá kr. 1.150 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN VÍÐIR STEINDÓRSSON frá Teigi, Bröttukinn 20, lést þriðjudaginn 7. september. Jarðarförin auglýst síðar. Rannveig S. Guðmundsdóttir, Sæunn Jónsdóttir, Margrét Ólöf Jónsdóttir, Hilmar Jónsson, Oddný Jóhanna Jónsdóttir, Björgvin Þór Ingvarsson, Laufey Brá Jónsdóttir, Jón Ingi Hákonarson, Edda Rún Jónsdóttir, Sigþór Marteinsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, áður Fellsmúla 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 9. september. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurrós Ólafsdóttir, Ragnar Árnason, Atli Árnason, Gylfi Árnason, Ólafur Helgi Árnason, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON húsasmíðameistari, Mánabraut 9, Kópavogi, lést miðvikudaginn 8. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ólöf Bjarnadóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Frímann Ólafsson, Þórey Þóranna Þórarinsdóttir, Hjálmar Bjarnason, Bjarney Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jón Haraldsson, Sóley Þórarinsdóttir, Páll Einarsson og barnabörn. Okkar ástkæri, HAUKUR SMÁRI GUÐMUNDSSON, lést mánudaginn 6. september. Jarðarförin auglýst síðar. Hólmfríður María Hauksdóttir, Arnar Eyfjörð Helgason, Hjálmar Hauksson, Gyða Björk Aradóttir, Lilja Björg Jones Hauksdóttir, Mark Alan Jones, Birgir Hauksson, Hlín Garðarsdóttir, Pálmey Hjálmarsdóttir, María Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.