Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 10.09.2004, Síða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2004 37 Guðrún Símonardóttir er 90 ára í dag. Hún fædd- ist á Stokkseyri hinn 10. september 1914. Foreldr- ar hennar voru Kristgerð- ur Eyrún Gísladóttir hús- móðir og Símon Jónsson verkamaður. Guðrún var næstelst fjögurra systk- ina. Eftir gagnfræðapróf fór hún til Danmerkur og lærði kjólasaum og vann við það um tíma bæði á Ís- landi og í Danmörku. Árið 1941 fékk hún útgefið meistarabréf í iðn sinni. Mamma giftist Unndóri Jónssyni frá Hallgilsstöðum í Eyjafirði árið 1940. Þau eignuðust fimm börn; þrjár stúlkur og tvo drengi. Elst er Gerður, gift Vilhjálmi Einarssyni, fyrrv. rekt- or og Ólympíumethafa í þrístökki, þá Albína fóstra, gift Sigurði M. Ágústs- syni, aðalvarðstjóra í Grindavík og Þórdís skrifstofustjóri, gift Jóni Snævari Guðnasyni framkvæmda- stjóra. Á eftir systrunum komum svo við bræðurnir, fyrst Jón Egill við- skiptafræðingur, kvæntur Ólöfu Elfu Sigvaldadóttur BA-nema og húsmóð- ur og lestina rekur Símon Reynir, tæknifræðingur og deildarstjóri, kvæntur Láru Hallgrímsdóttur, MA í ensku og verkefnisstjóra. Upp úr 1960 og fram til 1990 vann Guðrún hálfan dag- inn við afgreiðslu- störf í vefnaðarvöru- verslun, fyrst í Versluninni Vík á Laugavegi og síðar Þorsteinsbúð á Snorrabraut en á báðum þessum stöð- um nýttust hæfileik- ar hennar og þekking á efnum og sauma- skap mjög vel. Pabbi féll frá árið 1973 og eftir það sá mamma ein um heimilið með okkur bræðrum. Afmælisbarnið er vel ernt enn þann dag í dag. Hún verslar inn ein, skellir sér í sundlaugarnar endrum og eins og fer á spilakvöld hjá öldruðum. Á ættarmótum kveður hún sér hljóðs og flytur fram áheyrilegt og gott mál. Hún tekur alltaf vel á móti öllum sem koma í heimsókn og er brunnur upp- lýsinga og stálminnug á allt milli him- ins og jarðar. Þetta var fyrsta konan sem ég kynntist í lífi mínu og ég hef elskað hana, dáð og virt alla tíð síðan. Hún er smekkvís, falleg og glæsileg og umfram allt réttsýn og góð móðir. Megi hún eiga mörg góð ár með okk- ur áfram. Til hamingju með afmælið þitt, elsku mamma mín. Þinn sonur, Jón Egill Unndórsson. GUÐRÚN SÍMONARDÓTTIR AFMÆLI F yrir áratug geisaði stríð á Balkanskaga þar sem þúsundir manna féllu. Í stríðinu var iðulega vísað til sögunnar þeg- ar stríðsreksturinn var réttlættur. Í dag vinna samtök evrópskra sögu- kennara (EUROCLIO) að því að breyta áherslum í sögukennslu á Balkanskaga m.a. til að auka víð- sýni og umburðarlyndi í þessum löndum. EUROCLIO hafa starfað í rúm 10 ár og vinna að því að bæta sögu- kennslu alls staðar í Evrópu. Sam- tökin hafa sérstaklega beitt sér á Balkanskaganum, í löndum fyrrum Júgóslavíu. Danir og Hollendingar hafa stutt verkefnið fjárhagslega með myndarlegum hætti. Samtökin héldu nýlega stjórnarfund á Íslandi. Manuela Carvalho, forseti EUROCLIO, sagði að samtökin ynnu að markmiðum sínum með ráðstefnum og fundum bæði meðal sögukennara og eins mennta- málayfirvöldum í hverju landi fyrir sig. „Meginmarkmið okkar er að auka fagþekkingu kennaranna og auka samvinnu milli þeirra og einnig ann- arra sem að kennslunni koma. Við viljum koma á framfæri að hægt er að fara nýjar leiðir við kennslu. Alls staðar í heiminum er mikil áhersla á þjóðarsögu hvers lands fyrir sig. Þetta byggist á því að saga hverrar þjóðar er mikilvægur þátt- ur í að byggja upp þjóðarvitund. Að mati EUROCLIO er þessi áhersla í kennslunni á þjóðarsöguna mjög víða of einstrengingsleg og of mið- stýrð. Þetta leiðir oft til þess að sjónarhornið er þröngt og ekki er reynt að horfa á söguna út frá sjón- arhóli minnihlutahópa eða þjóð- arbrota og ekki er reynt að tengja söguna við evrópska þróun eða það sem var að gerast í heiminum al- mennt,“ sagði Carvalho. Telja sögu eigin lands einstaka Carvalho sagði að EUROCLIO legði einnig áherslu á að sögukenn- arar hefðu frelsi til að kenna söguna með ólíkum hætti. Samtökin væru t.d. andvíg því að kennurum væri fyrirskipað að halda sig við eina kennslubók, en þannig væri kennsl- unni háttað í sumum löndum. Í Rússlandi væri t.d. sögukennslan mjög miðstýrð og kennarar hefðu lítið svigrúm til að breyta út af þeirri línu sem menntamálayfirvöld gæfu skólunum. „Það viðhorf er mjög ríkjandi í Rússlandi að saga þjóðarinnar sé einstök og þar með er talið að hægt sé að kenna hana án þess að benda á tengsl við sögu annarra þjóða. Þetta er reyndar ekkert sérrússneskt fyrirbæri því að svipuð viðhorf má finna mjög víða,“ sagði Joke van der Leuw- Roord, framkvæmdastjóri EUROCLIO, og vísaði m.a. til þess hvernig stjórnmálamenn í Banda- ríkjunum töluðu gjarnan um ágæti þjóðar sinnar. Hún sagði að í Litháen væri núna tekist hart á um áherslur í sögu- kennslu. Um 30% þjóðarinnar er af rússneskum uppruna og þjóðin hef- ur aðeins verið sjálfstæð í nokkur ár, auk áranna milli heimsstyrjald- anna. Hún sagði að það hlytu allir að sjá að það væri engin skynsemi í því að kenna sögu Litháens með þeim hætti að leggja áherslu á þjóð- arsöguna þegar hún væri svo sam- ofin sögu nágrannaríkjanna. Van der Leuw-Roord sagði að EUROCLIO væri ekki að leggja áherslu á að dregið væri úr kennslu þjóðarsögu þó að samtökin væru að benda á þessa hluti. „Það sem við erum að segja er: Losið ykkur við þessa hugmynd að við séum ein- stök.“ Ekki auðveldir fundir EUROCLIO hefur lagt sérstaka áherslu á að vinna að framförum í sögukennslu á Balkanskaga og ekki síst í löndum fyrrum Júgóslavíu. Þetta hefur m.a. verið gert með fundum og ráðstefnum þar sem kennarar frá löndunum hittast og ræða málin. Carvalho sagði að fund- irnir væru ekki alltaf auðveldir, a.m.k. til að byrja með. Þarna væru að hittast kennarar frá löndum sem fyrir 10 árum háðu grimmúðlegt stríð og margir teldu sig eiga óupp- gerðar sakir. Stundum byrjuðu menn á að takast á um þessa erfiðu hluti, oft með hvössum orðum, en nánast undantekningarlaust næðu menn hins vegar saman og gætu á eftir rætt saman á málefnalegan hátt. Samræðurnar væru því alltaf gagnlegar og það væri áberandi að fólk reyndi ekki að forðast að ræða þessi erfiðu mál heldur ræddi þau í þaula. Van der Leuw-Roord bætti við að meðal kennara, sem samtökin hefðu verið að vinna með í Balkanverkefn- inu, væru ekkjur sem hefðu misst eiginmenn sína í stríðinu. Nálægðin við stríðið og hörmungar þess settu því svip á fundina, en samt væri ótrúlegt hvað samskiptin gengju vel. Hún sagði að Balkanverkefnið væri með ánægjulegustu verkefnum sem hún hefði tekið þátt í, ekki síst vegna þess að það skilaði svo greini- legum árangri. Van der Leuw-Roord sagði að fyrst eftir stríðið í Júgóslavíu hefði verið áberandi að þjóðirnar sem borist höfðu á banaspjótum kenndu hvor annarri um það sem gerst hefði. Þessara viðhorfa hefði að sjálfsögðu gætt mikið í sögukennsl- unni. Það hefðu hins vegar orðið miklar og jákvæðar breytingar til batnaðar á sögukennslu í þessum löndum á síðustu 10 árum. Samtök evrópskra sögukennara vinna á Balkanskaga Tilhneiging til að horfa of mikið á þjóðarsöguna Morgunblaðið/Golli Manuela Carvalho, forseti EUROCLIO (t.v.) og Joke van der Leuw-Roord, framkvæmdastjóri samtakanna, vinna að verkefni á Balkanskaga. Hvernig á að kenna söguna í löndum fyrr- um Júgóslavíu þar sem háð var stríð m.a. til að gera upp söguleg ágreiningsefni? egol@mbl.is „ATVINNUBYLTING Íslend- inga í upphafi heimastjórnar og áhrif hennar á 21. öldinni“ er yf- irskrift málþings sem forsætis- ráðuneytið efnir til í dag, föstu- daginn 10. september, í samstarfi við Íslandsbanka og Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Á málþinginu, sem haldið verður í hátíðarsal Háskóla Íslands, verður fjallað um þær framfarir í atvinnumálum sem urðu í upphafi 20. aldar og lærdóma sem draga megi af þeim fyrir íslenskt atvinnulíf í upphafi 21. aldar. Flutt verða fjölmörg er- indi á málþinginu sem er hið síð- asta í röðinni af þremur sem efnt er til á þessu ári í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Ís- landi. Málþingið hefst kl. 13.30 með erindi Jóns Þ. Þór sagnfræðings sem mun fjalla um helstu fram- farir í atvinnumálum á heima- stjórnartímabilinu. Því næst mun Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, fjalla um hvaða þýðingu opnun Íslands- banka árið 1904 hafði fyrir at- vinnulífið, og þar á eftir flytur Jón Páll Halldórsson, fyrrverandi forstjóri Norðurtangans á Ísa- firði, erindi sem ber yfirskriftina „Lagði sjávarútvegur grunninn að velmegun 20. aldarinnar?“ Að loknu kaffihléi mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, flytja erindi sem ber heitið „Heldur byggðaþróun 20. aldar áfram á Íslandi?“ Þá mun Berg- lind Ásgeirsdóttir, sendiherra og aðstoðarforstjóri OECD, flytja erindi sem ber heitið „Menntun og atvinnusköpun og loks mun Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjárfestingarbankans og fyrrverandi ráðherra, flytja er- indi sem ber yfirskriftina „Frá heimastjórn til hnattvæðingar: Hvað er framundan?“ Málþing um atvinnubyltingu Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.