Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HERNAÐI ÍSRAELA LOKIÐ Ísraelsher flutti í gær hermenn og skriðdreka sína frá þremur byggð- um Palestínumanna á norðurhluta Gaza-svæðisins. Þar með lauk mann- skæðasta hernaðinum þar frá því að uppreisn Palestínumanna hófst fyrir fjórum árum. Að minnsta kosti 128 Palestínumenn liggja í valnum og hundruð særðust. Undirbúa verkfall Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands Íslands ákvað í gær að kalla samninganefnd saman eins fljótt og unnt er og fá heimild til að undirbúa atkvæðagreiðslu um verk- fall. Fari sjómenn í atkvæðagreiðslu um verkfall ætla útvegsmenn að afla sér heimildar til boðunar verkbanns. Alvarleg staða Mikil óánægja er meðal foreldra fatlaðra grunnskólabarna vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í verkfalli grunnskólakennara. Nokkrir foreldrar hittu formann Kennarasambandsins í gær til að gera honum grein fyrir ástandinu. Andreotti sýknaður Æðsti dómstóll Ítalíu hefur stað- fest dóm áfrýjunarréttar, sem sýkn- aði Giulio Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra, af ákæru um samstarf við mafíuna. Er þetta þriðji og síðasti dómurinn í málinu. Eldur í Þjóðleikhúskjallara Eldur kom upp í feiti í potti í eld- húsi í Þjóðleikhúskjallaranum í gær- kvöldi. Tvær leiksýningar voru í gangi í Þjóðleikhúsinu þegar eld- urinn kom upp. Voru þær stöðvaðar og byggingin rýmd. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta kjallara hússins. Y f i r l i t Kynningar – Tímarit um mat og vín fylgir Morgunblaðinu í dag til áskrifenda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #      $         %&' ( )***                    Í dag Sigmund 8 Bréf 36 Úr verinu 11 Messur 36 Viðskipti 14 Kirkjustarf 37 Erlent 15 Minningar 38/43 Akureyri 19 Skák 43 Suðurnes 20 Brids 43 Land 20 Myndasögur 48 Árborg 22/23 Dagbók 48/50 Daglegt 24/25 Menning 51/53 Ferðalög 26 Fólk 55/57 Úr Vesturheimi 22 Bíó 55/57 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58 Umræðan 32/35 Veður 59 * * * SORG, eitt þekktasta ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, sem birtist upp- haflega í tímaritinu Vöku árið 1927 og hefur löngum verið talið marka upphaf íslenskrar nútímaljóðlistar, var ekki eins og skáldið hafði gengið frá því endanlega fyrir andlát sitt ár- ið 1919. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni ævisögu Jó- hanns Sigurjónssonar eftir Jón Við- ar Jónsson. „Fimm eiginhandarrit eru til af Sorg, fleiri en nokkru öðru ljóði Jó- hanns. Eitt þeirra er raunar á dönsku. Samanburður á þessum handritum innbyrðis og við prent- aðan texta Sorgar leiðir í ljós að Sig- urður Nordal (ritstjóri Vöku), sem vafalaust hefur búið textann til prentunar í Vöku á sínum tíma, virð- ist hafa vikið frá endanlegri gerð skáldsins á tveimur stöðum,“ segir Jón Viðar. „Aðalbreytingin snýr að loka- mynd ljóðsins sem er dregin upp í tveimur síðustu línum þess. Þær eru svohljóðandi í texta skáldsins: „Í svartnætti eilífðarinnar vakir lífið og grætur, sól eftir sól hrynja í dropa- tali og fæða nýtt líf og nýja sorg.“ Í þeirri gerð sem birtist í Vöku og jafnan hefur verið fylgt síðan segir hins vegar: „Í svartnætti eilífð- arinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg.““ Jón Viðar gerir ítarlega grein fyr- ir handritum ljóðsins og telur óhjá- kvæmilegt að álykta af því að mynd- in af rauða drekanum hafi verið sótt í eldri gerð ljóðsins sem líta verði á sem uppkast. Hana sé hins vegar ekki að finna í þremur handritum sem beri þess öll merki að vera yngri hreinrit. Hann telur einnig sýnt að útgef- andinn hafi breytt 13. línunni sem hljóðar svo í Vöku-gerðinni: „eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins.“ Hún er þannig í hreinritun Jóhanns: „eins og tunglsgeislar sváf- um við á bylgjum lífsins.“ Jón Viðar kveðst ekki sjá þess nein merki að Sigurður Nordal hafi haft heimild til slíkra breytinga – „hafi hann þá ekki haft undir höndum annað handrit, sem hefur ekki komið fram og telja má með gildum rökum yngra en þau sem þekkt eru“. Í bókinni, sem nefnist Kaktus- blómið og nóttin, Um ævi og skáld- skap Jóhanns Sigurjónssonar, koma fram margvíslegar nýjar upplýs- ingar um einkalíf skáldsins, bæði samband hans við eiginkonu sína, Ingeborg, og einkadótturina Grímu sem hann átti með annarri konu áð- ur en hann kvæntist Ingeborg, árið 1912. Grímu, sem fædd er 1906, er hvergi getið í ævisögu Jóhanns Sig- urjónssonar sem danski rithöfund- urinn Helge Toldberg gaf út um miðjan sjöunda áratuginn og kemur fram í bréfum, sem Jón Viðar dreg- ur fram, að danski leikstjórinn Gunnar R. Hansen, sem varð einka- vinur Ingeborgar um 1930 og erfði hana, mæltist eindregið til þess að hennar yrði ekki getið þar. Ekki er vitað hver móðir Grímu var og ólst hún upp hjá fósturfor- eldrum en umgekkst þó Jóhann föð- ur sinn í æsku og á unglingsárum og kom a.m.k. einu sinni til Íslands í heimsókn til föðurfjölskyldu sinnar að Laxamýri í Aðaldal í Þingeyj- arsýslu, þá 16 ára gömul. Um þetta vísar Jón Viðar m.a. í frásagnir bróðurdóttur Jóhanns, Líneyjar Jó- hannesdóttur, í endurminningabók hennar, Það er eitthvað sem enginn veit eftir Þorgeir Þorgeirson rithöf- und, en einnig í einkabréf Ingeborg- ar til Jóhanns. Þar kemur m.a. fram að hún hafi alið með sér efasemdir um faðerni Grímu, en ekkert bendi til að Jóhann hafi nokkru sinni trúað á slíkt í alvöru. Eitt þekktasta ljóð Jóhanns Sigurjónssonar Sorg hefur aldrei birst í endanlegri gerð skáldsins Jóhann Sigurjónsson Gríma Sigurjónsson BÚIST er við miklum umræðum um stjórnmálaástandið á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn verður í dag. Fundurinn hefst kl. 10 með ræðu Össurar Skarphéðinssonar formanns flokks- ins og í framhaldi af henni fara fram almennar stjórnmálaumræður. Eftir hádegi verður kynnt starf laganefndar Samfylkingarinnar og rætt um tillögur um lagabreytingar en síðan mun Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, varaformaður Samfylking- arinnar og formaður framtíðarhóps flokksins, kynna verkefni hópsins og síðan fara fram umræður um þau í sérstökum málstofum á fundinum. Að loknum flokksstjórnarfund- inum verður framtíðarhúsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg 1 formlega tekið í notkun við athöfn síðdegis. Reiknað er með að á annað hundr- að fulltrúar muni sitja flokksstjórn- arfundinn. Rætt um stjórn- málaástandið og verkefni framtíðarhóps FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjó- mannasambands Íslands ákvað í gær að fara með Sólbakssamning- inn svonefnda fyrir Félagsdóm. „Við ætlum að fá þessi ákvæði sem brjóta í bága við gildandi kjarasamning dæmd ógild,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambandsins. Friðrik J. Arngrímsson, for- maður LÍÚ, segir að útvegsmenn láti ákvörðun Sjómannasambands- ins um að fara með Sólbakssamn- inginn fyrir Félagsdóm ekki hafa nein áhrif á sig. „Við höfum ekkert með það mál að gera. Ég tel að þetta sé rétt aðferð hjá þeim. Þá kemur bara í ljós hvort þessir ráðning- arsamningar standast ákvæði kjarasamninga. Það skiptir engu máli hvort menn eru innan eða utan stéttarfélaga eða atvinnu- rekendafélaga, það er óheimilt að gera ráðningarsamninga sem standast ekki ákvæði kjarasamn- inganna, og þetta er leiðin til þess að fá úr því skorið,“ segir Friðrik. Sólbakssamning- ar bornir undir Félagsdóm SIGUR og tap varð hlutskipti ís- lensku sveitanna í fyrstu umferð ólympíuskáksmótsins sem hófst á Mallorka á Spáni í gær. Kvennasveitin tefldi við hina geysisterku rússsnesku sveit, sem talin er sú næststerkasta á mótinu. Unnu rússnesku stúlk- urnar með tveimur og hálfum vinningi gegn hálfum. Lenka Ptacnikova náði jöfnu á fyrsta borði en Harpa Ingólfsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir töpuðu sínum skákum. Karlasveitin tefldi við Trinidad og Tobago og vann með þremur og hálfum vinningi gegn hálfum. Þröstur Þórhallsson, Bragi Þor- finnsson og Stefán Kristjánsson unnu sínar skákir en Arnar Gunnarsson gerði jafntefli. Kvennasveitin teflir í dag við Makedóníu og karlasveitin við Kúbu. Reuters Það var þröng á þingi í skákhöllinni á Mallorka í gær en keppendur á mótinu eru 1.400 talsins. Sigur og tap í fyrstu umferð STARFSGREINASAMBAND Ís- lands segir að fyrirhugaðar skatta- lækkanir ríkisstjórnarinnar, s.s. af- nám hátekjuskatts og 4% lækkun tekjuskatts, komi launþegum því betur sem tekjur þeirra eru hærri. Í ályktun, sem samþykkt var á árs- fundi sambandsins sem lauk í gær, er þess krafist að ríkisstjórnin tryggi betur hag þeirra tekjulægri og bent er á að lækkun virðisauka- skatts, hækkun barnabóta, hækkun skattleysismarka og sérstakt skatt- þrep á lægri tekjur séu þættir sem komi þeim tekjulægri mest til góða. Í ályktun Starfsgreinasambands- ins um kjaramál er á það bent að forsendur kjarasamninga hafi verið tvær, hófleg verðbólga og að aðrir samningar á vinnumarkaði yrðu sambærilegir. Blikur séu á lofti um að forsendurnar haldi, verðbólga fari hratt vaxandi og ljóst að lítið megi út af bregða til að hún fari úr böndunum. Við þessar aðstæður sé brýnt að fyrirtækin haldi aftur af verðhækkunum og hið opinbera af gjaldskrárhækkunum. Þá verði að gera þá kröfu að ríkisvaldið beiti skynsamlegri og ábyrgri hagstjórn. Þannig megi koma í veg fyrir að Seðlabankinn hækki vexti um of og þrengi þannig að heimilunum og fyrirtækjum í landinu. Nýframlagt fjárlagafrumvarp bendi því miður ekki til þess að ríkisvaldið ætli að axla þá ábyrgð sína. Í ályktun Starfsgreinasambands- ins um atvinnumál segir að inn- lendir og erlendir atvinnurekendur beiti sér blygðunarlaust fyrir aðför að skipulögðum vinnumarkaði og lágmarkskjörum. Það kalli á óyf- irstíganleg vandamál ef kjarasamn- ingar aðila vinnumarkaðarins verða ekki forsenda atvinnulífsins og frjálsrar samkeppni. „Starfsgreinasamband Íslands krefst þess að stjórnvöld setji skýr- ar reglur um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Setja þarf, án tafar, lög um starfsmanna- leigur, m.a. til að vinna gegn fé- lagslegum undirboðum og ólögmæt- um launakjörum hér á landi. Ógnun við áratugahefð á íslenskum vinnu- markaði þarf að kæfa í samstilltu átaki aðila vinnumarkaðarins. Grundvallaratriði eru í húfi,“ segir í ályktuninni. Hagur þeirra tekjulægri verði betur tryggður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.