Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kraftur – stu›ningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur me› krabbamein og a›standendur. Mottó göngunnar er „Lífi› er núna“ flau ykkar sem greinst hafa me› krabbamein, a›standendur og vinir! Dagurinn í dag, 16. október, er ykkar dagur. fiátttaka flín skiptir máli – hlökkum til a› sjá flig Á Ingólfstorgi ætlum vi› a› sleppa 1000 blö›rum og um lei› leitast vi› a› sleppa takinu á óttanum vi› krabbamein. Anna Pálína Árnadóttir flytur ávarp og Hulda Gestsdóttir og hljómsveitin Tilflrif flytja lag. Eftir gönguna b‡›ur Kraftur öllum sem vilja fliggja í afmæliskaffi í Rá›húsi Reykjavíkur. fiátttakendur í göngunni fá happdrættismi›a og dregi› ver›ur um veglega vinninga í Rá›húsinu. Gu›n‡ Gu›jónsdóttir, félagi í Krafti flytur ávarp og Gu›rún Gunnarsdóttir söngkona syngur lög af n‡rri plötu sinni. Andlitsmálun og sælgæti fyrir börnin. Gó›ir Íslendingar Göngum saman „sólarmegin“ frá Hallgrímskirkju a› Ingólfstorgi flegar klukkan slær tvö. „STAÐAN hjá okkur er gjörsamlega óviðunandi,“ segir Ingibjörg Óskarsdóttir, formaður Félags CP á Íslandi. Fimm meðlimir félagsins, ásamt börnum sínum sem öll eru bundin við hjólastól, hittu Eirík Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, fyrir utan hús sambandsins í gær til að ræða hvers vegna undanþágubeiðnir vegna barnanna hafi ekki verið samþykktar. CP er hugtak sem notað er yfir þær gerðir fötlunar sem koma fram á fyrstu æviárunum og einkennast af af- brigðilegum og seinkuðum hreyfiþroska, en skammstöf- unin stendur fyrir enska heitið Cerebral Palsy. Ingibjörg segir að skilaboðin sem þau fluttu fulltrúa Kennarasambandsins hafa verið einföld. „Það þarf að veita börnunum okkar undanþágu svo þau komist í skól- ann.“ Hún segir foreldra og börn orðin þreytt á ástandinu. Hún segir að í samtali sínu við formann Kennarasam- bandsins hafi hann í raun vísað þessu máli til sveitarfélag- anna, og segist Ingibjörg vonast til þess að hópurinn geti hitt forsvarsmenn launanefndar sveitarfélagana til að ræða þessi mál. Eyðir mestum tíma fyrir framan sjónvarpið Sonur Ingibjargar heitir Óskar Óli Erlendsson og er 11 ára nemandi í Ölduselsskóla. „Strákurinn minn er orðinn mjög leiður á ástandinu. Honum fannst það ágætt til að byrja með, fá að sofa út og horfa á sjónvarpið, en þegar það er búið að vara í fjórar vikur er það orðið mjög leið- inlegt. Hann fer ekki í pössun. Ég sendi hann ekki til ná- grannanna til að leika sér. Þótt hann eigi góða vini eru þeir ekki margir, og það eru ekki margir sem koma að heim- sækja hann, og erfitt fyrir okkur að dandalast út um bæ- inn. Svo hann eyðir tímanum mest fyrir framan sjón- varpið,“ segir Ingibjörg. Til að leysa þetta vandamál hefur Ingibjörg þurft að taka sér frí úr vinnu, og hún hefur að- eins unnið þrjá daga síðan verkfall hófst, með tilheyrandi tekjumissi. Ingibjörg segir að Félag CP á Íslandi sé ekki að gagn- rýna kennara, þeir þurfi að sjálfsögðu mannsæmandi laun. „En gagnvart okkar málum finnst mér málflutningur þeirra hafa einkennst af algeru þekkingarleysi.“ Sem dæmi um þetta segir hún tilvísanir á úrræði sem ekki séu möguleg, eins og skammtímavistanir og sambýli fatlaðra. Rök kennara um að verið sé að aðgreina nemendur í því sem eigi að heita skóli án aðgreiningar með því að veita sumum undanþágu en öðrum ekki segir Ingibjörg ekki standast. „Þó að börnin okkar stundi nám í skóla án að- greiningar þýðir það ekki að sérþarfir þeirra breytist eitt- hvað, minnki eða verði öðruvísi. Þau verða ekki ófötluð við það.“ Auður Sigurðardóttir er meðlimur í Félagi CP á Íslandi, og kom ásamt syni sínum, Gunnari Loga Tómassyni, til fundar við formann Kennarasambandsins. Hún segir að hún hafi hingað til komist í gegnum þetta verkfall með því að leita til fjölskyldu og vina. „Ég á góða að og vinnan hefur sýnt mér skilning. Það er bara það sem hefur reddað manni. Það fólk sem er í kring- um okkur hefur sýnt þann skilning sem þarf til að geta staðið í þessu. Þetta er náttúrulega mjög stressandi líka fyrir fjölskylduna,“ segir Auður. Hún segir þetta þó ekki geta gengið til lengdar. „Alls ekki, manni finnst maður vera að ganga á þessa hjálpsemi á hverjum degi. Þetta finnst mér farið að verða komið ágætt, ég vil fara að sjá eitthvað gerast.“ Boltinn hjá launanefnd Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði í samtali við Morg- unblaðið eftir fund með foreldrunum að þegar kemur að undanþágum vegna fatlaðra barna sé boltinn hjá launa- nefnd sveitarfélaganna. Hann segir ljóst af fenginni reynslu að kennarar fáist ekki inn í skólana til að kenna í undanþágutilvikum nema laun þeirra séu tryggð. Hann segir að ekki komi til greina annað en allir kennarar sem kenndu þeim sem undanþága er veitt fyrir komi aftur til starfa, annars séu þeir að ganga í störf kennara í verkfalli. Þeir kennarar sem kenni á undanþágu þurfi að fá trygg- ingu fyrir því að þeir fái full laun, burtséð frá því hvort þeir kenna mikið eða lítið. Ekki komi til greina að kennarar fái eingöngu borgað tímakaup fyrir þá tíma sem þeir kenna. „Þarf að veita börnunum okkar undanþágu“ Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Óskarsdóttir hjálpar Óskari Óla að húsi KÍ. Óviðunandi staða hjá foreldrum fatlaðra barna FORELDRAR fatlaðra barna sem njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa í skóla eru ósáttir við að fá ekki að njóta þessarar aðstoðar á meðan á verkfalli grunnskólakennara stend- ur, og segja sveitarfélögin bera ábyrgð á því að börnin fái dagvistun og umönnun. Ólafur Hilmar Sverrisson er faðir Kjartans, sjö ára drengs í Folda- skóla sem er með downs-heilkenni, þroskaskerðingu og sykursýki. Stuðningsfulltrúi, sem ekki er kenn- ari, aðstoðar Kjartan allan daginn þegar kennt er í skólanum, en síðan verkfall hófst nýtur Kjartan ekki þessarar aðstoðar. Búið er að sækja um undanþágu fyrir Kjartan í tví- gang, en í báðum tilvikum hefur því verið hafnað. „Kjartan hefur stuðningsmann með sér allan daginn sem er ekki í verkfalli, ég er að sækja um það að stuðningurinn fái að vera áfram. Að hann fái að vera í skólanum, ekki endilega skólastofunni,“ segir Ólaf- ur. Hann segir að svipuð mál hafi verið leyst þannig á Akureyri í sam- ráði við verkfallsstjórnina þar í bæ. „Ég er ekki að fara fram á að son- ur minn fái nokkra kennslu. Mér er bara alveg sama þótt hann fái enga kennslu, hann þarf enga kennslu frekar en aðrir. Honum fer bara aft- ur og við verðum einhvern tíma að vinna það upp. Hans forsendur til að vera í grunnskóla eru náttúrulega allt aðrar en forsendur annarra barna. Ég reikna ekki með því að hann ljúki grunnskólaprófi og fari í menntaskóla. Hann er í skólanum og þarf að læra ákveðna hluti. Það kemur í ljós hvernig það gengur. Vonandi verður hann læs, hugs- anlega fer hann að reikna og skrifa, en markmiðin með hans grunnskóla- veru eru bara allt önnur en hjá „venjulegum“ börnum. Þó að kennslufræðilegi þátturinn detti niður í fjórar, sex eða átta vikur, það er bara eins og á sumrin,“ segir Ólafur. Umönnun og vistun falli ekki niður Kjartan sækir grunnskóla eins og önnur börn í svipaðri stöðu, en fær stuðningsfulltrúann sér til aðstoðar vegna fötlunar sinnar. „Það er þessi umönnunarþáttur og vistunarþáttur sem ég er ekki sáttur við að falli nið- ur í verkfallinu. Mér finnst að sveit- arfélögin, sem er Reykjavíkurborg í þessu tilviki, hafi tekið að sér að leysa þessa dagvistun og þessa umönnun, og mér finnst verkfall grunnskólakennara ekki koma því neitt við,“ segir Ólafur. Sveitarfélögin bera ábyrgð á vist- un og umönnun Á FUNDI samstarfsnefndar há- skólastigsins hinn 15. október var fjallað um verkfall grunnskólakenn- ara og eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Rektorar íslenskra háskóla lýsa þungum áhyggjum vegna yfirstand- andi verkfalls kennara í grunnskól- um landsins. Það er ótækt að íslensk skólabörn fari á mis við kennslu og nám vikum saman. Slíkt er vanvirð- ing bæði við börn landsins og menntakerfið og ber vott um óviðun- andi mat samfélagsins á gildi mennt- unar. Fundur Samstarfsnefndar há- skólastigsins, haldinn 15. október 2004, skorar á deiluaðila að leysa kennaradeiluna nú þegar til þess að íslensk börn fái lögboðna fræðslu.“ Rektorar íslenskra háskóla: Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Stefanía K. Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands, Run- ólfur Ágústsson, rektor Viðskiptahá- skólans á Bifröst, Magnús B. Jóns- son, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, og Sveinn Aðalsteinsson, rektor Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum. Rektorar háskóla lýsa áhyggjum NÝR og fullkominn línuhraðall var í gær tekinn formlega í notkun á geislameðferðardeild krabbameins- lækninga á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi af Jóni Kristjánssyni heil- brigðisráðherra. Línuhraðallinn kemur í stað eldra tækis sem notað hefur verið við geislameðferð krabbameinssjúk- linga frá árinu 1989. Í fréttatilkynn- ingu frá Landspítalanum kemur fram að tækið var keypt í kjölfar átaks Lions-hreyfingarinnar á Ís- landi sem safnaði fyrir því með sölu rauðrar fjaðrar árið 1985. Nýja tæk- ið kostar um 170 milljónir. Á hverju ári þurfa nokkur hundr- uð sjúklingar á geislameðferð að halda og eru miklar vonir bundnar við tækið. Í fyrra komu 449 sjúkling- ar á spítalann vegna slíkrar með- ferðar og undirbúnings hennar. Morgunblaðið/Kristinn Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar, sýnir Jóni Krist- jánssyni línuhraðalinn. Á milli þeirra má sjá Þórarin E. Sveinsson yfirlækni. Fullkominn línuhrað- all tekinn í notkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.