Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR SKOSKA dagblaðið The Press and Journal, sem gefið er út í Aber- deen, greindi nýlega frá fundi á flaki togarans Banffshire frá Skot- landi, sem strandaði í Kvískerja- fjöru á Breiðamerkursandi þann 16. janúar árið 1905. Ellefu skip- verjum var bjargað giftusamlega af Birni Pálssyni á Kvískerjum, en eftirlifandi synir hans, Sigurður, Helgi og Hálfdán, fóru að skoða flakið í sandinum eins og greint var frá í máli og myndum í Morgun- blaðinu 30. september sl. Kom flakið upp úr sandinum um 80 árum frá því að það hvarf sjón- um manna. Leiðangur með skosku áhöfnina frá Kvískerjum til Reykjavíkur í aftakaveðri var æv- intýralegur og á heimleiðinni drukknaði ungur maður í Kúða- fljóti. Skoska blaðið greinir ítarlega frá strandinu og vitnar í þarlendar heimildir og frásagnir, sem koma vel heim og saman við íslenskar heimildir, sem vitnað var til í frá- sögn Morgunblaðsins. Meðal þess sem The Press and Journal nefnir til viðbótar er að eftir strandið hafi Björn á Kvískerjum rýmt hlöðu sína og skosku sjómennirnir orðið að liggja á heyi í rúma viku, þar til farið var með þá til Reykjavíkur. Þar beið þeirra gufuskipið Laura, sem sigldi með þá til Skotlands. Komu þeir til bæjarins Leith 34 dögum frá því að lagt var upp í þessa örlagaríku sjóferð frá Aber- deen 12. janúar árið 1905. Óskaði blaðið eftir ábendingum frá les- endum, einkum afkomendum áhafnarinnar, og gáfu upp síma- númer sem þeir gátu hringt í. Blaðið segir mikinn fjölda skoskra sjómanna hafa siglt á Ís- landsmið á fyrstu áratugum 20. aldar. Haft er eftir John Edwards, sagnfræðingi í ráðhúsi Aberdeen, að með tilkomu gufutogaranna hafi skoskar útgerðir stækkað veiði- svæðið allt til Íslands og Græn- lands. Skoskt dag- blað greinir frá fundinum á Banffshire Úrklippa úr skoska dagblaðinu, þar sem mynd Ragnars Axelssonar, ljós- myndara Morgunblaðsins, af Kvískerjabræðrum við flakið prýðir frásögn- ina, auk myndar af Birni Pálssyni, bjargvætti skosku skipverjanna. ÍSLENSKU menntasamtökin hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og er í nýjasta hefti Lögbirtingablaðs- ins auglýst eftir kröfum í búið. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóranum, Friðjóni Erni Friðjónssyni hrl., á engin starfsemi lengur að vera hér á landi á vegum samtakanna. Íslensku menntasamtökin gjaldþrota ♦♦♦ Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af buxum, peysum og bolum Síðasti tilboðsdagur Glæsilegur samkvæmisfatnaður fyrir allan aldur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Silfurhúðum gamla muni Málstofa um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í Norðaustur-Atlantshafi Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, mánudaginn 18. október 2004 kl. 11.00-14.00 Dagskrá: 11.00 Setning: Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Íslands. 11.05 Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í Björgvin. 11.35 Rory Boyd, aðstoðarskrifstofustjóri olíumálaskrifstofu samgöngu- og auðlindaráðuneytis Írlands. 12.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Sigurð í Jakupsstovu, yfirmaður Olíustofnunar Færeyja. 12.50 Hans Kristian Schönvandt, yfirmaður auðlindaskrifstofu heimastjórnar Grænlands. 13.10 Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun. 13.30 Umræður. 14.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Ómetanlegt Gjafaegg til tæknifrjóvgunar Við erum par sem eigum ekki kost á því að eignast barn saman nema með utanaðkomandi aðstoð. Við leitum því að hugulsamri konu sem er tilbúin að gefa okkur egg. Fullum trúnaði er heitið, við komum ekki til með að vita hver þú ert og þú ekki hver við erum. Allur lyfja- og lækniskostnaður verður greiddur af okkur. Ef þú ert yngri en 35 ára, átt a.m.k. eitt barn, heilsuhraust og vilt veita okkur þetta tækifæri biðjum við þig vinsamlega að senda bréf með nafni, aldri og símanúmeri til auglýsingardeildar Mbl. Merkt: „GA-12000“ fyrir 30. október. Við munum biðja lækni að veita bréfi þínu móttöku og hafa samband. Laugavegi 63, sími 551 4422 GERRY WEBER BASIC DRAGTIN Grunnurinn í fataskápinn 4 snið af jökkum, buxum og pilsum, stærðir 36-50 Októbertilboð! 15% afsláttur af ullardrögtum Kringlukast í DUKA 20% afsláttur af matar- og kaffistellum Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 8-12, sími 533 1322

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.