Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrátt fyrir að Alþingi sé líf-legur og oft á tíðumskemmtilegur staður ermargt sem þar fer fram að nokkru leyti fyrirsjáanlegt. Utan- dagskrárumræður eru til dæmis fremur hefðbundnar að því leyti að stjórnarandstæðingar tala í þá veru að allt sé í kalda kolum en stjórn- arliðar halda því, þvert á móti, fram að allt sé í himnalagi. Í slíkum umræðum er þingmaður, þá oftast stjórnarandstæðingur, máls- hefjandi, en ráðherra er til andsvara. Stjórnarandstaðan gagnrýnir ráð- herrann harðlega en sá síðarnefndi vísar allri slíkri gagnrýni á bug. Stjórnarliðar taka síðan upp hansk- ann fyrir hann. Það vakti því óneitanlega athygli í vikunni þegar öllu þessu var snúið á hvolf í utandagskrárumræðu um mál- efni heyrnarlausra. Stjórnarandstæð- ingar hófu að hrósa ráðherra og það í hástert og undir lokin féllust máls- hefjandi og ráðherra í faðma! Öðruvísi mér áður brá!    Málsatvik voru þau að Rann-veig Guðmundsdóttir, þing-maður Samfylkingar, hafði óskað eftir umræðu utan dagskrár um fjárframlög til túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa. Eftir framsögu Rann- veigar, þar sem hún gagnrýndi harð- lega áralanga óvissu í málaflokknum, kom Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í pontu og lýsti því yfir að ríkisstjórnin hefði fyrr um morguninn samþykkt þá tillögu sína að auka árleg framlög til túlkaþjón- ustunnar úr fjórum milljónum í tíu milljónir. Semsé hækkun um sex milljónir. Eftir þessa yfirlýsingu breyttist andinn skyndilega í þingsalnum og þeir stjórnarandstæðingar, sem mættu með harðorðar skamm- arræður, gátu ekki lengur haldið sig við textann. „Þetta er skörulega að verki staðið hjá hæstvirtum mennta- málaráðherra,“ sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Og hún [menntamálaráð- herra] er að sjálfsögðu búin að eyði- leggja fyrir mér ræðuna, því það sem stendur hér á blaðinu er náttúrulega ekki viðeigandi, því þar er allt skamm- ir varðandi seinagang og doða rík- isstjórnarinnar í málefnum heyrn- arlausra sl. tíu ár.“    En ráðherra „skemmdi“ ekkibara ræðu Kolbrúnar. „Þaðer búið að eyðileggja fyrir manni ræðuna heldur betur,“ játaði einnig Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Hann sem og aðrir þingmenn, stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar, fögnuðu tíð- indum ráðherra. Stjórnarandstæð- ingar bættu því þó við, sumir hverjir, að ýmislegt væri enn ógert í mál- efnum heyrnarlausra. Þeir gátu auð- vitað ekki bara hrósað – enda í stjórn- arandstöðu. En aftur að fögnuðinum. Stærstu fagnaðarorðin komu nefnilega frá Rannveigu Guðmundsdóttur undir lok umræðunnar. „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þú ert maður dagsins. Takk fyrir þig í dag. Og til hamingju“. Síðan féllust þær í faðma! Það er nokkuð sem undirrituð hefur aldrei séð ráðherra og stjórnarandstæðing gera að lokinni utandagskrárumræðu.    Að öðru leyti hefur flest veriðmeð hefðbundnu sniði á þingisíðustu vikuna. Á yfirborðinu að minnsta kosti. Ýmislegt kraumar nefnilega undir niðri. Í því sambandi má til dæmis nefna mistök, já tákn- ræn mistök, ef svo má segja, sem urðu þegar forseti þingsins, Halldór Blön- dal, las upp tilkynningu um kjör þingmanna í alþjóðanefndir fyrr í vik- unni. Þegar hann las upp nafn þess fram- sóknarmanns sem valinn hafði verið sem varamaður í Íslandsdeild Evr- ópuráðsþingsins sagði hann öllum að óvörum: Kristinn H. Gunnarsson! Enda hefur þingflokkur framsókn- armanna, eins og kunnugt, er útilokað Kristin frá setu í nefndum á vegum þingsins. Ónefndur þingmaður í salnum var hins vegar fljótur að átta sig og kallaði eitthvað á þessa leið: „Á þetta ekki að vera Siv Friðleifsdóttir en ekki Krist- inn?“ Jú, mikið rétt. Og mistökin voru leiðrétt. Þau komu til af því að Krist- inn hefur síðustu misserin verið vara- maður í Íslandsdeildinni. Nafn Sivjar átti eftir að setja inn í hans stað. Kannski er þetta ágætt dæmi um ólguna undir niðri, í flestum þing- flokkum, sem á eftir að koma upp á yf- irborðið, með einum eða öðrum hætti á Alþingi í vetur.      Öllu snúið á hvolf … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is ÞESS verður vart langt að bíða að Stjórnartíð- indi og Lögbirtingablaðið hætta að koma út á prenti því með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður dómsmálaráðherra veitt heim- ild til að birta þau eingöngu á rafrænan hátt, þ.e.a.s. á Netinu. Þeir sem þess óska geta þó keypt prentuð eintök en verða að greiða kostn- að af prentun og sendingu. Önnur helstu nýmæli í frumvarpinu er að heimilt verður að birta eingöngu erlendan frumtexta milliríkjasamnings ef samningurinn „varðar afmarkaðan hóp manna sem með sann- girni má ætlast til að skilji hið erlenda mál vegna menntunar sinnar eða annarrar sérhæf- ingar“. Heimilt verður að beita þessu ákvæði við birtingu á EES-reglum. Verði frumvarpið samþykkt er um að ræða mikil tímamót í útgáfusögu þessara miðla. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu kemur fram að með lögum sem tóku gildi árið 1878 varð skylt að gefa út Stjórnartíðindi en fyrir þann tíma voru lög birt með upplestri í heyr- anda hljóði á Alþingi og síðar í Landsyfirrétt- inum. Auk þess tíðkaðist sérstök lýsing laga á þingum í héruðum. Lögbirtingablaðið hefur verið gefið út allar götur frá 1908. Aðgengi landsmanna að Netinu gott Bæði Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið hafa verið á Netinu frá febrúar 2002 á slóðinni www.lagabirting.is. Í greinargerðinni segir að í ljósi góðrar reynslu sé nú ráðgert að leggja af hina prentuðu útgáfu Lögbirtingablaðsins. Lög verða ekki að fullu bindandi fyrr en þau hafa verið birt í Stjórnartíðindum og birtingin verður að vera með þeim hætti að allir geti kynnt sér lögin. Í greinargerðinni segir að að- gengi landsmanna að Netinu sé gott og bent er á að samkvæmt könnun frá 2002 hafi 78% heimila aðgang að Netinu. Auk þess séu net- tengdar tölvur á flestum almenningsbókasöfn- um. Þar sem almenningur eigi þess ávallt kost að fá prentuð eintök komi ekki að sök þótt nokkur hluti þjóðarinnar geti ekki enn nýtt sér upplýsingatækni til að kynna sér birtingu laga. Ennfremur er lögð rík áhersla á að öryggi birtingar Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs- ins á Netinu verði fyllilega tryggt. Frumvarp heimilar að hætta prentun Stjórnartíðinda ALDÍS Olga Jóhannesdóttir, starfsmaður fyrirtækisins Forsvars á Hvammstanga, vinn- ur við það að gera tölvutæk öll skjöl frá 53. þingi Alþingis árið 1938, ef frá eru taldar ræður úr Alþingistíðindum sem skannaðar eru inn af þremur starfsmönnum Fjarvinnslu Alþingis á Ólafsfirði. Felst vinna Aldísar í því að skrá upp gagnagrunn fyrir þingið, nefnd- ir, framlögð mál og afgreiðslur þeirra. Tölvuskráning eldri þingskjala hefur verið unnin sem fjarvinnsluverkefni á Hvamms- tanga allt frá árinu 1993, að sögn Karls Sig- urgeirssonar, framkvæmdstjóra Forsvars. Umfangsmikið verk bíður Aldísar og hennar starfsfélaga, eða 52 löggjafarþing frá árinu 1874 og 15 ráðgjafarþing árin 1845–1874. Skönnun og frágangur á ræðunum á Ólafs- firði er kominn aftur til 107. þings árið 1984. Þar bíður ekki síður mikil vinna, segir Sig- urður Jónsson á skrifstofu Alþingis. Alls eru til nærri 473 þúsund blaðsíður úr Alþingistíð- indum frá 1845–2001, þar af eru óunnar í tölvuformi ríflega 100 þúsund blaðsíður yfir þann tíma sem eftir er hjá Forsvari og vel yf- ir 300 þúsund blaðsíður bíða starfsmanna Fjarvinnslu Alþingis á Ólafsfirði. Morgunblaðið/RAX Gerir gömul þingskjöl tölvutæk JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, lagði fram frumvarp til laga um græðara á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag. Samþykkti ríkisstjórnin að senda frumvarpið þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna og að frumvarpið yrði lagt fram á Alþingi. Meg- inþáttur frumvarpsins er að komið skal á frjálsu skráningarkerfi fyrir græðara sem leggja stund á heilsutengda þjónustu utan hins almenna heilbrigðiskerfis. Er í frumvarpinu lögð rík áhersla á neytendavernd og að efla ábyrgð þeirra sem veita heilsutengda þjónustu eins og hún er skilgreind í frumvarpinu. Þeir sem veita þjónustu samkvæmt frumvarpinu eru nefndir græðarar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er forsaga málsins sú að vorið 2002 samþykkti Al- þingi þingsályktunartillögu um stöðu óhefð- bundinna lækninga. Þingmenn allra flokka báru tillöguna upp, en fyrsti flutningsmaður var Lára Margrét Ragnarsdóttir. Að tillög- unni samþykktri skipaði heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðherra nefnd í árslok 2002 og var henni falið að gera úttekt á stöðu óhefðbund- inna lækninga á Íslandi og bera saman við stöðu mála annars staðar á Norðurlöndunum, í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Brugðist við vaxandi umsvifum Samkvæmt þingsályktunni fólst verkefni nefndarinnar m.a. í því að gera tillögu um hvernig brugðist skyldi við vaxandi umsvifum á sviði óhefðbundinna lækninga og að taka af- stöðu til þess hvort viðurkenna skyldi nám í óhefðbundnum lækningum með því að veita mönnum starfsréttindi til að stunda þær. Í áfangaskýrslu nefndarinnar sem lögð var fram á Alþingi í fyrra kom fram að nefndarmenn töldu æskilegt að þeim sem sinntu óhefð- bundnum lækningum yrði gefinn kostur á við- urkenningu að uppfylltum ákveðnum mennt- unarlegum og faglegum kröfum, án þess að um löggildingu væri að ræða. Frumvarp um græðara samþykkt í ríkisstjórnÁGÚST Ólafur Ágústsson og fimm aðrir þing-menn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Al- þingi þingsályktunartillögu um starfrækslu fastanefndar framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins á Íslandi. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela utanríkisráðherra að óska eftir því við framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins að skrifstofa fastanefndar framkvæmdastjórnarinnar gagnvart Íslandi verði færð til Íslands í þeim tilgangi m.a. að efla tengsl Íslands við Evrópusambandið. Í greinargerð tillögunnar er útskýrt að fastanefndir framkvæmdastjórnar ESB séu fulltrúar hennar gagnvart viðkomandi ríki og starfi sem sendiráð ESB. „Fastanefndirnar eru starfræktar í tæplega 130 ríkjum og al- þjóðastofnunum. Meðal helstu verkefna þeirra er að veita upplýsingar um starfsemi og stefnumál sambandsins og miðla upplýsingum til ESB varðandi samstarf þeirra ríkja þar sem þær eru.“ Starfsmenn 20 talsins Fastanefnd framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins gagnvart Íslandi og Noregi er staðsett í Osló. Hjá fastanefndinni starfa að jafnaði 20 einstaklingar, þar af einn íslenskur starfsmaður Í greinargerð segir jafnframt: „Burtséð frá hugsanlegri aðild Íslands að ESB er alveg ljóst að það myndi þjóna hagsmunum Íslands ef fastanefnd ESB gagnvart Íslandi væri hér á landi en ekki í Noregi. Með því fengju fulltrúar ESB meiri nálægð við íslenskt samfélag og ís- lenska hagsmuni. Slíkt eykur skilning sam- bandsins á íslenskum aðstæðum.“ Fastanefnd ESB verði á Íslandi SKRIFSTOFUSTJÓRI forsætisráðuneytisins segir það skipta miklu máli að umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu upp- lýsingasamfélagsins, sem ráðuneytið hefur auglýst, hafi háskólamenntun í tölvunar- fræðum. Spurður hvort hér sé ekki um að ræða þrönga skilgreiningu á upplýsinga- samfélaginu, þ.e. að það snúist eingöngu um tölvuvæðingu, segir Halldór Árnason skrif- stofustjóri miklu máli skipta að viðkomandi hafi tölvunarfræðigrunn vegna þess að stór hluti starfsins felist í að ræða við ýmsa sér- fræðinga, erlenda sem innlenda, á því sviði. Tölvunarfræðimenntun skrifstofustjóra hafi reynst mjög vel hingað til og vilji ráðuneytið því hafa hlutina þannig áfram. Halldór segir þó allar umsóknir verða skoðaðar hvort heldur er um að ræða umsóknir frá tölvunarfræð- ingum eða öðrum en tekur fram að síðastliðin 6–8 ár hafi starfið verið í þróun hjá ráðuneyt- inu og hafi tölvunarfræðimenntun komið vel út í því sambandi. „Ef skrifstofustjóri hefur ekki þessa þekkingu þá þarf að kaupa hana að,“ segir Halldór og bendir á að það kosti sitt. Forsætisráðherra skipar í starfið til fimm ára og er krafist reynslu af opinberri stjórn- sýslu og á sviði upplýsingatækni, auk háskóla- menntunar í tölvunarfræði eins og fyrr var getið. Umsóknarfrestur er til 27. október. Tölvunarfræði- menntun hefur reynst vel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.