Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 19

Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 19
Kvennakór | Kvennakórinn Embla hefur upp raust sína á nýju starfsári með tónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudag, 17. október kl. 17. Flutt verða tvö verk eftir tónskáldin Perg- olesi og Haydn. Flytjendur með kórnum eru Hildur Tryggvadóttir, sópran og Elvý G. Hreinsdóttir, mezzósópran auk þess sem kórfé- lagar syngja einsöng. Kammersveit Akureyrar sér um hljóðfæraleik. Kórinn var stofnaður 1. september 2002 og er skipaður konum við Eyja- fjörð. Stofnandi kórsins og jafnframt stjórnandi hans er Roar Kvam. Draumar | Námskeið þar sem fjallað verður um hlutverk, gagnsemi og eðli drauma verður haldið í Mennta- smiðjunni en það ber yfirskriftina: Draumar – auður svefnsins. Kynntar verða ýmsar kenningar um eðli og hlutverk drauma og hvernig nýta má þann auð svefnsins til aukinnar sjálfs- þekkingar, lífsfyllingar og þroska. Valgerður H. Bjarnadóttir félags- ráðgjafi með framhaldsmenntun í heildrænum fræðum, draumum og trúarheimspeki kvenna hefur umsjón með námskeiðinu. Það hefst 4. nóv- ember næstkomandi og stendur til 30. sama mánaðar. Músíka 2004 | Tónlistarhátíð verður haldin í Ketilhúsinu í dag, laugardaginn 16. október, en yfir- skrift hennar er Músíka 2004. Þórey Ómarsdóttir og Gilfélagið standa að þessum viðburði. Hátíðin stendur frá kl. 13.20 og fram yfir miðnætti. Meðal þeirra sem koma fram eru Benedikt Ómarsson sem leikur frumsamin lög á klassískan gítar, The Sexual Disaster Quarter, Kingstone, The Mad Coffee Mach- ine, Chelsea Clinton Style, Kristján Pétur og hljómsveit Sigurðar Jóns- sonar, Douglas Wilson, Arna Vals- dóttir og þá verður upplestur á ís- lenskum ljóðum við undirleik. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 19 MINNSTAÐUR NÝ VARASTÖÐ fyrir Almannavarn- ir, Neyðarlínuna og Fjarskiptamið- stöð lögreglunnar var opnuð á Lög- reglustöðinni á Akureyri í gær, en um er að ræða stjórnstöð sem þjóna mun landinu öllu. Stjórnstöðin mun einnig vera varastöð fyrir vaktstöð siglinga og stjórnstöð leitar og björgunar auk þess að vera stjórnstöð almanna- varnanefndar Eyjafjarðar. Lögreglu- stöðin á Akureyri var opnuð formlega eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá því í desember á liðnu ári. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra opnaði nýju varastöðina form- lega og sagði að með tilkomu hennar hefði skref verið stigið til að auka ör- yggi allra landsmanna. Hann gat þess þó að vonandi rynni ekki upp sá dagur að Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð yrði óvirk og að grípa þyrfti til vara- stöðvarinnar, „en það er mikilvægt að hafa varastöð, hafa stjórnstöðvar á tveimur stöðum á landinu,“ sagði Björn. Hann sagði stöðina á Akureyri styrkja starfsemina almennt og hún stuðlaði að auknu öryggi í landinu. Til staðar væri þjálfaður mannskapur og nýr og fullkomin tækjabúnaður í sitt hvorum landshlutanum. Björn sagði það skipta máli hvað landfræðilegar aðstæður varðaði að stöðin væri á Ak- ureyri og eins varðandi aukið jafn- vægi milli höfuðborgar og lands- byggðar. Lögreglustöðin á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga, en framkvæmdir vegna endurbóta hafa staðið yfir frá því í desember á liðnu ári. Húsnæðið, sem er við Þórunnar- stræti var tekið í notkun á afmælis- degi Akureyrarbæjar, 29. ágúst 1968, en Björn Jósef Arnviðarson sýslu- maður gat þess í ræðu við opnun þess nú í gær að það hefði ekki síst verið vegna þrotlausrar baráttu Gísla Ólafssonar, fyrrverandi yfirlögreglu- þjóns sem ráðist var í byggingu stöðv- arinnar á sínum tíma. Gísli var að störfum frá árinu 1958 til ársloka 1980 og tók hann fyrstu skóflustungurnar að húsinu sumarið 1963. Björn Jósef sagði Gísla hafa verið stórhuga, enn rúmaði húsnæðið starfsemi lögregl- unnar, en búnaður, fyrirkomulag og annað hefði verið komið vel til ára sinna og því brýnt að gera endurbæt- ur á húsnæðinu. Viðamiklar endurbætur Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, sagði framkvæmd- irnar hafa verið mjög viðamiklar, allt hefði verið rifið innan úr húsinu þann- ig að ekkert stóð eftir nema út- og burðarveggir. Skipt var um allar lagnir og allan búnað í húsinu, stjórn- búnaður er nýr og húsgögn líka. Dan- íel sagði framkvæmdir hafa gengið vel en þó hefði ýmislegt óvænt og ófyrirséð komið upp en öll mál verið farsællega leyst. Á meðan á fram- kvæmdum stóð var rannsóknar- deildin flutt á skrifstofu sýslumanns og almenna lögreglan hreiðraði um sig um nokkurra mánaða skeið í sum- arhúsi á bílastæði lögreglustöðvar- innar. Í kjallara stöðvarinnar er bíl- skúr, móttaka, útkallsbúnaður, aðstaða fyrir lögregluhunda og vara- aflsvél, sem og búningsaðstaða fyrir starfsmenn, tæknirými og aðstaða fyrir tæknirannsóknir sem og geymslur. Anddyri er á fyrstu hæð og móttaka viðskiptavina, kaffi- og setu- stofa fyrir starfsmenn, skrifstofur og vinnustöðvar vegna skýrslugerðar auk varastjórnstöðvarinnar. Á ann- arri hæð eru salur, skrifstofa yfirlög- regluþjóns, herbergi fyrir viðtöl og skýrslutökur, yfirheyrsluherbergi, skrifstofa lögreglufulltrúa og vinnu- rými rannsóknarlögreglumanna. Ný varastöð fyrir Almannavarnir, Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglu Skref í átt að auknu öryggi landsmanna Morgunblaðið/Margrét Þóra Klippt á borðann Björn Bjarnason tekur í notkun nýja varastöð fyrir Al- mannavarnir, Neyðarlínuna og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar á Lög- reglustöðinni á Akureyri. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, Björn Jósep Arnviðarson, aðstoðar Björn við að klippa á borðann. Kraftakarl Gísli Ólafsson, yfirlög- regluþjónn á Akureyri, átti stóran þátt í að Lögreglustöðin við Þór- unnarstræti var byggð á sínum tíma. Gísli var yfirlögregluþjónn frá árinu 1958 til ársloka 1980.       AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.