Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR „VIÐ Aðalheiður sömdum lag til að flytja á árshátíð Gerðaskóla í vor. Við fengum Aron til að hjálpa okkur á bassa en ætluðum ekkert að stofna hljómsveit,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, nemandi í tíunda bekk Gerðaskóla í Garði. Úr varð hljómsveitin Pointless sem náð hefur nokkrum vinsæld- um á Suðurnesjum. Nanna og vinkona hennar, Að- alheiður Arna Björgvinsdóttir, eru upphafsmenn hljómsveitarinnar ásamt Aroni Friðrik Jónssyni, kærasta Nönnu og bassaleikara bandsins. Þær syngja og Nanna leikur á gítar. Síðar kom Ragnar Veigar Helgason trommuleikari til liðs við þau en hann er ári eldri og er á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hljómsveitin fékk strax tölu- verða athygli eftir að hafa leikið á árshátíð Gerðaskóla. Þau spiluðu í Keflavík og nýstofnuð fékk hljóm- sveitin tækifæri til að koma fram í þættinum Ísland í bítið á Stöð 2. Hápunkturinn var síðan þegar þau voru fengin til að leika við hátíð- arhöldin 17. júní í Garði. Fræg í Danmörku Lítið var að gera í sumar en nú í haust er mikið um að vera hjá þeim í Pointless. Þau komu fram á Sandgerðisdögum og hafa leikið víða í félagsmiðstöðvum og fyrir ungt fólk við ýmis tækifæri. Í september tóku nemendur í tí- unda bekk Gerðaskóla á móti dönskum jafnöldrum sínum úr Lem St. skole. Aðalheiður og Nanna tóku þátt í verkefninu og komu meðal annars fram á sam- eiginlegu skemmtikvöldi í skól- anum. Með dönsku krökkunum var kvikmyndatökumaður sem er að gera heimildarmynd um ferðina og samstarf skólanna. Danirnir hrif- ust af tónleikaflutningi þeirra, samkvæmt upplýsingum Ernu M. Sveinbjarnardóttur, skólastjóra Gerðaskóla, og óskuðu eftir að fá að nota tónlist þeirra í myndinni sem ætlunin er að sýna í sjónvarpi í Danmörku og gefa út á mynd- bandi. Þetta varð til þess að Pointless fékk tækifæri til að taka upp nokkur lög í hljóðveri Geim- steins í Keflavík. Tóku þau upp fjögur lög sem þau höfðu samið. Ragnar segir að þau eigi nokkur lög til viðbótar sem ekki eru alveg tilbúin. Aðalheiður segir að þau séu að reyna að koma lögunum í spilun á útvarpsstöðvum og langi að gefa þau út á smáskífu. „Þetta er rokk, pokk, pönk,“ segir Aron þegar hann er spurður hvaða tónlist hljómsveitin flytji en Ragnar hallast heldur að því að kalla hana hreint pönk. „Er það ekki 700 þúsund á mán- uði og plata á hverju ári?“ spyr Aron þegar han er spurður um framtíðardrauma Pointless í tón- listinni. Aðalheiður dregur úr þessu og segir að peningarnir skipti ekki öllu máli, aðalatriðið sé að fá tækifæri til að koma fram og leika tónlist sína fyrir sem flesta. Orðin leið á verkfalli Þrír meðlimir hljómsveitarinnar eru í fríi úr skóla vegna verkfalls grunnskólakennara. Þau segjast vera búin að fá nóg af aðgerð- arleysinu. „Ég sef og geri ekki neitt, hangi með vinum mínum og fer út á kvöldin,“ segir Aðalheiður. Aron segist æfa sig á bassann og fara á körfuboltaæfingar en sofi þess á milli. Ragnar er í fram- haldsskóla og er hissa á orðum hinna um að þau séu búin að fá nógu langt frí. „Ég trúi þessu ekki. Ég er í skólanum allan dag- inn og væri alveg til í að vera í verkfalli,“ segir hann. Verkfallið nýtist hljómsveitinni ekki eins vel og efni standa til vegna þess að þau hafa ekki fast æfingahúsnæði og vegna þess að Ragnar er í skólanum fram eftir degi. Þau segjast vera að vinna í því að fá húsnæði en það hafi ekki gengið til þessa. Er þetta sérstaklega bagalegt fyrir þau vegna þess að þau koma úr sitthverri áttinni. Nanna og Að- alheiður eru úr Garðinum, Aron úr Keflavík þar sem hann stundar nám við Heiðarskóla og Ragnar er úr Sandgerði en þau hafa mest æft í bílskúrnum heima hjá honum. Þau verða því að treysta á að for- eldrar þeirra skutli þeim á milli staða eða að þau geti húkkað sér far. Þau vonast til að úr rætist með húsnæðið og þau fái þar fast- an punkt í tilveru hljómsveit- arinnar. Hljómsveitin Pointless vekur athygli á Suðurnesjum og hefur fengið tækifæri til að taka upp lög „Ætluðum ekkert að stofna hljómsveit“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Saman í hljómsveit Í Suðurnesjahljómsveitinni Pointless eru f.v. Aron Friðrik Jónsson úr Keflavík, Nanna Bryn- dís Hilmarsdóttir úr Garði, Aðalheiður Arna Björgvinsdóttir úr Garði og Ragnar Veigar Helgason úr Sandgerði. Hólmavík | „Það sér hver heilvita maður, þó hann hafi ekki nema ann- að augað opið, hversu hagkvæmt þetta er,“ segir Strandamaðurinn Guðmundur Björnsson sem í fjöru- tíu ár hefur haft áhuga á að vegur um Arnkötludal og Gautsdal, milli Stranda og Gilsfjarðarbrúar, verði að veruleika sem helsta vegtenging norðurhluta Vestfjarða við höfuð- borgarsvæðið. Síðasta áratuginn hefur sá mögu- leiki að leggja veg um Arnkötludal verið mjög í umræðunni á norður- svæði Vestfjarða og hafa sveitar- félögin á svæðinu sent frá sér álykt- anir þess efnis að vegurinn njóti forgangs. Guðmundur var um árabil flutn- ingabílstjóri og þekkir því vegina eins og lófann á sér. „Ég eignaðist minn fyrsta flutningabíl 1971 og hætti sjálfur með flutningana 2001. En ég er ennþá að keyra, strákarnir hafa tekið við þessu.“ Hann er afar sannfærður um að engar samgöngubætur kæmu svæð- inu frá Bolungarvík til Hólmavíkur betur en vegur um Arnkötludal. Hagkvæmnin myndi meðal annars skila sér í lækkun flutningskostn- aðar og telur Guðmundur að slíkt gæti numið um 1,5 til 2 milljónum króna á hvern flutningabíl á ári. Blóðugt að geta ekki farið dalinn Sjálfur hefur Guðmundur komið að vegagerð á Tröllatunguheiði sem liggur ofan við umrætt vegarstæði. „Þá var ruddur vegur yfir heiðina og ég horfði niður í þennan dal og fannst það blóðugt að ekki væri hægt að fara þar um. En þarna þarf að byggja upp veginn, sem ekki var gerlegt á þeim tíma.“ Guðmundur segir að umræðan hafi hafist af al- vöru fyrir um tíu árum og þetta sé afar vel framkvæmanlegt nú. Það myndi taka um það bil eitt ár að byggja upp veg tilbúinn undir mal- bik og sé heldur minna verk en t.d. vegurinn um Klettsháls. Um er að ræða um 25 kílómetra leið frá þjóð- vegi 61, Djúpvegi í Steingrímsfirði á Ströndum, yfir að Gilsfjarðarbrú. „Málið hefur alltaf verið svæft þó að þingmenn allra flokka hafi lýst áhuga á þessu. Það sér hver heilvita maður, þó hann hafi ekki nema ann- að augað opið, hversu hagkvæmt þetta er. Það myndi spara ríkinu fleiri milljónir og verða gífurleg samgöngubót því styttingin er rúm- ir 40 kílómetrar fyrir tiltölulega lít- inn pening. Ég efast um að það finn- ist hagkvæmari kostur í vegagerð á Íslandi,“ segir Guðmundur. En óttast menn þá ekki vond veð- ur í Arnkötludal, Gautsdal og suður Dali? Guðmundur neitar því ekki að þar geti gert vond veður eins og alls staðar annars staðar. „Ég hef ekki enn komið á þann stað þar sem ekki getur gert vond veður, það verður þá að hætta að fara undir Hafn- arfjallið og á Kjalarnesið, veit nú ekki annað en þar geti gert vond veður líka.“ Að því hefur verið látið liggja að sundurlyndi heimamanna geti tafið fyrir framkvæmdum af þessu tagi. Guðmundur telur að samstaðan sé komin þó að það sé alltaf til einn og einn sem er að mótmæla. „Það er allt annað mál, það er ekki hægt að hlusta á það, ég álít að þegar það er 7000 manna byggð sem á í hlut þá verði það að ráða.“ Vantar happdrættisvinning Ekki verður hjá því komist að spyrja Guðmundur um önnur hugð- arefni og kemur í ljós að hann hefur upp á sitt einsdæmi ráðist í að bora eftir heitu vatni í nágrenni Hólma- víkur. „Ég segi að þarna sé heita vatnið. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi en ég er sannfærður um það.“ Guðmundur fékk Árna Kópsson með sér og lét bora 160 metra holu og þar mældust 3-5 sek- úndulítrar af 13,5 gráða heitu vatni. Í þetta verk lagði Guðmundur eina milljón króna úr eigin vasa og segist mundu setja meiri peninga í verkið ef hann ynni í happdrætti. Guðmundur er bjartsýnismaður og telur að á Hólmavík ætti að geta þrifist 4000 manna byggð sem er um tífaldur sá íbúafjöldi sem nú er. Að- stæður séu þannig frá náttúrunnar hendi og ógnir eins og snjóflóða- eða skriðuhætta ekki fyrir hendi. Hólmavík sé raunar miðpunkturinn fyrir þetta svæði hér norðvestan- lands. „Það er nóg land hérna og ég tel að það yrði lyftistöng að fá veg- inn og þá verða menn líka að hætta þeim steinaldarhugsunarhætti sem hefur verið. Ef ekkert verður gert í vegbótum má túlka það þannig að unnið sé að því að leggja niður byggð.“ Guðmundur Björnsson hefur í fjóra áratugi barist fyrir vegi um Arnkötludal Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Baráttumaður Guðmundur Björnsson berst fyrir lagningu vegar úr Stein- grímsfirði yfir á Gilsfjarðarbrú enda telur hann að það sé mesta hags- munamál norðurhluta Vestfjarðar og Stranda í samgöngumálum. Þetta sér hver heilvita maður SUÐURNES LANDIÐ Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.