Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umsjónarmaður hefur all-oft vikið að notkun for-setninga enda virðistekki vanþörf á því. Þess eru mörg dæmi úr fjölmiðlum að forsetningunum að og af sé ruglað saman. Halldór Blöndal telur að þeirrar tilhneigingar gæti að nota fremur forsetninguna að en af þeg- ar óvissa um notkun kemur upp. Umsjónarmaður telur að Halldór hafi rétt fyrir sér og til þess benda sum eftirfarandi dæmi (dæmi sem ekki samræmast hefðbundinni málnotkun eru merkt með spurn- ingarmerki): ?Þjóðin hefur á und- anförnum vikum orðið vitni að al- varlegu hegðunarvandamáli að hálfu [þ.e. af hálfu] lítillar og uppi- vöðslusamrar klíku (Fréttabl. 21.7.04); ?Pokinn … var um 75 kíló af þyngd [þ.e. að þyngd] (Fréttabl. 3.8.04); rafveitustjóri hefur haft [þ.e. átt] frumkvæði af því [þ.e. að því] að … (Textav. 7.6.04); ?Sam- starf flokkanna er ein aðalrótin að framförum [þ.e. aðalrót (’und- irstaða, grundvöllur’) framfara] sem orðið hafa (Mbl 16.9.04). Dæmi sem þessi eru fjölmörg á síðum dagblaðanna og það mætti æra óstöðugan að eltast við þau enda gerist þess ekki þörf, það ætti að blasa við flestum málnotendum að þau samræmast ekki venjulegri málbeitingu. Óvissa um notkun for- setninganna að og af er að því leyti einkennileg að merkingarmunur þeirra er skýr og þær gegna ólíku hlutverki í íslensku. Önnur grunn- merkinga fs. að er staðarlega (hvar) en fs. af vísar jafnan til hreyfingar (hvaðan). Það er því mikill munur á eftirfarandi dæm- um: gaman er að e-u – hafa gaman af e-u og enginn ávinningur er að e-u – hafa ávinning af e-u. Önnur dæmi um ofnotkun fs. að á kostnað annarra forsetninga eru fjölmörg, t.d.: ?eiga rétt að e-u [á e-u]; ?eiga forkaupsrétt að e-u [á e-u]; ?hugmyndin að ritun sögu [um e-ð]; ?tillaga að dagskrá [um e-ð]; ?réttindi að hlutabréfum [þ.e. til að kaupa þau/(á þeim)] og ?und- irbúningur að atkvæðagreiðslu [fyrir e-ð]. Notkun orðatiltækja og fastra orðasambanda getur verið við- kvæm. Í flestum tilvikum er það svo að búningur og notkun eru í föstum skorðum og svigrúm til að víkja frá hefðbundinni notkun er lítið sem ekkert. Það gengur t.d. alls ekki að taka svo til orða að ?ráðherra dragi dilk útvegsmanna (Fréttabl. 10.8.04). Það er hins veg- ar algengt að menn dragi taum e-s (’styðji málstað e-s’) og það getur náttúrlega dregið dilk á eftir sér (’haft miklar (ófyrirséðar) afleið- ingar’). Hér er augljóslega um samslátt að ræða. Úr nútímamáli er kunnugt orða- sambandið gefa í (’flýta sér; herða sig’) og einnig gefa í botn en hvort tveggja vísar til þess er bensíngjöf bifreiðar er stigin í botn. Einnig er algengt að tala um að eitthvað/ sjálfstraustið sé í botni (’í lág- marki’). Umsjónarmanni finnst það hins vegar skjóta skökku við þegar sagt er: [við megum ekki vera hræddir við andstæðinginn] sjálfs- traustið verður algjörlega að vera í botni (11.6.04) – merkingin á að vera ’í hámarki’. Dæmi af þeim toga sem nefnd voru hér að ofan má kalla klúður, þau má rekja til klaufaskapar eða hroðvirkni. Umsjónarmanni dettur ekki í hug að mæla þeim bót en tel- ur þau til- tölulega mein- laus í þeim skilningi að oft- ast eru þau einangruð eða einstök og hafa sjaldnast áhrif á málkerfið sem slíkt. Þau dæmi þykja umsjón- armanni hins vegar verri sem fela í sér málnotkun sem stangast á við málkerfið og eru til þess fallin að breyta notkun þess orðasambands sem um ræðir. Skal nú vikið að tveimur slíkum dæmum. Orðasambandið e-m ber e-ð (þf.) á góma (’talið berst að e-u’) er kunnugt í elstu heimildum en í nú- tímamáli mun það vera algengast í myndinni e-ð (þf.) ber á góma en er einnig kunnugt í myndinni e-ð (þf.) ber e-m á góma. Það er einkum al- gengt með hvorugkyni, t.d.: margt/ ýmislegt bar á góma. Orða- sambandið er ópersónulegt, þ.e. frumlagsígildið (eitthvað/margt) stendur í þolfalli og sögnin (ber/ bar) stendur ávallt í eintölu, t.d.: fyrri ágreining bar á góma; söguna bar á góma og fréttirnar bar á góma. Af þessu leiðir að eftirfar- andi setning getur ekki talist rétt; ?Þá bar á góma sígild athugasemd [þ.e. sígilda athugasemd] um til- gangsleysi lögfræðinnar (Mbl. 5.7.04). Eins og sjá má er orða- sambandið notað hér persónulega en sígild athugasemd getur auðvit- að hvorki borið eitt né neitt á góma. Orðatiltækið taka (of/nokkuð/ full-) djúpt í árinni merkir ’kveða (of) fast að orði, fullyrða (of) mikið’. Það á uppruna sinn í máli sjó- manna og vísar til þess er ár- arblaðinu er dýft of djúpt í sjóinn, þ.e. árinni stendur sem aukafalls- liður (’með árinni’). Þegar á fyrri hluta 20. aldar skýtur afbrigðið ?taka (of/full-) djúpt í árina upp kollinum. Sú mynd sýnir reyndar að líkingin sem að baki liggur blas- ir ekki lengur við – að minnsta kosti ekki við þeim sem taka svona til orða. Þótt segja megi að af- brigðið ?taka (of/full) djúpt í árina hafi slitið barnsskónum getur það ekki talist rétt né eftirfarandi dæmi: ?frammistaðan var afar lé- leg, svo að ekki sé dýpra í árina tekið (Sjónv., 5.6.04). Úr handraðanum Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er að finna margar frásagnir af Sæ- mundi fróða og viðureign hans við gamla bakarann. Í tveimur þeirra kemur púki við sögu. Í annarri sög- unni segir frá því að Sæmundur lét púka í fjósið hjá fjósamanni sem honum þótti of blótsamur en með þeim hætti hugðist hann sýna hon- um að kölski hefði blótsyrði og illan munnsöfnuð mannanna handa sér og púkum sínum til viðurværis. Fjósamanni tókst að stilla sig í nokkurn tíma og sá hann að púkinn horaðist með hverju dægri. Þó kom að því að hann hellti yfir hann ótta- legum illyrðum og hroðalegu blóti en þá lifnaði púkinn við og varð svo feitur og pattaralegur að við sjálft lá að hann hlypi í spik þar sem hann lá á básnum sínum. Til þessa vísar orðatiltækið fitna eins og púkinn í fjósi Sæmundar. Í hinni sögunni segir frá púka sem sat á kirkjubita og skráði hjá sér skammaryrði tveggja kerlinga sem sátu undir kirkjubitanum. Til þessa vísar orðatiltækið gleðjast eins og púkinn á kirkjubitanum. – Umsjónarmaður hefur rekist á all- mörg dæmi þess að menn tali um að púkinn á fjósbitanum fitni, síð- ast í Mbl. 31.7.04. Af því sem að framan sagði má sjá að sú mynd á sér ekki stoð í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar með er ekki sagt að hún sé röng og að engu hafandi, málvenja og málkennd sker úr um það. Notkun orða- tiltækja og fastra orða- sambanda get- ur verið við- kvæm. Í flestum til- vikum er það svo að bún- ingur og notk- un eru í föstum skorðum og svigrúm til að víkja frá hefð- bundinni notk- un er lítið sem ekkert. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 38. þáttur RAUNALEGT er að horfa upp ráðaleysi ráðamanna í málefnum grunnskól- ans. Engu er líkara en ráðamenn hafi ekkert lært í sínum skóla – jafnvel ekki þeir sem lengi hafa stundað nám í stjórnmálaskóla landsins. Staðreyndir hafa lengi legið fyrir. Kenn- arar verða að fá hærri laun, m.a. til þess að unnt sé að gera til þeirra miklar kröfur. Sveitarfélög geta ekki greitt kennurum hærri laun vegna fámennis, fátæktar og stjórnleysis. Alþingismenn og ráðherrar geta ekki firrt sig ábyrgð eftir að hafa samþykkt lög og sett reglugerðir um grunnskóla og lagt endalausar byrð- ar á vanmegnug sveitarfélög. Ríkið verður því að taka grunnskólann aft- ur í sínar hendur, enda á ríkið að sjá fyrir grunnþörfum þegnanna, m.a. allri grunnmenntun. Skollaleik ríkis og sveitarfélaga verður að ljúka. Grunnskólakennarar – og aðrir kennarar – verða að fá 250 þúsund króna byrjunarlaun og komast í 350 þúsund krónur eftir fimm ár og vinna síðan vinnuna sína undir stjórn skóla- stjóra, ekki undir stjórn samningamanna sinna. Skólastjórar eiga að stjórna skóla- starfi, ekki kjarasamn- ingur. Skollaleiknum verður að ljúka. Ekkert er mikilsverðara en upp- eldi barna sem margir foreldrar sinna af mikilli prýði. Vegna veikrar stöðu margra fjölskyldna hefur upp- eldi barna og unglinga hins vegar færst yfir á skólana í æ ríkara mæli, sem skólarnir geta þó ekki sinnt vegna skilningsleysis og vanefnda. Ofan á allt þetta bætist svo að kennarar, sem nú beita verkfalls- rétti í nauðvörn, eru gerðir að blóra- bögglum vegna ráðaleysis ráða- manna. Kennarar, sem gegna mikilsverðasta og erfiðasta launa- starfi í vestrænum þjóðfélögum, eiga ekki lengur virðingu eða samúð fólks. Því segi og enn og aftur. Skollaleiknum verður að ljúka. Skollaleiknum verður að ljúka Tryggvi Gíslason fjallar um grunnskólann ’Ríkið verður því aðtaka grunnskólann aftur í sínar hendur, enda á ríkið að sjá fyrir grunn- þörfum þegnanna, m.a. allri grunnmenntun.‘ Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri. DÓMARAR við Hæstarétt Ís- lands eru minnimáttar. Þeir eru táknaðir sem gyðja réttlætisins sem hefur bundið fyrir augun. Í hendi hennar eru vogarskálar. Á annarri skálinni eru lögin og réttarheimildirnar, í hinni hend- inni er það málsefni eða ásak- anir sem réttað er um. Frammi fyrir þessu tvennu eru dómar- arnir hlutlausir með bundið fyrir augun. Það er fyrir þá lagt að vega saman réttarheimildir og málsatvik. Ekkert annað. Um leið og þeir taka sæti í réttinum hverfa þeir í vissum skilningi af opinberum vettvangi. Hlutverk þeirra er svo mikilsvert að sam- félagið krefst þess að þeir helgi sig því og engu öðru. Gefi því allt sitt líf og allt sitt pund. Þeir eru minnimáttar vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því að þeir svari fyrir sig þegar að þeim er ráðist á opinberum vettvangi. Frá þessari helgun eru und- antekningar. Til eru dæmi um að dómarar sinni fræðistörfum og setu í stjórnum menningar- eða líknarfélaga. Við það er ekkert að athuga ef þeir gæta jafnframt vel að stöðu sinni sem dómarar. Öðru máli gegnir, eins og háttar á Íslandi og víðar, þegar dóm- urum er falið stjórnsýsluhlut- verk. Það á við þegar þeim er falið að kveða upp dóma um um- sækjendur um starf í réttinum. Það er ekki dómsathöfn, þar sem saman eru vegin málsatvik og réttarheimildir, það er stjórn- sýsluhlutverk að skipa dómara við réttinn, öðru nafni stjórnmál og lýtur lögmálum lýðræðisins. Og það stýrir ekki góðri lukku, eins og dæmin sanna, að taka klútinn frá augum dómaranna (og vogina góðu úr hendi þeirra) og henda þeim út í stjórnmál. Í Morgunblaðinu, 14. október, er ráðist gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttar- dómara. Ég kalla hann með réttu hæstaréttardómara vegna þess að 15. október tók hann til starfa sem dómari við réttinn. Það er því ekki við því að búast að hann muni svara þessari árás hér á síðum blaðsins. Hann er fallinn á tíma. Hann er á op- inberum vettvangi, líkt og séra Friðrik með litla drenginn í Lækjargötu, sestur í helgan stein. Ég óska Jóni Steinari velfarn- aðar í starfi. Mér líður vel að vita af honum þar sem hann er. Ég hef þekkt hann í aldarfjórð- ung og hann hefur kennt mér margt. Því miður hefur mér ekki tekist að tileinka mér nema fátt af því. Jón Steinar er vakandi og stöðugur í lögfræðinni, hann er líka styrkur og gerir allt í kær- leika og hann er dauðlegur eins og við hin. Tíminn mun svo dæma okkur öll. Þorsteinn Haraldsson Síðasta orðið Höfundur er löggiltur endurskoðandi. ÞEIR SEM heimsótt hafa Hér- aðið í sumar hafa ekki komist hjá því að taka eftir þeirri miklu upp- byggingu sem þar á sér stað um þessar mundir. Þessi upp- bygging hefur leitt til þess að skipulagsmál eru einn af þeim málaflokkum sem verið hafa fyrirferð- armiklir á þessu kjör- tímabili á Austur- Héraði. Sú vinna hef- ur tekið mið af því aðalskipulagi sem er í gildi fyrir sveitarfé- lagið og gildir til árs- ins 2017. Í sameinuðu sveitarfélagi teljum við á D-listanum að nauðsynlegt sé að gera nýtt aðal- skipulag sem tæki mið af þeirri byggð sem fyrir er í sveitar- félaginu og þörfum íbúanna. Undanfarið hafa ný svæði fyrir íbúðabyggð verið deiluskipulögð innan þéttbýlisins á Egilsstöðum og á Hallormsstað. Tel ég að vel hafi tekist til en markmið með skipu- lagningu sem þessari og gerð byggingaskilmála fyrir svæðið er að leggja grunn að fögrum og vel byggðum hverfum. Þau veita íbú- um þess öruggt og fagurt umhverfi sem er samtímis til prýði fyrir bæjarfélagið. Nú er neðri hluti Sel- brekku í byggingu, og gatnagerð er hafin á efra svæðinu og brátt verða auglýstar lóðir til úthlutunar. Á Hallormsstað er gatnagerð á stærra íbúðarsvæði á lokastigi og uppbygging í Votahvammi er að hefjast. Auk skipulagningar nýrra íbúðasvæða hafa verið skipulagðar nýjar iðnaðarlóðir í Miðási og í vinnslu er skipulagning nýs mið- bæjar á Egilsstöðum og framtíð- arsvæðis fyrir hestaáhugamenn í Fossgerði. Tekin var ákvörðun á sínum tíma um að þétta byggð inn- an þéttbýlisins og byggja upp þau landsvæði sem sveitarfélagið átti. Nú eru þau svæði á góðri leið með að vera fullbyggð og ljóst er að í nánustu framtíð þarf hið nýja sveitarfélag að fara í landvinninga og koma sér upp bygg- ingarlandi. Spurningin er: hvert á bærinn okkar að þróast? Á hann að þróast til suð- urs, norðurs, austurs eða vesturs? Ég tel að vanda þurfi vel til næsta skrefs í skipu- lagsmálum, tengja saman byggðirnar beggja vegna Fljóts eins og skynsamlegt er með uppbyggingu þjónustusvæða sem tengjast starfsemi flugvallarins. Skoða þarf hvort íbúðabyggð- in á að þróast áfram til austurs og síðan suður frá Selbrekku yfir Norðfjarðarveg, eða til suðurs frá Kaupvangi, en þetta þarf að skoða vandlega áður en uppbygging hefst. Báðar þessar leiðir bjóða upp á möguleika á fal- legum íbúðahverfum og skemmti- legum lóðum. Með því verða Egils- staðir áfram eftirsóttur byggðakjarni til búsetu í fallegu umhverfi. Á laugardaginn verða kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Héraði. Það er mikilvægt að tryggja D-listanum góða kosningu til að bærinn í skóginum geti átt enn bjartari framtíð. Egilsstaðir, bær- inn í skóginum Guðmundur S. Kröyer fjallar um kosningarnar á Héraði Guðmundur S. Kröyer ’Með því verðaEgilsstaðir áfram eftir- sóttur byggða- kjarni til búsetu í fallegu um- hverfi.‘ Höfundur skipar 5. sæti D-listans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Héraði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.