Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 37 KIRKJUSTARF Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju HIN árlega haustmessa fer fram í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 17. október og hefst hún kl. 14:00. Vor- og haustmessur þar hafa fest sig vel í sessi og laðað marga að til gefandi helgistunda. Sr. Gunnþór Þ. Inga- son messar og Sigrún M. Þórsteins- dóttir leikur á hljómborð og leiðir kirkjusöng. Við lok messunnar verð- ur „Upprisa“, altaristafla kirkj- unnnar eftir Svein Björnsson, tekin ofan til veturdvalar í Hafnarfjarð- arkirkju. Eftir messuna verður boð- ið upp á kaffi og kökur í Sveinshúsi á vægu verði. Þar stendur nú yfir sýningin „Fuglar“ en fuglar eru áberandi í myndverkum Sveins Björnssonar og geta vísað til bæði frelsis og hærri lífsvídda. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13:00 og frá Krýsuvík síðar um dag- inn í boði kirkjunnar. Tónlistarguðsþjónusta í Árbæjarkirkju ÞRIÐJA sunnudag hvers mánaðar eru tónlistarguðsþjónustur. Eins og nafnið gefur til kynna skipar tónlist- in stórt pláss í guðsþjónustunni ásamt útleggingu orðsins. Á sunnu- dag mun Martial Nardeau þver- flautuleikari heiðra kirkjugesti með leik sínum. Ólafur Jóhann Borg- þórsson, guðfræðinemi og æsku- lýðsleiðtogi við kirkjuna, prédikar. Viljum við hvetja fermingarbörn og foreldra þeirra til að koma og eiga stund í kirkjunni. Kirkjukaffi og meðlæti á eftir. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Sorg og sorgar- úrvinnsla í Árbæjarkirkju ÞRIÐJUDAGINN 19. október kl. 17.30 hefst námskeiðið Sorg og sorgarúrvinnsla í umsjá sr. Þórs Haukssonar og sr. Sigrúnar Ósk- arsdóttur. Um er að ræða fimm þriðjudaga, tíminn er frá kl. 17.30 og lýkur kl. 19.00. Öllum þeim sem hafa misst ástvin er velkomið að sækja þetta námskeið. Hugmyndin er að þeir sem sækja námskeiðið haldi áfram eftir þessa fimm þriðju- daga að hittast og eiga stuðning hver af öðrum. Fyrirlestur í Landakoti „Í VOTTA viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna.“ Sr. Jürgen heldur áfram fyrirlestri sín- um 18. október kl. 20.00 í safn- aðarheimilinu á Hávallagötu 16. Að þessu sinni fjallar erindið um Bene- dikt frá Núrsíu: Að rísa á fætur til að lofa Guð – Lof- og þakkargerð: Forgildi og Sanctus. Allir áhuga- samir eru hjartanlega velkomnir. Tíu leiðir til að lifa lífinu lifandi ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 19. okt. mun sr. Þórhallur Heimisson flytja fyrirlestur á vegum trúfræðslu Laugarneskirkju þar sem hann fjallar um fjölskyldulíf og leggur fram tíu leiðir til að lifa lífinu lif- andi. Fyrirlesturinn fer fram í safn- aðarheimili Laugarneskirkju, hefst kl. 19:45 og lýkur kl. 20:30. Að- gangseyrir er enginn. Að erindi sr. Þórhalls loknu gefst fólki kostur á að ganga upp í kirkju og taka þátt í hinum vikulega kvöldsöng. Það er Þorvaldur Halldórsson sem leiðir sönginn en Gunnar Gunnarsson leikur á píanó. Á eftir er molasopi í safnaðarheim- ilinu og einnig boðið til fyrirbænar við altari kirkjunnar. Verið velkom- in. Ferill fyrirgefning- arinnar LAUGARDAGINN 16. október verður Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur með fyrirlestur kl. 17.00 í Fríkirkjunni Kefas við Vatnsendaveg og fjallar hann um ferli fyrirgefningarinnar. Að lokn- um fyrirlestri er boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Allir eru velkomnir. Barnaguðsþjónusta í Seljakirkju BARNAGUÐSÞJÓNUSTA verður í Seljakirkju á sunnudaginn kl. 11. Barnakórar kirkjunnar syngja und- ir stjórn Önnu Margrétar Ósk- arsdóttur. Allir velkomnir. Hjónanámskeið í Selfosskirkju MIÐVIKUDAGINN 20. október næstkomandi kl. 19.30 heldur síra Þórhallur Heimisson hjóna- námskeið í Safnaðarheimili Selfoss- kirkju. Námskeiðið stendur aðeins þetta eina kvöld og má gera ráð fyrir að því ljúki kl. 22.30, hálftíma kaffihlé meðtalið. Síra Þórhallur hefur mikla reynslu af fræðslu á þessu sviði og hafa námskeið hans orðið mörgum að drjúgu gagni. Nú þegar hafa mörg hjón skráð sig til þátttöku hér á Selfossi. Ástæða er til að hvetja alla þá, sem áhuga hafa á að vera með, til þess að skrá sig hjá kirkju- verði í síma 482 2175 eða sókn- arpresti í síma 899 1908. Sr. Gunnar Björnsson. Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ÁRLEGUR kirkjudagur Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði er á morgun, sunnudaginn 17. október. Barnasamkoma verður að venju í kirkjunni kl. 11 en þátttakan hefur verið mikil síðustu sunnudaga. Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 13 og þar mun Hera Elfarsdóttir guðfræðinemi predika en Hera er í hópi þeirra sem stýra barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar. Suðræn sveifla mun setja svip á sálmasöng- inn að þessu sinni sem kór kirkj- unnar leiðir undir stjórn Arnar Arn- arsonar og hljómsveitar kirkjunnar. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin glæsilega kaffisala kvenfélags- ins í safnaðarheimilinu en allur ágóði af sölunni rennur til safn- aðarstarfsins. Þess er vænst að safn- aðarfólk og vinir kirkjunnar fjöl- menni til kirkjunnar á þessum hátíðisdegi. Mark Anderson heim- sækir Bústaðakirkju UM þessar mundir er staddur hér á landi bandaríski orgelleikarinn og kórstjórinn Mark A. Anderson. Sunnudaginn 17. október kl. 14 mun hann heimsækja Bústaðakirkju í almennri guðsþjónustu og leiða safnaðarsöng á orgel kirkjunnar, auk þess að spila forspil og eftirspil. Í guðsþjónustunni verður sérstök áhersla lögð á almennan söng og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt í þessum sérstaka viðburði. Mikill fengur er að heimsókn Marks og er Bústaðakirkja honum þakklát fyrir að vilja koma í heim- sókn og leyfa söfnuðinum að njóta mikilla hæfileika sinna. Fólk er hvatt til að fjölmenna í há- tíðlega og skemmtilega guðsþjón- ustu í Bústaðakirkju nk. sunnudag. Laugardaginn 16. október mun svo Mark flytja erindi á sálma- ráðstefnu sem haldin er á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar og Kirkju- tónlistarsviðs Biskupsstofu. Um kvöldið sama dag stýrir hann Sálmaveislu í Hallgrímskirkju þar sem hann leiðir veislugesti um undraheima sálmabókarinnar. Kópavogskirkja – þakkargjörð Þakkargjörðarguðsþjónusta verður sunnudaginn 17. október kl. 14. Í henni verður lögð áhersla á þakk- argjörðina – á það að við munum eftir að þakka allt það dýrmæta og góða sem við njótum og höfum not- ið. Í guðsþjónustunni verður Her- manni Lundholm, sem starfað hefur við Kópavogskirkju í áratugi, þakk- að sérstaklega en hann hefur unnið kirkjunni af einstakri trúmennsku og ljúfmennsku. Sóknarprestur, sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, predikar og þjónar fyrir altari og kór Kópa- vogskirkju syngur undir stjórn Jul- ian Hewlett organista. Kaffisopi eft- ir guðsþjónustu. Fræðsla og helgihald í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 17. október hefst dagskrá dagsins á fræðslumorgni kl. 10.00. Sr. Sigurður Pálsson flyt- ur erindi um trúarbragðafræðslu í fjölmenningarsamfélagi. Eftir fyr- irlesturinn gefst kostur á fyrir- spurnum og umræðum. Messa og barnastarf hefst kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barnastarfinu, sem hefst í messunni, en síðan gefst börnunum kostur á að fá fræðslu og samfélag við sitt hæfi í safnaðarsalnum. Sérstök áhersla verður lögð á al- mennan sálmasöng í messunni, en þessa helgi stendur yfir sálma- ráðstefna á vegum þjóðkirkjunnar. Hörður Áskelsson verður organisti og stjórnar almennum safnaðarsöng og hóp úr Mótettukór Hallgríms- kirkju. Næstu fjögur miðvikudagskvöld kl. 20.00 verður fræðsla um Bibl- íuna, – tilurð, sögu, áreiðanleika og áhrif. Umsjón hefur sr. Sigurður Pálsson. KMS – fyrir ungt fólk KMS er Ten-sing-starf fyrir ungt fólk á aldrinum 14–20 ára. KMS merkir Kristur-Menning-Sköpun. Hér er boðið upp á listsköpun undir stjórn frábærra fagmanna og skipt- ist starfið í þrjá hópa; gospelkór, hljómsveit og leiklistarstarf. Leiklistarhópurinn og gospelkór- inn æfa í Áskirkju (kirkjan fyrir of- an Laugardalinn) á fimmtudögum kl. 17:30–19:30, en hljómsveitaræf- ingarnar eru á sama tíma í að- alstöðvum KFUM/KFUK á Holta- vegi 28. Í lok hverrar æfingar borða svo allir kvöldmat saman inni í Ás- kirkju. Hér er einfaldlega um frábært tækifæri fyrir ungt fólk að ræða. Hægt er að fá nánari upplýsingar um KMS með því að senda línu á netfangið midborgarprest- ur@kirkjan.is. KFUM/KFUK, ÆSKR, Laugarneskirkja, Áskirkja, Fella- og Hólakirkja, Miðborgarstarf kirkjunnar. Sr. Gunnar vísiterar Mosfellsprestakall Á MORGUN, sunnudaginn 17. októ- ber, vísiterar sr. Gunnar Krist- jánsson, prófastur í Kjalarnespró- fastdæmi Mosfellsprestakall. Vísitasían hefst kl. 15.00 með heimsóknum prófasts í kirkjur prestakallsins og fundum með prestum, sóknarnefnd og starfsfólki safnaðarins. Kvöldguðsþjónusta verður í Lágafellskirkju kl. 20. 30 og mun prófastur predika. Hanna Björk Guðjónsdóttir syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Kikjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng en organsiti safnaðar- ins Jónas Þórir sér um orgelleikinn. Að lokinni Guðsþjónustu verður kirkjukaffi í safnaðarheimilinu að Þverholti 3. Sóknarnefnd Lágafellssóknar. Morgunblaðið/RAXKrýsuvíkurkirkja Samsung SGH-X450 Expert, Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Opið virka daga frá kl. 11.00 - 18:30 Laugardaga frá kl 10.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Fallegur 3 banda sími með hágæða skjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.