Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 38

Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 38
38 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðrik Stefáns-son fæddist í Vatnshlíð í Bólstað- arhlíðarhreppi í Austur-Húnavatns- sýslu 24. febrúar 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Siglufirði 10. október síðastlið- inn. Foreldrar Frið- riks voru Guðrún H. Friðriksdóttir, f. 8. febrúar 1896, d. 2. janúar 1939, og Stefán Sveinsson, f. 16. janúar 1893, d. 17. júlí 1966. Systkini Friðriks sammæðra Þórunn Hallgríms- dóttir, f. 31. mars 1916, d. 24. janúar 1995, og samfeðra Elísa- bet, f. 30. október 1949, Stefán, f. 27. ágúst 1953, Birna, f. 25. febrúar 1955. Eiginkona Friðriks er Hrefna Einarsdóttir, f. 9. ágúst 1926. Foreldrar hennar voru Sigrún Jónasdóttir, f. 17. júní 1907, d. 11. nóvember 1991, og Einar Magnússon, f. 7. sept. 1904, d. 20. febrúar 1993. Börn Friðriks og Hrefnu eru 1) Gunnar, f. 1. febrúar 1945, d. 29. júlí 2003, kona Kristrún Sigurbjörnsdóttir, f. 28. nóvember 1947. Börn þeirra eru Jóhanna Hrefna, f. 4. maí 1969, Sigurður Jón, f. 6. des- ember 1971, og Dagur, f. 12. maí Jónsdóttir, f. 12. nóvember 1955. Börn þeirra eru Jón Kristinn, f. 11. febrúar 1971, Jónas Halldór, f. 13. febrúar 1975 og Trausti, f. 28. september 1982. 6) Stefán Einar, f. 12. október 1960, kona hans Jónbjörg Katrín Þórhalls- dóttir, f. 6. september 1960. Börn þeirra eru Stefán Gauti, f. 1. nóvember 1980, Dagný Sif, f. 7. júní 1985. Friðrik ólst upp í Eyjafjarð- arsveit og vann við almenn bú- störf. Friðrik kynntist Hrefnu er hann réðst að kúabúi á Hóli í Siglufirði vorið 1942 og hófu þau sambúð 30. september 1943 og giftu sig 31. desember 1954. Þau bjuggu allan sinn búskap á Siglufirði. Um tíma vann hann við byggingarvinnu, þar til hann réðst sem skrifstofumaður til Siglufjarðarbæjar, vann um tíma hjá útibúi KEA í Siglufirði og Skattstofu Norðurlands vestra frá 1980 til starfsloka, rúmlega 67 ára. Var lengst af í stjórn Starfsmannafélags Siglufjarðar- kaupstaðar og þar af formaður í 8 ár. Meðlimur í Lionsklúbbi Siglufjarðar í 20 ár. Félagi í Leikfélagi Siglufjarðar yfir 20 ár og tók þátt í flestum leiksýn- ingum á þeim tíma. Þá var hann félagi í Hestamannafélaginu Glæsi og tók virkan þátt í starf- semi þessa félags og var gerður að heiðursfélaga árið 1994, þá 70 ára. Nú seinni árin var hann félagi í kór eldri borgara Vor- boðunum. Útför Friðriks fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1975. Dóttir Gunnars frá fyrri sambúð er Hanna Kristjana, f. 19. desember 1963. 2) Sigrún, f. 11. júlí 1947, maki Jens G. Mikaelsson, f. 8. júní 1948. Börn þeirra eru Katrín Þórný, f. 26. febrúar 1970, og Heimir Þór, f. 14. október 1974. Börn Sigrúnar og Frí- manns Ingimundar- sonar frá fyrri sam- búð eru Friðrik Ingi, f. 7. febrúar 1966, og Sigríður, f. 23. maí 1967, d. 17. maí 2003, sem var alin upp hjá Friðriki og Hrefnu móðurfor- eldrum sínum. 3) Jónína Gunn- laug, f. 17. febrúar 1949, ætt- leidd af hjónunum Sigrúnu Ás- bjarnardóttur og Ásgeiri Björns- syni, maki hennar Magnús Guðbrandsson, f. 16. desember 1948. Börn þeirra eru Guðbrand- ur, f. 11. september 1967, Ásgeir Rúnar, f.19. maí 1970, Anna Júl- ía, f. 24. febrúar 1975, og Krist- inn, f. 26. febrúar 1980. 4) Kol- brún, f. 24. nóvember 1950, maki Hjálmar Jóhannesson, f. 31. júlí 1948. Börn þeirra eru Jóhannes, f. 25. nóvember 1969, Sandra, f. 19. júní 1974, og Einar Hrafn, f. 9. ágúst 1983. 5) Sigurður, f. 5 ágúst 1952, kona Jónína Kristín Mig langar að heiðra minningu míns ástkæra afa og koma nokkr- um minningarbrotum honum tengdum í orð. Alltaf þegar ég hugsa um afa, þá sé ég fyrir mér „reffilegan“ mann í svörtum mokk- asíum og ljósum kakíbuxum. Undir vínrauðu vesti er hann í köflóttri skyrtu með axlabönd og á höfðinu er hann með svart og hvítt köflótt „pottlok“ með dúski. Hann hallar undir flatt og um annan úlnliðinn er band sem í hangir svört „leður- tuðra“. Þetta er Fiddi afi minn, svo elskulegur og blíður sem hann var. Hugurinn reikar samstundis í Tún- götu 28 þar sem þau amma og afi áttu heima öll mín æskuár. Oft vor- um við barnabörnin búin að skríða upp í sófann til afa til að hlusta á sögurnar hans, sem virtust óþrjót- andi og alltaf jafn spennandi og aldrei þreyttist hann á að miðla visku sinn og lífsreynslu. Já, hann var lífsreyndur maður og hafði a.m.k. níu líf. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hann og þurfti hann að standa á eigin fótum frá fjórtán ára aldri, eftir að móðir hans lést úr krabbameini langt um aldur fram. Frá unga aldri stóð hann sjálfur oft frammi fyrir dauð- anum og var í gegnum tíðina búinn að heyja marga orustuna við hina ýmsu sjúkdóma, s.s. berkla, löm- unarveiki og krabbamein, en hann var alltaf sigurvegarinn og stóð uppi reynslunni ríkari og þakklátur sem aldrei fyrr. Fiddi afi var vísdómurinn holdi klæddur og sem barn var ég þess fullviss að gáfaðri maður fyrirfynd- ist ekki á Íslandi, jafnvel ekki í öll- um heiminum. Hann átti aragrúann allan af erlendum bókum og var bú- inn að lesa Íslendingasögurnar á hinum ýmsu tungumálum. Ljóð- elskur var hann og með eindæmum hagyrtur. Þær eru ófáar vísurnar sem hann lætur eftir sig en þær eru flestar í léttari kantinum, enda var afi mikill húmoristi og óragur við að gera góðlátlegt grín að sjálf- um sér og öðrum. Margar góðar minningar á ég úr hesthúsunum og vorum við búin að fara í marga útreiðatúra saman. Einnig var farið á mörg hesta- mannamót og var þá sett kerra aft- an í rauða Broncoinn og hún fyllt af reiðtygjum og tilheyrandi búnaði en í skottið var raðað alls kyns góð- gæti, þ. á m. kótelettum að hætti ömmu, en þær skipta líklega orðið hundruðum ef ekki þúsundum í gegnum tíðina. Afi var dálítið sér- vitur varðandi nafnaval á hrossin sín en hann átti m.a. Skolla, Skand- al, Goldu Meir og Hremsu en Skandall var honum líklega kær- astur enda mikill gæðingur og færði afa nokkrar medalíur. Seinni árin gat afi heilsu sinnar vegna ekki stundað hestamennsku en var alltaf jafn áhugasamur og fylgdist vel með. Hún amma mín elskuleg hefur alltaf staðið eins og klettur við hlið afa og hjúkrað honum í veikindum hans af mikilli ástúð og óeigingirni. Megi hún hafa allar heimsins þakk- ir fyrir það og bið ég góðan guð að varðveita hana og styrkja í sorginni en hún hefur á rúmu ári misst tvö af börnum sínum og nú lífsförunaut sinn. Elsku afi minn. Nú ertu kominn til pabba og Siggu og vonandi ertu laus við alla sjúkdóma og þrautir. Ég vil þakka þér samfylgdina og fyrir alla þína hlýju og ást mér til handa. Síðustu kveðju þinni til mín og fallegu orðunum þínum mun ég aldrei gleyma. Ég er stolt af því að eiga þig fyrir afa og óska þér guðs blessunar. Þig leiði guð og lánið blítt, um ljós og friðar vegi. Og aftanskin þér orni hlýtt, að æfi lægðum degi. (Höf. ók.) Þín Hanna Hrefna. Það hlaut að koma að því að Fiddi afi þyrfti að kveðja þetta líf. Það varljóst eftir rannsóknir skömmu fyrir 80 ára afmælið hans að líkaminn var farinn að gefa sig þó að hugurinn væri nokkuð hress. Það er margs að minnast því heimili ömmu og afa hefur jafnan verið miðpunktur fjölskyldunnar, þangað hefur fjölskyldan alltaf leit- að og þannig vildi hann hafa það. Jólaboðin í Túngötu 28 þar sem krakkaskarinn stillti sér upp í stig- anum fyrir myndatöku er til dæmis mjög skemmtileg minning og eftir að þau fluttu í Hvanneyrarbraut 2 hafa óteljandi veislur og jólaboð verið haldin. Ég fór stundum með afa í hest- húsið og uppgötvaði að hann var al- veg ónískur að leyfa mér að keyra bílinn á meðan hann sinnti hest- unum, þannig að það var nú ekki mikil hjálp í mér við umhirðu á þeim, en bíllinn var heitur og fínn þegar við fórum heim aftur. Það er svo margt sem hægt er að rifja upp en það sem mér þykir vænst um er hlýjan og væntum- þykjan sem ég og fjölskylda mín höfum alltaf fundið fyrir þegar við höfum komið í heimsókn. „Nei, sæll frændi,“ og hlýtt faðmlag og koss á kinn voru móttökurnar. Einnig að hafa fengið tækifæri til að fara með honum og ömmu fram í Eyjafjörð til að hitta skyldfólk og skoða æskuslóðir afa og hlusta á sögur frá því að hann var ungur að alast þar upp. Takk fyrir mig og mína. Jón Kr. Sigurðarson. Hann Fiddi afi er dáinn. Það er undarlegt að sitja á hótelherbergi í Málmey og ætla að festa á blað til- finningar og orð um manneskju sem er látin. Og ég er ekki hjá ömmu, mömmu og öllum hinum. Ég sit ein og græt. En það er gott að gráta. Og ég græt af sorg en einnig af gleði. Gleði yfir því að afi er sofnaður svefninum langa og hann fær loksins að hvílast. En ég græt af söknuði og samhygð fyrir hönd ömmu minnar og allra hinna. En samtímis fer um mig góð til- finning. Því ég á minningar. Þegar ég hugsa til uppvaxtaráranna þá rifjast upp góðar minningar tengd- ar afa. Á hverjum degi eftir skóla fór ég beina leið heim til afa og ömmu. Þar beið amma með eitt- hvað gott í gogginn og passaði allt væri í lagi. Þegar afi kom svo heim þá tók við lestraræfing. Fyrst las afi og svo las ég. Við lásum lestr- arbækurnar sem ég hafði fengið í skólanum. Við lásum Litlu gulu hænuna, Grimms-ævintýrin ásamt öllum barnabókunum sem voru til heima hjá ömmu og afa. Þegar þær voru búnar þá fórum við afi á bóka- safnið. Það voru heilagar stundir. Þar var afi á heimavelli. Hann var mikill bókaunnandi og kenndi mér að bera virðingu fyrir rithöfundum og verkum þeirra. Þegar ég eltist og þroskaðist fór ég að hafa meiri áhuga á ljóðum. Þar er Steinn Steinarr í sérstöku uppáhaldi. Það sama gilti um afa. Hann unni ljóð- um og hann orti ljóð fyrirhafnar- laust. Þau ljóð sem hann hefur ort til mín skipta tugum. Hann orti m.a. eftirfarandi ljóð og skrifaði í skólaminningabók sem ég eignaðist þegar ég var átta ára: Að lesa og skrifa list er fín og lestur góður að hafa. Sitt af hvoru Sandra mín sækir þú í hann afa. Þetta ljóð ásamt öllum hinum hef ég varðveitt og gætt vel. Og þegar ég les þau mun ég minnast afa míns. Og ég mun lesa þau fyrir börnin mín og þannig munu þau minnast hans. Sonur minn, Andri Fannar sem nú er 8 ára, hefur dvaldist mikið hjá föður mínum og þeir hafa lestraræfingar líkt og við afi forðum. Og í gegnum son minn hef ég fengið að upplifa aftur þessi sérstöku tengsl milli barns og full- orðins einstaklings þar sem barnið fær einlæga athygli og umhyggju hins fullorðna. Og þannig mun ég minnast Fidda afa. Sandra Hjálmarsdóttir. Ég man, afi minn, þegar við hitt- umst í seinasta skipti núna um dag- inn. Þú varst kominn inn á sjúkra- hús og ég að fara aftur suður í skólann. Við töluðum saman dágóða stund og svo kvöddumst við. Við kvöddumst eins og ekkert amaði að, eins og við myndum örugglega hittast aftur. En innst inni vissum við þó að þetta væri í sennilega síð- asta skipti sem við hittumst. Faðm- lagið var svo innilegt og það var erfitt að sleppa. En auðvitað töl- uðum við ekkert um að þetta væri okkar seinasta stund saman því að gefast upp fyrirfram var eitthvað sem þér hefði aldrei dottið í hug. Við áttum oft góðar stundir sam- an, afi minn, og sérstaklega man ég eftir ferðunum í hesthúsin. Að gefa hestunum og borða súkkulaðisnúð- ana sem hestarnir áttu að fá, fannst mér alveg frábært þó svo að ekki færi mikið fyrir hestamennskunni. Einnig man ég hvað við vorum grobbnir vegna þess hve fljótir við vorum að setja niður í kartöflu- garðinn, og önnur eins uppskera hafði ekki sést, að okkar mati. Um ævina hefur þú átt marga og góða vini og ættingja. Sumir þeirra lifa enn og syrgja þig nú en aðrir hafa fallið frá og bíða þín annars staðar. Ég veit að þú átt eftir að fylgjast með okkur og reyna að leiða okkur á rétta braut áfram eins og þú hefur alltaf gert. En nú er komið að kveðjustund. Fölnað blómið fýkur burt fræin á jörðina dreifast. Lævís rótin liggur kjurt lúrir og neitar að hreyfast. Aldna blómið þó aldrei fór, andinn hjá rótinni endar. Hamist sjór og hrannist snjór hann nýju blómin verndar. Hvíl í friði, afi minn. Einar Hrafn Hjálmarsson. Kæri vinur, þar sem við hjónin verðum ekki á landinu til að fylgja þér síðustu sporin langar okkur að þakka þér fyrir vináttu þína í gegn- um árum. Leiðir okkar hafa legið saman síðan við vorum ungt fólk á Hólsbúinu á Siglufirði, lífsglöð og vinnusöm. Hefur sú vinátta eflst og styrkst síðustu sextíu árin og margt á dagana drifið. Það eru ófá- ar vísurnar sem eftir þig liggja, þú varst iðinn við að semja, þér reynd- ist þetta alveg ótrúlega létt, efa- laust er þetta efni í góða bók. Síð- ast drukkum við saman kaffi í Skálahlíð nú í sumar ásamt fleiri Siglfirðingum og forsetahjónunum. Það var yndisleg stund, þó að þrek- ið væri farið að dvína var hugur þinn en sá sami og áður. Kæri vinur það er margs að minnast á langri ævi en við geym- um minningarnar með okkur. Hafðu þökk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt saman, við vitum að þú ert hvíldinni feginn, hafðu þökk fyrir allt. Kæra Hrefna, börn og fjölskyld- ur, okkar innilegustu kveðjur, guð blessi ykkur öll. Ásgeir Björnsson og Sigrún Ásbjarnardóttir. FRIÐRIK STEFÁNSSON Ja hérna, Ari minn, svo þú ert nú farinn frá okkur. Þín hefur verið sárlega þarfnast annars stað- ar því alls staðar er þörf fyrir þig, Ari minn, slíkur karakter er ekki á hverju strái. Alls staðar sem þú komst vaktir þú athygli. Varst með svo mikla útgeislun að það var ekki annað var hægt, svo höfðu kannski marg- umtöluðu köflóttu buxurnar eitt- hvað um það að segja. ARI FREYR JÓNSSON ✝ Ari Freyr Jóns-son fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 23. apríl 1982. Hann lést á Huddinge-sjúkra- húsinu í Stokkhólmi 16. september síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 27. septem- ber. Svo var líka yndis- legt að fylgjast með ykkur vinunum á heimavistinni. Þið er- uð með svo yndisleg- an húmor sem kannski ekki allir skilja. Uppátækja- samir voru þið, ójá. Manni leiddist sko ekki í kringum ykkur. Minningarnar hrynja yfir mann alveg í hrönnum. Ég man sérstaklega eftir þegar við höfðum einn daginn ekkert að gera, það var leiðinlegt veður eins og sunnudagarnir voru oftast, en alltaf gast þú fundið upp á ein- hverju. Allt í einu varst þú kominn í kollhnís á gólfinu og enginn vissi hvað þú værir eiginlega að gera. Þú sagðir að þú værir að bara að athuga hvort þú gætir klætt þig úr sokkunum með tánum. Það sem meira er, þú fékkst Árna og Hall- dór Svavar til að koma í keppni um hver gæti klætt sig úr sokk- unum og bolnum með tánum. Þetta gátuð þið dundað ykkur við. Ég man að ég hugsaði þá að það hlyti að vera gaman að búa á Raufarhöfn. Ég á endalausar svona sögur af ykkur, allar alveg frábærar. Eins líka þegar þið ákváðu að athuga hvernig það væri að bíta í chili-pipar. Það var sko fyndið. Áhrifin komu nefnilega ekki fyrr en svolítið eftir á og þið voruð farnir að hlaupa um alla heimavistina því það sauð út úr munninum á ykkur. Fenguð ykkur vatnssopa en það var víst eins og væri verið að kasta olíu á eldinn. Ég man líka þegar ég hitti þig einhvern tímann á Dátanum eitt kvöldið, þá sagðir þú við mig að þú ættir dagatal heima hjá þér sem væri með englum á og einn engill- inn væri alveg nákvæmlega eins og ég. Það er eitt það fallegasta sem nokkur maður hefur sagt við mig. Þú varst bara svo yndislegur í alla staði. Jæja, Ari minn, passaðu nú vel upp á alla þá sem eiga um sárt að binda núna. Soffía. HINZTA KVEÐJA Ljóðin þér léku á tungu og lifnaði ferskeyttur bragur, er fuglar í fjörunni sungu og fjörðurinn lognkyrr og fagur. Látinn er ljóðanna smiður, lífs til í birtunnar heimi. Hugur minn bænina biður: Bróðir minn, Drottinn þig geymi. Stefán Friðbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.