Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 39
MINNINGAR
✝ Sigurður Jóns-son fæddist á
Reynistað í Skaga-
firði 4. september
1917. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 8.
október síðastliðinn.
Foreldrar Sigurðar
voru Jón Sigurðsson,
bóndi og alþingis-
maður á Reynistað í
Skagafirði, f. 13.3.
1888, d. 5.8. 1972, og
kona hans Sigrún
Pálmadóttir hús-
freyja, f. 17.5. 1895,
d. 11.1. 1979. Bræður Sigurðar
voru tveir, Pálmi, f. 12.12. 1919, d.
9.6. 1920, og Eysteinn, f. 4.6. 1924,
d. 17.1. 1925.
Sigurður kvæntist 18.9. 1947
Guðrúnu Steinsdóttur, f. 4.9. 1916,
d. 7.3 1999. Foreldrar hennar voru
hjónin Steinn L. Sveinsson, bóndi
og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, f.
17.1. 1886, d. 27.11. 1957, og kona
hans, Guðrún Sigríður Krist-
mundsdóttir, f. 12.10. 1892, d.
1953, d. 28.4 2001, kvæntist Sigríði
Svavarsdóttur, dætur þeirra eru:
Guðrún Ösp, dóttir hennar er Hall-
dís Embla, Margrét Helga og
Bryndís Lilja. 4) Helgi Jóhann,
bóndi á Reynistað, f. 14.2. 1957,
kvæntur Sigurlaugu Guðmunds-
dóttur og eiga þau þrjú börn: Jó-
hann Óskar, Bjarka og Sigrúnu
Evu.
Sigurður ólst upp á Reynistað
og var bóndi þar allan sinn starfs-
aldur. Hann tók gagnfræðapróf
frá unglingaskólanum á Sauðár-
króki, lauk búfræðiprófi frá Hól-
um 1937, var við nám og störf í
landbúnaði í Noregi 1938–39 og
við nám í lýðháskólanum á Voss
1939–40. Sigurður sat í hrepps-
nefnd Staðarhrepps 1958–86, var
sýslunefndarmaður frá 1970 og
þar til nefndin var lögð niður 1988.
Hann var hreppstjóri 1964–88,
einnig var hann fjallskilastjóri um
árabil. Hann var fulltrúi á fundum
Stéttarsambands bænda 1973–76
og sat í stjórn þess 1975–77. Þá sat
Sigurður í stjórn Ungmennasam-
bands Skagafjarðar um skeið.
Hann sinnti margvíslegum félags-
og trúnaðarstörfum á ýmsum vett-
vangi.
Útför Sigurðar fer fram frá
Reynistaðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
24.10. 1978. Sigurður
og Guðrún eignuðust
fjóra syni, þeir eru 1)
Jón, bifreiðastjóri og
loðdýrabóndi á Sauð-
árkróki, f. 26.9. 1948,
kvæntur Sigurbjörgu
Guðjónsdóttur og eiga
þau þrjú börn, þau
eru: a) Hjördís, sam-
býlismaður Hjörtur
Pálmi Jónsson, dóttir
þeirra er Snædís Ósk.
Börn Hjördísar frá
fyrra hjónabandi eru
Andrea og Gísli Þrá-
inn. b) Brynja Dröfn,
sambýlismaður Friðrik Örn Har-
aldsson, sonur þeirra er Haraldur
Jón. c) Sigurður Guðjón. 2) Steinn
Leó bifreiðastjóri, f. 2.2. 1951, bú-
settur á Klausturbrekku í Skaga-
firði, kvæntur Salmínu S. Tavsen,
þau eiga þrjú börn: Sigurð Rúnar,
Aðalheiði Báru og Pétur Tavsen.
Dóttir Salmínu er Ástríður Mar-
grét Eymundsdóttir, gift Má Hall-
dórssyni, synir þeirra eru Vignir
Már og Orri Már. 3) Hallur, f. 11.5.
Elsku afi.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig, en okkur langar að minnast þín
með fáeinum orðum.
Þú varst mikill rólegheitamaður
og traustur og fannst gott að vera
heima á Reynistað.
Þú varst alltaf svo góður við okk-
ur, varðst aldrei pirraður á neinu,
skipti engu máli þótt fjöldi barna
væru með læti nálægt þér, þú lést
það aldrei á þig fá. Oft þegar við
komum nú í seinni tíð lást þú inni í
lokrekkju og varst að lesa í bók eða
blaði, enda vissir þú svo margt og
varst alltaf að segja okkur eitthvað
fróðlegt, þú fylgdist líka alltaf með
öllum fréttum. Þú áttir þitt sæti í
eldhúsinu og þar var margt spjallað
og rökrætt. Núna á manni eftir að
finnast skrýtið að þú sért ekki þar.
Ófáar ferðirnar fórum við okkur til
skemmtunar á Reynistað, og erum
við svo heppnar að geta haldið
áfram að fara þangað og haldið
þannig minningu þinni. Minnisstæð
eru árleg jólaboð en þá komu allir
saman og alltaf var tekið jafnvel á
móti manni. Okkur fannst alltaf svo
gaman að koma til ykkar og fá að
gista, amma var oftast í eldhúsinu
og maður gat alltaf hjálpað henni
eitthvað þar og svo gat maður líka
farið í fjósið með þér, þar bar margt
á góma og okkur er minnisstætt
hvað þú talaðir mikið í áttum en það
þekktu þær ekki allir. Þú fórst líka
oft í Krókinn, t.d. í búð, og komst
stundum við heima hjá okkur, það
fannst okkur systrunum gaman.
Við erum mjög stoltar af því að
vera barnabörn þín og við vitum að
pabbi, amma, foreldrar þínir og
margir fleiri hafa tekið vel á móti
þér.
Vaktu minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér,
sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
Svo að lifa ég sofni hægt,
svo að deyja að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér
gefðu, sætasti Jesús, mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Megi Guð vera með þér.
Þínar
Guðrún Ösp, Margrét Helga
og Bryndís Lilja.
Elsku afi minn.
Þegar ég kom til þín á Reynistað
varstu alltaf svo góður við mig, ég
mátti alltaf sitja hjá þér. Mér finnst
leiðinlegt að fá ekki að hitta þig aft-
ur, en er ánægð með að hafa fengið
að kynnast þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð geymi þig.
Þín
Halldís Embla.
Nú er komið að kveðjustund. Í
dag fylgjum við afa til hinstu hvílu.
Afi var hæglátur maður og fróður
og fylgdist vel með öllum heimsmál-
um allt fram á síðasta dag. Við
systkinin eigum margar góðar
minningar frá uppvaxtarárum okk-
ar úr sveitinni hjá afa og ömmu á
Reynistað. Þar var mikið brallað á
sumrin og teljum við það forréttindi
að hafa fengið að búa á heimili
þeirra hjóna og fá að taka þátt í
þeim störfum sem okkur var treyst
fyrir.
Afi var mikill bókaunnandi og
nýtti hann frítíma sinn við lestur
góðra bóka. Minningin um hann í
lokrekkjunni að lesa er nokkuð sem
er greypt í huga okkar. Mikið og
gott safn bóka er til á Reynistað og
hefur afi verið duglegur að koma út
þessum merku ritum til afkomenda
sinna. Við systkinin höfum fengið
marga dýrgripina frá honum.
Það hefur alltaf verið ótrúlega
gott að koma í sveitina í hlýlega og
notalega andrúmsloftið þar og eru
þeir ófáir kaffibollarnir sem hafa
verið drukknir við eldhúsborðið á
Reynistað á meðan rætt hefur verið
um þau mál sem hafa verið efst á
baugi hverju sinni. Afi tók ríkan
þátt í umræðunum en aldrei heyrði
maður hann hækka róminn eða æsa
sig á nokkurn máta, hann kom sín-
um skoðunum á framfæri á sinn ró-
lega og yfirvegaða hátt. Það var
hans háttur á öllum hlutum, strokur
um vanga án margra orða segja allt
um hans yfirbragð og vissi maður að
hann fylgdist ávallt vel með afkom-
endum sínum.
Það er alltaf erfitt að kveðja þá
sem okkur þykir vænt um. Fyrir
okkur barnabörnin sem höfum feng-
ið að njóta samvista við afa alla okk-
ar ævi er það nánast óhugsandi.
Við viljum kveðja ástkæran afa
okkar með ljóði eftir Davíð Stefáns-
son.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Blessuð sé minning þín, elsku afi.
Hjördís, Brynja og
Sigurður Guðjón.
Það haustar að, hægt og rólega að
loknu einhverju besta sumri sem
fært hefur verið í annála. Gróðurinn
skiptir litum og tréin fella lauf.
Þessum árstíðaskiptum fylgdi Sig-
urður á Reynistað sem féll í valinn
með laufunum á trjánum í garðinum
heima, eftir 87 góð sumur. Höfuð-
bólið Reynistaður varð hans starfs-
vettvangur alla ævi hvar hann bjó
sínu búi og gegndi fjöldamörgum
trúnaðarstörfum líkt og forfeður
hans höfðu gert. Sigurður var ekki
maður hinna mörgu orða, hæglátur
og jafnvel dulur, en hann var vel les-
inn og tillögugóður og á hann var
hlustað. Þau Guðrún föðursystir
mín stóðu fyrir rómuðu heimili sök-
um gestrisni, og myndarbrags enda
margir sem áttu þangað erindi auk
allra þeirra barna sem fengu ígildi
háskólamenntunar eftir sveitadvöl á
þessu gróna heimili. Í bernsku
minni var Reynistaður sveipaður
ákveðnum ljóma. Allt svo stórt í
sniðum, fjöldi fólks, stórt hús, áin
við húsvegginn og auðvitað dulúð
sögunnar. Mér auðnaðist það lán að
vera einn vetur á unglingsárum á
Reynistað og fór vel á með okkur
Sigurði, ég síspyrjandi og hann þol-
inmóður að svara öllu, jafnt um
Reynistaðarbræður hina eldri,
klaustrið eða búhætti fyrr og þá.
Fyrir 6 árum mátti hann sjá á eft-
ir lífsförunaut sínum Guðrúnu og
stuttu síðar Halli syni sínum, sem
lést langt um aldur fram. Sigurður
dró sig í hlé frá búskap fyrir all-
nokkrum árum og hóf að sinna ýms-
um hugarefnum, s.s. skógrækt og
fræðimennsku, og undi vel í skjóli
Helga sonar síns og Sigurlaugar
tengdadóttur. Hann átti því láni að
fagna að hafa alla sína fjölskyldu
innan seilingar og þeir sem til
þekkja vita hve traust og þétt vina-
og fjölskyldubönd Reynistaðar-
fólksins eru. Ég hygg að fátt hafi
Sigurði líkað betur en geta eytt ævi-
kvöldinu umvafinn sínum nánustu
og dvalið heima allt fram á síðustu
stundu, hress og kátur. Við fjöl-
skyldan á Hrauni minnumst Sigurð-
ar með virðingu og þökk fyrir sam-
ferðina. Frændum okkar frá
Reynistað og fjölskyldum þeirra
sendum við okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Gunnar Rögnvaldsson.
SIGURÐUR
JÓNSSON
✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir
fæddist á Leifsstöð-
um í Svartárdal 3.
júlí 1931. Hún lést á
heimili sínu á Leifs-
stöðum 6. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar Sigurbjargar voru
Sigurður Benedikts-
son, f. 11.11. 1885, d.
2.6. 1974 og Ingi-
björg Sigurðardóttir,
f. 23.9. 1894, d. 2.2.
1959. Bjuggu þau á
Leifsstöðum. Sigur-
björg var ein af 12
systkinum en fjögur þeirra dóu
ung. Hin eru Soffía, f. 30.6. 1917,
d. 11.9. 1968, Guð-
mundur, f. 29.1.
1922, d. 4.1. 1996,
Guðrún Sigríður, f.
18.4. 1924, d. 15.12.
1975, Þóra, f. 18.7.
1925, Sigurður, f.
28.12. 1926, d. 5.7.
1984, Aðalsteinn, f.
22.2. 1929 og Björn,
f. 5.5. 1930, d. 6.12.
1988. Aðalsteinn býr
á Leifsstöðum en
Þóra býr í Hvammi í
Svartárdal.
Útför Sigurbjarg-
ar fer fram frá
Bergsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Með söknuð í huga ég kveð þig, mín kæra
því komin er stundin sú.
Af himninum ljósið þitt skína mun skæra
það skerpir í hjartanu trú.
Nú englarnir syngja og friðinn þér færa
í faðmi Guðs ertu nú.
Í dag munum við fylgja henni
Boggu okkar á Leifsstöðum síðasta
spölinn í þessari jarðvist. Nú er hún
komin í faðm Guðs, til systkina sinna
og allra ástvinanna sem eru farin
héðan á undan henni. Það er kökkur í
hálsinum og sviði í hjartanu, því svo
sannarlega mun ég sakna hennar
Boggu.
Þegar ég kynntist fyrst fólkinu á
Leifsstöðum var ég fremur ung. Þá
flutti ég inn á heimili Guðmundar
tengdaföður míns, bróður Boggu, og
fékk að njóta þess að fá að búa við
hliðina á þessu góða fólki, systkinun-
um og Maríu. Þetta var yndislegur
tími og ég eignaðist nýja fjölskyldu
sem alltaf hefur stutt við bakið á okk-
ur hjónunum og börnunum okkar.
Frá þessari fjölskyldu streymdi allt-
af kærleikur og góðvild. Þannig voru
þau öll og þannig var Bogga.
Margar góðar minningar á ég þar
sem við Bogga spjölluðum saman,
spiluðum á spil eða röltum út í góða
veðrið í þessum fallega dal. Það er
gott að eiga góðar minningar og
minningarnar sem tengjast Boggu
eru svo sannarlega ljúfar. Bogga var
hjartahlý, vildi öllum vel og var afar
barngóð. Hún var heimakær og leið
best á bernskuheimilinu sínu, þar
sem hún átti heima alla tíð. Seinni ár-
in þegar heilsan var farin að gefa sig
hugsuðu þau María og Alli um hana
svo að hún gæti verið heima og óskir
hennar mættu rætast. Guð launi
þeim fyrir það.
Mig langar með þessum orðum að
þakka Boggu fyrir farsæla og góða
samfylgd. Hún var sannur vinur. Ég
þakka allan kærleik og hlýhug til
okkar hjónanna og barnanna okkar.
Guð blessi þig, Bogga mín.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Birgitta H. Halldórsdóttir.
Elsku Bogga.
Nú hefur þú kvatt þetta líf og ert
komin til mömmu þinnar og pabba og
systkina þinna sem mörg hver
kvöddu þennan heim langt um aldur
fram. Það hafa eflaust verið fagnað-
arfundir.
Mig langar til að minnast á fallega
brosið þitt sem breiddist út um andlit
þitt og upp til augnanna sem end-
urspegluðu einlæga gleði þína og
lýstu upp í kringum þig ásamt hlýju
faðmlagi þegar maður kom í heim-
sókn að Leifsstöðum hvort sem það
var ég eða einhver af fjölskyldu
minni.
Aðeins örfáum dögum fyrir andlát
þitt fékk ég þetta fallega bros og
hlýtt faðmlag þegar ég færði þér dós
með sykurlausum molum sem ég
keypti síðast þegar ég fór á Krókinn.
Þetta bros mun ylja mér og mínum
um hjartarætur í minningunni um
þig um ókomin ár.
Hvíl þú í friði.
Sigríður og fjölskylda,
Hvammi.
Aðeins örfá orð til að kveðja móð-
ursystur mína hana Sigurbjörgu Sig-
urðardóttur á Leifsstöðum. Bogga
eins og hún alltaf kölluð bjó alla tíð á
Leifsstöðum og voru æskustöðvarn-
ar í Svartárdalnum henni mjög kær-
ar. Hún var einstaklega ljúf og góð
kona en gat verið glettin og stríðin, á
mínum yngri árum var ég stundum á
Leifsstöðum þá fylgdist hún alltaf
með því hvað við krakkarnir vorum
að gera og hafði gaman af því að
gantast í okkur og eftir því sem mig
minnir höfðum við ekkert á móti því.
Það var mikið lán fyrir Boggu þeg-
ar María flutti í Leifsstaði og hefur
María verið henni bæði félagi og
hjálparhella enda sagði Bogga þegar
María hélt upp á 70 ára afmæli henn-
ar sem hún gerði með miklum glæsi-
brag að hún vissi ekki hvar hún væri
ef hún hefði ekki Maríu og það var al-
veg satt, María var henni alveg ómet-
anleg og á hún mikið þakklæti skilið
fyrir.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Bogga mín, ég veit að það verður
tekið vel á móti þér af ástvinum okk-
ar sem eru farnir og að þér á eftir að
líða vel hjá þeim.
Minning þín lifir.
Áslaug F. Guðmundsdóttir.
SIGURBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar