Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 41

Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 41 MINNINGAR ✝ GuðmundurSveinbjörnsson fæddist á Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi 10. apríl 1914. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks 11. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Sveinsson frá Mæli- fellsá, f. 10. júlí 1886, d. 1933, og Ragnhild- ur Jónsdóttir frá Bakkakoti í Vestur- dal, f. 9. apríl 1887, d. 1944. Systkini Guð- mundar voru: Gunnar, f. 26. apríl 1915, látinn, Jón Helgi , f. 26. maí 1917, látinn, Helga Guðrún, f. 27. september 1918, og Hulda Björns- dóttir sammæðra, f. 5. janúar 1920, látin. Árið 1937 kvæntist Guðmundur Sólborgu Hjálmarsdóttur ljósmóð- ur, f. 9. júní 1905, d. 28. mars 1984. ureyri. Þau eiga fjóra syni. 6) Sveinbjörn Ólafur, f. 1942. Ólafur var kvæntur Önnu Lilju Guð- mundsdóttur sem lést árið 2000. Þau eiga fjögur börn. Sambýlis- kona Ólafs er Auður Stefánsdóttir. Þau eru búsett á Sauðárkróki. Guð- mundur á fjöldann allan af barna- börnum og barnabarnabörnum. Foreldrar Guðmundar bjuggu á ýmsum stöðum í Skagafirði þar sem þau stunduðu búskap en síðast bjuggu þau að Breiðagerði í Lýt- ingsstaðahreppi. Þegar Guðmund- ur kvæntist Sólborgu keyptu þau jörðina Sölvanes í sama hreppi og bjuggu þar til ársins 1963. Guð- mundur stundaði búskap og var einnig helsta grenjaskytta hrepps- ins. Sólborg stundaði ljósmóður- störf í Lýtingsstaða- og Akra- hreppi ásamt bústörfunum. Eftir að Guðmundur og Sólborg brugðu búi fluttu þau að Laugabóli í Lýt- ingsstaðahreppi og þaðan fluttu þau til Sauðárskróks þar sem Guð- mundur stundaði ýmis verka- mannastörf. Guðmundur bjó á Sauðárkróki til dauðadags. Útför Guðmundar verður gerð frá Goðdalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Guðmundur og Sól- borg eignuðust sjö börn, eitt þeirra dó í fæðingu. Börn þeirra eru: 1) Hjálmar Indr- iði, f. 1937, kvæntur Birnu Jóhannesdóttur, búsett að Korná í Skagafirði. Þau eiga fjögur börn. 2) Ragna Efemía, f. 1938, búsett á Sauðárkróki. Hún á fimm börn með fyrr- verandi eiginmanni sínum Pétri S. Víg- lundssyni. 3) Rósa Sig- urbjörg, f. 1940, gift Borgari Símonarsyni, búsett að Goðdölum í Skagafirði. Þau eiga fimm börn. 4) Birna Gunnhildur, f. 1941, gift Kjartani Björnssyni, bú- sett að Krithóli í Skagafirði. Hún á fimm börn með fyrrverandi eigin- manni sínum Halldóri K. Jakobs- syni. 5) Snorri, f. 1942, kvæntur Halldóru Árnadóttur, búsett á Ak- Nú er afi Guðmundur allur. Þó hann væri orðinn níræður var hann yfirleitt heilsuhraustur og fullur af þrótti þar til hann greind- ist með krabbamein í sumar. Þegar hann fékk svo lungnabólgu fyrir þremur vikum varð hann að játa sig sigraðan. Hann vissi að hverju dró og tók því með jafnaðargeði. Það var einmitt það sem einkenndi hann, jafnaðargeð og yfirvegun. Hann gafst aldrei upp þó á móti blési. Hann hafði alltaf þurft að berjast fyrir sínu, ólst upp í fátækt og þurfti snemma að byrja að bjarga sér sjálfur. Hann var ákaf- lega nægjusamur og safnaði ekki veraldlegum auði. Hann var nátt- úruunnandi og kunni best við sig á fjöllum. Það átti vel við hann að vera bóndi og yrkja jörðina, fara til fjalla í leitir eða að liggja á grenjum. Best þótti honum þegar hann gat sofið úti undir beru lofti beintengdur við móður náttúru með himinhvelfinguna yfir sér. Það var ekki hægt að hugsa sér betri leiðsögumann þegar skreppa átti í fjallaferðir upp úr Skagafirði. Hann þekkti hverja einustu þúfu og hvert einasta kennileiti með nafni. Þegar hann fluttist á Krók- inn var það hans fyrsta verk um helgar að stíga inn í bílinn sinn og halda annað hvort í sveitina sína gömlu eða til fjalla. Afi var mjög bóngóður og þau voru mörg barna- börnin sem fengu lánað hjá honum fyrir fyrsta bílnum. Hann átti allt- af varasjóð til að grípa í einkum ef aðrir þurftu á aðstoð að halda. Þegar ég var lítil upplifði ég hann sem gífurlegt hörkutól, ég var hálf smeyk við þennan þögula og fjar- læga mann. Þegar ég komst til vits og ára kynntist ég honum á allt annan hátt. Hann var ákaflega hlýr og umhyggjusamur maður. Hann sýndi ekki oft tilfinningar sínar en með aldrinum fór hann að sleppa þeim lausum. Móðir mín veiktist af langvarandi og alvar- legum sjúkdómi fyrir nokkrum ár- um og tók afi það ákaflega nærri sér. Örlögin höguðu svo til að þau voru samferða síðustu árin á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks þar sem hann hlúði að henni eins vel og hann gat. Það var þeim báðum mikils virði. Það var yndislegt að heimsækja afa. Hann gaf kaffi og með því og svo var spjallað. Hann fór á flug í spjallinu þegar verið var að ræða gamla tíma, ættfræði, eða fjalla- ferðir. Alltaf þótti mér jafn for- vitnilegt að skoða og handleika krossinn úr silfursnúrunni sem huldumaðurinn gaf afa þegar hann var eins árs. Það er lengri saga en svo að hún verði öll rakin hér, en unglingsstúlka sem var á leið frá Bakkakoti í Vesturdal að Ánastöð- um í Svartárdal þar sem foreldrar afa bjuggu, gekk fram á hest fag- urlega búinn reiðtygjum. Eigandi hestsins var einnig fagurlega bú- inn. Hann bað stúlkuna að færa afa gjöf. Þegar maðurinn var farinn á hestinum tók stúlkan eftir því að engin spor sáust í snjónum eftir hestinn eða manninn. Menn gerðu því skóna að þarna hefði verið huldumaður á ferð. Gjöfin reyndist vera silfurlituð snúra bundin sam- an í kross. Enginn hefur getað fundið út hvers konar hnútur er notaður til þess arna og hafa þó sérfræðingar skoðað hann. Efnið í snúrunni er einnig mjög sérstakt. Þessi kross hefur fylgt afa í gegn- um tíðina og sveipað hann svolítilli dulúð. Hvers vegna afi fékk kross- inn frá huldumanninum en ekki einhver annar veit auðvitað eng- inn. Þó vera afa hér á jörð hafi ekki skipt sköpum fyrir framgang mannkynssögunnar skipti hún máli fyrir okkur öll sem fylgjum honum til grafar í dag. Minning hans lifir með okkur. Ég þakka öllu því góða starfs- fólki sem hlúði að afa á Heilbrigð- isstofnun Sauðárkróks síðustu ár- in. Sólborg Alda Pétursdóttir. Elsku afi. Það eru svo margar góðar minningar sem við eigum um þig. Ég veit varla hvar ég á að byrja. Í tíu yndisleg ár bjuggum við öll saman á Freyjugötunni og það má segja að við systkinin ól- umst meira og minna upp með þér. Á hverjum degi fórum við niður til þín í heimsókn og þú gafst okkur alltaf brjóstsykur og á haustin fengum við alltaf bláber með rjóma sem þú varst svo duglegur við að tína og gafst öllum sem komu við. Já, það var sko alltaf hægt að treysta á að afi gamli ætti eitt- hvert gotterí. Þú varst alltaf svo góður, ég man þegar ég var ein heima, þá kom ég niður til þín, sér- staklega á kvöldin og sofnaði í flotta rúminu þínu með fjarstýr- ingunni, það voru sko ekki allir sem áttu svona flott rúm. Eld- snemma morguns reif ég mig síðan upp til að fara með þér í vinnuna, og þar áttum við góðar stundir saman, þú spilaðir við mig ólsen ólsen og svartapétur klukkutímun- um saman en fékkst aldrei nóg. Við spjölluðum líka saman um dag- inn og veginn og þú sagðir mér sögur um alls konar hluti sem ég skrifaði niður og las fyrir bekkinn minn og þær sögur á ég enn og eru þær mér ótrúlega mikils virði, ég á svo sannarlega eftir að varðveita þær vel. Það er gaman að segja frá því hvað þú vildir alltaf allt fyrir okkur systkinin gera, til dæmis þegar Sindri bróðir átti að fara í skóla- sund læddist hann alltaf niður til þín og bað þig um að skutla sér, hann var nú meiri letipúkinn, en það var nú samt honum að þakka að þú fórst að fara í sund á morgn- ana og þar áttir þú margar góðar stundir með góðum kunningjum. Þú fórst líka oft með okkur systk- inin í gönguferð í fjöruna að tína skeljar og veiða, og þó við veiddum aldrei neitt var þetta alltaf jafn gaman. En, jæja, elsku afi, nú ertu orð- inn engill á himni hjá Sólborgu ömmu og gætir okkar vel. Okkur á alltaf eftir að þykja vænt um þig, elsku afi, og við munum þig í fal- legri minningu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Saknaðarkveðjur. Birna, Sindri og Rósanna. Elsku Guðmundur afi. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim. Við skynjum fátt en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Minning þín lifir í hugum okkar og hjörtum. Þín langafabörn. Anna Lilja, Brynhildur Ósk, Bríet og Jónas Aron. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði, elsku afi. Guð blessi þig. Þinn Óli Rafn. Elsku langafi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okk- ur og við fengum að eiga með þér. Ég átti afa sem minnti á þig – með hvítt hár og hátt enni. Og hann líktist þér mest í því, finnst mér nú þegar hann er farinn að hann sagði aldrei neitt. Samt var návist hans lögmál. Ég óttaðist hann ekki en leit hann sömu augum og ég nú horfi til þín. (Matthías Johannessen.) Með ástar- og saknaðarkveðjum. Efemía Hrönn, Stefanía Fanney og Viktor Sigvaldi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Takk, langafi, fyrir allt, ég mun sakna þín mikið. Þín Brynhildur Hallgrímsdóttir. Okkur langar í fáum orðum að minnast góðs vinar okkar Guð- mundar Sveinbjörnssonar. Hann var okkur sem afi ekki síð- ur en eiginmönnum okkar, alltaf gott að leita til hans í sorg og gleði. Skemmtilegar stundir eru ofarlega í huga okkar þegar hann komst á flug í frásögnum af liðinni tíð með tilheyrandi vísum og skemmtilegum mannlýsingum. Allra þessara stunda eigum við eft- ir að sakna. Einnig eigum við eftir að sakna þess að geta ekki kíkt í heimsókn og gætt okkur á mol- unum hans sem voru alltaf á boð- stólum. Lúmskt gaman hafði Guð- mundur af því þegar við sögðum við hann að enginn karlmaður í ættinni bæri eins mikinn sjarma og hann. Auðvitað var mikið til í því. Minning um Guðmund afa mun ávallt vera til staðar. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, og sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð Og hvíldin góð … (Davíð Stef.) Elsku Guðmundur, við erum þakklátar fyrir allar samveru- stundirnar með þér. Hvíl í friði, Guð blessi þig. Þínar vinkonur Guðbjörg og Aníta. Geturðu sofið um sumarnætur? Senn kemur brosandi dagur. Hitnar þér ekki um hjartarætur, hve heimur vor er fagur? Áttu ekki þessar unaðarnætur erindi við þig forðum? Margt gerist fagurt, er moldin og döggin mælast við töfra orðum. Finnurðu hvað það er broslegt að bogna og barnalegt að hræðast, er ljósmóður hendur himins og jarðar hjálpa lífinu að fæðast? Er ekki gaman að eiga þess kost að orka þar nokkru í haginn og mega svo rólegur kveðja að kvöldi með kærri þökk fyrir daginn? (Séra Sig. Einarsson í Holti.) Hvíldu í friði. Systkinin í Goðdölum, Smári, Monika, Guðmundur, Borgþór og Sólborg Borgarsbörn. GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort 570 4000 Pantanir á netinu: www.redcross.is Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum. Þegar á reynir Rauði kross Íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.