Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 16.10.2004, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Klara E. Hansenfæddist í Stykkis- hólmi 24. júní 1928. Hún lést á heimili sínu 11. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Elívarð Jónsson, f. 12. októ- ber 1881, d. 7. sept- ember 1930, og Gróa Elínbjörg Jóhannes- dóttir, f. 11. október 1901, d. 12. júlí 1963. Klara giftist árið 1948 Hans Jakobi Hansen, f. 18. mars 1918 í Reykjavík, d. 22. desember 1978. Börn þeirra eru Esther Hansen, f. 6. mars 1948, giftist Pétri Guðmundssyni og eiga þau fimm börn og átta barnabörn; Hans Jakob, f. 9. nóvem- ber 1949, d. 22. des- ember 1972, hann eignaðist einn son og eignaðist sonur hans tvo syni; Gautur Hansen, f. 24. júlí 1951, kvæntur Önnu Ingvadóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn; og Hlynur Hansen, f. 10. maí 1958, d. 31. ágúst 1996, kvæntist Sesselju Eysteins- dóttur og eignuðust þau einn son. Klara verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku amma mín, þá er hvíldin loksins komin sem þú þráðir svo heitt. Það eru komin heil átta ár síð- an þú sagðir mér í fyrsta sinn að nú vildir þú fá að fara, ekki það að lífið væri leiðinlegt heldur fannst þér svo óréttlátt að horfa á eftir ungu fólki, sonum þínum og öðrum, deyja þegar þú vildir frekar fá að fara sjálf. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan ég hitti þig síðast og þú sýndir mér kjaftakerlingarnar, mynd sem þú varst að sauma, og mér fannst svo gaman að og vona að verði lokið við einhvern tímann. Ég veit að þín hægri hönd tekur það örugglega að sér. Þú varst nýbúin að senda Stein- þóri peysu sem þú prjónaðir og varst byrjuð á nýrri handa auga- steininum þínum honum Hans Jak- obi, við hana verður örugglega líka lokið. Elsku amma mín, ég veit við grát- um af eigingirni. Mun ég alltaf minnast allra stundanna okkar saman, frá því ég var lítil stelpa til dagsins í dag. Það er reyndar ekki langt síðan þú talaðir um hvað hefði alltaf verið gaman hjá okkur áður en ég flutti, við létum alltaf eins og fífl og reynd- um endalaust að hneyksla hvor aðra og hlógum svo eins og vitleysingar. Elsku amma mín, þú hafðir alltaf tíma fyrir mig, takk fyrir það, ég stend ríkari eftir. Ég trúi því að nú hittir þú afa, syni þína Hans og Hlyn og alla hina og dansir sæl um. Elsku amma mín, hvíl í friði. Bið að heilsa. Þín Sonja. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku amma, við erum þakklát fyrir að fá að kynnast þér. Takk fyr- ir allar peysurnar sem þú prjónaðir á okkur. Góða ferð. Þín langömmubörn. Karín Hera, Jóhann Hergils, Elísabet Hlín, Steinþór Brekkmann. Það er nú svo að þó eitthvað liggi í loftinu þá getur það komið á óvart. Svo var það með andlát elskulegrar ömmu minnar. Á sínum efri árum átti hún við veikindi að stríða, veik- indi sem virtust engan endi taka. En alltaf bar hún sig vel. Var óað- finnanleg til fara og í háttum. Ein af mínum fyrstu minningum um ömmu er þegar ég fór í heim- sókn til hennar á sjöunda ári. Ég fór einn í rútu frá Reykjavík. Rútan stöðvaðist fyrir framan pósthúsið KLARA E. HANSEN Elsku systir og mágkona. Þakklæti og söknuður er okkur efst í huga, þegar þú legg- ur nú upp í þína hinstu ferð. Ekki áttum við von á því 21. sept- ember sl. þegar þú hringdir og söngst afmælissönginn fyrir systur þína, að tveimur tímum seinna yrðir þú ekki fær um slíkt framar. Í sím- talinu nefndir þú það andstreymi sem sumir þurfa að búa við í lífinu, en með gleði, hlýhug og bjartsýni í huga mætti yfirstíga þær þúfur lífs- ins sem fyrir okkur væru lagðar. Þannig vitum við að þú lifðir þínu lífi, opin, frjáls og gefandi, til í dans lífsins þegar færi gafst. Heimili Helgu og Árna var sem „Hótel Jörð“, gleði og léttleiki þeirra hjóna annálaður af öllum sem leið áttu um. Þökkum við þær gleði- og samverustundir sem við áttum, hvort sem var á heimili þeirra eða á ferðalögum með þeim. Helga átti þann eiginleika að geta leiðbeint öðrum með þolinmæði og jákvæðu hugarfari, lífsgleðin var hennar framkoma. Enda gaf hún af sér til þeirra sem þess þurftu. Margar voru ferðirnar sem Helga og Árni áttu saman til æsku- stöðva sinna á Þórshöfn, enda bjó hugurinn ætíð þar. Helga og Árni eignuðust ellefu börn og eru tíu þeirra á lífi. Það var þeirra mesti auður í lífinu. Enda vel haldið utan um börnin og ávallt fylgst með þeim. Það sást best á banalegu Helgu hvílíku barnaláni hún átti að fagna. Öll tíu að tölu skiptust á að vaka daga og nætur yfir móður sinni þá daga sem hún lá eftir áfallið. Árin töldu sjötíu og níu, en það voru bara ár tímans. Útlit, sólbrún og slétt húð, ásamt bjartsýni og léttleika sögðu allt sem segja þurfti um glæsilega konu með sterkan persónuleika og höfðingslund. Þar töldu árin ekki. Elsku Helga, þegar þú ferð til þeirra sem gengnir eru, þá vitum við að tekið verður vel á móti þér, velkomin þar, eins og alls staðar þar sem þú komst með þína gleði og þinn hlýhug handa öllum. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum sendum við og fjölskylda okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minning um ástríka konu lengi lifa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi ykkur öll. Arnþrúður og Gísli Geir. Í dag kveðjum við elskulegu frænku okkar Helgu, sem við mun- um sárt sakna. Helga var lífsglöð og jákvæð manneskja. Henni fylgdi ávallt mik- ill kraftur og gleði hvar sem hún kom. Minningarnar um Helgu eru margar, hún kom oft til Vest- mannaeyja og samgladdist með okkur þegar tilefni stóð til, svo sem við fermingar, brúðkaup og afmæli. Við munum fyrst eftir henni þegar hún bjó á Þórshöfn á Langanesi, HELGA GUNNÓLFSDÓTTIR ✝ Helga Gunnólfs-dóttir fæddist á Heiði á Langanesi 1. ágúst. 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 8. októ- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 15. október. síðan í Keflavík. Hún var höfðingi heim að sækja og átti mjög líf- legt og skemmtilegt heimili. Elsku Helga, nú ertu farin fyrir fullt og allt. Vitum við að aðr- ar og meiri dyr standa þér opnar og þar mun verða tekið vel á móti þér. Með þessum fátæk- legu orðum kveðjum við þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þeg- ar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. (Kahlil Gibran.) Þínar frænkur, Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Helga mín. Ég veit að þú vilt ekki löng skrif eða lofræðu, við áttum svo margt saman, svo margt að það væri í heila bók. Öll ferðalögin okkar, öll böllin sem við fórum á, Þórshafn- arferðirnar og margt fleira, við fór- um fjórum sinnum á ball sömu helgina og alltaf varst þú jafn örugg og traust, komumst alltaf heilar heim, hressar frænkur. Mig brestur kjark og annað sem þú ætt- ir frá mér. Besta frænka og vinkona, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fjölskyldu þinni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Una. Ungt dugnaðarfólk af Langanesi á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þau höfðu lagt á sig erfiða ferð með strandferðaskipi frá Þórshöfn til Vestmannaeyja og réðu sig í vinnu við sjómennsku, vinnu aflans í landi, eða í vist hjá búsettum fjöl- skyldum í Eyjum. Meðal annarra í þessum hópi, þá ung og ástfangin, voru þau Helga Gunnólfsdóttir og Árni Þorkell Árnason og foreldrar okkar Nanna Baldvinsdóttir og Ari Lárusson. Þeim var ætíð minningin um þetta tímabil ævinnar mjög kær og töluðu oft um Vestmannaeyjaár- in með hlýju. Eftir það settust þau öll að á Þórshöfn á Langanesi og eignuðust þar sínar barnmörgu og stóru fjölskyldur og urðu samferða- fólk æ síðan, nú síðast í Keflavík. Öll eru þau nú kvödd til hvíldar á þeim sama stað. Við minnumst Helgu með söknuði og er sem brostinn sé strengur í hjörtum allra í fjölskyldunum báðum og við minn- umst æskuáranna á Þórshöfn, er við börnin ólumst upp saman við leiki, nám og störf. Minningin um foreldrana er okkur öllum kær, með þökk fyrir allt það sem þau gáfu okkur í lífinu og tengir okkur öll saman. Þau eru fyrirmyndin sem við höfum til að miðla börnum okk- ar og barnabörnum í framtíðinni. Lífsgleðin, jákvæðnin og innileg umhyggja og væntumþykja til allra ættmenna sinna var Helgu svo eðl- islæg að hvergi bar skugga á. Í þraut til krafta þinna átt þú með kæti að finna, það stærsta tak þarf sterkast bak, en stórt er best að vinna. Ef tæpt er fyrir fótinn og fátt um vina hótin, þá sjá þinn mátt. Í sorg þú átt þig sjálfan, það er bótin. Því fjær sem heims er hyllin, er hjarta Guðs þér nær. (Björnstjerne Björnson.) Blessuð sé minning Helgu Gunn- ólfsdóttur. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við öllum afkomendum Helgu, systkinum og tengdafólki. Fyrir hönd systkinanna frá Brim- bakka á Þórshöfn. Baldvin Elís Arason. Hlýja er það sem kemur í hug- ann þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af Helgu Gunnólfsdóttur og Árna Þ. Árnasyni. Það var á Vall- argötu 22 í Keflavík og þau tóku mér opnum örmum. Ég er sann- færð um að ég er betri manneskja eftir að hafa átt samleið með þessu góða fólki. Helga var ein af þessum miklu hetjum sem vinna stórkostleg afrek í dagsins önn. Þessi litla, broshýra og fallega kona sem varð seinna tengdamóðir mín hafði eignast 11 börn, fyrsta soninn 17 ára og missti hann óskírðan rétt orðin 18 ára gömul. 26 ára var hún búin að fæða 6 barnanna, rak sitt heimili, eitt herbergi og eldhús, með reisn, saumaði flest allt á sig og sína, eld- aði, bakaði, þvoði þvotta og var með nokkra menn í fæði. Þau hjónin sungu svo bæði með kirkjukórnum og þá var oftast gengið út í Sauða- nes því enginn var bíllinn. Við töl- um um ofurkonur í dag en það er ekkert nýtt undir sólinni. Tíu barnanna fæddust heima á Þórs- höfn, en sá yngsti í Keflavík. Hún vann utan heimilis ef færi gafst, passaði barnabörnin, söng með kvennakórnum og seinna Eldeyj- arkórnum, starfaði með leikfélag- inu, stofnaði Þingeyingafélag á Suð- urnesjum, var í Þórshafnarfélaginu og sótti félagsstarf aldraðra í seinni tíð. Það var segin saga að Helga lét sig ekki vanta ef eitthvað stóð til þar sem hún gat aðstoðað. „Það er ekkert mál að vaka eina vornótt“ sagði hún hvort sem það var haust eða vetur. Það var alveg sama hvað hún var beðin um, allt var ekkert mál. Það var líka svo gaman að hafa hana með því hún lífgaði upp á allt og alla og allt gekk bara svo mikið betur þegar hún var með. Hún hafði sérlega gaman af að dansa og var alltaf til í að skella sér á ball. Svo keyrði hún liðið heim í lokin. Allt sem hún gerði gerði hún sér- staklega vel og það sem meira var, það var gert með léttri lund og bros á vör. Hún sagði líka oft að létta lundin hefði hjálpað mikið þegar hlutirnir gengu ekki eins og skyldi. Hún var alltaf góður gestur og ég spratt fegin upp frá sjónvarpinu þegar hún birtist. Eða ég renndi við hjá henni til að eiga með henni stund. Þá var setið og spjallað fram eftir og ósjaldan létum við okkur detta í hug að renna eitthvað þang- að sem við vissum af viðlíka næt- urhröfnum. Það eru þó Þórshafnarferðirnar sem standa upp úr. Fyrst í Búð- ardal, húsi foreldra Helgu og svo í Odda sem fjölskyldan keypti fyrir rúmum áratug. Þarna var orkumiðstöðin sem all- ir sóttu í. Oft var fólk með plön um að gera eitthvað allt annað þetta sumarið en um leið og ættmóðirin var komin norður var eins og allra vegir lægju þangað. Börn, barna- börn og systkini hennar áttu leið um og oft var litla húsið fullt af fólki en það var alltaf pláss fyrir fleiri og helst vildi hún hafa okkur öll. Og við öll erum rúmlega hundr- að. Undanfarin ár höfum við farið samferða norður. Það hét að ég væri að keyra fyrir hana. Á leiðinni sögðum við sömu sögurnar aftur og aftur sem tilheyrðu ákveðnum stöð- um. Þannig varð hennar leið að minni og öfugt. Á Þórshöfn drifum við okkur út á pall og heilsuðum helst öllum sem leið áttu hjá og drifum fólk í kaffi. Dvölin varð þó oftast styttri en við hefðum viljað. Við komuna í Keflavík byrjuðum við að áætla brottför norður aftur. Ferðirnar verða ekki fleiri og við verðum öll að bjarga okkur án hennar í bili, en við búum svo sann- arlega að því sem hún kenndi okk- ur. Þess vegna brosum við og þerr- um tárin. Blessuð sé minning hennar. Hildur. Kveðja. Hún Helga með hópinn sinn stælta og sterka hún stormaði áfram og kunni til verka. Hún vaskaði upp og vísaði veginn með viskunni hennar var línan dregin. Hún brosti allann daginn, þar var birta í hjarta. Og aldrei sáuð þið þessa konu kvarta. Á himnum er Helga, hún dansar og syngur og almættið leikur við hvern sinn fingur. Bjart var á himnum en það er bjartara núna því bjargfasta hafði hún Helga Guðs- trúna. Hún býr í blámanum sem blikandi stjarna og horfir brosandi til sinna barna. (Sigríður Klingenberg.) Sesselja Sigríður, Sæmundur og fjölskylda. Kæra Helga mín, ég kveð með blendnum huga, sorgmæddur yfir því að þú sért farin frá okkur, en ánægður að þínum þjáningum er lokið. Þinn styrkur til að standa upp og halda áfram eftir fyrsta áfallið var heljarraun. Það sagði allt um þinn persónuleika, styrk, lífs- vilja, svo ekki sé minnst á lífs- ánægjuna sem ávallt skein frá þér. Fyrstu minningar mínar af Helgu voru af Vallargötunni í Keflavík. Þar var ávallt hlátur, fullt af fólki, fullt af lífi. Ég man þetta svo vel sem barn, hvað þessi reynsla var skemmtileg. Einnig man ég vel eftir Gunnólfi pabba Helgu sem og Laugu móður Helgu, systur móður minnar. Kynslóð Helgu og systkina móður minnar hefur öll geislað af lífsvilja, dugnaði og kærleik. Sú snerting sem mér hefur hlotnast af þessum kynnum er með mér ávallt og reyni ég að miðla þeirri reynslu til minna barna. Þetta líf og fjör í kringum Helgu hélt áfram alveg fram á síðustu stundu. Bjartsýni, ánægja og lífs- þróttur geislaði af Helgu. Þótt ým- islegt bjátaði á varð maður aldrei var við slíkt hjá henni. Ávallt já- kvæði, vildi njóta lífsins til fulln- ustu. Eins og oft var sagt, lifði líf- inu lifandi fram á síðustu stundu. Við getum öll lært af Helgu hvernig hægt var að njóta lífsins. Helga og Árni heitinn, eiginmaður Helgu, voru með stóran hóp barna og barnabarna og þó mikið bjátaði á, hlaup barna, leikur, öskur o.s.frv., sat Árni alltaf jafnrólegur og brosti að þessu öllu samann. Hans ró, þol- inmæði og bros voru alltaf til stað- ar. Ég man ekki eftir Árna nema með bros á vör, góðar og skemmti- legar minningar þar. Tenging Helgu við Þórshöfn var sterk og ár hvert fór hún til Þórs- hafnar. Fyrst var ávallt gist í Búð- ardal, eða eins og það var alltaf kallað Gunnólfshús, eftir pabba

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.