Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 48
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD ÞAÐ ER FALLEGT VEÐUR HÉRNA Á VELLINUM... FYRIR HEIMSMEISTARAKEPPNINA Í ÞVÍ AÐ DREKKA ÚR KLÓSETTINU SLURP SLURP SLURP SLURP SLURP ALDREI LEYFA HUNDI AÐ VELJA Á HVAÐ ER HORFT HALLÓ? ER ÞETTA HUNDABÝLIÐ? ÉG ER AÐ HRINGJA FYRIR VIN MINN... MÁ HANN TALA VIÐ EINA TÍKINA YKKAR... HANN VEIT EKKI HVAÐ HÚN HEITIR... LÝSA HENNI? HÚN ER MEÐ MJÚKA LOPPU NEI MAMMA! EKKI FARA MEÐ MIG Í RÚMIÐ ÞÚ GETUR EKKI LÁTIÐ MIG FARA AÐ SOFA! ÉG SAGÐI HOBBES AÐ GLEYPA HVERN ÞANN SEM KEMUR INN Í HERBERGI FYRIR KL. 9 TÍGRISDÝRIÐ ÞITT ER Í ÞVOTTAVÉLINNI GÓÐUR TÍMI TIL AÐ FARA Í BAÐ BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ VILT VERA SKÍTUGUR... HÆ, ERTU NÝKOMINN HINGAÐ? JÁ, BARA Í MORGUN ÉG FRÉTTI AÐ ÞEIR VÆRU AÐ LEITA AÐ MANNI MEÐ REYNSLU, ÞANNIG AÐ ÉG SKELLTI MÉR BARA ÉG ER Í 3 VIKNA REYNSLUTÍMA. EN ÞÚ, ERTU BÚINN AÐ VERA HÉR LENGI? Í SEX MÁNUÐI HAFU EKKI ÁHYGGJUR. VINNAN ER EKKI ERFIÐ OG EF ÞÚ AFKASTAR VEL ÞÁ VERÐUR ALLT Í GÓÐU LAGI EKKI MÁLIÐ ÞÚ VERÐUR LÍKA AÐ PASSA AÐ FARA VEL MEÐ VERKFÆRIN. SÁ SEM VAR HÉRNA Á UNDAN ÞÉR BRAUT KLÓ OG HVAÐ VAR GERT VIÐ HANN? HANN VAR REKINN Á STAÐNUM. ENGINN UPPSAGNAFRESTUR EÐA BÆTUR. EFTIR ÁTTA ÁR HJÁ FYRIRTÆKINU. OG NÚNA FINNUR HANN EKKERT MEIRI BJÁNARNIR NÆSTI! OG NÚNA VIL ÉG HAFA ÞÖGN ÞARNA UPPI! ! Dagbók Í dag er laugardagur 16. október, 290. dagur ársins 2004 Oft veltir Víkverjifyrir sér hvort hann sé virkilega sá eini sem upplifir það reglulega í umferð- inni, að sumir öku- menn séu alltaf að reyna að hafa vit fyrir öðrum, eða séu á einn hátt eða annan að reyna að klekkja hver á öðrum, af ein- hverjum annarlegum ástæðum. Djörf til- gáta en Víkverji verð- ur æ sannfærðari um sannleiksgildi hennar. Sérstaklega á þetta við þegar komið er út fyrir borg- armörkin, á þjóðveg númer eitt. Tökum sem dæmi austurleiðina á milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Þar gefast í raun fá tækifæri til framúraksturs – þótt sumir brjál- æðingar reyndar líti svo á að hægt sé að taka fram úr hvar sem er og hvenær sem er. Langleiðina er um eina akrein að ræða og illmögulegt að taka framúr þegar umferðar- þungi er mikill, sem oft er. Þá er bara að bíða þolinmóður eftir þeim fáu vegaköflum þar sem akreinin er tvöföld, eins og t.d. við Hveradali Kömbunum á leiðinni upp á Hellis- heiðina. Víkverji hefur ótal sinnum lent í því að aka þolin- móður á eftir bílum sem aka töluvert undir hámarkshraða, bílum sem safna fyrir aftan sig hæggengri og hættulegri bílalest. Þegar að tvöföldu ak- reininni kemur ætlar Víkverji svo að nota tækifærið og taka framúr en þá er eins og þeir sem á undan voru að lalla sér, vakni upp af værum blundi og kitli skyndilega pinnann, eins og til þess eins að koma í veg fyrir að einhver vogi sér að taka framúr þeim. Hvers konar háttarlag er þetta eiginlega? Hvaða kenndir búa þarna að baki? Er einhver ósig- ur að lenda á eftir öðrum bílum? x x x Kannski eru svona margir haldnirsömu villuhugsun og ökumað- urinn sem lögreglan stöðvaði á 60 km hraða, einmitt á Austurlands- veginum, með nær kílómetra lest á eftir sér. Þegar lögreglan innti lest- arstjórann skýringar á þessu öku- lagi þá kom svarið viðstöðulaust: „Ég er bara að sjá til þess að enginn keyri yfir hámarkshraða.“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is             Alþjóðahúsið | Undanfarna daga hafa staðið yfir „Rússneskir dagar“ í Alþjóðahúsinu og gestum þess gefist kostur á að kynnast rússneskri matar- gerðarlist, myndlist, tónlist og fleiri þáttum rússneskrar menningar. Meðal þeirra sem fram hafa komið á „Rússneskum dögum“ eru Konstantín Shcherbak, sem leikur rússneska tónlist á þjóðleg hljóðfæri og félagi hans Vadim Fedrov sem leikur á harmoniku. Í kvöld verður dögunum slitið með rússadiskói þar sem Sergey Gushchin leikur rússneskt popp og rokk eins og það gerist best. Morgunblaðið/Kristinn Rússastuð í Alþjóðahúsi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóh. 10, 11.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.