Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 50

Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 50
50 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Evrópubikarinn. Norður ♠972 ♥Á5 S/Allir ♦G109 ♣KD854 Vestur Austur ♠D106543 ♠KG ♥K874 ♥63 ♦76 ♦D85 ♣2 ♣Á109763 Suður ♠Á8 ♥DG1092 ♦ÁK432 ♣G Tólf sveitir tóku þátt í Evrópukeppni klúbba, sem fór fram í Barcelona á Spáni í síðustu viku. Sveit frá Róm fór með sigur af hólmi (Angelini), en þar voru á ferð hinir margreyndu snilling- ar Lauria/Versace, ásamt Fantoni/ Nunes og Sementa/Angelini. Rómverj- ar unnu sveit frá Varsjá í úrslitaleik með þá Balicki/Zmudzinski í broddi fylkingar. Spilið að ofan er frá úrslita- leiknum: Vestur Norður Austur Suður Lauria Zmudzinski Versace Balicki -- -- -- 1 hjarta 1 spaði Dobl 2 lauf 3 tíglar Pass 3 spaðar * Dobl Redobl Pass 4 hjörtu Allir pass Fjögur hjörtu er ekki slæmur samn- ingur, en Balicki tók vitlausan pól í hæðina og tapaði spilinu. Út kom spaði, sem Balicki drap strax og svínaði fyrir hjartakóng. Tók svo hjartaás og spilaði tígli þrisvar með svíningu. Lauria trompaði þriðja tígulinn með hundi og það var fjórði slagur varnarinnar. Hægt er að vinna fjögur hjörtu með því að spila smáu hjarta á ásinn, svína í tígli, og sækja svo hjartakóng. En ein- hverra hluta vegna leist Balicki ekki á þá leið. Á hinu borðinu varð hinn hægi Fulv- io Fantoni sagnhafi í fimm tíglum í suð- ur. Hann vann þann samning, en það tók 25 mínútur! Leikurinn var sýndur beint á Netinu og Garozzo var meðal áhorfenda. Hann kvaðst vera ýmsu vanur, en þetta væri örugglega heims- met í tímasóun. Fantoni fékk út ein- spilið í laufi, sem austur tók og skipti yfir í spaðakóng. Fantoni drap, spilaði hjarta á ásinn og svínaði svo tvisvar fyrir tíguldrottningu. Henti síðan spaða og hjarta niður í KD í laufi og gaf loks slag á hjartakóng. Þetta er ágætlega spilað, en ætti varla að taka vanan mann 25 mínútur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sérkennileg fyrirbæri í alheiminum vekja forvitni þína og glæða áhuga á leyndarmálum. Geta þín til þess að kom- ast að hinu sanna er jafnframt mikil. Naut (20. apríl - 20. maí)  Merkúr, pláneta samskipta og tjáningar, er í beinni mótstöðu við nautsmerkið í himinhvolfinu. Þér þykir gagnrýni sam- ferðamanna fullmikil meðan svo er. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Geta þín til þess að taka til hendinni er með mesta móti og þú ert alls staðar þar sem nauðsyn krefur. Þú átt auðvelt með að einbeita þér að smáatriðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Glaumur, gleði og skemmtileg afþreying á hug þinn allan. Þú ert sólginn í skemmtanir! Lestur, skriftir og alls kyns leikir verða áberandi á næstunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Október er tíminn til þess að ræða náið við foreldra og aðra fjölskyldumeðlimi. Þannig er það bara. Taktu líka til hend- inni heima og dyttaðu að. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tími anna er runninn upp. Ekki láta þitt eftir liggja. Nú er ekki tíminn til þess að hvíla sig og lengi getur vont versnað. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Peningaflæði og viðskipti verða þér of- arlega í huga á næstunni og mikið tilefni til þess að brjóta heilann. Verslunarferð- ir verða líka fjölmargar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt auðvelt með að tjá þig þessa dag- ana enda er Merkúr, pláneta samskipta, í þínu merki næstu vikurnar. Reyndu að gefa eitthvað af þér á meðan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er rétti tíminn til þess að brjóta heil- ann um ráðgátur og finna lausnir við gömlum vandamálum. Árangur þinn að þessu leyti mun koma mikið á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samtöl við aðra eru ákaflega gefandi þessa dagana. Þú býrð yfir leyndarmáli og mátt til með að deila því með öðrum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Búðu þig undir rökræður og rifrildi á næstunni. Það er hins vegar engin skylda að rífast, allt veltur þetta á því hvernig þú kýst að bregðast við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þrá þín til þess að leggjast í ferðalög fer vaxandi um þessar mundir. Framandi fyrirbæri og fjarlægir staðir vekja for- vitni í huga þínum núna. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Eru síung í sér. Þau hafa sterka réttlætis- kennd og leggja málstað lítilmagnans ávallt lið. Skoðanir afmælisbarna dags- ins eru sterkar og þau njóta virðingar samferðamanna sinna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 85 ÁRA afmæli. Ídag, 16. októ- ber, er 85 ára Hákon Björnsson, rafvirkja- meistari, Dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi. Eiginkona hans er frú Sigríður Sigursteinsdóttir. Þau hjónin eru að heiman á afmælis- daginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 útilega, 8 skott- ið, 9 dýrlingsmyndin, 10 úrskurð, 11 fiskur, 13 hóf- dýr, 15 álftar, 18 bál, 21 ílát, 22 aflaga, 23 skjálfa, 24 ringulreið. Lóðrétt | 2 slétta, 3 taka land, 4 lesta, 5 málgefin, 6 lof, 7 röskur, 12 málmur, 14 sunna, 15 kvalafullt, 16 hamingju, 17 brotsjór, 18 baunin, 19 féllu, 20 kyrrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 ágrip, 4 lægja, 7 áburð, 8 gotan, 9 alt, 11 tonn, 13 saur, 14 ærnyt, 15 skúr, 17 ógát, 20 hró, 22 julla, 23 tórir, 24 litla, 25 leifa. Lóðrétt | 1 áfátt, 2 rausn, 3 puða, 4 lugt, 5 gutla, 6 annar, 10 lúnar, 12 nær, 13 stó, 15 skjól, 16 útlit, 18 gerpi, 19 torga, 20 hata, 21 ótal. Tónlist Félagsmiðstöðin Selið | Hljómsveitarkvöld Selsins kl. 19.30. Coral, Ókind, Hljóðlæti, Bertel, Big Kahuna o.fl. Grand Rokk | Dönsku rokksveitirnar Power Solo og EPO-555 leika í kvöld kl. 23 ásamt Diktu og Byltunni. Hressó | Touch í kvöld kl. 22. Ketilhúsið Listagili | Listahátíð frá 13.20 til 24.00. Benedikt Ómarsson, Kvað, Arna Valsdóttir, The Sexual Disaster Quartet, Kingstone, The Mad Coffee Machine, Chelsea Clinton, Kristján Pétur og Hljóm- sveit Sigurðar Jónssonar, Douglas Wilson. Nellýs cafe | Vax leikur gamalt og gott R&B rokk á Nelly’s kl. 22. Myndlist Café Culture | Myndlistarsýning rússnesku listakonunnar Olgu Lusíu Pálsdóttur stend- ur yfir á Café Cultura til 24. október. Energia Smáralind | Myndlistarsýning listakonunnar G. Dahl, Guðrúnar Norðdahl, í veitingahúsinu Energiu á 2. hæð Smára- lindar stendur til 31. okt. nk. Málverkin eru ljóð í formi og litum, túlkun þeirra er í höndum áhorfandans. Gallerí Sævars Karls | Íris Friðriksdóttir, myndlistarmaður, opnar sýninguna Teikn- ingar í dag kl. 14. Hafnarborg | Sýning á málverkum frönsku listakonunnar Valerie Boyce opnar í Hafnarborg kl. 15. Stendur til 8. nóv. Hafnarborg | Myndlistarsýning Margrétar Sigfúsdóttur, Óður til Íslands stendur til 8. nóvember í Hafnarborg. Listasafn ASÍ | Guðjón Ketilsson opnar sýningu sína „Verkfæri“ í Ásmundarsal kl. 15 Á sama tíma opnar Kolbrún S. Kjarval sýninguna „Hljómur skálanna“ í Gryfju. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningu Ásu Ólafsdóttur í Duushúsum lýkur um helgina. Ráðhúskaffi Þorlákshöfn | Nýstárleg ljós- myndasýning Ragnars Magnússonar. 150 myndir birtast til skiptis á breiðtjaldi. Skemmtanir Árnes Gnúpverjahreppi | Villibráðarkvöld og dansiball með Geirmundi Valtýssyni í kvöld. Gleðskapurinn hefst 19.30 en dans- inn mun duna frá 23-03. Verð 4.900 í mat og dans, en 1.500 kr. á dansleikinn einan. Cafe Catalina | Stórsveit Guðna Einars. Café Kulture | Rússneskum dögum lýkur með því að Sergey Gushchin leikur rúss- neskt popp og rokk fram á rauða nótt. Classic Rock | Hljómsveitin Leyniþjón- ustan leikur í kvöld. Hressó | DJ Valdi spilar langt fram á morg- un á Hressó. Hressó | Hljómsveitin Touch frá 22 til 01. Frítt inn. Kaffi Sólon | Dj Þröstur 3000 mun láta fólk dansa fram undir morgun. Kjallarinn | Beatkamp stýrir Kjallaranum þetta kvöld. Scrubby Fox (UK) – live, Midi Jokers – live, Specolog – live, DJ Exos. Klúbburinn við Gullinbrú | Eyjólfur Krist- jánsson og Íslands Eina Von í kvöld. Nasa | Vinir Vors og Blóma koma aftur saman á NASA. Opnar kl. 23, 1.500 inn. Valhöll Eskifirði | Icy Spicy Leoncie- skemmtir ásamt Dj Ásgeiri Páli frá 23.30. Bækur Leikhúskjallarinn | Kl. 21:00 efnir Kristian Guttesen til útgáfuhátíðar vegna útkomu ljóðabókar hans „Mótmæli með þátttöku - bítsaga.“ Skáld sem lesa upp í anda bít- bókmennta eru: Eiríkur Örn Norðdahl, Þor- steinn Eggertsson, Birgitta Jónsdóttir og Kristian Guttesen Kvikmyndir Bæjarbíó | Kl. 16 verða sýndar þrjár heim- ildamyndir undir heitinu Úr sveit í þorp. Þar eru á ferðinni tvær myndir Þorsteins Jóns- sonar, Bóndi frá 1976 og Við byggjum hús frá 2001, auk myndarinnar Að byggja frá 1965 eftir Þorgeir Þorgeirson kvikmynda- gerðarmann, sem lést í fyrra. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Átthagafélag Strandamanna heldur sitt árlega haustball í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, 2.hæð kl. 22. Upplyfting leikur fyrir dansi. Fyrirlestrar Norræna húsið | Kotbýli kuklarans – fróð- leikur og spjall um kotbýli, alþýðufólk og kuklara kl. 14 - 15. Magnús Rafnsson spjall- ar í léttum dúr um undarleg uppátæki á kotbýlum til forna og annan áfanga í upp- byggingu Galdrasýningar á Ströndum – Kotbýli kuklarans sem er í byggingu á Klúku í Bjarnarfirði. Málstofur ReykjavíkurAkademían | Annar fundur RA verður haldinn í dag, kl. 12. Umræðu- efnið verður umhverfisáhrifin við Kára- hnjúka. Framsögumenn verða Einar Þor- leifsson fuglafræðingur og Sigurður Arnalds verkfræðingur frá Landsvirkjun. Umræður eftir erindi. www.akademia.is. Málþing Reykjalundur | Félag fagfólks í hjarta– og lungnaendurhæfingu stendur fyrir mál- þingi en þar fjalla séfræðingar af ólíkum sviðum um næringu hjarta– og lungnasjúk- linga. Þátttökugjald er kr. 9.500. Fundir MS–félag Íslands | heldur fræðslufund að Sléttuvegi 5, í dag, kl. 14. Erindi heldur Sverrir Bergmann taugalæknir og fjallar hann um meðferðarúrræði og nýjustu rannsóknir á MS. Félagsstarf Breiðfirðingafélagið | Félagsvist sunnu- daginn 17. október kl. 14. Kaffiveitingar. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikudaginn 20. október eftir hádegi koma eldri borg- arar úr Rangárþingi í heimsókn, fararstjóri Ólafur Ólafsson. Hæðargarður 31 | Fjölskylduganga Háa- leitishverfis „Út í bláinn“ kl. 10 frá Hæðar- garði. Húsið opnað kl. 10.30. Vatn og teygjuæfingar í boði. Allir aldurshópar. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist verður spiluð í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4 kl. 20. Kirkjustarf Súgfirðingafélagið | Súgfirðingar, okkar árlega kirkjukaffi verður að lokinni messu í Bústaðakirkju sunnudaginn 17. okt. kl. 14. LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju stendur í dag kl. 12 fyrir sjöttu og síðustu hádegistón- leikunum á þessu ári undir yfirskriftinni Klais-orgelið hljómar. Kári Þormar organisti Ás- kirkju mun þar flytja og kynna aðgengilega orgeltónlist frá Frakklandi, meðal annars fyrsta þátt hinnar vel þekktu 5. orgelsinfóníu eftir Widor. Kári leggur í efnisskránni áherslu á tilbrigðaformið, sem hann nýtir til að draga fram hin ýmsu litbrigði í hljómi Klais-orgels Hallgrímskirkju. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/RAX Klais-orgelið hljómar í dag 60 ÁRA afmæli. Ídag, 16. októ- ber, er sextug Gunn- hildur Þórhallsdóttir. Hún er að heiman á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 16. októ- ber, verður fimmtug- ur Theodór J. Sól- onsson, húsasmíða- meistari. Hann verður með opið hús að Skipholti 70, Reykjavík, og tekur á móti gestum kl. 16–19. 50 ÁRA afmæli.Á morgun, 17. október, er fimmtug Elísabet Bjarklind Þórisdóttir, forstöðu- maður Gerðubergs, Fellsmúla 15, Reykja- vík. Af því tilefni verður hún í kallfæri í Gerðubergi í kvöld, laugardaginn 16. október, frá kl. 21–24.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.