Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 51

Morgunblaðið - 16.10.2004, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 51 MENNING L istasafn Íslands fagnar 120 ára afmæli sínu í dag með hátíðahöldum sem eru opin öllum. Þá er aðgangur að sýn- ingum safnsins í dag ókeypis, en í tilefni afmælisins var meðal annars sett upp sýning í safninu um for- vörslu listaverka, sem ber yfirskrift- ina Varðveisla menningararfs. Viktor Smári Sæmundsson, deild- arstjóri forvörslu- og viðgerðadeild- ar Listasafns Íslands, er annar sýn- ingarstjóra sýningarinnar. Sýningin er smá í sniðum, en aðgengileg og fróðleg. Þar eru tekin fyrir sex for- vörsluverkefni, auk þess sem sýn- ishorn þeirra efna sem notuð eru til að forverja myndverk eru til sýnis. „Hér er að finna sýnishorn af því sem við tökum okkur fyrir hendur í forvörsludeildinni,“ segir Viktor Smári. „En forvarsla á ekki bara við um listaverk, heldur einnig jarð- fundnar minjar, skúlptúra, textíla – menningarverðmæti yfirleitt. Við erum hér fyrst og fremst í mál- verkaviðgerðum og svo því sem við köllum fyrirbyggjandi forvörslu, það að búa til umgjörð um verkin í geymslum þannig að þau skemmist ekki frekar og hægt sé að flytja þau,“ segir hann og tekur sem dæmi einn sýningargripanna. Þar er sýnt hvernig afar brothættum skúlptúr- um Ívars Valgarðssonar, Polyfilla frá árinu 1997, er pakkað í sérsmíð- aða kassa og umlukt frauðplasts- skífum. Nýjar viðgerðaraðferðir Það næsta sem við skoðum á sýn- ingunni er hið fagra málverk Þing- vellir eftir Þórarin B. Þorláksson, sem er tekið sem dæmi um viðgerð á verki í eigu safnsins. Málverkið hangir þarna í allri sinni dýrð (kem- ur reyndar alltaf fram tárum af ætt- jarðarást í augu mér), óaðfinnanlegt í gullramma. Við hliðina á myndinni hangir síðan bláleit útgáfa mynd- arinnar, sem er myndin skoðuð í út- fjólubláu ljósi. Þar sjást greinilega skemmdir og viðgerðir sem hafa verið gerðar til þessa. Dökkar skell- ur vitna um notkun á bæði kítti og innmálun með sérstökum for- varðalitum, sem reyndust ekki eld- ast nægilega vel. „Myndin var varla sýningarhæf fyrir nokkrum árum,“ segir Viktor Smári og bendir á mynd af málverkinu eins og það leit út fyrir nokkrum árum. Það er þakið grænum skellum – litirnir hafa breyst með árunum. Myndin sýnir líka dæmi um úrelt- ar aðferðir í forvörslu. Þegar mynd- in var keypt af Listasafninu á 6. ára- tugnum var hún illa farin og send í viðgerð. Þá var notast við svokallaða vaxfóðrun, sem felur í sér að myndin er vaxfóðruð á nýtt léreft og mettuð alveg með vaxi. „Þetta hefur haldist mjög vel og lítur ágætlega út, en er ekki viðurkennd aðferð lengur,“ seg- ir Viktor Smári. „Í dag á allt að vera afturkvæmt, og það er ekki hægt að taka þessa vaxhúð aftur úr mynd- inni. Þess vegna er hætt að notast við þessa aðferð og önnur efni og tækni notuð til að ná fram sömu áhrifum.“ Það er af þeirri ástæðu sem lengi hefur tíðkast að gera við myndir með uppleysanlegum litum, svo hægt sé að afmá allar viðgerðir ef þurfa þykir síðar. Fölsunarmálið Viktor Smári var lykilmaður í upplýsingu málverkafölsunarmáls- ins svokallaða, sem skók íslenska myndlistarheiminn fyrir nokkru. Margir hafa fagnað því að slík sér- fræðiþekking og tæknikunnátta væri fyrir hendi hérlendis og hana þyrfti ekki að kaupa að utan. Á sýningunni eru sýnd þrjú verk- efni sem unnin voru í tengslum við málverkafölsunarmálið, enda hefur drjúgur tími Viktors Smára og ann- arra starfsmanna forvörsludeild- arinnar á undanförnum árum farið í upplýsingu málsins. Eitt málið sem við skoðum er landslagsmynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur, tvær raunar, en önnur er aðeins „meint“ – hún er fölsuð með öðrum orðum. „Júlíana notaði olíuliti ætlaða fyrir listamenn, en árið 1946 fór hún að blanda vaxi út í þá. Á sama tíma fór hún að mála svona dumbungsmyndir eins og þessa,“ segir Viktor Smári, sem hef- ur rannsakað yfir 100 verk eftir Júl- íönu frá árinu 1946. Þær eru allar blandaðar með vaxi. Óyggjandi sannanir Við fyrstu sýn óreynds auga er erfitt að greina á milli myndanna, enda er mótíf þeirra mjög svipað. En Viktor Smári sviptir hverri hul- unni á fætur annarri af fölsuninni. „Fölsunin hefur gljáa, sem mynd Júlíönu hefur ekki vegna vaxins, og er reyndar máluð á annars konar striga líka. En síðan sést móta fyrir annarri mynd undir fölsuninni með allt öðru mótífi. Í sjálfu sér getur verið fullkomlega eðlilegt að mál- arar máli yfir sínar eigin myndir, en þeir mála yfirleitt ekki yfir annarra manna myndir. Það sést móta fyrir húsgafli hér á bakvið efri myndina, og úr þeirri mynd voru líka tekin sýni. Sýnagreiningin leiddi í ljós að olíumálningin í efri myndinni var blönduð þurrkefninu alkíði, sem var ekki farið að framleiða fyrr en árið 1968. Júlíana deyr hins vegar 1966, þannig að það er alveg útilokað að hún hafi málað þessa mynd.“ Það eru ýmsar harðar, óyggjandi staðreyndir af þessu tagi sem vitna um sannleikann í málverkaföls- unarmálinu. En Viktor Smári dreg- ur ekki dul á að listfræðingar geti líka bent á listfræðilegar stað- reyndir sem renna stoðum undir þetta. „Ég ber saman tæknina, efnin og svo framvegis, en listfræðingar gera listfræðilegar greiningar. Föls- unin er öll miklu grófari, litablæ- brigði ýktari og síðan má oftast sjá brot við jaðar blindramma á mynd- um Júlíönu,“ segir hann og bendir á skil sem myndast hafa í málningunni við kanta raunverulega málverksins. „Þetta er líklega tilkomið vegna vax- ins sem hún notaði, hún þurfti að ýta svo fast á. Þetta er eitt af hennar einkennum, og þau vantar í föls- uninni.“ Að lokum bendir Viktor Smári á undirskriftina. Á fölsuninni er tvö- falda t-ið í Sveinsdóttir strikað í gegn. Það gerði Júlíana víst hins vegar aldrei – strikið er alltaf ofan á t-unum. Forvörsludeildin Viktor Smári hefur unnið sem for- vörður á Listasafni Íslands í tæp sextán ár, en hann er menntaður í forvörslu við Konunglega listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Að loknu námi vann hann hjá Mikael Ankers Hus á Skagen í Danmörku við for- vörslu á skissum og starfaði einnig við Þjóðminjasafnið eftir að hann fluttist heim. Klara Stephensen hef- ur einnig unnið á deildinni í tæp þrettán ár, og hafa nokkrir aðrir einstaklingar verið fengnir til að vinna að deildinni gegnum tíðina, sérstaklega við pappírsforvörslu. „Við vorum sennilega hvað fjöl- mennust þegar það kviknaði í geymslum safnsins árið 1994,“ segir Viktor Smári. „Þá þurfti að taka öll verkin og þrífa og endurpakka.“ Það hlýtur að vera ærinn starfi sem hægt væri að vinna á þessu þjóðarlistasafni landsins ef tími gæf- ist til, og Viktor Smári tekur undir það. „Í raun þyrftu starfsmenn að vera fleiri ef vel ætti að vera, því við komumst engan veginn yfir það sem við eigum að gera. Þetta eru ekki bara viðgerðir sem við önnumst, við tökum á móti sýningum og yfirför- um verk sem koma að utan á sýn- ingar og berum þau saman við ástandsskýrslur. Síðan fylgjumst við með upppökkun og niðurpökkun. Klara tekur líka mikinn þátt í upp- hengi sýninga, og ég hef fengist við ljósmyndun fyrir gagnagrunn safns- ins. Það er ýmislegt annað sem kem- ur inn,“ segir hann. Málverkafölsunarmálið tók að sjálfsögðu sinn tíma hjá starfs- mönnum líka. „Það sem er stærsta vandamálið er að við höfum ekki nægilegar geymslur og getum því aldrei gengið frá munum til fram- búðar. Þegar maður tekur hlut og setur hann á sýningu er ekki hægt að ganga út frá því að plássið sem hann hafði bíði hans að nýju. Yfir- leitt er búið að nýta plássið fyrir eitthvað annað.“ Skortur á fjár- munum er það sem helst stendur starfsemi safnsins fyrir þrifum, og Viktor Smári tekur sem dæmi að bæði hann og Klara hafi byrjað í hálfu starfi við deildina. En það er ljóst að það þarf að vera til fjármagn til þessara hluta, enda bendir Viktor Smári á að alltaf sé meira og meira umleikis í sambandi við nútímalistaverk. „Þau eru búin til úr svo ólíkum efnum, meðan allt er þekkt í sambandi við gömlu mál- verkin. Það tekur mikinn tíma bæði að setja þau upp og geyma þau. For- vörsluvinna er alltaf að verða flókn- ari og flóknari,“ segir Viktor Smári að lokum. Gert við, geymt og grandskoðað Um þessar mundir stendur yfir í Listasafni Íslands sýning á forvörslustarfsemi þess. Inga María Leifsdóttir skoðaði sýninguna í fylgd Viktors Smára Sæmundssonar forvarðar og komst að ýmsum leyndardómum, meðal annars í málverkafölsunum. Morgunblaðið/RAX „Forvarsla á ekki bara við um listaverk, heldur einnig jarðfundnar minjar, skúlptúra, textíla – menningarverðmæti yfirleitt. Við erum hér fyrst og fremst í málverkaviðgerðum og svo því sem við köllum fyrirbyggjandi for- vörslu, það að búa til umgjörð um verkin í geymslum þannig að þau skemmist ekki frekar og hægt sé að flytja þau,“ segir Viktor Smári Sæ- mundsson, forvörður á Listasafni Íslands. ingamaria@mbl.is SIGURJÓN Sig- hvatsson, for- svarsmaður al- þjóðlegs mennta- og menningarset- urs á Eiðum, og Hrönn Marinós- dóttir, fram- kvæmdastjóri Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík (AKR), undirrituðu á miðvikudag formlega viljayfirlýsingu um sam- starf Eiða og AKR. Með samstarfs- yfirlýsingunni eru lögð drög að sam- vinnu Eiða og AKR við eflingu menningar á landsbyggðinni og höf- uðborgarsvæðinu, og áhuga almenn- ings á sjónrænum listum í víðu sam- hengi. Með samstarfinu verður leitast við að skapa vettvang og standa að viðburðum sem eru til þess fallnir að auka fræðslu og umræðu um kvikmyndir og myndlist og skör- un þessara listgreina. Hrönn Mar- inósdóttir segir að eitt af markmið- um með Kvik- myndahátíð sé að efla kvikmynda- menningu á landsbyggðinni eins og á höfuð- borgarsvæðinu, og með samtarf- inu við Eiða komi hátíðin því tvíefld til leiks. „Lista- mönnum er ár- lega boðið á Eiða á svipuðum tíma og Kvikmyndahátíðin mun standa yfir. Með samningnum skapast því mögu- leikar á samnýtingu að einhverju leyti. Hugsanlegt er að sýna kvik- myndir fyrir austan og einnig að listamenn sem sækja Eiða heim geti jafnframt verið gestir Kvik- myndahátíðarinnar þegar svo ber undir. Þarna gæti orðið til spennandi vettvangur þar sem íslenskir og er- lendir listamenn, sem og áhugafólk á þessum tveimur sviðum sjónrænna lista, gæti skipst á hugmyndum og skoðunum.“ Kvikmyndahátíð og Eiðar vinna saman Sigurjón Sighvatsson Hrönn Marinósdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.