Morgunblaðið - 16.10.2004, Page 54
ÞEGAR öllu er á botninn hvolft er
ekki til sú íslenska hljómsveit sem
auðveldar á með að kokka upp gríp-
andi lagstúfa en Quarashi. Sölvi
Blöndal er einfaldlega búinn að leysa
gátuna, veit upp á hár hvernig mata á
lýðinn með dæg-
urflugum sem slá
rétta taktinn.
En það er ekki
eins og Sölvi síend-
urtaki einhverja
formúlu heldur
hafa þeir félagar
ætíð verið óhræddir við að prófa eitt-
hvað nýtt. Þar liggur líka kjarni
málsins. Sama hvaða músíkstefnu
þeir velja sér; hávaða þungarokk eða
meinlausa poppblöðru, pumpandi
hipphopp eða satínsleipt diskó, alltaf
eru þessir mergjuðu lagakrókar fyrir
hendi, þetta sama skothelda grúv.
Quarashi eru hinur vammlausu.
Að því sögðu gefur augaleið að
Guerilla Disco er algjörlega að dansa
rétta dansinn. Stígur bara nokkur
vandræðaleg feilspor, sem hendir
líka bestu dansarar í hita leiksins.
Gleðilegast er þó að þeir eru enn –
eftir áratug í harkinu – að prófa ný
spor.
Þessi tólf laga plata tekur upp
þráðinn þar sem frá var horfið á hinni
frábæru Jinx. Lagið er „Payback“,
enn einn rakinn bíómynda- og aug-
lýsingasmellurinn. Harkalegur text-
inn, grasserandi í blóðugum hefnd-
arþorsta; rokkið feitt, í anda
„Stick’em Up“. Hér er loksins gengið
alla leið í átt að fyrirmyndinni Ham,
sveitinni sem Quarashi-liðar hafa svo
óragir tekið sér til fyrirmyndar.
Mætti líka með sanni líta á Quarashi
sem réttmæta og verðuga arftaka,
kyndilbera Ham-sins.
Þá tekur við hið „Mess it Up“-lega
„Dead Man Walking“, þar sem Tiny
fær gott tækifæri til að sýna færni
sína. Verst með þennan sérdeilis
hvimleiða síendurtekna viðlagsstúf,
sem fer nálægt því að skemma þetta
annars flotta lag sem endar með
glúrinni vísun í gamla Cure-lagið
„10:15 Saturday Night“. „Stars“ er
margfalt betra og finnur plötunni
rétta taktinn aftur, rétta sporið; fer-
lega grípandi og gott lag, með
skemmtilega akústísku undirspili og
Tiny rappar sláandi líkt og Eminem
sjálfur á milli viðlaga þar sem Pétur
Örn Guðmundsson syngur með sinni
sálarmiklu falsettu. Millistef á við
suðræna gítargutlið „Audio Amigos“
verða seint leikin á X-inu en gera
plötunni samt hreint engan skaða,
sýna þvert á móti þá óramiklu músík-
vídd sem Sölvi hefur yfir að búa.
Snjallasti smellurinn á plötunni fylgir
þar á eftir, einhver hugvitssamasta
hljómasmölun – skífuskark – sem
undirritaður hefur heyrt lengi, brillj-
ant endurlífgun á hinum sífönkaða
„Hveiti-birni“ Tívolístjórans Jakobs
Frímanns. Þarna kemur Ómar sterk-
ur inn; er kröftugur og agressívur
rappari, orðinn einhvern veginn
miklu voldugri en á Jinx, þar sem
hann var enn í syndsamlega litlu
hlutverki. Þeir ná annars alveg
snilldarlega vel saman Ómar og Tiny
og verður að bæta þar enn einni rós í
hnappagat Sölva fyrir að hafa haft
sans fyrir því að leiða þá saman.
„Murder Frenzy“ er e.t.v. hreinrækt-
aðasta hipphopp-lagið. Snaggaralegt
og vel tvinnað saman af Ómari og
Tiny. Smekkvísir kvikmyndalegir
strengir leika þar stóra rullu líkt og í
hinu alltof kunnuglega „Brass
Knuckles“.
Eitthvað við „Straight Jacket“ læt-
ur hugann reika til vesturstrandar
N-Ameríku, eitthvað afslappað og
fordekrað; eitthvað Dr. Dre-legt. En
þar rennur líka upp fyrir manni mun-
urinn á Sölva og Doktornum, sá ís-
lenski er útsjónarsamari þegar kem-
ur að því búa til hipphopp með
„alvöru“ hljóðfærum, nokkuð sem á
endanum skilur eftir sig eitthvað
miklu tannhvassara og hættulegra.
Diskóið verður skyndilega við völd
í „Pro“, frábærlega dansvænu lagi
sem nýtur góðs af hreinræktuðum
Chic-legum diskóstrengjum, útfærð-
um af þeim besta á því sviðinu, Þóri
Baldurssyni.
Niðurlagið fantafínnar plötu er
heimhornarappið „Steua“ þar sem
Kid nokkur Romania rappar með
sínu nefi, fremur tilþrifalítill rokk-
hundur „Make a Move“ þar sem Óm-
ar ræður ríkjum og svo hið formlega
lokalag „This Song“, ballaða þar sem
Villi Naglbítur ljær Quarashi tilfinn-
ingasterka rödd sína. Svolítill Beck,
svolítill Bowie – ágætt lag sem slíkt,
hreint ekki dæmigert fyrir Quarashi
en hugsanlega vísir um eitthvað sem
koma skal.
Guerilla Disco er dúndur diskó,
réttnefnt skæruliðadiskó. Festir
Quarashi í sessi sem yfirburðasveit á
sínu sviði og undirstrikar að Sölvi og
meðdansarar eru enn, sem áður, að
finna upp á nýjum og ferskum spor-
um sem allir vilja ólmir læra. Maður
verður náttúrlega að kunna réttu
sporin.
Réttu
sporin
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Quarashi eru Sölvi B: Forritun, smölun,
trommur, ásláttur, hljómborð, plötuspil-
arar og gler; Tiny: söngur og ásláttur;
Ómar Swarez: söngur og ásláttur. Upp-
tökustjórn, útsetning og hljóðblöndun:
Sövli B. Tekið upp í Gróðurhúsinu, Jinx og
Grjótnámu. Útgefandi Skífan.
Quarashi – Guerilla Disco
Skarphéðinn Guðmundsson
Ljósmynd/Ari Magg
Ómar Örn og Tiny eru ólíkir en ná
glettilega vel saman – þökk sé út-
sjónarsemi Sölva Blöndal.
CHRISTIAN Bale, sem leikur aðal-
hlutverkið í væntanlegri kvikmynd
um Leðurblökumanninn, fannst ís-
kalt á Íslandi. Þetta kemur fram í
viðtölum við bandaríska fjölmiðla að
hann hafi fengið hálfgert áfall þegar
hann kom til Íslands sl. vor frá
Barcelona á Spáni þar sem hann var
við tökur á myndinni The Machinist.
„Það er svo fjandi kalt á Íslandi.
Og þeir éta hvali, þeir éta allt,
lunda,“ sagði Bale og brosir við en
sjálfur leggur hann sér ekki kjöt til
munns.
Erfitt á jöklinum
Bale segir þó að það erfiðasta við
kvikmyndatökurnar á Íslandi hafi
verið umhverfið en hluti mynd-
arinnar Batman Begins var tekinn í
nágrenni Skaftafells. Hann rifjar í
viðtölunum upp fyrsta atriðið sem
tekið var á jökli.
„Við vorum uppi á jöklinum og
hann var að springa – það mynd-
uðust stórar sprungur á honum og
við þurftum öll að standa kyrr og
gæta þess að brjóta hann ekki,“ seg-
ir hann.
Batman Begins, sem tekin var að
hluta á Íslandi, er dýrasta myndin
sem Bale hefur leikið í en kostnaður-
inn er áætlaður 135 milljónir dala,
jafnvirði 9,6 milljarða króna. Í
myndinni leikur Bale hlutverk
Bruce Wayne, sem berst gegn
glæpamönnum í borginni Gotham.
Meðal annarra leikara í myndinni
eru Michael Caine, Katie Holmes,
Morgan Freeman, Gary Oldman og
Liam Neeson. Gert er ráð fyrir að
myndin verði frumsýnd á þjóðhátíð-
ardag Íslendinga, 17. júní, á næsta
ári.
Skilur loksins Batman
Nokkrar kvikmyndir hafa verið
gerðar um Leðurblökumanninn, síð-
ast Batman og Robin með George
Clooney í aðalhlutverkinu. Bale seg-
ist ekki hafa skilið eðli persónunnar
fyrr en nýlega.
„Mér fannst það alltaf hálf-
hlægilegt,“ segir hann. „Þessi
náungi heldur að hann veki ótta með
því að klæða sig í leðurblökubúning.
Ég myndi hlæja að honum og segja:
Hvers konar rugludallur ert þú?
Komdu þér burt.“
En Bale segir að augu hans hafi
opnast þegar hann klæddi sig sjálfur
í búninginn. „Það hjálpar honum að
viðhalda ákafanum og einbeiting-
unni í hinni erfiðu baráttu gegn
glæpum að klæðast þessu dul-
argervi.“
Bale er þrítugur að aldri en hann
fæddist í Wales árið 1974. Ellefu ára
gamall lék hann í mynd Stevens
Spielbergs, Empire of the Sun, en
þekktastur er hann fyrir leik sinn í
myndinni American Psycho.
Ljósmynd/David James
Bale skildi ekki alveg þetta
með búninginn.
Batman var kalt
á Íslandi
54 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
NOTEBOOK
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
Mjáumst
í bíó!
Mjáumst
í bíó!
Kr. 450
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
Óvæntasti
grínsmellur ársins
Fór beint á
toppinn í USA
Þú
missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
Klárlega
fyndnasta
mynd ársins!
S.V. Mbl.
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15.
kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15
V.G. DVS.V. Mbl.
Sýnd kl. 1.40, 3 og 4.20. Ísl. tal.
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
V.G. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8.
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...
ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR
SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN
TIL AÐ RÍSA.
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...
ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR
SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
Sýnd kl. 6.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 6 og 10.
Sýnd kl. 4.30. Ísl. tal. Sýnd kl. 2, 4. Ísl. tal.kl. 2 og 3.15. Ísl. tal.