Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.10.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 55 Hverfisgötu ☎ 551 9000 www.regnboginn.is Nýr og betri NOTEBOOK VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 5.40. VINCE VAUGHN BEN STILLER VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV Klárlega fyndnasta mynd ársins!  S.V. Mbl. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens DENZEL WASHINGTON  KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 1.50, 3.50, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8.. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. V.G. DVS.V. Mbl. óvenjulega venjuleg stelpa Sýnd kl. 3.20. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Kr. 450 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Kr. 500 Hörku spennutryllir Hörku spennutryllir lli COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Fór beint á toppinn í USA!  Mbl. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. Sýnd með íslensku og ensku tali. j i r ll ri fr fr l i r . i í í . í l li. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. Kvikmyndir.is  DV Kvikmyndir.is  DV EITT af þeim bresku böndum sem fengið hafa hvað mesta umfjöllun í músíkpressunni í ár er Hot Chip. Sveitin sú þykir nefnilega hafa eitthvað al- veg nýtt fram að færa, eitthvað illskilgrein- anlegtfönkað þjóðlaga- skotið nýrómantískt og dansvænt britpop. Nema bara að þetta er ekkert britpop, jafnvel þótt hér séu á ferð fimm ungir Bretar, aldrei þessu vant. Þeir koma nefnilega úr allt annarri kreðsu, vinirnir Joe Goddard (Ulysses) og Alexis Taylor (Sophocles) sem stofn- uðu bandið. Hlustuðu sig heyrnadaufa á elstu Prince-plötuna, Svarta albúmið hans, Public Enemy og Beach Boys á meðan allir fé- lagarnir veltu sér upp úr Oasis, Blur og Bítlum. Þeir Joe og Alex- is fundu sálu- félaga í Owen Clarke, Felix Martin (Mankf) og Al Doyle og hófu að spila, uppáklæddir og smart í tauinu, í svörtum skyrtum með skóreimamjó skjannahvít háls- bindi. Útkoman, tónlistinvirkar á mann eins og einhver lygileg blanda af áðurnefndum Prince og bresku þjóðlagagoðsögnunum Nick Drake og John Martyn. Fyrsta platan Coming On Strong, sem kom út fyrr á árinu, hefur líka fengið þessa fínu dóma í bresku pressunni: „Ljómandi frumraun, sérstaklega vegna þess að hún hljómar ólíkt öllu öðru sem gert hef- ur verið,“ segir í umsögn NME- tónlistarritsins sem gefur plötunni 8 af 10. „Við erum undir mjög sterkum áhrifum frá þeirri tónlist sem við ól- umst upp við,“ segir Joe, sem semur alla tónlistina með Alexis. „Það er rétt, við lágum yfir Prince þegar við vorum yngri og eigum honum mikið að þakka.“ Í laginu frábæra „Down With Prince“, sem prýddi fyrstu smáplötu sveitarinnar, halda þeir líka uppi vörnum fyrir hans kon- unglegu ótukt, sem hefur átt undir högg að sækja Spilað og skoðað „Við hlökkum gríðarlega til að koma. Það verður fullt að gera hjá okkur, stoppum í þrjá daga. Við þekkjum allmarga sem hafa verið á Íslandi og þeir halda ekki vatni yfir landi og þjóð. Hljóðmaður vinar okk- ar Adem er alltaf að lofa Ísland en hann er líka hljóðmaður Sigur Rósar og hefur því verið þarna og þekkir landið ágætlega og segir það magn- að. Stefnan er að taka allan pakk- ann, skoða það sem við getum og sjá líka önnur bönd sem verða þarna. Hot Chip spilar á tónleikum og við Alexis verðum líka plötusnúðar á Domino-kvöldinu.“ Joe segir Airwaves-hátíðina vera afar fýsilegan kost fyrir þá sem eru í svipaðri stöðu og Hot Chip, unga og upprenn- andi listamenn á höttunum eftir athygli réttra blaða- manna og útgefenda beggja vegna Atlantshafs. „Mér líst rosa vel á það sem verður í boði á hátíð- inni og fjölbreytnin er greinilega allsráðandi. Fullt af góðum böndum og sum hver orðin býsna fræg, eins og Keane.“ Joe segir Hot Chip vera gott dæmi um það sem sé að gerast í breskri tónlist um þessar mundir, fjöl- breytnin sé nefnilega að aukast til muna og ný bönd farin að prófa eitthvað annað en gítardrifið og fyrirsjáanlegt britpoppið. „Við vorum orðnir hundleiðir á þessu britpoppi. Kunnum alveg að meta það til að byrja með en það lamaðist mjög fljótt. Tónlist Hot Chip er því alveg tvímælalaust beint mótvægi gegn þessu fúla britpoppi. Við höf- um miklu meiri áhuga á tónlist sem hefur alþjóðlega skírskotun; hlust- um mikið á franska tónlist og okkur finnst Björk alveg ótrúleg. Adem er mikill aðdáandi hennar.“ Joe viðurkennir að heimamenn hafi verið býsna seinir að taka við sér, átt erfitt með að gútera tónlist Hot Chip. „Þetta er ekki það sem flestir vilja heyra þegar þeir mæta á tónleika í Englandi og til að byrja með voru margir mjög tortryggnir. En núna síðustu mánuði virðist sem menn séu loksins farnir að átta sig á því sem við erum að gera.“ Tónlist | Hot Chip er eitt „heitasta“ tónleikaband Breta Verndarar Prinsins Hot Chip mun leika lög af hinni frábæru Coming on Strong. Hot Chip leikur á NASA laugard. 23. okt. með Kid Koala, Hjálmum, Jagúar, Forgotten Lorez, Skytt- unum, Dáðadrengjum og Gram. skarpi@mbl.is DANSKA útgáfufyrirtækið Crunchy Frog hefur á tíu ára líf- tíma vaxið og eflst og er nú ein um- svifamesta neðanjarðarútgáfa Dana. Útgáfan er með Ravenottes og Junior Senior á sínum snærum og gefur út forvitnilegar – á stund- um skringilegar – rokksveitir sem heita nöfnum á borð við The Tremolo Beer Gut og Learning from Las Vegas. Tvær sveitir frá Crunchy Frog, hin undarlega nefnda Powersolo og Epo-555 munu troða upp á Grand rokk í kvöld. Sú fyrrnefnda leikur frum- legt og afkáralegt blúspönk (Jon Spencer á sýru) en sú síðarnefnda draumkennda nýbylgju í anda My Bloody Valentine. Crunchy Frog var upphaflega stofnað af meðlimum hljómsveit- arinnar Thau til að koma eigin plöt- um út en er nú rekið af parinu Jesper Reginal (trymbill Thau) og Jessicu Tolf Vulpius. Þau lýsa því að síðustu þrjú ár eða svo hafi fyr- irtækið verið ofan við núllið hvað rekstur varðar en fram að því hafi þau keyrt bankareikninginn í yf- irdrátt þegar kom að núlli til að fjármagna fleiri útgáfur. Crunchy Frog er nú sex manna fyrirtæki með skrifstofur í miðbæ Kaup- mannahafnar. Þrátt fyrir batnandi hag er grasrótarglampi djúpt í aug- um Jespers og maður trúir honum er hann segir að starfsemin snúist um tónlist fyrst og síðast. Hann eys linnulaust lofi yfir hljómsveitirnar sínar og talar af mikilli ástríðu um tónlistarsenuna í Danmörku. „Okkur langaði til að kynna Ís- lendinga fyrir þessari tónlist þar sem þær falla ekki undir hefð- bundnar hugmyndir sem fólk hefur um danska tónlist,“ segir Jesper. Þegar fólk hugsar um danska tónlist. koma iðulega upp nöfn eins og Aqua eða Kim Larsen og það verður að segjast eins og er að Danmörk hefur ekki orð á sér fyrir að búa yfir spennandi tónlist, ólíkt segjum … Íslandi! Jesper sam- þykkir þetta fúslega en segir að þetta sé sem betur fer að batna. Markmið Crunchy Frog er það eitt að gefa út spennandi og góða tón- list og er mikil vinna lögð í að reyna að kynna hana vel og ræki- lega, bæði í Danmörku og annars staðar. Crunchy Frog hefur enda verið að ná ágætum árangri í kynningu á sínum sveitum en Powersolo hafa t.a.m. bæði spilað á South by SouthWest í Austin, Texas og á CMJ í New York, sem eru stórar og virtar tónlistarhátíðir, aðallega ætlaðar til kynningar á nýjum og heitum sveitum líkt og Iceland Airwaves. Tónleikar | Danskt útgáfufyrirtæki með tónleika á Grand rokk Dönsk útrás Powersolo, önnur tveggja sveita frá Danmörku sem munu koma fram á Grand rokk í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. www.crunchy.dk arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.