Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.10.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 HLUTVERKIN snerust við hjá bæjarstjóra Hafn- arfjarðar og formanni Fimleikafélags Hafnar- fjarðar þegar þeir undirrituðu viljayfirlýsingu um uppbyggingu á svæði FH á 75 ára afmæli félagsins. Fyrir nokkrum ár- um undirrituðu þeir Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri og Ingvar Viktorsson, formaður FH, sams konar sam- komulag fyrir íþróttafélagið Hauka, en þá var Ingvar bæjarstjóri en Lúðvík formaður Hauka. „Fyrir nokkrum árum skrifaði ég þar sem Lúð- vík skrifaði í dag, og hann þar sem ég skrifaði,“ segir Ingvar. Þá fól samningurinn í sér uppbygg- ingu á svæði Hauka á Ásvöllum, en nú stendur til að fara í uppbyggingu í Kaplakrika. Ingvar segir að haldið verði áfram með bygg- ingu stúku fyrir knattspyrnuvöllinn. Í henni verð- ur bæði búningsaðstaða og ekki síður aðstaða fyrir félagsstarf FH. Hann segir að stúkan verði hönnuð á næsta ári, og vonandi farið í fram- kvæmdir í byrjun árs 2006. Ingvar segir einnig að farið verði að leita að nýju svæði fyrir FH, Kapla- kriki sé hreinlega sprunginn. Kjarni starfsem- innar verði áfram í Kaplakrika þó að t.d. æfinga- svæði fyrir knattspyrnu verði annars staðar. Byggt upp á svæði FH Morgunblaðið/Kristinn Lúðvík Geirsson og Ingvar Viktorsson fallast í faðma. FORELDRAR fatlaðra grunnskólabarna eru mjög ósáttir við ástandið í verkfalli grunnskólakennara, en nokkrir foreldrar sem eru í Félagi CP á Íslandi hittu for- mann Kennarasambands Íslands í gær til að gera honum grein fyrir því ástandi sem þeir búa við. „Ég á góða að, og vinnan hefur sýnt mér skilning. Það er bara það sem hefur reddað manni. Það fólk sem er í kringum okkur hefur sýnt þann skilning sem þarf til að geta staðið í þessu,“ segir Auður Sigurðardóttir, sem kom ásamt syni sín- um, Gunnari Loga Tómassyni sem bund- inn er við hjólastól. Skilaboð foreldra fatlaðra barna til deiluaðila voru einföld: „Það þarf að veita börnunum okkar undanþágur svo þau komist í skólann,“ segir Ingibjörg Ósk- arsdóttir, formaður Félags CP á Íslandi, sem er hér á myndinni ásamt syni sínum. Aðrir foreldrar fatlaðra barna eru einnig ósáttir við ástandið í verkfalli grunnskólakennara. Ólafur Hilmar Sverr- isson er faðir Kjartans, sjö ára drengs í Foldaskóla sem er með downs-heilkenni, þroskaskerðingu og sykursýki. Hann seg- ir son sinn, og fleiri í hans stöðu, njóta aðstoðar stuðningsfulltrúa í skólanum, og vill að stuðningsfulltrúarnir fái að annast börnin þrátt fyrir verkfallið. Morgunblaðið/Golli Vilja undanþágur fyrir börnin  Þarf að veita/4 BAKKAVÖR er í þriðja sæti á lista Europe’s 500 yfir framsæknustu vaxtar- og atvinnuskapandi fyrirtækin í Evrópu. Alls eru fjögur íslensk fyr- irtæki á listanum. Þau eru auk Bakkavarar Group Össur hf., Opin kerfi Group og Creditinfo Group, sem rekur m.a. Lánstraust. Samantekið sköpuðu ís- lensku fyrir- tækin flest störf allra landa í úttekt- inni á þriggja ára tímabili, eða að meðal- tali 635 störf á fyrirtæki. Þar vegur Bakkavör þyngst en störf hjá fyrirtækinu jukust úr 276 í 2.051 á þremur árum. Meðaltal nýrra starfa var 242 á hvert fyrirtæki í úttektinni. Árlegur vöxtur mannafla var einnig langmestur á Íslandi af öllum löndunum, eða 63% þó svo að einungis væri um fjögur fyrirtæki að ræða. Með- alvöxtur allra landanna var 15%. Þá var vöxtur veltu fyrirtækjanna einnig langmestur á Íslandi, eða 46%, en meðaltal veltuaukningar landanna var 15%. Europe’s 500 tilnefnir á hverju ári þau fimm hundruð meðalstóru fyrirtæki í Evrópu sem hafa vaxið hvað mest og skapað flest störf. Bakkavör þriðja framsæknasta fyrirtæki Evrópu       !" # !" $ %"  !" &'"  (' )" "*+ ")+ , - .+ /  FULLTRÚI Launanefndar sveitarfélaganna í undanþágu- nefnd vegna kennaraverkfalls- ins, Sigurður Óli Kolbeinsson, telur nauðsynlegt að breyta því fyrirkomulagi sem notað er við veitingu undanþágna. Þá segir hann að ekki verði hjá því komist að upplýsa að fulltrúi Kennara- sambands Íslands hafi synjað fjölda undanþágubeiðna án þess að þær hafi fengið nokkra efn- islega umfjöllun í nefndinni og auk þess neitað að mæta á fundi nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá honum segir ennfremur að fulltrúi KÍ, Þór- arna Jónasdóttir, hafi auk þess sett ýmis skilyrði fyrir undan- þágum sem ekki voru á valdi nefndarinnar og hafi m.a. farið fram á að sótt væri um víðtækari undanþágu en undanþágubeið- andi hafi upphaflega talið nægj- anlegt. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, segir yfirlýsingar Sigurðar Óla Kolbeinssonar fráleitar og lýsa fullkominni vanþekkingu á þeim málefnum sem nefndin fjalli um. Vinnubrögð Sigurðar Óla séu með eindæmum og enginn hafi skemmt jafn mikið fyrir vitrænni umræðu um undanþágur fyrir fötluð börn og hann. „Sigurður Óli er ekki að vinna sína vinnu. Hann er bara í kafbátahernaði,“ segir hann. Með yfirlýsingum sín- um og starfsháttum hafi hann grafið undan starfi nefndarinnar og gert tilraun til að lítillækka fulltrúa KÍ, Þórörnu Jónasdóttur. Ásakanir í garð Þórörnu Jón- asdóttur um að hún hafi hafnað erindum án þess að kynna sér efni þeirra og komið sér undan því að mæta á fundi séu ómakleg- ar og eigi ekki við rök að styðjast. Þórarna vildi ekki tjá sig um mál- ið í gærkvöldi. Fulltrúi sveitarfélaga í undanþágu- nefnd vegna kennaraverkfalls Beiðnum synj- að án efnislegr- ar umfjöllunar  Nauðsynlegt að breyta/47 VESTMANNAEYINGAR munu á næstunni ganga til kosninga um hvort bæjarsjóður eigi að fjármagna rannsóknir vegna jarðganga til Eyja, einn og sér eða í félagi við aðra. Þetta var ákveðið í bæjarstjórn Vestmannaeyja í fyrrakvöld að tillögu meirihlutans. Talið er að rann- sóknirnar kosti á bilinu 50–80 milljónir króna. „Þetta snýst um að kalla fram viðhorf bæjarbúa,“ segir Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vestmanneyjalistans. „Beinna verður lýðræðið ekki.“ Lúðvík segir að mikið sé rætt um hvernig bæta megi samgöngur til Eyja en umræðan verið ómarkviss. Það sé nauðsynlegt að marka um- ræðunni skýrari farveg og atkvæðagreiðslan sé einn liður í því. Verði niðurstaðan sú að Vestmannaeyingar vilji ekki taka frekari þátt í kostnaði við rannsóknir hljóti menn að snúa sér að því að kanna aðra kosti en jarðgöng. „Ef það kemur á daginn að menn vilja þetta ekki, er það bara svar og þá þurfa menn ekki að velta jarðgöngum lengur fyrir sér,“ segir hann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt nokkurn vilja til að koma að verkefninu og því verði að kanna aðrar leiðir. Í mars hafi bæj- arstjórn raunar samþykkt að leggja fram 10% af kostnaði við rann- sóknir en það hafi engu breytt um viðhorf ríkisstjórnarinnar. Á bæjarráðsfundi 25. október verður lögð fram tillaga um hvernig atkvæðagreiðslunni verður háttað. Lúðvík útilokar ekki að spurt verði um fleiri atriði sem lúta að samgöngumálum Eyjamanna en ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Aðspurður segist Lúðvík ekki búast við öðru en að forsvarsmenn Ægisdyra, sem hafa barist fyrir gerð jarðganganna, fagni atkvæðagreiðslunni. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Kosið um jarðgöng í Vestmannaeyjum MAÐUR hefur gengist við því hjá lögreglunni á Selfossi að hafa rutt langan slóða í heimildarleysi í Gufudal við Hveragerði. Rannsókn málsins er á lokastigi og að henni lokinni verður hún send full- trúa sýslumanns sem mun taka ákvörðun um hvort maðurinn verður ákærður. Skemmdirnar blasa við frá golfvellinum í Hveragerði. Þegar félagar í klúbbnum leituðu skýringa hjá landeiganda, sem er landbúnaðarráðuneytið, fengust þau svör hjá því að ekki hefði verið veitt leyfi fyrir framkvæmdinni. Náttúruverndarsamtök Íslands kærðu skemmdar- verkin til sýslumanns í september og töldu að þarna væri um að ræða skýlaust brot á lögum um náttúruvernd, einkum þeim ákvæðum laganna er varða akstur utan vega. Einnig kynni að vera um að ræða brot á fleiri lögum, svo sem skipulagslögum. Gekkst við ýtuferð í Gufudal ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.