Morgunblaðið - 13.04.2003, Blaðsíða 45
Kokteilstund lötu píunnar
3.
101 kokteill
3 cl Cachac̨a (brasilískt romm)
2 cl kókosmjólk
1 cl kókoslíkjör
Hrist með ís, sigtað í glas. Skreytt með mintulaufi.
„Þessi drykkur hefur unglingslega eiginleika; sætur
og kemur til móts við mann, áfengið ekki yfirgnæf-
andi. Og liturinn fer vel við stólana. Hann hæfir Reg-
ínu, drottningunni, með eldrauðan varalit og grá
greindarleg augu í svörtum flegnum kjól. Hún mætir
um kvöldið og lítur út fyrir að vera eldri en hún er.
Pantar sér drykk sem er ekki gegnsær fremur en
hún. Hún vill stórar sýningar og fyllingu – hún gæti
verið skautadrottning ef hún myndi einbeita sér að
því. Og tónlistin – hún er elskust að þeirri tónlist
sem hún hlustaði á með síðasta ástmanni sínum.“
4.
101 Margarita
3 cl tequila
1 ½ cl Cointreau
½ cl Parfait amour-líkjör
skvetta af súraldinsafa (lime)
Vætið brún glassins með sítrónu eða lime og dýfið í
salt. Hristið með ísmolum og sigtið í glasið, skreytt
með lime-sneið.
„Þetta er drykkur sem uppgjafabókmenntafræðingur
myndi drekka fyrir misskilning – og verða fárveikur
af...En konan sem drekkur þennan drykk er kjötæta
og veiðimaður, þetta er Stella sem kemur um mið-
nættið og dregst að grunnkryddi drykksins, saltinu
sem meltir kjötið af bráðinni. Hún eltir ekki, hún bíð-
ur ekki, hún tekur sér allan þann tíma sem hún vill
yfir drykknum því hún veit að bráðin kemur. Drykk-
urinn er mánaskin og hrímið á glasbrúninni rosa-
baugur um tunglið, sítrónubitinn er karlinn í tungl-
inu; gömul leiðinleg minning sem hún getur ekki
losað sig við – en þegar hún er í stuði gleypir hún
hann í sig. Stella gerir ekki upp á milli tónlistar, get-
ur hlustað á allt – en hún kann öll Abbalögin.“
5.
Mojito
3 cl romm
fersk mintulauf
skvetta af súraldinsafa
Glas fyllt upp með muldum ís og sódavatni.
„Kúbustelpan Anna Nína – hún vill hreint bragð og
gleði og veit að þegar tíminn er kominn, þá fer hún
heim, hún er ekki að leita að neinu nema fersku
bragði og heilnæmu fjöri, þetta er hennar lausn.
Henni finnst best að koma heim til sín og raula Burt
Bacharach-lögin sem hún kann utan að og af innlifun
– sem betur fer eru til Kúbumenn sem blanda svona
drykki.“
5 drykkir – 5 konur
George Leite hristi fyrir okkur nokkra litríka kokteila
sem taka sig vel út með stílhreinar og næstum mein-
lætalegar innréttingar barsins í bakgrunni. Daníel
vill ekki kalla sig neinn kokteilsérfræðing: „Hvað er
hægt að segja um mann sem drekkur helst bjór og
rauðvín? Hefur ekki enn tekið ákvörðun?!“ Þess í stað
sá hann fyrir sér hvers konar konur myndu dreypa á
drykkjunum meðan þær hreiðruðu um sig í Lazy girl.