Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 1

Morgunblaðið - 24.12.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 351. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Íslensk list í Danaveldi Íslenskir listmunir í Galleri Nordlys í Kaupmannahöfn Daglegt líf Börn og Íþróttir í dag Börn | Jólasveininum rænt  Álfar á jólanótt  Jólastuð og hátíðafjör  Gátur og þrautir Íþróttir | Jólaprófraun Chelsea  Eini nýliðinn í íslenska handboltalandsliðinu fullur tilhlökkunar  Gerrard vill ekki frá Liverpool FORSETI Rússlands, Vladímír Pútín, segist meta mikils samstarf við bandarískan starfsbróður sinn, George W. Bush, á ýmsum sviðum, þ. á m. í baráttunni gegn hryðju- verkum en Pútín grunar að Vest- urveldin vilji reyna að einangra Rússland og ýta undir óstöðugleika í landinu. Á blaðamannafundi í gær sakaði Pútín vestrænar þjóðir um „tvöfalt siðgæði“ og sagði þær ýta undir varanlegt byltingarástand í grannríkjum Rússa. Pútín hyggst taka málið upp á fundi sínum með Bush í Slóvakíu í febrúar og spyrja hvort grunurinn eigi við rök að styðjast. „Ef svo er skilja menn betur stefnu þeirra gagnvart Tétsníu,“ sagði hann. Vestrænar þjóðir hafa hvatt Rússa til að hefja viðræður við uppreisn- armenn í Tétsníu en Pútín segir þá alla vera hryðjuverkamenn. Rússlandsforseti sagði það vera „algert bull“ þegar menn sökuðu Moskvustjórnina um að reyna að „gleypa í sig“ minni grannríki á svæði sem áður heyrði til Sovétríkj- unum fyrrverandi. Hann sagði að það væri hámark hræsninnar þeg- ar vestræn stjórnvöld gagnrýndu Rússa fyrir að reyna að tryggja hagsmuni sína í Úkraínu. Tók Pútín fram að hann hefði á sínum tíma átt gott samstarf við stjórnarandstæð- inginn Viktor Jústsjenkó er var um hríð forsætisráðherra Úkraínu. En Jústsjenkó og menn hans hefðu heimtað að lögum yrði breytt eftir að kosningum var lokið. „Það er stórhættulegt að reyna að leysa pólitískar deilur utan ramma laganna, fyrst var það „rósabyltingin“, næst finna þeir upp eitthvað blátt,“ sagði Pútín. Stuðningsmenn Jústsjenkós nota einkennislitinn appelsínugult, umskiptin þar í landi hafa verið kennd við þann lit. Þegar stjórn- arandstaðan í Georgíu, öðru fyrr- verandi sovétlýðveldi, fékk hnekkt úrslitum kosninga sem taldar voru ólýðræðislegar eins og forsetakjör- ið í Úkraínu í haust, var rætt um rósabyltingu Georgíumanna. Segir Vesturveldin vilja einangra Rússa Moskvu. AP, AFP.  Pútín/18 ÍSLANDSPÓSTUR ákvað að flutningabíll með póst til Austfjarða færi ekki frá Reykjavík í gærkvöldi vegna slæms veðurútlits. Að sögn Önnu Katrínar Halldórsdóttur, fram- kvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Íslands- pósts, var ekki um mjög mikinn póst að ræða og hafði megnið af honum verið póstlagt á Þorláksmessu. Ætlunin er að senda póstinn austur annan í jólum. Veðurspá er slæm fyrir jólahelgina, sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í dag má búast við norðanhríð og stormi, eink- um á Norðausturlandi, og éljagangi á vestan- verðu landinu. Búist er við 13–18 m/s vindi við Faxaflóa um það bil sem jólin ganga í garð. Veðrið á að ganga hægt niður á jóladag, fyrst vestanlands. Heldur mun hlýna með norðan- áttinni, sem þykir heldur óvenjulegt. Í gær- kvöldi var kalt á Norðvesturlandi og mældist 23°C frost á Haugi í Miðfirði og 18°C frost var á Blönduósi. Á Suðurlandi var 10–14°C frost. Annan dag jóla er búist við lægð úr suðvestri og að með henni hvessi af suðaustri. Henni mun fylgja snjókoma til að byrja með og síðan slydda og rigning. Þjónusta Vegagerðarinnar verður í lág- marki um hátíðirnar, að því er segir á heima- síðu hennar. Vegfarendum er bent á færð- arkort á vef Vegagerðarinnar, textavarp RÚV og sjálfvirka símsvörun í síma 1779 til að fá upplýsingar um færð og veður. Á jóladags- morgun og á nýársdagsmorgun verða settar inn nýjar upplýsingar um ástand og færð á helstu leiðum. Þær upplýsingar munu jafnvel miðast við mat á aðstæðum sem gert er fjarri vettvangi, nema á Reykjanesi þar sem þjón- ustuvakt er allan sólarhringinn. Vetur konungur hefur sett mark sitt á Selja- landsfoss, sem þykir vera á meðal fallegustu fossa landsins og hefur þá sérstöðu að hægt er að ganga á bakvið fossinn. Í frostinu verða til síbreytilegar kynjamyndir úr fossúðanum þar sem Seljalandsáin steypist fram af um 60 metra hárri klettabrún, sunnan Hamragarða undir Eyjafjöllum. Slæmt veðurútlit um jólin Gleðileg jól Morgunblaðið/RAX Í LJÓS hefur komið að Úkraínumaðurinn ungi sem vísað var úr landi fyrr í vetur hafði á sér heróínsprautu og skeið til blöndunar heróíns. Þegar hann var settur í hálfs sólarhrings varðhald rétt fyrir brottvísunina voru þessi áhöld tekin af honum og send í greiningu enda vissi lög- reglan ekki hvað um var að ræða. Eftir að maðurinn var farinn og niðurstaða grein- ingar lá fyrir kom í ljós að heróínleifar höfðu fundist á áhöldunum. Smári Sig- urðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra staðfestir þetta við Morgunblaðið en tekur fram að brottvísunin tengist á engan hátt þessu at- riði. Byggt er á niðurstöðu greiningar tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík og hefur málið verið skráð í málaskrá lög- reglu. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta muni hafa áhrif á afgreiðslu um- sóknar mannsins um dvalarleyfi hérlendis óski hann að sækja um síðar. Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá fíkniefnadeild kannast ekki við málið og segir það heyra til algerra und- antekninga að heróín finnist hér á landi. Í þau örfáu skipti sem heróín hefur fundist hefur magnið verið afskaplega lítið og hafa Íslendingar ekki verið tengdir mál- unum. Með heróín- sprautu á sér við handtöku UM 2.000 fulltrúar erlendra samtaka munu fylgjast með forsetakosningunum í Úkr- aínu á annan í jólum auk um 10.000 úkr- aínskra eftirlitsmanna. Birt var skoðana- könnun á vegum félagsfræðimiðstöðvar Úkraínu í gær og sögðust 51% aðspurðra ætla að kjósa stjórnarandstæðinginn Vikt- or Jústsjenko en 37% keppinaut hans, Vikt- or Janúkovítsj forsætisráðherra. Hinir neituðu að svara eða höfðu ekki ákveðið sig. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, er með um þúsund eftirlitsmenn í landinu. Urður Gunnarsdóttir, starfsmaður ÖSE, er í Kíev. Hún var spurð hvort talið væri að búið væri að gera nægilega miklar breytingar til að tryggja að kosningarnar færu að þessu sinni vel fram. „Við getum bara sagt að við vonum að þær fari betur fram. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á kosningalögunum eru jákvætt skref, gerðar hafa verið heiðarleg- ar tilraunir til að bæta ástandið. En þær einar og sér eru ekki nóg, viljinn til að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar verður að vera fyrir hendi á öllum stigum. Skila- boðin verða að ná til allra sem vinna við kosningarnar, á öllum kjörstöðunum sem eru um 33 þúsund,“ sagði Urður. Jústsjenkó spáð sigri Ungir stuðningsmenn Viktors Jústsjenkós á útifundi í höfuðborginni Kíev. Kíev. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.