Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
AUKIN JÓLAVERSLUN
Samkvæmt upplýsingum frá
kortafyrirtækjunum er 12–20%
meiri velta hjá þeim í desember í ár
en í fyrra. Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri SVÞ, segir jólaversl-
unina hafa gengið vel og að kaup-
menn séu almennt nokkuð sáttir.
Samið við Morgan Stanley
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu og fjármálafyrirtækið
Morgan Stanley rituðu í gær undir
samkomulag um að fyrirtækið veitti
nefndinni ráðgjöf og aðra þjónustu í
tengslum við sölu ríkisins á hluta-
bréfum í Landssíma Íslands.
Pútín hvassyrtur
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
gagnrýndi harkalega vestrænar
þjóðir á blaðamannafundi í gær og
sakaði þær um hræsni þegar þær
fyndu að því að Rússar reyndu að
gæta hagsmuna sinna í grann-
ríkjum. Hann sagði ennfremur að
grunur léki á að Vesturveldin vildu
einangra Rússland.
Þrýst á Rumsfeld
Mannfallið í Mosul á þriðjudag
hefur aukið þrýsting á Donald
Rumsfeld varnarmálaráðherra sem
sætir vaxandi gagnrýni. Sérfræð-
ingar furða sig á að sprengjumaður-
inn skyldi komast inn í herstöðina.
Heróínleifar fundust
Úkraínumaðurinn ungi sem vísað
var úr landi fyrr í vetur hafði á sér
heróínsprautu og skeið til blöndunar
heróíns. Þegar hann var settur í
hálfs sólarhrings varðhald rétt fyrir
brottvísunina voru áhöldin tekin af
honum og send í greiningu. Eftir að
maðurinn var farinn og niðurstaða
greiningar lá fyrir kom í ljós að
heróínleifar höfðu fundist á áhöld-
unum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Verið 14 Viðhorf 36
Viðskipti 14 Skák 36
Erlent 16/18 Brids 36
Heima 20 Kirkjustarf 39
Akureyri 22 Minningar 40/41
Austurland 22 Dagbók 48/51
Höfuðborgin 24 Menning 51/65
Suðurnes 24 Bíó 62/65
Listir 26 Ljósv. 46/47/66
Daglegt líf 28/29 Veður 67
Umræðan 32/33 Staksteinar 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
SANNKALLAÐAN jólailm hefur
lagt um aðalinngang Kringlunnar á
síðustu dögum en þar hefur Trine
Hoff staðið og ristað möndlur. Í hug-
um margra Dana er lyktin af sykur-
gljáðum möndlum ein helsta jóla-
lyktin og engin jól nema að gæða sér
á möndlunum góðu. Raunar er hægt
að kaupa slíkar möndlur víða á
Strikinu í Kaupmannahöfn allt árið
um kring og er eigandi þessa
möndlustands með standa bæði við
litlu göngugötuna York Passage við
Strikið og við Kóngsins Nýjatorg.
Aðspurð segir Trine Hoff eiganda
standsins lengi hafa haft hug á því
að koma til Íslands með starfsemi
sína í desembermánuði, enda hafi
hann orðið var við að ristuðu möndl-
urnar væru afar vinsælar hjá Íslend-
ingum er legðu leið sína um Strikið.
„Upphaflega stóð bara til að koma
og selja möndlur eina helgi í desem-
bermánuði og sjá til hvernig þetta
legðist í fólk. Hins vegar voru við-
tökurnar svo góðar að ákveðið var
að halda sölunni áfram og bauð eig-
andinn mér að koma hingað til Ís-
lands að vinna fram að jólum,“ segir
Trine Hoff og bætir við að sér hafi
fundist það einstaklega spennandi
þar sem þetta er fyrsta ferð hennar
út fyrir landsteinana.
Spurð hvort ekki sé kalt að standa
úti við allt að tólf tíma á dag og selja
möndlur brosir Trine Hoff og bend-
ir á standinn: „Það er ekki hægt að
láta sér verða kalt hér við ofninn.
Það er frekar að maður svitni af
áreynslunni við að snúa möndlunum
í sykurleginum.“ Spurð hvort land-
inn megi eiga von á standinum að
ári segir Trine Hoff aldrei að vita,
alla vegna vonist hún til þess að fá
tækifæri til að koma aftur til Ís-
lands.
Morgunblaðið/Þorkell
Sykurgljáðar möndlur þykja mikið lostæti og eru í hugum Dana sérlega
jólalegt snakk. Trine Hoff hrærir hér í pottinum fyrir utan Kringluna.
Danskur jólailmur
„ÞETTA dúkkuhús er eiginlega fyrirmyndin að
húsinu mínu, það er þýskt og hlýtt og á því er
góður horngluggi,“ segir Guðný, dóttir Halldórs
og Auðar Laxness, um sérlegt jóladúkkuhús sem
prýddi safn Halldórs Laxness að Gljúfrasteini nú
á aðventunni.
Að sögn Guðnýjar var dúkkuhúsið smíðað
kringum miðja síðustu öld. „Þá bjó á heimilinu
okkar þýsk barnapía og vinnukona, en pabbi
hennar smíðaði húsið og gaf okkur Sigríði systur
minni. Síðan þá hefur þetta dúkkuhús verið sett
upp á aðventunni ár hvert og hefur verið farið
sparlega með það. Húsið er þó orðið nokkuð máð
með árunum, enda hafa margar litlar hendur
farið um það höndum,“ segir Guðný og hrósar
vandvirkni smiðsins. „Karlinn hefur verið afar
natinn. Þetta er svo vel gert allt hjá honum og
vel smíðað að það hefur staðist tímans tönn.“
Að sögn Guðnýjar var dúkkuhúsið uppi við á
Gljúfrasteini nú á aðventunni. „Mér fannst húsið
verða að vera í Gljúfrasteini á aðventunni, því
það tilheyrir staðnum. Ég leit á það sem skyldu
mína að lána húsið út í Gljúfrastein, en núna er
ég búin að ná í það hingað heim til að leyfa
krökkum að njóta þess og búa til jólastemningu,
en í mínum huga er dúkkuhúsið og gervijólatréð
með glimmerinu, sem var alltaf í Gljúfrasteini,
órjúfanlegur hluti af jólastemningunni. Þannig
má segja að jólastemningin komi með uppsetn-
ingu dúkkuhússins.“
Aðspurð segir Guðný íbúa dúkkuhússins vera
gömul hjón, en með árunum hafi síðan bæst við
fleiri íbúar og ýmsir munir. „Þannig hafa barna-
börnin bætt við litlum dúkkudiskum og bollum í
tímans rás, þannig að gömlu hjónin eru orðin
svolítið ríkari en þau voru þegar þau komu upp-
haflega til landsins.“ Meðal þess sem bæst hefur í
safnið er sérlegt dúkkujólatré sem Guðný segir
komið frá A-Þýskalandi, en einnig má í húsinu
finna jafnólíka hluti og pínulitlar myndir af Víet
kong-hermanni og jólasveini.
Jólastemningin á Gljúfrasteini
kemur með dúkkuhúsinu
Morgunblaðið/RAX og Kristinn
Dúkkuhúsið hefur farið upp fyrir hver jól síðan það var smíðað um miðja síðustu öld. Það er því orðið
ómissandi hluti af jólastemningunni í huga Guðnýjar Halldórsdóttur.
SAMKVÆMT útreikningum fjár-
málaráðuneytisins gefa íslensku
jólasveinarnir í skóinn fyrir um 200
milljónir króna síðustu þrettán
daga fyrir jól. Er þá ekki tekið tillit
til þeirra kartaflna sem eflaust hafa
endað í skóm óþægra barna. Miðað
er við að börn upp að 14 ára aldri
fái heimsókn frá jólasveinunum.
Það geri 65 þúsund börn og áætla
megi að 95% þeirra haldi jól.
„Gerð hefur verið athugun á
áætluðu verðmæti skógjafa sem
bendir til þess að meðaltalið sé ná-
lægt 250 krónum. Að vísu þekkist
það að Kertasníkir sé gjafmildari
en aðrir jólasveinar og jafnvel að
hann sinni stærri markaði en bræð-
ur hans. Þótt ekki sé tekið tillit til
þess er áætlað verðmæti skógjaf-
anna ríflega 15 m.kr. hjá hverjum
jólasveinanna eða um 200 m.kr.
samtals,“ segir í vefriti fjármála-
ráðuneytisins.
Fram kemur að ráðuneytið hafi
ekki haft nein tök á því að kanna
hvernig jólasveinarnir afla tekna til
þeirra gjafa sem þeir ekki framleiða
sjálfir. „Vitað er að þeir hafa ekki
gert yfirvöldum grein fyrir þeirri
starfsemi sem þeir hafa undir hönd-
um og ekki er vitað hvar hún er nið-
ur komin. Þeir hafa a.m.k ekki enn
séð ástæðu til að koma rekstri sín-
um yfir á einkahlutafélagsform sem
gæti gert upplýsingaöflun auðveld-
ari. Þótt jólasveinarnir séu flakk-
arar eru þeir í öllu falli ekki
kennitöluflakkarar,“ segir í vefriti
fjármálaráðuneytisins.
Jólasveinarnir gjafmildir um jólin
200 milljónir
fara í skóinn