Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uss, við viljum ekki sjá Sigmúnds-dúkku, sveinkinn þinn. Við viljum bara Birgittu eða Barbí. Um áramót verðateknir í gagniðtveir gagnagrunn- ar um lyfjanotkun og lyfja- ávísanir. Annars vegar ópersónugreinanlegur töl- fræðigrunnur sem Trygg- ingastofnun sér um rekst- ur á og hins vegar lyfja- gagnagrunnur landlækn- isembættisins, þar sem upplýsingar um sjúkling og lækni verða dulkóðaðar, með möguleika á afkóðun landlæknisembættisins undir ákveðnum kringum- stæðum. Hefur undirbún- ingur staðið yfir síðustu misseri innan heilbrigðis- ráðuneytisins í samvinnu við hlutaðeigandi stofnanir og Per- sónuvernd. Heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lækna- og lyfjalögum vegna hins nýja lyfjagagnagrunns í desember 2002 og varð frumvarpið að lögum á vormánuðum 2003. Skyldi aðlögunartímabil vegna breytinganna vera til 1. janúar 2005. Í athugasemdum við lagafrum- varpið sagði að ráðherra hefði í kjölfar mikillar umræðu í þjóð- félaginu um meinta misnotkun mikilvirkra ávana- og fíknilyfja, skipað stýrihóp í júlí 2002 sem hafði það verkefni með höndum að skilgreina og meta þarfir Lyfja- stofnunar, landlæknisembættisins og Tryggingastofnunar fyrir upp- lýsingar úr lyfjagagnagrunni. Auðveldara að sinna lög- bundnu eftirlitshlutverki Megintilgangur frumvarpsins hafi því verið að skjóta lagastoð undir starfrækslu TR á lyfja- gagnagrunninum og mæla fyrir um aðgangsheimildir. Mikilvægt væri fyrir stofnanir sem í hlut ættu, að hafa aðgang að ópersónu- greinanlegum upplýsingum til al- menns eftirlits með lyfjum, lyfja- notkun og kostnaði, til tölfræði- rannsókna, vegna erlends sam- starfs og m.t.t. greiðsluþátttöku almannatrygginga. Þá væri mikil- vægt fyrir heilbrigðisyfirvöld að hafa aðgang að persónugreinan- legum upplýsingum til að stemma stigu við misnotkun á ávanabind- andi lyfjum. Í leiðara Morgunblaðsins 5. des- ember 2002 var á það bent að þótt nauðsynlegt væri að fylgjast vel með að ávana- og fíknilyf væru ekki misnotuð, væri álitamál hvort það réttlætti að settur væri á lagg- irnar rafrænn gagnagrunnur með persónugreinanlegum upplýsing- um. Eftir því sem upplýsingarnar yrðu umfangsmeiri og viðkvæmari, væri meiri hætta á að þær yrðu misnotaðar. Í gagnagrunninum yrði ekki einungis að finna upplýs- ingar um þá sem misnota kerfið heldur alla þá sem þurfa að nota lyf af því tagi. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir að með lyfja- gagnagrunni sé embættinu gert auðveldara að sinna lögbundnu eft- irlitshlutverki hvað varðar þróun lyfjamála almennt en nokkur hörg- ull hafi verið á skilvirkum upplýs- ingum í þá veru. „Þannig er ástæða til að fylgjast með notkun sýkla- lyfja vegna þolmyndunar, en sótt- varnarlæknir annast þau mál lög- um samkvæmt, eða til dæmis að skoða hvort aðvaranir Lyfjastofn- unar varðandi notkun ákveðinna lyfja beri tilætlaðan árangur,“ seg- ir Matthías. Einnig verði reglu- bundið eftirlit með lyfjamisnotkun mun öflugra og auðveldara. Rík áhersla sé hins vegar lögð á að far- ið sé að lögum um persónuvernd og undir engum kringumstæðum sé heimilt að skoða lyfjanotkun ein- staklinga að tilefnislausu og ströng skilyrði sett um hverjir hafi aðgang að upplýsingum sem hægt er að gera persónugreinanlegar. Drög að samkomulagi Í umsögn Persónuverndar um lyfjagagnagrunninn sagði að ef setja ætti upp gagnagrunn með upplýsingum um lyfjaneyslu ein- stakra manna yrði að hafa hliðsjón af hlutverki þeirra sem eiga að hafa aðgang að gagnagrunninum, þannig að tryggt yrði að viðkom- andi fengi ekki meiri upplýsingar en hann nauðsynlega þarf á að halda. Persónuvernd gerði ýmsar athugasemdir við frumvarpið í um- sögn sinni og benti á leiðir til úr- bóta, m.a. um að ekki væri kveðið á um hversu lengi mætti varðveita upplýsingar í persónugreinanleg- um gagnagrunni. Í lyfjalögum er nú kveðið á um að dulkóðuðum persónuauðkennum sem séu eldri en þriggja ára skuli eytt úr honum. Þótt byrjað sé að safna upplýs- ingum í kerfið 1. janúar, mun hins vegar nokkur tími líða, að sögn Matthíasar Halldórssonar, þar til unnt verður að vinna úr upplýsing- unum. Að sögn Einars Magnússonar, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, hefur vinnu undanfarinna tveggja ára vegna lyfjagagna- grunns miðað vel en hún snýr eink- um að smíði verklagsreglna og að sníða aðgangstakmarkanir í sam- ræmi við lögin og lög um persónu- vernd. Fyrir liggja að mestu drög að samningi milli Tryggingastofn- unar og landlæknisembættisins vegna lyfjagagnagrunns og er stefnt að því að ljúka samkomulagi á næstu vikum. Fréttaskýring | Lyfjagagnagrunnur í gagnið um áramót Vinnsla hefst síðar á árinu Undirbúningur að lyfjagagnagrunni hefur staðið yfir síðustu tvö árin Stemma á stigu við misnotkun lyfja. Landlæknisembættið hefur beinan aðgang  Að sögn Einars Magnússonar, skrifstofustjóra hjá heilbrigðis- ráðuneytinu, er landlæknis- embættið eina stofnunin sem hef- ur aðgang að persónuupplýsing- um úr gagnagrunninum og upp- lýsingum varðandi lyfjaávísanir lækna en getur, skv. lögunum, veitt Lyfjastofnun og Trygginga- stofnun aðgang að persónuupp- lýsingum í vissum tilfellum. Auknar heimildir eru að óper- sónugreinanlegum gögnum grunnsins. kristjan@mbl.isÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.