Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 10

Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gleðileg jól fréttir á mbl.is ÞAÐ var glatt á hjalla á fyrsta jólaballi Rjóðurs, hjúkr- unar-, hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir lang- veik og langveik fötluð börn. Jólaballið var haldið í Hjallakirkju og allir voru að í sínu fínasta pússi. Morgunblaðið/Árni Torfason Jólagleði Hagstofan tekur við verkefn- um Kjararannsóknarnefndar KJARARANNSÓKNARNEFND og Hagstofa Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um launa- kannanir og aðrar vinnumarkaðs- rannsóknir. Frá og með áramótum verður launakönnun Kjararann- sóknarnefndar framkvæmd af Hag- stofu Íslands og hættir nefndin skrif- stofurekstri frá þeim tíma. Fram kemur í tilkynningu um þessa breytingu að markmið samn- ingsins sé að auka skilvirkni þannig að þekking og fjármunir sem veitt sé til hagskýrslugerðar á sviði vinnu- markaðar nýtist sem best og að töl- fræðilegar upplýsingar um laun, launakostnað og vinnutíma nái sem fyrst til allra helstu atvinnugreina og starfsgreina á vinnumarkaðnum. Kjararannsóknarnefnd er sam- starfsvettvangur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um launakannanir á samningssviði samtakanna. Nefndin hefur staðið að gerð launakannana á almennum vinnumarkaði frá árinu 1963. Kjara- rannsóknarnefnd mun starfa áfram sem verkkaupi og stefnumarkandi samstarfsvettvangur aðila vinnu- markaðarins gagnvart Hagstofu Ís- lands. Sérstök ráðgjafarnefnd sér- fræðinga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins mun starfa með Hagstofunni. Ráðgjafar- nefndinni er ætlað það hlutverk að fylgjast með framkvæmd samnings- ins og vera Hagstofunni til ráðgjafar um gerð vinnumarkaðsrannsókna, einkum launakannana. Mikil umferð við kirkjugarðana Á AÐFANGADAG skapast oft mikil umferð við kirkjugarða og þá sér- staklega Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarstofu hafa verið gerðar sér- stakar ráðstafanir til að greiða sem mest fyrir umferð þannig að ein leið sé virk að görðunum og önnur leið frá þeim. Einstefna við Gufuneskirkjugarðinn Þeir sem þurfa ekki að fara nauð- synlega um Bústaðaveg eru hvattir til að velja sér aðrar leiðir. Þeir sem eiga leið í Fossvogskirkjugarðinn eru hvattir til að nota tvær leiðir frá garðinum. Fyrir þá sem þurfa að fara í Kópavog, Garðabæ eða Hafn- arfjörð úr garðinum er bent á að fara niður Suðurhlíðina sem liggur niður í Fossvogsdalinn, framhjá Nesti og þaðan inn á Kringlumýrarbrautina til suðurs. Hinsvegar er hægt að fara leiðina í gegnum Öskjuhlíðina og nið- ur að Loftleiðahóteli og þaðan inn á Bústaðaveginn. Umferð að garðin- um fer hefðbundna leið um Bústaða- veg og Suðurhlíð. Þeir sem fara í Gufuneskirkju- garðinn þurfa að hafa í huga að þar verður einstefna í gegnum garðinn þar sem farið verður inn frá Gagn- vegi og umferð út úr garðinum ekur út á Borgaveg. Þeir ökumenn sem eiga leið út úr Gufuneskirkjugarði eru hvattir til þess að létta á umferð um Víkurveg. Þetta er hægt að gera með því að taka vinstri beygju út úr garðinum inn á Borgaveg og aka síðan þann veg áfram framhjá Spönginni og nið- ur á Strandveg en þaðan liggur greið leið inn á Gullinbrú. Í NÝJASTA tölublaði Tíundar, fréttablaði Ríkisskattstjóra, er vakin athygli á því að velgengnin í rafvæð- ingu skattkerfisins hérlendis hafi átt sinn þátt í því að samnorrænn skatta- vefur, sem opna á í maí 2005, verður smíðaður hér á landi. Að sögn Braga Haukssonar, deild- arstjóra upplýsingatæknideildar rík- isskattstjóra, hefur vefframtalið og þjónustusíður ríkisskattstjóra vakið talsverða athygli á þeim erlendu ráð- stefnum þar sem þetta hefur verið kynnt að undanförnu. „Þar hefur yf- irleitt alls staðar komið fram að við stöndum mjög framarlega á þessu sviði. Ástæðu þess að okkur var falið að smíða þennan samnorræna skatta- vef má m.a. rekja til þess að þegar verið var að ræða verkefnið í upphafi drifum við í því að smíða prótótýpu af svona skattavef í því skyni að gera umræðuna bæði frjórri og markviss- ari. Þessi sýnisvefur okkar féll hins vegar í svo góðan jarðveg að mönnum fannst tilvalið að við tækjum þetta verkefni að okkur,“ segir Bragi, en að skattavefnum samnorræna standa skattayfirvöld allra Norðurlandanna. Að mati Braga hjálpar það mikið hversu stuttar allar boðleiðir eru hér- lendis. „Ferlin hjá hinum þjóðunum eru miklu lengri og þyngri, þannig að þeir eiga kannski erfiðara með að hafa þennan sama viðbragðsflýti og við. Það kemur alls staðar í ljós að við erum í raun að framkvæma hlutina í kringum rafræna stjórnsýslu fyrir brot af þeim peningum sem menn eru að nota í þetta erlendis þar sem menn eru samt kannski að ná lakari ár- angri.“ Spurður hvað valdi því segir Bragi Íslendinga oft hafa neyðst til að gera hlutina með hagkvæmari hætti ef yfir höfuð á að vera hægt að koma þeim í framkvæmd. Aðspurður segist Bragi sjá fyrir sér að til að byrja með verði samnor- ræni skattavefurinn fyrst og fremst upplýsingavefur, en að fljótlega verði hann þróaður í gagnvirkari átt þannig að notendur eigi t.d. kost á að senda inn fyrirspurnir til nokkurs konar sýndarskattstofu. Meðal þess sem verður að finna á vefnum þegar hann verður opnaður í maí næstkomandi verða skattaupplýsingar er gagnast einstaklingum er eiga hagsmuna að gæta í fleiru en einu Norðurlandanna, t.d. einstaklinga sem búa í einu landi en vinna í öðru eða búa í einu landi en fá greiddan lífeyri í öðru landi eða eiga fasteign í öðru landi. Að sögn Braga verður allt efni á vefnum um al- geng álitamál aðgengilegt á öllum Norðurlandatungumálunum. Nýr samnorrænn skatta- vefur smíðaður hérlendis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.