Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
VERÐSKRÁR fyrir sundstaði í
Reykjavík og Kópavogi munu
hækka um áramótin, en eftir hækk-
anirnar verður sundferðin dýrust í
Kópavogi, samanborið við hin sveit-
arfélögin á höfuðborgarsvæðinu,
hvort sem keypt er stök ferð eða 10
miða kort, fyrir börn eða fullorðna.
Hækkunin á gjaldskrá í Sundlaug
Kópavogs er á bilinu 20-80%, mis-
munandi eftir liðum. Stök sundferð
hækkar um 27% fyrir fullorðna en
20% fyrir börn. Kort með 10 sund-
ferðum fyrir börn hækkar um 80%,
úr 500 í 900 kr. Kort með 10 ferðum
fyrir fullorðna hækkar um 27%.
Þegar verð á þessum fjórum gjald-
skrárliðum er borið saman við aðra
sundstaði á höfuðborgarsvæðinu eru
þeir hvergi dýrari en í Kópavogi.
Einungis árskort í sund er dýrast
annarsstaðar en í Kópavogi, en í
Reykjavík kostar árskortið mest,
eftir hækkunina um næstu áramót
mun það kosta 21.500 kr., og hækkar
um 10% frá þeirri gjaldskrá sem nú
er í gildi. Eftir að breytingarnar
taka gildi verður munurinn á stök-
um ferðum fyrir börn 140% eftir því
hvort farið er í sund í Mosfellsbæ,
þar sem ódýrast er, eða í Kópavogi,
þar sem verðið var hæst. Munurinn
á því að kaupa 10 miða kort fyrir
börn í Kópavogi og Mosfellsbæ verð-
ur 200%, kostar 300 kr. í Mosfellsbæ
en mun kosta 900 kr. í Kópavogi eft-
ir áramót. Verð á sundstaði í öðrum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu mun haldast óbreytt eftir ára-
mót. Í Hafnarfirði fengust þó þær
upplýsingar að verðskráin verði trú-
lega endurskoðuð, en vinna við það
hefjist ekki fyrr en á nýju ári og ekk-
ert hafi verið ákveðið um hvort eða
hversu mikið verði hækkað. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Seltjarnar-
nesi verður verðskrá í sundlaugina
trúlega ekki hækkuð fyrr en eftir
viðamiklar framkvæmdir sem nú
standa fyrir dyrum.
Kaupa fleiri ferðir í einu
Í Kópavogi hefur sú nýbreytni
verið tekin upp að notuð eru inn-
eignarkort í stað miða fyrir þá sem
kaupa fleiri en eina ferð í einu. Eftir
áramót verður tekin upp sú ný-
breytni að hægt verður að kaupa
inneignarkort sem hægt er að nota
30 sinnum eða 60 sinnum, innan árs
frá því kortin eru keypt. Verð á 30
ferða korti verður 5.250 kr. fyrir
fullorðna en 2.250 kr. fyrir börn, en
verð á 60 ferða korti verður 8.400 kr.
fyrir fullorðna en 3.600 kr. fyrir
börn. Kortin renna út á 12 mánuðum
og tapa þá eigendur þeirra þeim
ferðum sem þeir kunna að eiga eftir
á kortum sínum.
Jón Júlíusson, íþróttafulltrúi í
Kópavogi, segir rétt að verð sé
hærra í laugina í Kópavogi en ann-
arsstaðar, en segist ekki hafa ein-
hlíta skýringu á því hvers vegna það
er. Hann segir þó að bera verði verð-
skrána saman við laugar sem bjóði
upp á svipaða þjónustu, svo sem
Laugardalslaug, Suðurbæjarlaug í
Hafnarfirði og Sundlaug Akureyrar,
þar sé munurinn minni en ef borið sé
saman við sundlaugina í Mosfellsbæ.
Breyttar áherslur í gjaldskrá
Jón segir að ný gjaldskrá endur-
spegli breyttar áherslur, betra sé
fyrir almenning að kaupa 30 eða 60
ferða kort en stakar ferðir og 10
ferða kort séu dýrari. Það segir
hann gert til að umbuna þeim sem
hafa fyrirhyggju og
kaupa til lengri tíma, t.d.
sé hver ferð ódýrari sé
keypt 60 ferða kort eftir
áramót heldur en hver
ferð kostaði fyrir þá sem
kaupa 10 ferða kort í
dag. Hann bendir á að
kortin séu ekki tengd við
einstaklinga og því geti
t.d. hjón nýtt sama kort-
ið.
Spurður um hvers
vegna 10 ferða kort fyrir
börn hækki úr 500 í 900
kr. segir Jón að miðað
við reynslu séu þessi kort mest seldu
kortin, og því megi ætla að flestir
sem kaupa slík kort geti keypt kort
með 30 eða 60 sundferðum, og því
muni hækkunin ekki verða jafn mikil
á hverja sundferð fyrir þorra fólks.
Jón þvertekur fyrir það að nýtt
kortakerfi í sundlaugina hækki
kostnað, í raun megi segja að nýja
kerfið lækki kostnaðinn. Hann bend-
ir á að um 3% þeirra sem hafa farið í
sund undanfarin ár hafi komið sér
hjá því að borga sig ofan í laugina,
og segir að nýja kerfið geri það mun
erfiðara. Því þurfi þeim sem ekki
borgi ekki að fækka mikið til þess að
nýja kerfið borgi sig.
Gjaldskrár sundlauganna í Reykjavík og Kópavogi hækka nokkuð um áramót
Dýrast í sund
í Kópavogi
Morgunblaðið/Kristinn
Mikill munur er á aðgangseyri að sundstöðum.
!
"
"
!
!"#
!$#
!
"#
# $
% #
!"#
!%
!
#
# $
#
!$
!#
!!
&#
!#
!'
!
"
!#
!%
!
#
!#
!'
#
'
!
!&#
!
$
!#
!%
"
%
SUÐURNES
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Hafnarfjörður | Nemendur og
starfsfólk Áslandsskóla færðu
Mæðrastyrksnefnd 111.436 krónur
sem nemendur söfnuðu sjálfir. Í
stað hefðbundinna pakkaleikja sem
tíðkast í skólum vikuna fyrir jól
komu allir nemendur með frjáls
framlög í umslagi. Sami háttur var
hafður á í fyrra og þá söfnuðust
86.677 krónur.
Nemendur Áslands-
skóla styrkja
Mæðrastyrksnefnd
Hafnarfjörður | Samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Hagstofu Íslands
hefur fólksfjölgun á höfuðborgar-
svæðinu verið mest í Hafnarfirði. Á
árinu 2004 fjölgaði íbúum í Hafn-
arfirði um 752, Reykvíkingum fjölg-
ar um 610, Kópavogsbúum um 432,
Garðbæingum hefur fjölgað um 161,
íbúum í Mosfellsbæ um rúmlega 200
og íbúum Seltjarnarnesbæjar um 19.
Íbúar Hafnarfjarðar voru 21.942
hinn 1. desember en voru 22. desem-
ber 21.987, skv. upplýsingum frá
Hafnarfjarðarbæ. Allar líkur séu því
á að Hafnfirðingar verði orðnir
22.000 um áramótin.
22 þúsund Hafnfirð-
ingar um áramót
Vogar | Meirihluti íbúa Vatnsleysustrandar-
hrepps getur vel hugsað sér sameiningu við
önnur sveitarfélög, samkvæmt skoðanakönnun
sem gerð hefur verið. Virðast þeir hallast að
sameiningu við Hafnarfjörð fremur en Reykja-
nesbæ. Ekki er áhugi á þátttöku í einu stóru
sveitarfélagi á Suðurnesjum.
Sameiningarnefnd félagsmálaráðuneytisins
og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur lagt
til að í vor verði greidd atkvæði um sameiningu
allra fimm sveitarfélaganna á Suðurnesjum í
eitt. Hefur tillagan fallið í grýttan jarðveg með-
al sveitarstjórnarmanna í Grindavík, Garði og
Sandgerði en frjóan meðal bæjarfulltrúa í
Reykjanesbæ. Sveitarstjórn Vatnsleysustrand-
arhrepps óskaði eftir fresti hjá félagsmálaráðu-
neytinu til að efna til íbúaþings og gera skoð-
anakönnun meðal íbúanna til að undirbyggja
sín svör. Jón Gunnarsson oddviti segir að svo
stuttur frestur hafi fengist að ekki hafi verið
svigrúm til að fjalla um málið á íbúaþingi. Því
hafi verið sent út kynningarbréf til íbúanna
með stuttum fyrirvara og efnt til skoðanakönn-
unar. Fékk sveitarstjórn ParX – viðskiptaráð-
gjöf IBM til að gera könnunina og voru nið-
urstöður kynntar á fundi sveitarstjórnar í
fyrrakvöld.
Fram kom að rúmlega 63% íbúa Vatnsleysu-
strandarhrepps geta hugsað sér að sameinast
einhverju öðru sveitarfélagi. Um fjórðungur
getur ekki hugsað sér það.
Íbúarnir virðast hlynntastir sameiningu við
Hafnarfjörð. Tæplega helmingur, um 48%, seg-
ist vera mjög eða frekar hlynntur því. Rúmlega
30% íbúanna segjast mjög eða frekar hlynnt
sameiningu við Reykjanesbæ og aðeins 17% eru
hlynnt sameiningu við þriðja nágrannasveitar-
félagið sem deilir hreppamörkum með Vatns-
leysuströnd, það er að segja Grindavík. Um
28% eru mjög eða frekar hlynnt því að samein-
ast öllum hinum sveitarfélögunum á Suðurnesj-
um, þ.e. Grindavík, Sandgerði, Garði og
Reykjanesbæ. Þeir sem ekki vilja sameinast
öðru sveitarfélagi telja flestir, eða 49%, að
Hafnarfjörður yrði skásti kostinn ef Vatns-
leysustrandarhreppur stæði frammi fyrir því að
sameinast öðru sveitarfélagi.
Ný tillaga ekki óeðlileg
„Nei, ég get ekki sagt að þetta komi mér al-
veg á óvart en munurinn er meiri en ég bjóst
við,“ segir Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysu-
strandarhrepps, þegar leitað er álits hans á nið-
urstöðu könnunarinnar. Hann telur að megin-
skýringin á því að íbúar sveitarfélagsins hallist
fremur að sameiningu við Hafnarfjörð en
Reykjanesbæ eða önnur sveitarfélög á Suður-
nesjum sé súað flestir nýir íbúar komi úr Hafn-
arfirði og nágrenni en ekki að sunnan. Mikil
fjölgun hefur orðið í Vogum á síðustu árum og
margir íbúar sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið.
Jón kveðst einnig ánægður með hversu mikil
þátttaka var í könnuninni, eða tæplega 75% af
öllum kosningabærum íbúum, og hversu margir
hefðu tekið afstöðu.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að senda skýrslu
ParX til sameiningarnefndar sveitarfélaga. Í
bókun sveitarstjórnar, sem gerð var af þessu
tilefni, er bent á að niðurstöður hennar bendi til
að tillaga nefndarinnar verði felld og að hrepps-
nefnd telji því ekki grundvöll fyrir atkvæða-
greiðslu um óbreytta tillögu. Jón segist ekki sjá
hvernig sameiningarnefnd geti haldið tillögu
sinni um sameiningu allra sveitarfélaganna á
Suðurnesjum til streitu þegar vilji íbúa Vatns-
leysustrandarhrepps liggi svona afgerandi fyrir
og andstaða hafi komið fram í öðrum sveit-
arfélögum á svæðinu. Spurður um það hvernig
hann teldi að framhaldið yrði segir Jón ekki
óeðlilegt, í ljósi niðurstaðna könnunarinnar, að
gefa íbúunum kost á að greiða atkvæði um sam-
einingu við Hafnarfjörð. Ef til þess kæmi
þyrftu sveitarstjórnirnar þó fyrst að hittast og
ræða hvort grundvöllur væri fyrir slíkri tillögu.
Sjálfur segist hann ekki hafa frumkvæði að
slíku enda fælist það í ályktun hreppsnefndar
að beðið yrði viðbragða sameiningarnefndar.
Vogamenn hallast frekar að
sameiningu við Hafnarfjörð
Grindavík | Halli verður á samstæðu
Grindavíkurbæjar á næsta ári, 36 milljónir
kr., samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins
og stofnana hans. Áætlunin var samþykkt
með atkvæðum meirihlutafulltrúanna en
fulltrúar Framsóknarflokksins sátu hjá.
Heildartekjur Grindavíkurbæjar og
stofnana hans eru áætlaðar 932 milljónir á
næsta ári. Fram kom í yfirliti Ólafs Arnar
Ólafssonar bæjarstjóra þegar áætlunin
var lögð fram til síðari umræðu í bæj-
arstjórn að niðurstaðan sýnir hagnað, fyr-
ir fjármagnsliði og afskriftir, að fjárhæð
132 milljónir kr. Fjármagnsliðir eru nei-
kvæðir um 59 millj. og afskriftir nema 108
milljónum kr. Rekstrarniðurstaða í sam-
anteknum reikningsskilum er því tap að
fjárhæð 36 millj. kr. Veltufé frá rekstri er
liðlega 130 milljónir kr., 14% af tekjum.
Fjárfesting í varanlegum rekstrar-
fjármunum er um 316 millj. kr. og skiptist
þannig: Eignasjóður 145 milljónir kr., frá-
veita 4 millj. kr., hafnarsjóður 145 millj.
kr. og vatnsveita 22 milljónir kr. Helstu
framkvæmdir eru bygging leikskóla,
dýpkun og endurbætur viðlegukanta í
höfninni og nýtt byggingarhverfi.
Halli á samstæðu
Grindavíkurbæjar
Grindavík | Bláa lónið færði Söfnunarsjóði
barna- og unglingageðdeildar Landspítala
(BUGL) 200 þúsund kr. að gjöf núna fyrir
jólin. Fyrirtækið styrkir góð málefni á ári
hverju í stað þess að senda jólakort.
Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Bláa lónsins hf., af-
henti fullrúum BUGL gjöfina ásamt boðs-
kortum í heilsulindina fyrir Ævintýraklúbb
BUGL. Á myndinni eru f.v. Sigríður Ásta
Eyþórsdóttir yfiriðjuþjálfi, Anna G. Sverr-
isdóttir, Linda Kristmundsdóttir, deild-
arstjóri göngudeildar, og Guðrún B. Guð-
mundsdóttir, starfandi yfirlæknir.
Bláa lónið styrkir BUGL
Sandgerði | Sandgerðingar virðast
vera óvenju skreytingaglaðir fyrir
þessi jól og mörg hús hafa vakið at-
hygli fyrir ljósaskreytingar. Íbúar
tveggja húsa hafa fengið afhentar
viðurkenningar fyrir fallegar jóla-
skreytingar.
Ferða- og menningarráð Sand-
gerðisbæjar efndi til samkeppni um
fallegustu jólaskreytingarnar og
bárust margar tilnefningar. Að lok-
um voru tvö hús útnefnd sem jólahús
Sandgerðis 2004, Bogabraut 6 og
Hlíðargata 44, bæði húsin eru nýleg
og eru með einfaldar og snyrtilegar
skreytingar.
Bogabraut 6 er skreytt með hvít-
um ljósum. Þar búa Haraldur Jó-
hannesson og Adda Bára Júlíus-
dóttir. Hlíðargata 44 er með
mislitum skreytingum sem eru um-
vafðar greni. Þar búa Hans Ómar
Borgarsson og Guðbjörg Sigríður
Óskarsdóttir.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Verðlaunahafar Skreytingameistararnir saman komnir, f.v. Adda
Bára Júlíusdóttir, Haraldur Jóhannesson, Berglind Haraldsdóttir,
Hans Ómar Borgarsson, Guðbjörg Sigríður Óskarsdóttir og tví-
buradæturnar Lovísa Rut og Elísabet Ýr.
Viðurkenningar fyrir fal-
legustu skreytingarnar
Vistvernd í verki | Um tuttugu
fjölskyldur í Garðabæ hafa tekið
þátt í verkefninu Vistvernd í
verki undanfarin tvö ár. Fyrr í
vetur var haldin sýning um vist-
vænan lífsstíl í bókasafni bæj-
arins og efnt til getraunar.
Vinningshafar eru Guðríður
Sveinsdóttir, Gunnhildur Halla
Ármannsdóttir og Lilja Líf Pálm-
arsdóttir.