Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 31 Sagðist ég vera heitbundin guð- fræðikandidat heima á Íslandi og slíkt heit mundi ég aldrei rjúfa. „Ég get það ekki, því ég elska þann mann. Í öðru lagi sjáið þér sjálfur, háttvirti prins, að staða okk- ar í lífinu er svo gagnólík að til hjónabands getum við ekki stofnað. Það vitum við bæði og þarf það ekki frekari umræðu við. Í þriðja lagi langar mig til að þakka yður, hátt- virti Valdemar prins, fyrir fram- komu yðar gagnvart mér, sem sýnir hvorttveggja drenglyndi og háttvísi, svo af ber. Þér munið verða mér minnisstæður svo lengi sem ég lifi.“ Prinsinn tók til máls: „Ég er svo oft búinn að segja foreldrum mínum frá yður og þau langar til að kynnst yð- ur, svo þér eruð boðin heim í te- drykkju með okkur á morgun. Viljið þér gera það fyrir mig að þiggja það boð, þó svona hafi farið í dag milli okkar?“ Elín svarar: „Að vanþakka slíkt boð væri óafsakanleg ókurteisi. Bið ég yður því háttvirti prins, að skila kærri kveðju til háttvirtra foreldra yðar með innilegu þakklæti fyrir þann mikla heiður, sem þau sýna mér óverðskuldaðri skólastúlku frá Íslandi.“ „Þakka yður fyrir, þá sæki ég yður á morgun,“ sagði prinsinn. Móttökur í höllinni voru sérlega hlýjar og frjálsmannlegar, svo ég var hálfundrandi, umræður snerust mest um Ísland og Danmörku, sem eðlilegt var. Hvernig ég kynni við mig í Danmörku. Hvernig væri að búa á Íslandi o.s.frv. Ef satt skal segja var ég hálfkvíðin að eiga að heimsækja svo háttsett fólk. En þeg- ar ég var búin að heilsa og við höfð- um tekið upp samræður fann ég mig, eins og milli vina. Allur þessi heiður, sem mér hafði verið sýndur þarna, varð til þess að ég stytti dvöl mína í skólanum, ekki sízt vegna unnusta míns, sem beið mín með mikilli þolinmæði. Hann vann sem ritari hjá biskupi og lands- höfðingja á víxl. Unnustinn var séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti í Borgarfirði. Biskupsritari var hann frá 1881–1886 en hættir þá sem rit- ari æðstu manna á Íslandi. Þar er hægt að geta sér til að fleiri en amma á Háeyri hafi fengið bréf frá Elínu unnustu hans. (Heim.: Ís- lenzkir guðfræðingar, 1847–1947.) Elín stóð við sitt heit, sem áður er frá sagt. Í næsta bréfi segist Elín hafa tryggt sér farmiða með einu haustskipanna, þar sem gefinn er upp komudagur til Reykjavíkur. Mikil umsvif voru á Háeyri þegar von var á skipinu sem Elín sagðist koma með. Allir nánustu sem gátu því viðkomið voru mættir í fjörunni þar sem ferjumenn báru fólk úr bát- unum í land og var Elín í fyrsta bátn- um sem kom að landi. En hvað gerist í raun og veru? Elín þaut upp á fjörukambinn en veifaði brosandi til síns fólks, gekk rakleitt að manni sem stóð þar einn síns liðs á bak við mannþyrpinguna, faðmaði hann og kyssti, kom með hann til frændfólks og vina. Kynnti hann fyrir hópnum og þar með var trúlofun þeirra gjörð opinber. Hinn 27. júní 1886 var sr. Jóhanni veitt Stafholt, vígður 12. sept. sama ár og enn á því sama ári 1886, 21. okt., halda þau brúðkaup sitt og flytja alfarin að Stafholti. Þau eign- uðust tvö börn, Þóru f. 20. október 1887 og Leif f. 6. marz 1889, sem bæði létuzt á unga aldri. Eftir þetta mikla áfall vandi Elín komur sínar að Háeyri og var séra Jóhann oftast í fylgd með henni. Þá voru þau Sigríður Þorleifs- dóttir og Guðmundur Ísleifsson far- in að búa á Háeyri og jörðinni skipt til helminga. Elín, kona Þorleifs, andaðist 24. nóvember 1869 en Þor- leifur 9. marz 1882 á 84. ári. Bæði létuzt þau heima á Háeyri. Þá var ekki kynslóðabilið komið í gang. Fyrsta barn Sigríðar og Guðmundar var stúlka, sem skírð var Elín Guð- björg, sem var móðir þeirrar sem þetta ritar. Amma sagði mér að mamma hefði verið fallegt barn og bráðþroska svo af bar. Hún hefði strax orðið mjög hænd að nöfnu sinni og frænku Elínu, svo að með þeim urðu miklir kærleikar. Svo fór að Elín bað ömmu að lofa sér að hafa hana nöfnu sína nokkurn tíma í Staf- holti, „af því að þú átt svo mörg börn, Sigga mín“, sagði hún. Árin liðu og Elín hélt uppteknum hætti með komum sínum að Háeyri og bar allt- af upp sama erindið, að mega nú taka hana nöfnu sína heim með sér, bara um tíma, en þá var mamma orð- in 12–13 ára. Mamma var 11 árum eldri en Þóra í Stafholti. Amma sagðist oft hafa haft hugarangur vegna systur sinnar út af þessu máli og ekki hafa skilið það fullkomlega, því hjónaband þeirra séra Jóhanns var til mikillar fyrirmyndar að sögn Elínar og við höfum verið heppin með hjú, það er allt bezta fólk svo við getum farið að heiman, þegar svo ber undir, áhyggjulaus.“ Amma heldur sögu sinni áfram: „Þá var það mamma þín, Silla mín, sem tók af skarið og sagði við mig: Mamma mín, mig langar mikið að vera hjá henni nöfnu minni í Staf- holti og séra Jóhanni, einhvern tíma, en ég vil ljúka burtfararprófinu úr skólanum og fermast hérna heima. Þá langar mig að fara til þeirra ef þið pabbi viljið leyfa mér það.“ Það var auðsótt mál. Þegar Elínu bar næst að garði voru henni sögð tíðindin og varð þá mikill fagn- aðarfundur á Háeyri, eins og í raun- inni þegar þau hjón komu í heim- sókn. Þegar þau kvöddu sagði Elín við mömmu þína um leið og hún tók hana í faðm sinn: „Nú kem ég og sæki þig, elsku nafna mín, á ferming- ardaginn þinn og kem með góðan hest handa þér.“ Hinn 24. september 1890 rann upp, bjartur og fagur, og árla dags var riðið úr hlaði í Staf- holti. Þar var frú Elín ásamt ráðs- manni staðarins, þar sem séra Jó- hann gat ekki fylgt konu sinni í þessa för sökum anna, en ráðsmaður þessi naut fyllsta trausts húsbænda sinna.“ Nú segir ráðsmaður frá: „Allt gekk vel hjá okkur frú Elínu, við átt- um aðeins ófarnar nokkrar hest- lengdir af Sandskeiði í Svínahraun, þegar mér varð litið á frú Elínu og sé að einhver skelfing er að koma yfir hana, hendi mér af baki og hleyp að hesti hennar og um leið hnígur hún úr söðlinum í fang mitt – og er örend. – Mínum tilfinningum get ég ekki lýst. Ég lagði hana á mjúkan mosabing í hrauninu, leit í allar áttir eftir mannaferðum, því ég var ráð- þrota. Eftir drykklanga stund sá ég þrjá menn koma niður Svínahraun, þeir stönzuðu strax hjá mér til þess að gæta að hvað gerst hefði. Öllum kom saman um, að hún hefði látizt af slagi, og buðust til að skiptast á að bera hana upp á Kolviðarhól og koma boðum strax að Háeyri. Einn aðkomumanna bauðst til að sitja hjá fylgdarmanni sem hann sagðist vera þakklátur fyrir, þar sem hann væri engan veginn búinn að átta sig á því sem gerst hafði.“ Hér lýkur sögu ömmu Sigríðar um Elínu, systur hennar. Grafskrift Ljóð: Steingrímur Thorsteinsson. Elín Þorleifsdóttir fædd 25. maí 1866 giptist 21. okt. 1886 prestinum Jóhanni Þorsteinssyni; eignaðist með honum tvö börn, sem bæði eru á lífi; dáin 24. sept. 1890. Svo ung og svo fögur, svo ástrík og blíð. Með anda svo ríkan og gæfu-mörk fríð; Svo elskandi og elskuð, – og andast svo fljótt! Hinn alskæri dagurinn hverfðist í nótt. Í svartnætti sólskinið bjarta. Ó, stundarheims æfinnar hverfandi hvel; Úr heiðríkju skellur á dimmviðris jel; Hið ástsæla kvennval hneig arminum fjær, Og eiginver stendur hér líkfjölum nær Með tregann í trúföstu hjarta. Til hrygðar er gleðinni brugðið í borg Á bakkanum elfar, sem þylur nú sorg; Þar ei skynja móður hvarf ómálgar smá, Sem að eins um stund hugðist víkja þeim frá; Hve sárt það á missirinn minnir. Og brár vætir ekkill, ei bætir neitt meir Það blíðljós, sem hverfur er góð kona deyr; En, sjá, það varð stjarna, frá himninum há. Í heilagri minning það stafar hann á Og kveðju frá æðra heim innir. Margar sögur eru sagðar um orð- heppni Þorleifs ríka. Sum orð sem hann lét falla voru talin ómakleg. Hann á t.d. að hafa sagt um Guð- mund, tengdason sinn Ísleifsson, „að það munaði bara einum staf á Guði og Guðmundi. Guð gerði allt af engu, en Guðmundur allt að engu“. Þetta var talið óhæfilegt. Guðmundur var þjóðkunnur athafnamaður og fram- úrskarandi heppinn formaður og sjósóknari. Hann bjargaði mörgum skipshöfnum úr sjávarháska. Gestur skáld (Guðmundur Björnsson land- læknir) nefndi hann Háeyrarsvaninn í ljóði. Þá lét hann hlaða sjóvarnar- garð meðfram ströndinni og lét tómthúsmönnum í té skika undir kartöflugarða í hlutfalli við framlag. Guðmundur var afi Sigrúnar Gísladóttur, en langafi Elínar Sæ- björnsdóttur, en mágur Elínar Þor- leifsdóttur. Kona hans var Sigríður Þorleifsdóttir. Guðmundur á Háeyri hefði sómt sér vel sem svili Valdemars prins. Hann átti drjúgan hluta Suðurlands- undirlendis, eða svo fannst honum er hann beindi sjónum sínum frá Katt- hól að Hellisheiði og Ingólfsfjalli, og magnaði Háeyrareign og hjáleigur í huga sér. Sagan segir að Jón í Mundakoti, sem var hreppstjóri, og faðir Ragn- ars í Smára, sem Gunnar Smári heldur að sé Stokkseyringur, hafi verið boðinn um borð í danskt kaup- skip sem lá á legunni undan Sjó- garðshliðinu. Guðmundi mislíkaði að hafa ekki verið boðinn eins og hrepp- stjórinn. Hann söðlaði því hest sinn og reið að skipshlið, þar sem fákur hans tróð marvaðann við skipsstig- ann. Háseti á verði spurði erinda og hver gesturinn væri. Háeyrarbóndi benti skipverja til fjallanna og mælti: „Ser de. Det er mig der ejer det hele. Helt op til fjældene“ og benti danska dátanum á sjóndeild- arhringinn þar sem Hellisheiði og Ingólfsfjall gnæfðu, að ógleymdum Eyjafjallajökli og Heklu, en um jök- ulinn hafði Bjarni Thorarensen kveðið lofgjörð um Friðrik Dana- konung og kvað jökulinn gjósa Danakonungi til heiðurs. Þá tengdi Ingólfsfjall eigi síður löndin. Um fjallið birtist viðtal í Berlingske Tid- ende. Þar var rætt við Ingólf prins, son Knúts, sem hingað kom oft með bróður sínum, Friðriki konungi, er hann var krónprins. Ingólfur prins var spurður um nafn sitt. Hann svar- aði: „Ég heiti eftir fjalli á Íslandi“ Það vantar ekki kímnigáfu í Dani. Við hin sem héldum að prinsinn héti eftir landsnámsmanninum sjálfum. Nú er Ingólfsfjalli stefnt í hættu. Vegagerðin sækir möl í fjallið til vegagerðar og eru horfur á því að fjallið hverfi er aldir líða. Það má ekki hverfa úr sjónhring Háeyrar. Valdemar prins var vinur Íslend- inga og bar góðan hug til þeirra. og Valdemars prins Höfundur er þulur. Dagmar prinsessa var næstelsta dóttir Kristjáns IX. Danakonungs. Hún var gefin Rússakeisara, Alex- ander, sem kallaður var Nixa. Hann féll af hestbaki og varð sú bylta honum að bana. Dagmar giftist þá bróður hans Sasja. Hann varð Alex- ander III. Rússakeisari. Dagmar eignaðist fjóra syni og tvær dætur með manni sínum. Tveir synir dóu ungir úr skæðum sjúkdómi. Hinir tveir voru myrtir af byltinga- mönnum. Einnig tengdadóttir og barnabörn. Sjálf flýði hún til Dan- merkur þar sem frændi hennar, Kristján X., tók henni kuldalega. Valdemar prins sótti hljómleika sem haldnir voru til heiðurs Svein- birni Sveinbjörnssyni árið 1909. Þar voru einnig konungshjónin, systur Valdemars og Dagmar, ekkjudrottning Rússakeisara. Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Gle›ilega hátí›! Vi› óskum vi›skiptavinum okkar gle›ilegra jóla og farsældar á komandi ári. fiökkum samstarfi› á árinu sem er a› lí›a.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.