Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 35 r („vis- e män“), ýmsan r“, „Stern- „Weise“). fan, allrar á unga í dar hitt rs (stjörnu- eða vitr- útgáf- sbiblíu er gríska tringar“. 1. aldar, ð 2006. m öðrum Aust- r menn? einingar, þessari voru ekki ng þeirra nýfæddi undur t einungis ekktu ið í boð- um koma r hér til speki a. , en þar ar og það utanum ri uxu rra komu 100? e. ntumanna, strænu nærri Ar- vottur 62/168) tók 60; full- ðu komið er þetta 60:6, en a hylur idían og Saba, gull þeir Eða Dav- Hann gefa hon- nu sífellt a hann lið- a var á estur- ðingum í stjörnu- geta m komu voru sagð- ir helstu abíutilgát- ertúllían- ?), og heil- ). ngarnir ð frá ein- m voru Mesópót- dlandi. Eþíópía, Armenía, Skýþía og fleiri verið nefnd. En flestir virðast þó nú á tímum hneigjast að Babyloníu eða Persíu. Í því fyrrnefnda höfðu menn rannsakað næturhimininn gaumgæfilega í 1.000–2.000 ár, er hér var komið, lengur en aðrar þjóðir í vesturheimi, og höfðu í kringum árið 450 f. Kr. búið til dýrahringinn með hinum þekktu tólf stjörnumerkjum, og tengsl við gyðinga og spádóma þeirra var einnig fyrir hendi, eftir herleið- inguna á 6. öld f. Kr., en merkilegt þykir, að engum í frumkristninni virðist hafa dottið babýlonskir stjörnuspekúlantar í hug í þessu efni. En stuðningur við þá hug- mynd er samt kominn fram á 4. öld (Þeódótus frá Ancyra í Litlu- Asíu; síðar Ankara). Í síðarnefnda ríkinu, Persíu, var engin hefð fyrir slíkri nákvæmri rannsókn himinhnattanna, þótt menn hafi dundað eitthvað við stjörnuspeki. Hins vegar er þáttur Zaraþústra álitinn stór, því gamlar heimildir bendla trúarbrögð hans þrálátlega við gestina úr aust- urvegi, enda voru þau nauðalík gyðingdómi. Að þetta hafi verið prestar zaraþústratrúar, sem um Krists burð voru í þjónustu Parþa, sem fóru með völd frá 170 f. Kr. – 226 e. Kr. (en umrædd trúarbrögð voru þó áfram við lýði á þessum slóðum, víðast hvar, fram á 7. öld), var reyndar skilningur þorra kirkjunnar manna á fyrstu öldum. Sterkustu fulltrúar þeirra urðu Klemens í Alexandríu (150?–230?) og heilagur Kýrillus, erkibiskup í Alexandríu (376?–444). Í apókrýfuriti, sem talið er hafa verið samið á 5. eða 6. öld, og nefnist Arabíska bernskuguð- spjallið, segir orðrétt: „Og þegar Drottinn Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu, á tíma Heródesar konungs, sjá, vitringar [magi] komu úr austri til Jerúsal- em, eins og Zeraduscht hafði spáð …“ Er í þessu sambandi líka oft vitnað til atburðar árið 614 e. Kr., þegar Persar réðust inn í Landið helga og eyðilögðu þar fjöldann allan af guðshúsum kristinna, en hlífðu Fæðingarkirkjunni í Betle- hem, eftir að hafa litið þar augum mósaíkmynd, er sýndi vitringana færa Jesúbarninu gjafirnar þrjár. Þeir könnuðust við búningana, þetta var sumsé persneskur klæðnaður. Kirkjan hafði upp- haflega verið reist árið 327, eyði- lögð af Samverjum árið 529, en endurbyggð nokkru á eftir. Að endingu er rétt að geta þess, að austur af Palestínu voru ein- ungis fjögur ríki sem höfðu „ekta“ mágusa í þjónustu sinni um Krists burð: Assyría, Babylonía, Medía og Persía. Þess vegna er ekki ósennileg kenning, að þetta hafi í raun verið klerkar zaraþústratrú- ar, en ekki þó frá Persíu heldur Babyloníu, hafandi þar kynnst al- vöru stjörnuvísindum. Fjöldi og nöfn Í Matteusarguðspjalli segir ekk- ert um fjölda þessara gesta úr austri. Elsta teikning af atburð- inum við jötuna, sem er að finna í katakombunum í og við Róma- borg, og er frá 2. eða 3. öld, sýnir fjóra vitringa. Önnur, frá 3. öld, er með tvo. En um svipað leyti minn- ist Órígenes (185–254) kirkjufaðir hinn gríski á það í skrifi einu, að um þrjá hafi verið að ræða og átti fjöldi gjafanna þar vafalaust stór- an hlut að máli. Og þetta varð svo endanleg niðurstaða í vesturkirkj- unni frá og með 11. eða 12. öld. Í riti, sem nefna mætti Fjár- sjóðshellinn á íslensku, og talið er vera eftir Efraim hinn sýrlenska (Ephrem Syrus; 306?–373), en í varðveittri útgáfu er líklega frá 6. öld, eru konungarnir einnig sagðir hafa verið þrír: Hormizdad frá Makhozdi í Persíu, Izdegerd frá Saba og Perozad frá Shaba í austri. Í annarri heimild er rithátt- urinn Hormizdah, Yazdehgerd og Rerozdh. Og á enn öðrum stað, í Bók Adams og Evu, sem talið er að hafi verið rituð einhvers staðar á bilinu 3.–7. öld, eru þeir nefndir Hor, Basantar og Karsundas (eða Hor, Basanter og Karsudan). En annars staðar varð þó önnur tilgáta lífseigari, með Jóhannes Chrysostomus (u.þ.b. 347–407) og Ágústínus (354–430) í broddi fylk- ingar; þar sögðu menn að konung- arnir hefðu verið tólf. Eflaust er þar í, með og undir fjöldi ættkvísla Ísraelsmanna, sem og tala post- ulanna. Og enn aðrir voru með sex eða átta. Mósaíkmynd ein í Ravenna á Norðaustur-Ítalíu, frá um 550 e. Kr., er með elstu heimildum um Kaspar (Caspar, Gaspar, Jasper), Melkíor og Baltasar sem nöfn á þremenningunum, og eru þau end- anlega fest í vesturkirkjunni á 12. öld. Þau eru líklega dregin af Gathaspa, Melichior og Bithisarea, sem fyrst birtast okkur í ritinu Excerpta latina barbari, frá 8. öld, en sem talið er vera þýðing á grískum texta frá því um 500. Þar er atburðurinn í Betlehem sagður hafa gerst 1. janúar. Í 6. aldar apókrýfuritinu Armenska bernskuguðspjallinu voru þeir sagðir hafa verið konungar í þrem- ur löndum, Kaspar á Indlandi, Melkon í Persíu, og Baltasar í Ar- abíu. Sýrlenska kirkjan átti þó líka Hormisdas, Gushnasaph og Larvandad, og armenska kirkjan Kagba og Badadilma. Á 13. öld kemur svo fram rit í austri, eignað nestoríananum Shelêmôn biskupi í al-Basra í Írak. Það nefnist á íslensku Bók býflug- unnar og hefur m.a. að geyma nöfn tólf persneskra konunga, sem eiga að hafa fært Jesúbarninu gjafirnar dýrmætu. Og þeir voru eftirtaldir: Zarwandad sonur Artaban, Hormizdad sonur Sit- aruk (Santarok), Gushnasaph (Gushnasp) sonur Gundaphar, og Arshakh sonur Miharok komu með gullið. Meharok sonur Huham, Ahshiresh sonur Hasban, Sardalah sonur Baladan, og Merodach sonur Beldaran gáfu reykelsið. Og Zarwandad sonur Warzwad, Iryaho sonur Kesro (Khosrau), Artahshisht sonur HHoliti, og Ashton’abodan sonur Shishron létu af hendi myrruna. Útlitslýsing Ágústínus, sem áður var minnst á, leit á vitringana sem fulltrúa alls mannkynsins. Þetta er á 4. og 5. öld. Í elstu myndverkum kristn- innar, sem á annað borð hafa þessa frásögn að yrkisefni, eru þeir reyndar áþekkir í sjón og í persneskum klæðnaði. En síðar var farið að greina á milli þeirra. Á 6. öld er t.d. einn þeirra orðinn blökkumaður, en það nær samt ekki eyrum listmálara að heitið geti fyrr en á 14. og 15. öld. Beda prestur hinn fróði (673– 735), fyrsti sagnaritari Englands, útfærði hugmynd Ágústínusar, eða gekk skrefinu lengra, og kvað vitringana tákna þrjár álfur heimsins – Asíu, Afríku og Evrópu – og jafnframt þá syni Nóa, feður umræddra kynþátta. Í kringum árið 750 kom fram írskt eða engilsaxneskt skrif, Excerpta et collectanea, eftir óþekktan mann, og í því var að finna nákvæma lýsingu á vitring- unum, sem átti eftir að hafa gíf- urleg áhrif á þá myndlistarmenn sem gerðu fæðingarfrásöguna að yrkisefni næstu aldirnar. Þarna var Kaspar sagður hafa verið ung- ur maður, skegglaus, rauðhærður, íklæddur grænum kyrtli eða mussu, stuttum, rauðum möttli eða skikkju, í fjólubláum skófatn- aði; og með reykelsi, táknandi guðdóm barnsins í jötunni. Melk- íor var aldinn og grár, fúlskeggj- aður og síðhærður, íklæddur fjólu- bláum kyrtli eða mussu, og stuttum, grænum möttli eða skykkju, með höfuðfat gert úr ýmsum efnum, og í fjólubláum og hvítum skóm; og með gull, tákn- andi konungdóm drengsins litla. Baltasar var á miðjum aldri, dökk- ur, alskeggjaður, íklæddur rauð- um kyrtli eða mussu, og stuttum, hvítum möttli eða skikkju, og grænskóaður; hann gaf myrruna, táknandi dauða Mannssonarins. Öll fötin voru úr silki. Þó er dálítið á reiki hver vitringanna er dökkur; stundum er það Kaspar. Og hann á það líka til að vera miðaldra. Hvað táknfræði gjafanna varðar hafa menn oftast og aðallega lesið framannefnt út úr þeim; sumir hafa þó viljað bæta því við, að myrran táknaði Jesú einnig sem lækni og græðara. Og því er ekki að neita að fleiri útlistanir hafa sést á prenti. Árið 1370 kom fram það rit, sem við eigum núverandi mynd okkar af vitringunum að þakka eða kenna. Þetta var Saga konung- anna þriggja eða Historia trium regum, samansafn af öllu eða flestu því sem um vitringana þrjá gekk í munni fólks eða í bókum. Höfundur var Johannes von Hildesheim, munkur af reglu Karmelíta. Í þessu skrifi hans er Kaspar frá Eþíópíu. Vitringarnir tóku þó örlítið hlið- arspor í myndlistinni í kjölfar þess að Evrópubúar fundu Ameríku aftur, í lok 15. aldar; einn var þá gjarnan sýndur í líki indíánahöfð- ingja. Og í suður-amerískri króníku frá 1609 er því haldið fram, að Bartólómeus postuli hafi verið kristniboði í Andesfjöllum og að Melkíor hafi komið þaðan. Um svipað leyti var í evrópskri mynd- list farið að sýna einn hinna tignu austrænu gesta sem konu. Nú á tímum eru vitringarnir þrír óaðskiljanlegur hluti alls jóla- halds, bæði í austur- og vest- urkirkjunni. Í löndum mótmæl- enda var þrettándinn lengi eftir siðbreytingu hátíð vitringanna, en árið 1770 var hann afnuminn sem messudagur, og þess vegna lagðist minning þeirra af hér á landi. Í Danmörku kallast 6. janúar þó ennþá „hellig tre kongers fest“. Heimferðin og annað En hvað varð svo um þá, eftir heimsóknina til Betlehem? Matt- eusarguðspjall segir að þeir hafi farið aðra leið heim, eftir bendingu í draumi um að snúa ekki aftur til Heródesar. En síðan er þögn. Helgisagnir meina að Tómas postuli hafi síðar farið austur um, hitt þremenningana á Indlandi og kristnað þá. Einnig er rætt um, að þeir hafi orðið erkibiskupar. Og miðaldaheimild ein frá Köln í Vestur-Þýskalandi segir, að þeir hafi allir dáið, árið 54, í Sebaste í Armeníu, hafandi þar áður lagt á sig mikið erfiði við útbreiðslu fagnaðarerindisins. Melkíor and- aðist 1. janúar, 116 ára gamall, Baltasar 6. janúar, 112 ára að aldri, og Kaspar 11. janúar, 109 ára. Jarðneskar leifar þeirra eiga síðar að hafa uppgötvast í Persíu, verið fluttar til Konstantínópel á 4. öld, þaðan til Mílanó á Ítalíu á 5. öld, og svo til Kölnar árið 1163. Ítalska kaupsýslumanninum og ferðalangnum Markó Póló (1254– 1324?) var þó sagt á 13. öld, að grafir þeirra væru í Persíu. En í þessum fræðum sem öðrum er ekkert merkilegt þótt eitthvað stangist á. Því oft er nú svo, að all- ir vildu Lilju kveðið hafa. En hvað trúverðugleik sög- unnar um mágusana að öðru leyti varðar, er rétt að benda á orð sagnfræðingsins Ernest L. Mart- in, sem ritar eftirfarandi: „Mikilvægt er að átta sig á, að ferðalag á borð við þetta er ekki komið úr heimi fantasíunnar. Mág- usar ferðuðust glæsilega. Frásögn Matteusarguðspjalls kemur ágæt- lega heim og saman við aðrar slík- ar reisur, þar sem prestar zara- þústratrúar áttu í hlut, steðjandi á fund konunga og annarra vald- hafa. Þegar Neró setti Tridates, af reglu mágusa, konung yfir Armen- íu fór hinn síðarnefndi til Rómar, á fund keisarans, ásamt þremur öðr- um mágusum, til að færa honum gjafir. Og ýmsar serímóníur og til- stand fylgdi þessu öllu. Eins mun þessu hafa verið farið, þegar mág- usarnir komu til Heródesar á sín- um tíma … Það er líka ástæðan fyrir því, að „öll Jerúsalem“ vissi af heimsókninni …“ Þegar öllu er á botninn hvolft eru orð S.V. McCasland þó senni- lega best til þess fallin að ljúka þessu, en hann segir: „Landafræði, þjóðfræði og aust- ræn trúarbrögð varpa einungis fölu ljósi á mágusana; það er ekki fyrr en með trú jólanna að þeir verða að fullu sýnilegir og ná að ljóma.“ ir frá Austurlöndum sigurdur.aegisson@kirkjan.is Höfundur er guðfræðingur og þjóðfræðingur.   Vitringarnir þrír, tálgaðir úr ösp. Hluti jólaskreytingar úr þýsku klaustri. Frá því fyrir 1489. Talið frá vinstri: Baltasar, Kaspar og Melkíor. Baltasar er gjarnan látinn tákna miðaldra vitringinn og er jafnframt oftast talinn vera sá dökki þremenninganna, en Kaspar þó stundum, eins og í þessu tilviki. Gjöf Baltasar, myrran, táknaði dauða Jesú, en einnig læknishæfileika hans. Kaspar er sagður hafa gefið reykelsið, tákn fyrir guðdóm Jesú- barnsins, og er oftast sýndur yngstur vitringanna. Melkíor á að hafa komið með gullið, táknandi konungdóm drengsins litla. Hann er oftast fulltrúi Evrópu á myndum og yfirleitt sá elsti í hópnum. Í kjölfar þess að Evrópu- búar finna Ameríku aftur í lok 15. aldar er einn vitringanna gjarnan málaður eða teiknaður í líki indíánahöfð- ingja. Og um svipað leyti er í evrópskri myndlist farið að sýna einn hinna tignu austrænu gesta sem konu. Vitringarnir þrír, olía á striga. Eftir ítalska listmálarann Jacopo Bass- ano (1515–1592). Talið vera frá 1562. Þarna má sjá að einn gestanna er með evrópskt yfirbragð, annar afrískt og hinn þriðji asískt. Og tvær kórónur eru greinanlegar. Á myndverkum eru reiðskjótarnir ýmist úlf- aldar eða hestar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.