Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI E nn eru jólin. Klukk- an sex síðdegis má reikna með að landsmenn muni langflestir hafa kveikt á viðtækjum sínum og heyra kirkjuklukkurnar hringja inn jólin áður en útvarps- jólamessan byrjar. Fastir liðir eins og venjulega, enda eru jólin ekki bara fæðingarhátíð frels- arans heldur einnig hátíð hefð- arinnar. Flest er í föstum skorðum hjá okkur; undirbúningurinn, gjaf- irnar, jólakortin, matargerðin, jólatréð, messuferðirnar, veisl- urnar og fjölskylduboðin. Allt eins og á síðustu jólum, nema við erum einu árinu eldri (sumir bústnari og aðrir grennri, eins og gengur). Reyndar hafa óvenju margir Ís- lendingar ákveðið að brjóta upp lífs- mynstrið í ár, gera eitthvað óhefðbundið og flykkjast á sama staðinn; í sólskinið á Kanarí- eyjum. Við hin sitjum heima og höldum í hefðirnar. Ég veit ekki um ykkur en ég vil hafa jólin hvít, pakka undir lifandi jólatré og hangikjötsilminn fylla krók og kima á jóladag. Á stundum sem þessum sé ég ekki fyrir mér sól- skin og suðræna sambatónlist. En áður en blessuð jólin ganga í garð eiga áreiðanlega margir eftir að fara á taugum við jóla- undirbúning og innkaup á síðustu stundu, hlaupandi kófsveittir á milli verslana á Laugaveginum, í Kringlunni eða Smáralind, skömmu fyrir klukkan tólf á há- degi í dag. Mér kæmi það ekki á óvart að sjá slíkt myndskeið í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna eftir hádegið. Það hefur að minnsta kosti sést áður, og reyndar verið svolítið skondið, ekki síst þegar sýnt er á hraða þöglu myndanna. Einhverra hluta vegna hafa karlmenn verið í meirihluta þessara síðbúnu við- skiptavina, líklega í leit að jóla- gjöf handa ,,elskunni sinni“. Af hverju þetta stress? Hvern- ig væri nú að við Íslendingar fær- um að slaka örlítið á, vinna minna og verja meiri tíma með fjöl- skyldunni? Spenna bogann ekki svona hátt og minnka hraðann í lífsgæðakapphlaupinu? Eflaust finnst einhverjum þessar spurn- ingar vera orðnar þreyttar en þær eiga að mínu mati ætíð fullt erindi í umræðuna, ekki síst þeg- ar við erum ekkert að bregðast við þeim eða taka þær alvarlega. ,,Ertu búinn að láta skuld- breyta lánunum hjá þér? Ætl- arðu ekki að skoða hundrað pró- sent lánin hjá bönkunum?“ Þessum spurningum og fleiri við- líka hefur áreiðanlega rignt yfir ykkur síðustu vikur og mánuði. Þegar maður hefur svarað neit- andi hefur örlað á undrunar- og hneykslunarsvip sumra spyrj- enda. Ég er kannski of varkár og íhaldssamur en af einhverjum ástæðum treysti ég ekki íbúða- lánum bankanna. Þessi upp- gangur þeirra og útrás er allt saman of gott til að vera satt, nánast eins og sætur dagdraum- ur. Ég trúi enn á lögmálið góða um að það sem fer upp mun á endanum koma niður. Síðustu daga hafa birst okkur nokkrar sláandi fréttir upp úr staðtölum almannatrygginga um aukna neyslu á lyfjum og meiri greiðsluþátttöku ríkisins í þeirri neyslu, bæði hjá ungum og öldn- um Íslendingum, konum sem körlum. Neysla á tauga- og geð- lyfjum fer sífellt vaxandi og spurningin er hvernig þessi þró- un endar, og hvenær. Þannig er athyglisverð sú staðreynd að konur á miðjum aldri virðast nota geðlyf í meiri mæli en karlar á sama aldri. Aukin geðlyfjanotkun barna veldur einnig áhyggjum og mér finnast háværar viðvör- unarbjöllur klingja þegar lesa má ummæli geðlæknis í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag þess efnis að foreldrar barna með geðraskanir séu farnir að viðhalda sjúkdóms- einkennum barna sinna til að missa ekki umönnunarbætur frá Tryggingastofnun. Hvers eiga þessi börn að gjalda? Þetta kallar á tafarlausa lagabreytingu frá Al- þingi svo að hægt verði að grípa inn í, börnunum til bjargar. Áður en andleg líðan lands- manna fer á versta veg er það meginverkefni verkalýðsfélaga í kjarasamningum framtíðarinnar að stytta vinnutíma fólks án þess að það komi niður á launakjör- unum og gefa því tækifæri til að verja meiri tíma með börnunum og öðrum okkar nánustu. Gleym- um heldur ekki öldnum ætt- ingjum okkar, þeir hafa alveg eins og börnin mikla þörf fyrir athygli og umhyggju. Tíðindi af stöðu aldraðra á elliheimilum að undanförnu sýna það. Eitt fyrsta skrefið í styttingu vinnutímans er að fjölga frídög- um og byrja ætti á deginum í dag, gera aðfangadag jóla að lög- bundnum frídegi í landinu. Af- greiðslutími verslana og fyr- irtækja á aðventunni er orðinn meiri en góðu hófi gegnir, opið til tíu á kvöldin svo dögum skiptir. Viðvaranir VR í gegnum árin virðast litlu hafa skilað, versl- unarmenn eru á þessum degi orðnir dauðþreyttir eftir allan hamaganginn síðustu vikurnar og verslunareigendur ættu áreið- anlega að vera búnir að fá meira en nóg í peningakassann. Þess vegna er algjör óþarfi að hafa op- ið á aðfangadag. Okkur veitir ekki af að slaka meira á og fá að undirbúa jólin í friði og ró. Starf- semi margra fyrirtækja er hvort eð er lömuð í dag. Eitt sinn vann ég hjá fyrirtæki sem gerði starfs- mönnum sínum að vinna til há- degis á aðfangadag. Það var al- gjör tímasóun, menn nöguðu blýanta og góndu út í loftið, biðu þess heitt og innilega að klukkan yrði tólf á hádegi. Þjóðfélagið er að stórum hluta komið í frí og það sést t.d. vel í leikskólum þar sem langflest börnin eru skráð í fríi í dag. Jólin eru hátíð ljóss og friðar og vonandi verða þau það í hugum og hjörtum allra lands- manna, ekki bara sumra. Megi jólin verða okkur gleðileg og að mestu lyfjalaus. Frí og frið- ur á jólum Áður en blessuð jólin ganga í garð eiga áreiðanlega margir eftir að fara á taugum við jólaundirbúning og innkaup á síðustu stundu, hlaupandi kófsveittir á milli verslana. VIÐHORF Eftir Björn Jó- hann Björnsson bjb@mbl.is JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR eru upplagt viðfangsefni fyrir skák- áhugamenn í rólegheitunum yfir jól- in. Þrautirnar í ár eru misjafnlega erfiðar, eins og jafnan er, en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim sex skákstöðum, sem birtast hér á eftir. Lausnir verða birtar eftir jólin. Góða skemmtun og gleðileg jól! Svartur leikur og vinnur. Hvítur leikur og vinnur. Hvítur leikur og vinnur. Svartur leikur og vinnur. Svartur leikur og heldur jafntefli. Hvítur leikur og vinnur. Jólaskákþrautir Bragi Kristjánsson UNGMENNALANDSLIÐ Kanada í íshokkíi lék í eftirlík- ingu af búningi Fálkanna þegar það vann landslið Finnlands 6-0 að viðstöddu fullu húsi, 15.015 manns, í nýju íþróttahöllinni í Winnipeg í fyrrakvöld. Fálkarnir urðu fyrstir til þess að verða Ólympíumeistarar í ís- hokkí. Allir leikmennirnir nema einn voru af annarri kynslóð Ís- lendinga í Winnipeg í Kanada og með heims- og ólympíumeistara- titlinum 1920 brutu þeir ísinn. Síðan hefur íshokkí verið vinsæl- asta íþróttagreinin í Kanada. Síðsumars lék A-landslið Kan- ada í eftirlíkingu af búningum Fálkanna en leikurinn í fyrra- kvöld markaði tímamót því þetta var í fyrsta sinn sem lið lék í bún- ingunum í Winnipeg síðan Fálk- arnir voru og hétu. Af því tilefni voru níu afkomendur þeirra kall- aðir út á ísinn fyrir leik og voru þeir ákaft hylltir af áhorfendum. Heimsmeistarakeppni ung- mennalandsliða í íshokkí (leik- menn 21s árs og yngri) hefst í Grand Forks í Bandaríkjunum á laugardag og er lið Kanada talið sigurstranglegast. Morgunblaðið/Steinþór June Patson (faðir hennar var leikmaður Fálkanna, Chris Fridfinnsson), Audrey Fridfinnsson (William „Bill“ Friðfinnsson, faðir hennar, var bróð- ir Chris og gjaldkeri liðsins) og Shirley McCreedy (faðir hennar Fred Thordarson var einn af stofnendum Fálkanna) í treyjum Fálkanna, hlusta á þjóðsöng Kanada. Leikmennirnir í baksýn. „Fálkarnir“ á heimavelli FJÓRIR Íslendingar borðuðu ís- lenska kæsta skötu í Gimli, „höf- uðstað Nýja Íslands“, í Kanada í gær, og að sögn Grétars Axels- sonar er þetta í annað sinn sem íslensk skata er matreidd á Þor- láksmessu í Gimli. ,,Við fengum gesti frá Íslandi í heimsókn á dögunum og þar sem stutt var í Þorláksmessu þótti mér tilvalið að biðja fólkið um að taka með skötu, hamsatólg og rúgbrauð fyrir fjóra,“ segir Grét- ar. Um þessar mundir er um 40 stiga frost í Gimli. Grétar sýður skötuna á gasgrilli sínu og lætur kuldann ekki á sig fá. ,,Það þarf ekki að standa yfir henni en hún lyktar vel,“ segir Grétar. Íslensk skata í Gimli Morgunblaðið/Steinþór Grétar Axelsson gerir „klárt“ fyrir skötuveisluna í Gimli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.