Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Aðfaranótt hins 12.
desember sl. lést að
heimili sínu, Reykja-
borg í Mosfellsbæ, föð-
urbróðir minn, Þórður
Guðmundsson vélfræðingur, 78 ára
að aldri.
Kallið kom snöggt, en hann lagðist
hress til hvílu um kvöldið og var all-
ur morguninn eftir.
Daddi eins og hann var alltaf kall-
aður af vinum og fjölskyldu fluttist
að Reykjum í Mosfellssveit nokk-
urra mánaða gamall með foreldrum
sínum, Guðmundi Jónssyni skip-
stjóra og Ingibjörgu Pétursdóttur
húsfreyju ásamt bræðrum sínum
Pétri, Jóni Magnúsi, Andrési Hafliða
og Sveini, sumarið 1926 og taldi
hann því árin sem fjölskyldan hefur
búið að Reykjum.
Mosfellssveitin var sveitin hans,
þar ólst hann upp, bjó alla tíð og þar
varð einnig starfsvettvangur hans
lengst af, en hann hóf störf sem vél-
stjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur eft-
ir að hann lauk vélstjóranámi 1953 í
Dælustöðinni að Reykjum og þar
stóð hann vaktina af samviskusemi
og alúð um áratuga skeið og sá til
þess ásamt félögum sínum að heita
vatnið frá Reykjum rynni skamm-
laust til Reykjavíkur og yljaði þar
borgarbúum.
Konuna sína, Freyju Norðdahl,
sótti hann einnig í sveitina sína, en
hún er frá Úlfarsfelli í Mosfellssveit.
Það má því með sanni segja að það
hafi verið vel við hæfi þegar kór-
félagar Dadda sungu „Blessuð sértu
sveitin mín“ yfir honum í Lágafells-
kirkjugarði hinn 17. desember sl.
þar sem hann var jarðsettur.
Þórður og Freyja gengu í hjóna-
band 1950 og eignuðust 3 börn, elst
er Guðbjörg, þá Kjartan og yngstur
var Guðmundur Jón, en hann lést af
slysförum rúmlega tvítugur og var
mikill harmdauði öllum sem til
þekktu enda mikill efnispiltur.
Fjölskyldan var alltaf í öndvegi og
velferð hennar var honum allt og
grannt var fylgst með gangi mála og
reynt að leggja lið ef unnt var.
Þórði frænda mínum var margt til
lista lagt.
Hann var glaðlyndur og fé-
lagslyndur og tók virkan þátt í ýmiss
konar félagsstörfum.
Mikill að burðum og góður
íþróttamaður á yngri árum og stund-
aði m.a. handknattleik með Aftureld-
ingu og var í liðinu sem skilaði fyrsta
bikarnum á þeim vettvangi í Mos-
fellssveitina.
Söngmaður góður og söng í ýms-
ÞÓRÐUR
GUÐMUNDSSON
✝ Þórður Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 13.
apríl 1926. Hann
andaðist á heimili
sínu, Reykjaborg í
Mosfellsbæ, 12. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Dómkirkj-
unni 17. desember.
um karlakórum gegn-
um tíðina, en lengst af
þó í Karlakór Reykja-
víkur og karlakórnum
Stefni í Mosfellssveit,
þar sem hann var einn
stofnenda.
Á góðri stundu var
Þórður hrókur alls
fagnaðar og naut sín
vel í góðra vina hópi og
sá þá gjarnan um að
gefa tóninn með sinni
djúpu og fögru bassa-
rödd.
Skapið var mikið, en
það var einnig blítt,
enda var hann hvers manns hugljúfi,
mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum
vel.
Á kveðjustund sem þessari er auð-
vitað margt sem kemur upp í hugann
og minningarnar eru allar góðar.
Þessi fátæklegu kveðjuorð eru
sett á blað á vetrarsólstöðum og
jólahátíðin að ganga í garð.
Það er sjálfsagt vegna þess að upp
koma í hugann jólaboðin á Reykjum
í gamla daga þegar stórfjölskyldan
kom saman að fagna jólunum.
Þar var frændi minn í essinu sínu
hlýr, glaður og brosmildur syngjandi
jólalögin af mikilli innlifun og krafti
og þannig mun ég geyma í huga mín-
um minninguna um Dadda frænda
minn og þakka jafnframt forsjóninni
fyrir að hafa fengið að vera honum
samferða um tíð.
Hans verður sárt saknað af þeim
fjölmörgu sem hann þekktu, en sár-
astur er söknuður hans nánustu, eig-
inkonu, barna og fjölskyldna þeirra,
þar sem hann var akkerið og sá
klettur, sem allar öldur brotnuðu á.
Þeirra missir er mestur og eru
þeim hér sendar innilegar samúðar-
kveðjur og bæn um styrk á erfiðri
stund.
Hvíl í friði kæri frændi.
Guðmundur Pétursson.
Kveðja frá Karlakór
Reykjavíkur, eldri félögum
Þórður á Reykjum, söngbróðir og
félagi góður, er genginn frá garði.
Traustur og styrkur liðsmaður á
söngpallinum, glaður, góðviljaður
öllum og skemmtilegur. Það kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti þeg-
ar tilkynnt var í upphafi söngæfing-
ar síðastliðinn sunnudag, 12. desem-
ber, að Þórður væri látinn. Það var
eins og hljóður söknuður blandinn
andmælum færi um hópinn og það
var dálítið erfitt að byrja að syngja,
tónninn var djúpt í hálsi og röddin
treg.
Þórður var einstaklega söngelsk-
ur maður og burðarrödd í kórnum.
Hann hreifst af samhljómnum, ekki
síst í lögum þar sem gefa mátti rödd-
inni lausan tauminn í hressilegum og
kraftmiklum karlakórslögum. Það
vill svo til að fyrir ábendingu og ósk
Þórðar vorum við nýbyrjaðir að æfa
lagið Söngvaramars, eftir A.W. And-
ersen, hressilegt og fjörugt lag þar
sem segja má að raddirnar fái að
leika sér svo léttilega. Í texta þess
lags segir á einum stað:
Vér syngjum, fögnum, hefjum hátt
vorn róm við fossins hlátra hljóm,
vor söngur ómi himinhátt
í sælu og sólarátt.
Þessar ljóðlínur höfða til þeirrar
manngerðar sem Þórður hafði að
geyma. Hann gaf af sér þann neista
sem kveikti gleði og góðvild og með
því eignaðist hann fjölda vina og vel-
unnara. Við félagarnir munum sakna
hans úr okkar röðum en minnumst
hans best með því að hefja hátt vorn
róm og láta sönginn óma himinhátt
og halda áfram við okkar Söngv-
aramars. Enginn vafi er á því að
Þórður skilur eftir í hug og hjarta
samferðamannanna ákaflega hlýjar
endurminningar og söknuð. Verður
þá að líta svo á að sá sem það gerir
hafi gengið til góðs götuna fram eftir
veg.
Við söngfélagarnir kveðjum vin
okkar og söngbróður með þakklæti
fyrir allar samverustundirnar og
samhljóminn. Eftirlifandi eiginkonu
og ástvinum öllum sendum við sam-
úðarkveðjur okkar.
Ástvaldur Magnússon.
Þórður Guðmundsson var býsna
margþættur í sjón og viðkynningu
og segja má að hann hafi jafnan fyllt
rýmið þar sem hann var staddur.
Kynni mín af honum voru fyrst og
fremst tengd söng í Karlakórnum
Stefni og svo vann einn sona minna
hjá honum nokkur misseri í Dælu-
stöð hitaveitunnar. Vil ég hér þakka
hvort tveggja. Lífshlaup Þórðar var
mjög samtvinnað söng í kórum s.s.
Karlakór Reykjavíkur, Kirkjukór
Lágafellssóknar og síðast en ekki
síst í Karlakórnum Stefni. Þar byrj-
aði hann að syngja á sínum unglings-
árum og var að fram á þessa öld.
Þórður hafði feikna sterka rödd og
var mjög leiðandi í 2. bassa en hon-
um leiddist oft að læra söngtexta.
Þórður var maður glaðværðar og
söng mikið á góðra vina fundum. Oft
mátti þá heyra rússneskt klaustur-
lag við texta Freysteins Gunnars-
sonar um ræningjann Svarta svein
sem nam á brott stúlkuna Svönu á
Hóli en iðraðist gjörða sinna og gekk
í klaustur. Ekki var þá Stjenka Ras-
in eða Bjórkjallarinn langt undan.
Best þótti honum að lagið spannaði
vítt tónsvið.
Ég nefndi að Þórður hafi jafnan
fyllt rýmið og sem betur fer var hann
þannig persónuleiki. Tveggja metra
mönnum sem eru eftir því að þétt-
leika er ekki auðvelt að dyljast meðal
fólks. Einu sinni sýndist Þórður þó
ekki hávaxinn en það var þegar hann
gekk við hlið Jóhanns Svarfdælings
inn salinn á Reykjalundi.
Þórður og Freyja eru mjög sam-
tvinnuð nöfn hér í Mosfellssveit,
fædd sama ár, saman í skóla og æ
síðan. Haft er fyrir satt að um miðja
síðustu öld hafi ekki verið hér í sveit
glæsilegra par en Þórður og Freyja.
Það væri hrein sögufölsun ef
skrifa á um Þórð á Reykjum að
nefna ekki til viðbótar einn af hans
eiginleikum sem hefur þó verið mis-
jafnt metinn á hinum ýmsu öldum.
Og dugar nú engum að hneykslast.
Hvað um Nóa gamla? Eða þekktasta
öldung í Mosfellsdal, sjálfan Egil
Skallagrímsson sem var svo mörg-
um íþróttum búinn. Eða hinn eina
dýrling Íslendinga úr kaþólsku,
sjálfan Þorlák biskup Þorláksson,
sem var svo hraustur við Bakkusar-
blót, að þá er menn lágu undir borð-
um eftir að hafa kneyft þrjú horn
mjaðar varð hann bara glaðari og
reifari eftir að hafa kneyft fimm
horn.
Nú lít ég í anda liðna tíð og er
staddur á árshátíð í Hlégarði. Þar er
Þórður manna glaðastur, hann dans-
ar eins og greifi, vínarkrus og vals og
ræl. Að glaumnum loknum gengur
hann teinréttur að fatahenginu, fer í
frakkann, setur upp hattinn, brosir
sínu breiðasta, þakkar fyrir kvöldið
og býður góða nótt. Vild’ég væri
svona hraustur, tautar máske ein-
hver í barm sér.
Bestu kveðjur til fjölskyldu Þórð-
ar.
Erlingur Kristjánsson.
Innilegt þakklæti fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
SIGTRYGGS K. JÖRUNDSSONAR,
Silfurgötu 8a
Ísafirði.
Bestu þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Ísafjarðarbæjar fyrir framúrskarandi umönnun
og alúð undanfarin ár.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hjálmfríður Guðmundsdóttir.
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
INGI VIGFÚS GUÐMUNDSSON,
Skagasel 9,
Reykjavík
lést á heimili sínu fimmtudaginn 16. desem-
ber.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir, Samúel J. Guðmundsson,
Valey Guðmundsdóttir, Svavar Valdimarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Ólína Steinþórsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Inga L. Þorsteinsdóttir,
Guðrún Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Þór Gíslason
og aðrir aðstandendur.
Þökkum innilega hlýhug og vinsemd við andlát
og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
JÓLÍNAR INGVARSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til vina og starfsfólks Hrafnistu
Hafnarfirði.
Árni V. Sigurðsson, Sólrún Ósk Sigurðardóttir,
Arnbjörg Sigurðardóttir, Ástgeir Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ALDA B. JÓNSDÓTTIR,
Hólmgarði 25,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum að
kvöldi miðvikudagsins 22. desember.
Róbert Lárusson,
Katrín Jóna Róbertsdóttir,
Jónína Róbertsdóttir, Benedikt Guðbrandsson,
Lárus Róbertsson, Harpa Karlsdóttir,
Dóróthea S. Róbertsdóttir, Sverrir Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÓLÍNA INGVELDUR JÓNSDÓTTIR
frá Skipanesi,
Höfðagrund 2,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 28. desember kl. 14.00.
Stefán Gunnarsson
og börn.
Elskuleg systir mín,
HELGA STEFÁNSDÓTTIR,
Hvammabóli,
Mýrdal,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 22. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilborg Stefánsdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VILBORGAR GUÐBERGSDÓTTUR,
Bergstaðastræti 11A,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks MND-teymis
Landspítala háskólasjúkrahúss, starfsfólks líknardeildar Landakotsspít-
ala og heimahjúkrunar.
Magnús Þórarinsson,
Þórarinn S. Magnússon, Anna M. Ólafsdóttir,
Guðbergur Magnússon, Guðný Ragnarsdóttir,
Þórir S. Magnússon, Matthildur Guðmannsdóttir,
Stefán Magnússon, Guðbjörg Ása Andersen,
Jóhannes Magnússon, Elsa Björnsdóttir,
Helgi Magnússon, Sigríður G. Pálsdóttir,
Svanhildur Magnúsdóttir, Fanngeir Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.