Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 49

Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 49 DAGBÓK Ármúla 21 - Reykjavík - Sími 533 4040 - Fax 533 4041 - Netfang: kjoreign@kjoreign.is - Heimasíða: www.kjoreign.is Starfsfólk Kjöreignar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og liðnum árum. . Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Starfsfólk fasteignasölunnar Gimli óskar viðskiptamönnum sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða án gjuleg w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignas., Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali, Aðalsteinn Torfason múraram., sölustjóri, gsm 893 3985. Samanlagðir kraftar fólks, annars vegar með sérþekkingu á fasteign- um og hins vegar sérþekking lögmanns. Þjónusta alla leið. Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Bjóðum nýja viðskiptavini velkomna á nýju ári. Persónuleg, örugg þjónusta og sanngjörn þóknun. Hafið samband á nýju ári og fáið nánari upplýsingar. Jólakveðja til allra manna Lýsi ljós og gleði, ljómi kærleiks sólin. Heilar sættir semji sárþjáð jarðar bólin. Frelsarinn oss færi friðinn sinn um jólin. Jón Hjörleifur Jónsson. Íslenskun á erlendum nöfnum LANGAR mig til að orða undrun mína á þeirri stefnu Morgunblaðsins að íslenska nöfn erlends fólks í frétt- um. Finnst mér það vera með ólík- indum að þetta viðgangist í landi sjálfræðis og sjálfstæðis að við berum ekki þá virðingu fyrir erlendu fólki að prenta nöfn þeirra á réttan hátt. Nefnum sem dæmi netgrein Morg- unblaðsins 19. des. 2004. „Veröld/Fólk | AP | 17.12.2004 | 22:00 Prinsessur í piparkökubakstri“ Þar sem greinin fjallar um krón- prinsessuna Mette-Marit og dóttur hennar og krónprins Håkon. Í þess- ari grein er bæði nafn dóttur þeirra íslenskað og einnig nafn krónprins- ins. Þau heita jú réttu nafni Ingrid Alexandra og Håkon. Eina ástæðan fyrir því að ekki nafn Mette-Marit var íslenskað var sú að það fyrirfinnst ekki „nógu líkt“ íslenskt nafn! Ég vona að ritstjórn Morgunblaðs- ins sjái að sér í þessu máli og velji framvegis að bera þá virðingu fyrir einstaklingum að rita nöfn þeirra á réttan hátt. Virðingarfyllst, Ólafur Örn Gunnarsson, Klapparholti 10, Hafnarf. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Gleðileg jól! Rólegan æsing. Norður ♠Á10865 ♥10 ♦ÁG ♣Á10432 Suður ♠DG972 ♥ÁKD ♦KD106 ♣G Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 3 lauf 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Allir pass Vestur spilar út laufkóng gegn sex spöðum og fyrsti slagurinn fer eins og búast mátti við eftir sagnir – austur trompar ásinn. Austur spilar hjarta til baka. Hvernig á sagnhafi að spila trompinu? Á hann að svína eða reyna að fella kónginn blankan fyrir aftan ás- inn? Suður á umfram allt að taka því ró- lega – það liggur ekkert á að spila spaða. Fyrst er að kanna leguna í rauðu litunum, en það má gera án nokkurrar áhættu. Norður ♠Á10865 ♥10 ♦ÁG ♣Á10432 Vestur Austur ♠K3 ♠4 ♥97 ♥G865432 ♦82 ♦97543 ♣KD98765 ♣– Suður ♠DG972 ♥ÁKD ♦KD106 ♣G Suður spilar hjarta áfram og hendir tígli úr borði þegar vestur fylgir. Enn kemur hjarta og aftur er tígli hent ef vestur trompar ekki. Síðan er sami leikur endurtekinn í tíglinum og þá kemur á daginn að vestur hefur byrjað með tvíspil í báðum rauðu litnum. Það liggur fyrir að hann byrjaði með sjölit í laufi og þá er ljóst að hann á spaðana tvo sem eftir eru. Svíningin er því 100%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c6 2. d3 d5 3. Rd2 g6 4. Rgf3 Bg7 5. g3 Rf6 6. Bg2 0-0 7. 0-0 Bg4 8. h3 Bxf3 9. Dxf3 Rbd7 10. De2 dxe4 11. dxe4 Dc7 12. a4 Had8 13. Rb3 b6 14. Be3 c5 15. a5 e5 16. Rd2 Re8 17. axb6 axb6 18. Rb1 Db7 19. Rc3 Rc7 20. Rb5 Dc6 21. Rxc7 Dxc7 22. Db5 Ha8 23. c3 Hxa1 24. Hxa1 Hb8 25. Ha6 Bf8 26. Bf1 Kg7 27. Da4 Hb7 28. Bb5 Rb8 29. Ha8 Bd6 30. Dd1 Rc6 31. Dd2 h5 32. Bh6+ Kh7 33. Bg5 Hb8 34. Hxb8 Rxb8 35. Bf6 Rc6 36. Dd5 Ra7 37. Be8 Kg8 Staðan kom upp á Ólympíu- skákmótinu í Siegen árið 1970. Bobby Fischer hafði hvítt gegn tyrkneska skákmanninum Ismet Ibrahimoglu. 38. Bxf7+! Dxf7 39. Dxd6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Skák- hornið óskar öllum skákunnendum sem og öðrum gleðilegra jóla. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. ATVINNA mbl.is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.