Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 24.12.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 51 MENNING Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Félags- og þjón- ustumiðstöðin Bólstaðarhlíð 43 ósk- ar öllum velunnurum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Hittumst kát á nýju ári. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð 27. og 28. desember, en opin 29. og 30. desember frá kl. 10 til 15. Félag eldri borgara óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstu- daga í Laugarneskirkju, safn- aðarheimilinu, kl. 20. Allir velkomnir. Vel er tekið á móti nýliðum. Norðurbrún 1. | Starfsfólk Norður- brúnar 1 sendir íbúum og gestum hugheilar jólakveðjur. Kirkjustarf Breiðabólstaðarkirkja | Að- fangadagur jóla: Aftansöngur kl. 15.30. Miðnætursöngur kl. 23.30. Eyvindarhólakirkja | Guðsþjónusta jóladag, 25. desember, kl. 13. Hvammstangakirkja | Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Kirkjuhvammskirkja | Jólanótt: Mið- næturmessa kl. 23.30. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga | Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 11. Tjarnarkirkja | Jóladagur: Hátíð- armessa kl. 14. Kirkjuhvoll | Jóladagur: Hátíðarhelg- istund kl. 11. Kristniboðssambandið | Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum um- slög og frímerki af jólapóstinum. Þau eru seld til ágóða fyrir kristniboðs- og hjálparstarf í Afríku. Móttaka er við sölubás Kristniboðssambandsins á 2. hæð Kringlunnar, í húsi KFUM og K á Holtavegi 28 og Glerárgötu 1 á Akureyri, svo og í sumum kirkjum. Skarðskirkja | Hátíðarguðsþjónusta 26. des. (2. jóladag) kl. 14.00. Sókn- arprestur. Stóra-Dalskirkja | Aðfangadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 21. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Falleg og stór 2ja herbergja íbúð með frábæru útsýni og sérinngangi af svölum. Gólfefni á íbúð eru flísar, dúkur og parket. Húsið er klætt að utan og búið að taka það í gegn. Íbúðin er 74,6 fm. Ásett verð 11,4 milljónir. Nýbyggingar Hæðir Einbýli 2ja herb. VIÐ ELLIÐAVATN - MEÐ SÉRINNGANGI - 4RA HÆÐA LYFTUHÚS - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR MEÐ BÍLSKÝLI Erum með í sölu íbúðir í lyftuhúsi með sérinngangi við Álfkonuhvarfi í Kópavogi. Íbúðirnar afhend- ast fullbúnar án gólfefna, en flísalagt er á baði og í þvottahúsi. Val verður um glæsilegar innrétting- ar, hurðir og flísar. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Innangegnt er í bílageymslu úr húsinu. Húsið afhendist fullbúið að utan og lóð frágengin. FRÁBÆRT ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN, BLÁ- FJÖLLIN OG HEIÐMÖRK. STUTT Í LEIKSKÓLA OG SKÓLA. Verð á 3ja herbergja 96 fm íbúð- um með bílskýli er 17,7 milljónir. ÁLFKONUHVARF 19-21 - 203 KÓPAVOGI Vorum að fá í einkasölu stórglæsilegar sérhæðir með sérinngangi í 6 íbúða húsi við Fannahvarf á Vatnsenda. Í boði eru 3ja og 4ra herbergja íbúðir með frábæru útsýni yfir Elliðavatn, Heiðmörk og í átt að Bláfjöllum og Esjunni. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna, þó er baðherbergið flísalagt í hólf og gólf og í þvottaherbergi eru flísar á gólfi. Eldhúsinnréttingar eru frá AXIS og ná þær upp í loft, bakaraofn er í innréttingu, keramik helluborð og háfur yfir eldavél, öll tæki eru úr stáli. Baðher- bergið er með baðkari eða sturtu, vegghengt salerni með kassa inn í vegg. Fataskápar eru í her- bergjum og eru þeir frá AXIS. Staðsetningin á þessari eign er frábær, stutt er í væntanlegan skóla og þurfa börnin ekki að fara yfir umferðargötu til að komast í skólann. Fyrir þá sem hafa gaman af útiveru og veiðum er þetta einstök staðsetning, stutt er í vatnið og margar gönguleiðir inn með því og auðvellt er að ganga út í Heiðmörk. Verð á íbúðum: 3ja herbergja seld 4ra herbergja 21.800.000 - 23.500.000 FANNAHVARF - VATNSENDA HÁBERG - 111 REYKJAVÍK Vorum að taka í einkasölu einbýlishús á einni hæð á stórri lóð með möguleika á 60 fm hesthúsi við húsið. Um er að ræða 265 fm hús sem stað- sett er á frábærum stað í götunni. Húsið skilast fullbúið að utan en fokhelt að innan. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu okkar í Skeifunni 11. Ásett verð 35,9 millj. EINBÝLISHÚS VIÐ ENNISHVARF Á VATNSENDA Starfsfólk fasteignasölunnar Kletts óskar viðskiptamönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. NÝTT Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Miðborg óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar viðskiptin á árinu. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 4811 • i r idborg.is ÚT er komin fjórða bókin í fimm bóka flokki Madonnu. Nefnist hún Abdí og hálsmen drottningar. Ma- donna gefur allan ágóða af barnabókum sínum til stofnunar sem nefnist Spirituality for Kids Foundation. Sam- tökin voru stofnuð fyrir um áratug og byggjast á alls kyns námskeiðum fyrir börn sem miða að því að auðvelda þeim að finna lífsfyllingu. Tveir skólar eru starfandi sem byggja á Spiritual- ity for Kids og kabbala- fræðum, í New York og Los Angeles. Madonna virðist sjálf hafa fundið lífsgleðina í þessum fræðum og vill miðla henni til ann- arra. Efni bóka hennar byggir einn- ig á viðfangsefnum fræðanna, þann- ig fjallar bókin um Ensku rósirnar t.a.m. um vináttuna. Abdí og háls- menið segir frá litlum dreng sem stendur frammi fyrir að því er virð- ist óleysanlegu verkefni. Honum er sagt að taka því með æðruleysi og að jafnan sé að finna einhvern tilgang í öllum þeim þrautum sem lífið leggi á okkur. Þetta reynast orð að sönnu og einnig kemur fram í sögunni að á einhvern furðulegan hátt fái þeir fá- vísu og gráðugu einnig makleg mála- gjöld. Þetta er skemmtileg saga og næstum óþarfi að taka fram að þýð- ing Silju Aðalsteinsdóttur er að sjálfsögðu lipur og lýtalaus. Mynd- skreytingarnar eru síðan kafli út af fyrir sig, þvílíkt listaverk sem þær eru. Þar skapa þau Olga Dugina og Andr- ej Dugin ótrúlega sterkan og lifandi heim, svo draum- kenndan að furðu sæt- ir. Ýkjustíll og sér- kennileg birta eiga þar stærstan þátt, en það er líkast því að Abdí ferðist undir vatni þar sem engir skuggar eru ráðandi. Þetta er ein- staklega falleg bók og frábært að sjá hversu sterkan heim texti og myndir geta skapað saman þegar vel er gert. Ég gæti trúað því að ævintýrið um Abdí byggist á gamalli sögu úr kabbalafræðum, án þess að þekkja þau sérstaklega, en hér birtist hún í aðgengilegum búningi fyrir börn á öllum aldri. Það er óhætt að mæla með bókum Madonnu, sem virðist afar einlæg í að miðla fornri visku og lífsspeki til barna um heim allan og tekst það án efa með ágætum. Andleg leiðsögn í ævintýrabúningi BÆKUR Barnabók Eftir Madonnu, Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Olga Dugina og Andrej Dugin myndskreyttu. Mál og menning 2004. Abdí og hálsmen drottningar Ragna Sigurðardóttir Madonna Skáldið sem sólin kyssti. Ævisaga Guðmundar Böðvarssonar, eftir Silju Aðalsteinsdóttur er komin út í kilju. Guðmundur Böðvarsson skáld og bóndi á Kirkjubóli í Hvítársíðu, hefur verið kallaður eitt af ævintýrum í ís- lenskri bókmenntasögu, svo óvænt- an og heillandi hljóm sló hann strax í fyrstu ljóðabók sinni, Kyssti mig sól. Heimamenntaður en þó heimsborgari í hugsun og formi. Í þessari bók er þetta ævintýri rak- ið: fátækur sveitastrákur, alinn upp hjá vandalausum eftir tíu ára aldur, verður skáld í fremstu röð. Hann var óþreytandi að hlusta, lesa og skrifa, horfði næmum augum á umhverfi sitt, jafnt litríkan blómgróður sem gróð- urlitlar auðnir hálendisins, og því sem hann sá skilaði hann í ljóðum. Skáldið sem sólin kyssti er skráð af Silju Aðalsteinsdóttur bókmennta- fræðingi og prýdd fjölda mynda. Silja hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina árið 1994. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 470 bls. Verð kr. 1.999. Ævisaga Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn DILBERT mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.