Morgunblaðið - 24.12.2004, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 53
MENNING
Hvítasunnufer›
Þ‡skaland og Austurríki
19.-26. maí
Ver› kr. 96.900
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjóri: Jóna Hansen
Bell´Italia
Versilia- Róm- Flórens
26. maí-9. júní
Ver› kr. 129.910
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjóri: Paolo M. Turchi
Draumaferð til Tyrklands
26. ágúst-8. september
Ver› kr. 149.960
á mann í tvíb‡li m. hálfu fæði.
Fararstjórar: Jóna Hansen og
sr. Frank M. Halldórsson
Terra Nova
Stangarhyl 3 · 110 Reykjavík · Sími: 591 9000
www.terranova.is · Akureyri Sími: 461 1099
Austurríki
Ítalía
Þýskaland
Króatía
Slóvenía
Tékkland
Frakkland
Spánn
Tyrkland
Sérferðir
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
14
16
0
Þökkum frábærarmóttökurNú eru fyrstu ferðirnar aðverða uppseldar.
Nokkrar hugmyndir
að góðu ferðaári 2005
Þökkum viðskiptin á liðnum árum.
Foto-Harry og félagar, Kanaríeyjum.
Við sendum öllum viðskiptavinum okkar
á Íslandi bestu jóla- og nýársóskir
SIGURLAUGUR Elíasson gaf út
sína fyrstu ljóðabók, Grátóna-
regnbogann, árið 1985. Lesarkir
landsins er sú áttunda í röðinni frá
hendi Sigurlaugs og spannar skáld-
ferill hans því
tuttugu ár. Ljóð
Sigurlaugs ein-
kennast af ást
hans á landinu,
næmri nátt-
úruskynjun, virð-
ingu fyrir göml-
um gildum og
arfi genginna
kynslóða.
Þá má einnig
finna góðlátlegt og undirfurðulegt
skopskyn í verkum hans sem ljær
þeim manneskjulegan blæ.
Í mörgum ljóðum kemur fram
virðing fyrir hinu smáa og það er
jafnvel látið leika stórt hlutverk.
Þetta myndmál smæðarinnar kem-
ur skýrt fram í ljóði sem nefnist
Náttleið á fjöllum. Þar er lýst al-
vöruferðalangi sem ljóðmælandi
hittir við stóran stein:
Yfir steininn stritar
bjöllukríli
baksast áfram
stefnan sett á skófaklungur
í rökkurbyrjun.
Líf bjöllunnar vekur upp hug-
renningar skáldsins sem dregur
líkindi milli strits hennar og
mannsins. Heimur bjöllu og manns
snertast og varpa ljósi hvort á ann-
að og ljóðið stækkar í huga lesand-
ans. Þannig verða nokkrir dropar á
steini „smámöskvað tjarnaland“ í
heimi skordýrsins og óvíst hvort
það komist á áfangastað. Það leiðir
hugann að heiti ljóðsins og lesand-
inn sér fyrir sér ferðalang yfir
fjallveg að næturlagi og teflir í tví-
sýnu. Í þessu ljóði birtast helstu
kostir Sigurlaugs sem skálds,
ferskleiki og óvæntar hliðstæður
dregnar fram. Eftirminnilegt er
sömuleiðis ljóðið Lesning þar sem
lýst er dimmum innheimi og mik-
ilvægi þess að tengjast birtunni
eða „lögninni að ofan“ eins og
skáldið orðar það. Birtuna tengir
það við bækur eins og upplýsing-
armennirnir forðum og endirinn
felur í sér skemmtilega viðlíking-
u:„sumar bækur eru/eins og ljós-
geymar/yfir litlu þorpi“.
Oft er slegið á létta strengi í
Lesörkum landsins og brosið er
skammt undan í ljóðinu Launfasi.
Þar er því lýst er tunglsljós af-
hjúpar kött á músaveiðum, hélan
tindrar vægðarlaust í kringum
hann og á stóru kristalsskilti mán-
ans birtist: „ÖLL MÚSAVEIÐI/
STRANGLEGA BÖNNUÐ!“
Skáldið bætir því við að kötturinn
sé nágranni þess en því þyki ekki
sérlega vænt um hann! Líklega
vegna þess að skáldið telur líf mús-
anna meira virði en að kötturinn
sinni eðlishvötinni. Sigurlaugur
gerir einnig góðlátlegt grín að
sjálfum sér í ljóðinu Svalblátt með
undirtitlinum „ég er með sjó-
hræddari mönnum“. Þar er því lýst
er konan lætur blátt á rúmið með
þeim afleiðingum að skáldið er í
bráðum sjávarháska alla nóttina.
Heildarsvipur bókarinnar er
nokkuð sterkur. Hún einkennist af
rósemi og yfirvegun skáldsins sem
lætur hávaða og hraða samtímans
sem vind um eyru þjóta. Oft er lýst
eldra fólki sem hrörnun er farin að
setja mark sitt á og gildir það þá
einnig um húsakynni, en Sig-
urlaugur ber tregablandna virð-
ingu fyrir fortíðinni og lífi kyn-
slóðar sem er að hverfa smám
saman. Það er kannski hægt að
finna að því að ljóðheimur Sig-
urlaugs er fremur þröngur og
einkalegur. Sum ljóðin eru ekki
beint aðgengileg og virka nokkuð
daufleg við fyrstu sýn að minnsta
kosti. Aðeins heitari glóð sakaði
ekki í stöku ljóði og skáldið mætti
stundum sýna meiri tilþrif og
dirfsku í myndmáli. En þessar að-
finnslur eru smávægilegar. Sig-
urlaugur yrkir oftast mjög vel og
ljóð hans eiga erindi við nútímann
sem orðinn er fullhraður og yfir-
borðslegur. Ljóðin bera vitni um
hógværa yfirvegun og skilyrðis-
lausa virðingu fyrir lífinu. Bókin er
smekklega hönnuð með mynd af
málverki höfundar á kápu.
Að lesa landið
BÆKUR
Ljóð
Sigurlaugur Elíasson. 47 bls.
Mál og menning. Reykjavík 2004.
Lesarkir landsins
Sigurlaugur
Elíasson
Guðbjörn Sigurmundsson
GALLERÍ Dvergur er eitt af þess-
um dularfullu litlu sýningarrýmum
sem spretta upp öðru hvoru, nú eru
þau tvö í bænum en Banananas hefur
farið vel af stað á horni Laugavegar
og Barónsstíg. Þessir sýningarstaðir
eiga það sameiginlegt að vera reknir
af ungu, metnaðarfullu fólki sem tek-
ur starf sitt alvarlega þrátt fyrir ver-
aldleg vanefni. Þetta fólk kemur
auga á þá möguleika sem jafnvel lítil
kjallarahola undir fullri lofthæð býr
yfir, eða portið sem gengið er um
daglega og er flestum ósýnilegt. Í
starfsemi af þessum toga koma sam-
an þættir sem hafa verið ofarlega á
baugi í myndlistinni á undanförnum
árum. Listin er sett fram í eins konar
almenningsrými, utan hinna helgu
véa. Myndlistarmennirnir leitast við
að nálgast áhorfandann beint með
verkum sínum og notfæra sér þá sér-
stöku félagslegu og arkitektónísku
eiginleika sem sýningarrými af þess-
um toga geta boðið upp á, án þess að
falla í þá gryfju að listin verði í ætt
við fjölleikahús, þ.e. skrýtin og frík-
uð. Gallerí Dvergur hefur starfað
óreglulega frá 2002, en það er mynd-
listarkonan Birta Guðjónsdóttir sem
hefur haldið starfseminni gangandi.
2003 voru þar fimm einkasýningar og
í nóvember sl. sýndi þar Anke Siev-
ers, nú í desember Erica Eyres og á
komandi mánuðum verða það þau
Sigríður Björg Sigurðardóttir, Efrat
Zehavi, Jetske de Boer og Baldur
Geir Bragason. Birta virðist hafa
metnað og orku til að halda starfsem-
inni eitthvað gangandi og einhvers
staðar verða allir að byrja.
Nú sýnir kanadíska listakonan
Erica Eyres verk í Gallerí Dverg.
Hún sýnir teikningar og myndband
og þema sýningar hennar er útlits-
sýki samfélagsins og það hversu
langt konur eru tilbúnar að ganga til
að uppfylla þær kröfur sem þeim
finnst samfélagið gera til þeirra.
Teikningar Eyres eru vel gerðar og
sérstaklega verða þær áhrifaríkar
þegar hún gengur ekki of
langt í afskræmingunni.
Myndbandið er sömuleiðis
vel unnið og karakterarnir
sem listakonan setur á svið
mjög sannfærandi. Það verð-
ur hins vegar að segjast að
hugmyndir Eyres eru ekki
mjög frumlegar og ljós-
myndir bandarísku listakon-
unnar Cindy Sherman t.d.
fara langt fram úr viðleitni
Ericu til að sýna fáfengileika
kvenna og fáránlegar
áherslur á útlit. Ótal margir
hafa unnið listaverk á svip-
uðum nótum sl. áratugi og á
margbreytilegan hátt og
mörgum hefur tekist það
mun eftirminnilegar en
Ericu. Þó er hér um ágætis
innsetningu að ræða og sér í
lagi er það húmorinn sem
e.t.v. aðgreinir hana frá öðr-
um listamönnum sem hafa
fjallað um svipað efni. Sýn-
ingarrými Gallerís Dvergs
býður líka upp á skemmti-
lega aukavídd við þema
Ericu, en e.t.v. verður áhorf-
andanum hugsað til vondu drottning-
arinnar í sögunni um Mjallhvíti,
drottninguna sem varð að vera feg-
urst í heimi en sýningarrýmið virðist
einmitt sérlega hannað fyrir dverg-
ana sjö. Til stendur að sýna fleiri
myndbönd eftir Ericu og þá í sýning-
arsal Klink og Bank eftir áramót og
verður forvitnilegt að sjá hvað hún
hefur þar fram að færa. Gallerí
Dvergur er sérstök upplifun og kem-
ur skemmtilega á óvart á göngu í
Þingholtunum. Síðasti sýningar-
dagur Ericu Eyres er annar í jólum
og er þá opið frá kl. 16–18.
Spegill,
spegill
MYNDLIST
Gallerí Dvergur, Grundarstíg 21
Aðeins einn sýningardagur eftir, 26. des.
Opið frá kl. 16–18.
Blönduð tækni, Erica Eyres
Erica Eyres í Galleríi Dvergi:
Ágætis innsetning.
Ragna Sigurðardóttir
alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS