Morgunblaðið - 24.12.2004, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2004 57
HIÐ MARGFRÆGA diskókvöld
Margeirs Ingólfssonar verður
haldið á Bar Bianco á sunnudags-
kvöldið, annan í jólum, en Morg-
unblaðið var svo heppið að ná tali
af þessum diskókóngi Íslands.
Hvernig er að vera diskókóng-
ur Íslands? Ísland er aðeins lítill
punktur á korti, sem skiptir í
sjálfu sér engu máli. Það er nauð-
synlegt að sjá heildarmyndina og
þess vegna verðum við að taka
Færeyjar með. En mér finnst
mjög gott að koma hingað á klak-
ann allavega einu sinni á ári og
gleðja þessa litlu álfa sem búa hér. Og þessum
greyjum þykir svo vænt um mann líka.
Rifjar þú oft upp góðu gömlu dagana á Stud-
io 54? Nostalgía er stórlega ofmetið fyrirbæri
– hún er allavega ekki það sem hún var hér áð-
ur fyrr. Ég er með heilan stafla af National
Enquirer blöðum á klósettinu sem ég rúlla í
gegnum þegar ég er í nostalgíukasti. Studio 54
breytti samt lífi mínu. Ég var eitthvað búinn
að vera að vesenast í tónlist í
gegnum tíðina, en ég vissi aldrei
almennilega hvað ég ætti að
leggja fyrir mig. Mamma sagði
alltaf: „Það skiptir ekki máli
hvað þú gerir – bara að þú lítir
vel út þegar þú gerir það,“ og í
fyrsta skipti þegar ég steig inn í
diskóbúrið á Studio 54 vissi ég að
þarna væri ég búinn að finna
eitthvert lífsviðurværi sem
myndi gera mömmu glaða.“
Hefurðu ennþá samband við
Lizu Minnelli, John Travolta,
Cher og þetta gengi? John hefur
alla tíð verið ósáttur við það að falla í skuggann
af mér. Hann er náttúrlega bara dansari sem
slysaðist til að fá einhverja smáathygli – hins
vegar verðskuldaði ég alla þá athygli sem ég
hef fengið í gegnum tíðina. Ég hef heyrt að
hann stoppi reglulega hér við á stóru þotunni
sinni og reyni að leita mig uppi. Það var gaman
að honum á sínum tíma en sumir skilja bara
ekki þegar kominn er tími á þá.
Það má segja að við Liza höfum þroskast
sitt í hvora áttina. Ég sendi henni samt ennþá
jólakort og mér þykir ótrúlega vænt um hana.
Cher er ennþá inni í lífi mínu, eða réttara
sagt lögfræðingar hennar og af skiljanlegum
ástæðum get ég ekki tjáð mig meira um málið
að svo stöddu. Þið verðið bara að kaupa bók-
ina. Annars hef ég ekkert gaman af þessu liði
lengur – það sötrar bara sódavatn og bablar
eitthvað um Kabballah. Alveg glatað.
Býr diskóið í hjartanu? Grúvið er í hjartanu,
diskóið býr í buxunum.
Hvernig verður stemningin á þessu aðal
diskókvöldi ársins? Ætli þetta verði ekki bara
þetta hefðbundna – dýfingar fram úr diskóbúri
(svokallaðar „stage dives“), sprengingar, fá-
klætt fólk og annað þess háttar. Það stefnir
allt í stórkostlega skemmtun að erlendri fyrir-
mynd – níunda árið í röð.
Tónlist | Hið árlega diskókvöld Margeirs annan í jólum
Margeir hefur sérstaklega heillandi sviðs-
framkomu og er með réttu taktana.
Hvar: Bar Bianco við Hverfisgötu.
Hvenær: Sun. 26/12. Opið: 20–03.
Miðaverð: 1.500 kr.
Margeir og Cher.
Diskóið er í buxunum
RITHÖFUNDURINN J.K. Rowl-
ing er búinn að skrifa sjöttu bókina
um Harry Potter og verður útgáfu-
dagur hennar 16. júlí á næsta ári.
Ber bókin nafnið Harry Potter og
hálfi prinsinn, að því er fram kemur
á fréttavef BBC.
Upphaflega ætlaði Rowling að til-
kynna á jóladag hvenær bókin kem-
ur út en ákvað að flýta því um
nokkra daga. Sagðist hún viss um
að þeir sem
halda jól hefðu
nóg annað að
gera en að
pæla í hvenær
bókin kemur út
og þeir sem
ekki haldi jól
nenni varla að
bíða svo lengi.
Rowling segist hafa haft nógan
tíma til að betrumbæta handritið
þar til hún var fullkomlega ánægð
þar sem hún er ófrísk. Hún eign-
aðist annað barn sitt 2003 og á von á
hinu þriðja á næsta ári. Hún segist
afar ánægð með nýju bókina.
Hún hefur þegar gefið upp að ein-
hver sögupersóna verði drepin í
bókinni en vill ekki segja hver það
er. Það eina sem Rowling hefur sagt
um söguþráð nýju bókarinnar er að
„hálfi prinsinn“ sé hvorki Harry
sjálfur né hinn illi Voldemort.
Síðasta bókin um Potter hét
Harry Potter og Fönixreglan og
kom út í júní árið 2003. Fimm millj-
ónir eintaka seldust af henni á
fyrsta sólarhringnum eftir að hún
kom út.
Snæbjörn Arngrímsson hjá bóka-
útgáfunni Bjarti segist búast við að
bókin komi út á íslensku í lok októ-
ber eða byrjun nóvember á næsta
ári. „Við stefnum á 30. eða 31. októ-
ber, það ætti að nást að þýða hana
fyrir þann tíma. Það hefur að
minnsta kosti tekist með fyrri bæk-
urnar,“ sagði Snæbjörn.
Enn er um það bil hálft ár þar til
næsta bók um söguhetjuna Harry
Potter verður gefin út, en hún er
þegar komin efst á lista að minnsta
kosti eins bóksala yfir þær bækur
sem beðið er með mestri eftirvænt-
ingu. Þá hafa mörg þúsund manns
pantað eintak af bókinni, að því er
bóksalar segja. Er hún í efsta sæti á
lista Amazon.co.uk yfir 100 mest
spennandi bækurnar og er búin að
leggja að velli bækur á borð við Da
Vinci-lykilinn eftir Dan Brown, sem
selst hefur afar vel.
Amazon sagði að pöntunum hefði
rignt inn eftir að tilkynnt var um út-
gáfudag bókarinnar.
Bækur | Ný Harry
Potter-bók kemur út
næsta sumar
Einhver
verður
drepinn